föstudagur, október 31, 2003

Hæ...

... einn ein kenn$lu$tundin hjá Hagnaðinum.

... Andrés Jónsson hringdi í mig í gær. Hann hefur séð ljósið og áttað sig á því að það er hagnaður sem skiptir máli. Annað er rugl.

... svo er bara Múha skrall framundan um helgina.

... verkefni dauðans í uppsiglingu.

... vetrardekk, skoða bílinn og ýmislegt.

Þetta var helst á 150 km. hraða.

Bæ,
Hagnaðurinn

fimmtudagur, október 30, 2003

Þarftu að fara að skella vetrardekkjunum undir?

... þá er þetta eitthvað sem þú ættir að kíkja á.

Ávallt Hagnaður

miðvikudagur, október 29, 2003

Boys....

... hvar eigum við að glápa á Liverpool fótbrjóta Blackburn aumingjana í kvöld?

Hagn.
Ég þakka gott boð...

... mig langar að þakka Ólafi Þórissyni fyrir að hafa boðið mér í tvítugsafmæli sitt næstkomandi föstudag. Því miður kemst ég ekki á svæðið en hugur minn verður hjá ykkur.

Góða skemmtun,
Hagnaðurinn
Langar bara að vekja athygli á þessu...

... Fyrsti leikur vetrarins hjá Lakers. Aldrei spurning hvernig þetta myndi fara. Og hvernig stóðu gamlingjarnir sig?

Ha, Malone einni stoðsendingu frá triple double og Payton með stjörnuleik? Fimm leikmenn með 15 stig eða meira. Þetta er alger snilld.

Hagnaðurinn
....Á morgun heldur Harpan svo sinn fyrsta fyrirlestur á háskólastigi, og verður þetta því sennilega síðasti bloggdagur minn, sökum andláts. Ég er nebblega haldin óendanlegri feimni. Ef ég verð feimin við að stíga uppí strætó, þá verður fyrirlestur fyrir 200 manns ekkert píz of keik....skal ég segja ykkur.....úff.

... Svo skrifaði Harpa í gær. Í morgun vorum við svo á leiðinni í skólann. Þá kemur lag í útvarpið með Pálma Gunnars (að ég tel).

Þar var viðlagið eitthvað á þessa leið.... "glaður gæfi ég allt, til að losa mig við feimnina..."

Tilviljun?
Hagnaðurinn

þriðjudagur, október 28, 2003

Mig vantar...

... svarta sokka.
... golfskó.
... nýtt minni í tölvuna.
... nýjan harðan disk í tölvuna.
... DVD spilara.
... nýja diskinn með Dave Matthews.
... og ýmislegt fleira.


Og líka þetta:

Bankaráð Seðlabankans, kjörið af Alþingi, 27. maí 2003:

Aðalmenn
Ólafur G. Einarsson fyrrverandi alþingismaður, formaður
Helgi S. Guðmundsson framkvæmdastjóri, varaformaður
Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor
Jónas Hallgrímsson framkvæmdastjóri (frá 9. október 2003)
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi borgarstjóri
Sigríður Stefánsdóttir sviðsstjóri
Ragnar Arnalds fyrrverandi ráðherra og alþingismaður

Djöfuls pakk.

Hagnaðurinn
Ný Sigurrósar síða...

... sjón er sögu ríkari.

Hagnaðurinn
Hvað er að gerast?

... þetta er ekki gott.

... og þetta er ekki betra?

Koma svo Lakers!!!

mánudagur, október 27, 2003

Tuttuguþúsandasti gesturinn...

... er að skríða í hús. Hver mun það verða?

Páfinn?
Christian Slater?
Ég sjálfur?
Mamma?
John Wayne?


Eða þú?
*** Íþróttamót ***

Á laugardaginn fórum við Glæponinn á Players. Þar áttu að fara fram grein 2 og 3 í íþróttaeinvígi okkar. Byrjuðum við á pílukast. Vann ég fyrsta leikinn nokkuð örugglega. Hann jafnaði með naumindum í leik tvö, og spennan því mikil fyrir lokaleikinn. Þetta var sko best of three. Það fór svo að með mikilli heppni og vott af samsæri að hann vann þennan síðasta leik. Hann var því kominn í 2-0, þar sem hann vann fyrstu greinina, golf.

... Næst var það Pool. Þar taldi ég mig öruggan með sigur þar sem pool gengur ekki jafn mikið útá heppni og pílan. Auk þess er ég frambærilegur pool spilari. Núna var það best of five. Ég hleypti engri óþarfa spennu í þetta og vann örugglega 3-1. Staðan í íþróttaeinvíginu er því 2-1 fyrir Gráa Glæponinn. Tvær greinar eru eftir, keila og körfuknattleikur. Ég tel að ég muni bera sigurorð í báðum greinunum. Af hverju segi ég það?

Jú, ég er með Skrekkinn.


*** Spilakvöld ***

Hingað mættu á laugardaginn Krissi Saurmaður og Óli Glæpon í Popppunkt og spilakvöld. Allt var þetta sett upp til að hafa fína ástæðu til að drekka bjór. Gott hjá okkur President?

Popppunktur var fínn að vanda. Svo var spilað Leonardo og Co. og Gettu Betur. Leonardo gengur mest útá að vera góður á teningnum á meðan Gettu Betur reynir meira á gáfurnar. Það er skemmst frá því að segja að Hagnaðurinn bar sigur úr býtum, og það nokkuð örugglega.

*** Intolerable Cruelty ***

Brá mér á þessa fínu mynd í gær eins og áður hefur komið fram. Frábær mynd og líklega sú þriðja besta sem ég sá um helgina:
1) Almost Famous
2) Matrix Reloaded
3) Intolerable
4) Crossroads

Já, ég sá smá af Crossroads með henni Spritney Bears á laugardaginn. Skilst þó á President að ég hafi misst af nærbuxnaatriðinu sem átti sér stað ‘eftir 37 mínútur´, svo ég vitni bara beint í hann.

En Intolerable var ansi skemmtileg. Sérstaklega var Billy Bob kómískur í hlutverki rauðhálsins. Lék bara sjálfan sig sem sagt. Og hvað er með Zetu Djóns? Feit einn daginn og svo bara beib daginn eftir. Undraheimar kvikmyndanna eru magnaðir!!!

*** Kennsla og Dawson ***
Síðan er bara 6 tíma kennsla í dag. Nýr hópur og gamall hópur. Ætti að verða hressandi.

Dawson í kvöld. Spurning hvort Joey Potter fari eitthvað að flippa?

Boomtown Rats - I Don´t Like Mondays.... kemur þér í stuð...


Þetta var mitt framlag,
Hagnaðurinn

sunnudagur, október 26, 2003

Tvær góðar og ein framundan...

... sá Matrix Reloaded í gær. Fín miðju mynd. Tók hana til að rifja aðeins upp söguþráðinn. Þriðja myndin er nefnilega að koma í bíó í nóvember. Skilst á President að hún sé góð.

... sá einnig Almost Famous. Alveg æðisleg bíómynd. Var orðið langt síðan ég sá hana síðast. Ef þið hafið ekki séð hana, þá bara drífa sig útá leigu. Bæði fyrir stelpur og stráka. Ekki eins og Kill Bill.

Er svo að fara á þessa. Ekki hafa allir gaman af Coen bræðrunum, en ég geri það allavega. Hlakka til.

Christian Slater,
Hagnaðurinn

föstudagur, október 24, 2003

Sigurvegari Idol...

... er fundinn. Ég held hreinlega að hún hafi sungið 'Yellow' betur en ég. Eða hvað?

Hagnaðurinn
88 atriði um veturinn 1999-2000 í USA...

201. Höldum áfram með þennan lista.
202. Það er 17. ágúst 1999.
203. Ég er útí Flugstöð með mömmu, Möggu systir og Hörpu.
204. Kominn tími til að yfirgefa landið og hef ekki hugmynd útí hvað ég er að fara.
205. Ekki auðvelt að fara... en fór nú samt.
206. Með í för er Daníel Hjaltason, leikmaður Víkings í dag.
207. Hann entist í 4 daga... heimþrá var official skýringin.
208. Fannst það hálf kjánaleg skýring.
209. Það fyrsta sem ég át í Ameríku var Papa John´s pizza á hóteli í Baltimore. Langaði bara að nefna það.
210. Það fyrsta sem ég man er að það var ógeðslega heitt þarna.
211. Þá er ég að tala um 40 stiga hita og gríðarlegan raka.
212. Ég bjó á dorminu fyrstu önnina mína.
213. Það var ágætt á sinn hátt.
214. Maður kynntist fullt af fólki og fór reglulega í keg party.
215. Það var ansi gaman... get ekki neitað því.
216. Fyrstu dagana í skólanum var ég útá þekju og vissi ekki hvort ég var að koma eða fara.
217. Átti í rauninni eftir að vera svoleiðis alla önnina.
218. Ég var að læra viðskiptafræði. Skráður í management. Átti eftir að breytast.
219. Það fór meiri tími í annað:
220. Fótbolta.
221. Póker.
222. Strandferðir.
223. Chat á netinu.
224. Baseball og körfuboltagláp.
225. Tölvuleiki.
226. Dorm-party.
227. Þetta var góður tími.
228. Bestu vinir mínir voru 2 Englendingar í fótboltaliðinu.
229. Þeir heita Gary og Tom.
230. Englendingar eru skemmtilegri en Ameríkanar.
231. Öðruvísi allavega.
232. Ameríkanar eru svo yfirborðskenndir.
233. Þetta var ca. 5000 manna skóli. Telst það ekki stórt.
234. Staðsettur í Myrtle Beach, Suður-Karólínu.
235. Stundum kallað Redneck Riviera.
236. Ég spilaði lítið í fótboltanum vegna meiðsla.
237. Ég komst að því að þjálfarinn minn var hálfgerður hálviti. Það gerir ¼ viti.
238. Þetta var ágætt að búa á dorminu. Hefði ekki viljað sleppa því.
239. Það var samt gott að koma heim.
240. Þessi fyrstu önn kom hurricane.
241. Íslendingurinn hélt það væri nú ekki neitt.
242. Samt þurftum við að flýja inní land.
243. Enduðum heima hjá David Jadlot uppí Greenville, South Carolina.
244. Jadlot var góður drengur.
245. Hann missti fótinn stuttu seinna.
246. Ölvarður ökumaður var að keyra bílinn hans.
247. Hann var farþegi.
248. Allt hálf sorglegt.
249. Aðra önnina flutti ég út af dorminu.
250. Ég, Tom og Gary höfðum ákveðið að leigja saman íbúð niðrá Resorti.
251. Ágætis 2 svefnherbergja íbúð. Þeir deildu herbergi. Það var samkomulagsatriði.
252. Resortið er niðrá strönd. Já, ég bjó á strönd.
253. Einhvern tímann í janúar snjóaði.
254. Slíkt hafði ekki gerst þarna í 11 ár.
255. Skóla var aflýst.
256. Suður Karólínufólk þekkir ekki vetrardekk.
257. Ég gerði tilraun til að fara útí búð.
258. Það var lokað.
259. Skólinn er einhverja 15 kílómetra inní landi.
260. Ég keypti mér þess vegna bíl.
261. Pontiac Bonneville hét hann.
262. Keypti hann af Simma Sig á $1.700.
263. Ég hafði ákveðið að taka mig á í skólanum.
264. Var ekkert voðalega ánægður með afrakstur fyrstu annar.
265. Féll þá meðal annars í einni grein... sem var skandall í mínum augum.
266. Nú átti að taka þetta með trompi.
267. Það er lítið æft í fótboltanum á vorin.
268. Var sáttur við það.
269. Reyndar var ég þarna búinn að gera samning við ÍR hérna heima því Gummi Torfa hafði sparkað mér úr Fram. Helvítis fíflið.
270. Þurfti því að halda mér við.
271. Harpa kom í heimsókn í Spring Break.
272. Það er í mars.
273. Við fórum til Orlando.
274. Fór þar í Disney.
275. Og Universal Studios.
276. Og Wet N´Wild.
277. Allt svakalega gaman.
278. Nema Wet N´Wild.
279. Þar vorum við rænd. Allar filmur ferðarinnar teknar. Kreditkort og peningar skildir eftir. Pervertar.
280. Vorum þarna alls í 5 daga minnir mig.
281. Mjög gaman allt saman.
282. Í mars var hægt að byrja að fara niðrá strönd.
283. Þetta var ekki merkileg strönd.
284. En samt betra en engin strönd.
285. Nú halda mér engin bönd.
286. Skólinn gekk vel þessa önnina.
287. Lokaprófin fóru fram í byrjun maí að venju.
288. Svo var brunað heim.

Hagnaðurinn

fimmtudagur, október 23, 2003

Talandi um hreinn hagnað....

Um 200 milljarða króna hagnaður hjá Microsoft
Hagnaður bandaríska tölvufyrirtækisins Microsoft nam um 200 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Þá námu tekjur þess um 632 milljörðum króna. Það var einkum mikil sala á einmenningstölvum, eftir að skólar hófust, sem átti nokkurn þátt í auknum hagnaði. Á sama tíma varð lítil aukning í sölu á vörum fyrirtækisins í hátækniiðnaði.


Spurning að fara að hætta í skóla.
Hvers vegna sagði ég þetta?

Hagnaðurinn
Langar að vekja athygli á...

... spá Jarlaskáldsins um komandi NBA tímabil. Sjaldan eða aldrei hef ég séð jafn slæma spá. Það er eins og ef Bulls geta ekki unnið neitt, þá verða Minnesota bara að gera það.

Öll vitum við að Lakers er með besta liðið.

Hagnaðurinn
Lengsta orð í heimi...

lopadotemakkoselakkogaleokranioleipsanodrimhypototrimmatosilfio-paraomeelitokatakekkymenokikklepikossyfofattoperissteralektryonopteke-
falliokigklopeleiolagoiosiraiobafetraganopterygon.


Þetta er úr leikritinu Þingkonurnar eftir Aristófanes. Alls 180 stafir.

Orðið merkir eitthvað matarkyns.

Þýðing óskast.
Hagnaðurinn
Sagan segir...

... að Ingvar Óla sé farinn í KR.
... að Gústi Púst eigi kúst.
... að það verður Miðjarðarhafsloftslag í vetur
... að Kobe Bryant sé saklaus.
... að fimmtudagur sé á morgun.
... að gjaldmiðill Namibíu heitir dalur.
... að skíra má drengi Öndólfur.
... að skíra má stúlkur Tryggvína.
... að lesa megi orðið rammar afturábak og áfram.
... að alls séu til 233 apategundir.

Vitrænt blogg,
Hagnaðurinn

miðvikudagur, október 22, 2003

Ansi er Raggi...

... grimmur á svipinn. Ragtoin.
Getraun...

... bráðum fær þessi síða sína 20.000 heimsókn. Það er helmingi meira en hvað?
Af sjónvarpi...

... þessir hommaþættir sem eru á þriðjudögum á Skjá Einum eru nokkuð skemmtilegir. Verð bara að viðurkenna það. Þetta eru 5 gæjar (samkyn.) sem velja einhverja nörda (einn í þætti) og breyta lífi hans; eða reyna það allavega.

Kannski ekkert stórkostleg hugmynd að þætti, en það sem gerir hann skemmtilegan eru hommarnir, sérstaklega einn þeirra, sem er svona ljóshærður með sítt hár. Hann er svona gæi sem maður sér útá götu og maður sér strax að þessi maður er hommi. Hinir eru meira normal (útlitslega).

Heyiði, svo er listinn að fara að klárast.

Búinn að vera geðveikislega busy,
Hagnaðurinn

þriðjudagur, október 21, 2003

Spurning...

Hvað tala er helmingi stærri en 20?

Áhugavert...

Við hlæjum þegar við erum kitluð ef við treystum þeim sem kitlar. Hvort sem það er ættingi, elskhugi eða vinur sem kitlar, verður manni að vera ljóst að ekki er um alvöruárás að ræða heldur atlot sem enda oftar en ekki með einhverju innilegra og ástúðlegra. Um þetta getum við ekki verið örugg þegar ókunnugir eiga í hlut.

Þetta skýrir líka hvers vegna okkur gengur illa að kitla okkur sjálf. Við ráðumst ekki á okkur sjálf, nema ef við glímum við alvarlega geðræna sjúkdóma. Þegar við setjum okkur viljandi í hættu, sem er þó um leið örugg, eru okkar fyrstu viðbrögð eftir á venjulega að hlæja. Teygjustökk, fallhlífarstökk og rússíbanakeyrsla eru því eiginlega dæmi um aðferðir sem við notum til að „kitla“ okkur sjálf.


Nú ætti að vera virkilega auðvelt að komast að því hverjir eru vinir manns og hverjir eru fjandmenn.

Þessi texti er tekinn frá Vísindavef Háskóla Íslands.

Byrjum að kitla,
Hagnaðurinn

mánudagur, október 20, 2003

Hagnaður. Blessaður.

sunnudagur, október 19, 2003

Stofnanir...

... Hagnaðurinn brá sér uppá spítala áðan. Fór þangað að hitta pabba Hörpu. Var hann hinn hressasti. Eftir ca. klukkutíma heimsókn hugðist ég yfirgefa Landsspítalann. Neinei, er ég ekki bara læstur inni. Það var búið að læsa öllum hurðum og enginn sást á ferli. Neyddist ég því til að hringja símtal til að komast að því hvernig ég kæmist út. Þurfti ég að fara út hinu megin í húsinu (stórt hús) og labba allan hringinn til að komast í bílinn. Ekki glaður með það.

... annað. Þegar ég mætti á svæðið voru fáir á ferli. Gat ég gengið þarna óáreittur um alla ganga. Ég held að ef ég væri pillusjúklingur hefði ég verið í himnaríki.

... þriðja. Lagið "Battle Without Honor or Humanity" úr Kill Bill er svakalega flott. Er að vinna í því að ná mér í þennan disk. Tónlistin úr myndunum hans Tarantino er með því betra sem maður finnur. Maðurinn er snillingur. Náið líka í lagið "Twisted Nerve". Fáið það algerlega á heilan.

Þetta var helst.

Frí í skóla á morgun og kennsla.

Hreinn Hagnaður,
Hagnaðurinn
Sammála þér Doktor...

Sigurvegarinn í Idol er kominn fram og því óþarfi að hanga lengur yfir þessu. Hér er ég að sjálfssögðu að tala um strákinn sem var að lesa Njálu og var eini gaurinn sem faðmaði ekki einhvern í geðshræringu yfir að komast inn. Er greinilega of kúl til þess. Hann ber algjörlega af í þessum hópi; syngur lang best, er lang sætastur (Lufsan segir það) og er greinilega kúl lóner og eiginlega yfir þessa keppni hafinn. Þjóðin á víst reyndar að velja þetta svo þetta fer örugglega á versta veg og Njálu-lónerinn dettur líklegast út á meðan einhver vitleysa vinnur. Við höldum allavega með honum!

Eins og svo oft áður,
Hagnaðurinn
Kvikmyndir...

Er núna búinn að afreka að horfa á 4 myndir á ca. einum sólarhring.

Þetta eru myndirnar raðað eftir styrkleika:
1) Kill Bill. Snilldarverk.
2) Pianst. Mjög góð.
3) Confessions. Raunávöxtun < Vænt ávöxtun.
4) Wedding Planner. Rusl af verstu gerð.

Hagnaðurinn

laugardagur, október 18, 2003

Myndbandaumfjöllun...

Eftir dapran Idol þátt brá ég mér á eina af verri myndbandaleigum bæjarins, Okkar Video. Tók þar tvær myndir. Annars vegar Píanistann og hins vegar Confessions of a dangerous mind. Horfði á Píanistann í gær.

Hafði heyrt að þessi mynd væri frábær. Svo vann hún einhverja Óskara, svo hún hlýtur bara að vera góð. Svo kom líka á daginn. Hvað er með þennan Adrien Brody gæa? Hann virðist bara vera svakalega góður á píanó, nema brellurnar hafi blekkt mig. Svo virðist sem hann hafi misst svona 30 kíló á meðan tökum stóð. Annars frábær leikur hjá honum. Svo stóð barnaníðingurinn sig líka vel í leikstjórninni. Áhrifarík mynd sem hafði áhrif á Hagnaðinn.

Líkega það besta á leigum bæjarins. Tjekkið á henni.
91/100*

Hagnaðurinn

föstudagur, október 17, 2003

Idolið...

... í kvöld var hundleiðinlegt. Veit ekki alveg hvað fékk mig til að horfa á þetta, og sumt tvisvar. Fullt af liði komst áfram þó það gæti ekki sungið. Halló-maðurinn stóð sig með prýði. Vona að hann vinni þetta. Hef samt ekkert ofboðslega trú á því.

Á þessu stigi spái ég því að sjómaðurinn eða litli strákurinn með krullurnar muni vinna þetta.

Hvað er með pepperoni face. Er hann að fara að verða idol? Nei, burt með hann strax. Og gæinn með sólgleraugun... gott að það kvikindi sé dottið út.

Smá Simon Cowell grimmd,
Hagnaðurinn

fimmtudagur, október 16, 2003

Hva, bara kominn flöskudagur...

... nei, kæri vin, það er föstudagur þegar þú lest þetta.

Ég er nýbúinn að klára verkefni í Fjármögnun Fyrirtækja uppí skóla. Aldrei áður hef ég hreint og beint skammast mín fyrir eitthvað sem ég læt frá mér. En þetta er ekki merkilegur pappír. Meira svona skáldskapur úr höfði mínu heldur en fræðilegir reikningar á virði fyrirtækis. Ég er ekki einn um þetta. Menn eru í major vandræðum.

Það breytir því ekki að ég er að fara á þetta
Viðskipta- og hagfræðideild býður til móttöku í Matstofu Vesturbæjar í
Tæknigarði föstudaginn 17. október
kl. 17 - 19.
Öllum nýinnrituðum meistaranemum í deildinni er boðið ásamt kennurum og
forsvarsmönnum meistaranámsins.
Boðið verður upp á léttar veitingar.


BS nemar fara í vísinda (fylleríis) ferðir og á meðan er ég í móttöku. Er þetta það sem maður vill?

Kennsla framundan á laugardag. Gæti misst af Arsenal - Chelsea. Tek frekar hreinan hagnað.

Í hvaða anda vill fólk sjá Ameríku Topp 201-300 listann minn? Kannski ég fari að þruma honum inn.
Annars þarf ég að fara að finna bleika leðurbindið.

Stuðkveðjur,
Hagnaðurinn
Þá er komið að menntaskólaárunum. Hleyp ég hér yfir þessi 4 ár á mettíma...

101. Ég var orðinn 16 ára og var hættur að vera yfirborðskenndur.
102. Ég var orðinn tilfinningavera.
103. Á þessum árum gekk ég undir nafninu Haukur.
104. Ég hef gengið undir mörgum nöfnum.
105. Með annarra eru Bauni og Batti.
106. Það var ekkert rosalega gaman í 1-K.
107. En það var gaman á böllum og menn urðu gjarnan ofurölvi.
108. Eins og gengur og gerist.
109. Mér gekk vel í skólanum og þurfti ekki að taka vorpróf.
110. Það er vegna þess að ég er gáfaður.
111. Sumir myndu kalla lið 110 hroka. Ég kalla það sannleika.
112. Ég vill meina að S-in 8 lýsi mér vel.
113. Samviskusamur.
114. Skipulagður.
115. Stundvís.
116. Skemmtilegur.
117. Skítugur.
118. Sjálfumglaður.
119. Skrítinn
120. Skynsamur.
121. Þetta var bara S-listinn. Það má einnig nota aðra upphafsstafi til að lýsa mér. Einnig má bæta við þenna lista... sexý, soldiðruglaður, syndugur.
122. Í öðrum bekk byrjaði ég á félagsfræðibraut.
123. Lauk stúdentsprófi vorið 1999. Stóð mig vel í því sem mig langaði að standa mig vel í.
124. Í 4. bekk var ég meðlimur í Listafélagi skólans.
125. Daði Hall og Wady voru með mér í því.
126. Það er langt síðan ég heyrði í þeim félögum.
127. Sem er synd... ég er því syndugur.
128. Ég á það stundum til að detta úr sambandi við vini mína.
129. Sem er afar slæmt og ekkert illa meint.
130. Það bara gerist.
131. Þeir eru samt ennþá vinir mínir.
132. Sumir strákar eiga vinkonur. Ég á bara vini. Það er ágætt.
133. Prakkarastrik voru í hámarki á þessum árin.
134. Stofnað var félag í kringum þessi athæfi.
135. Nafnið á félaginu er ekki gefið upp.
136. Aðallega vorum við í því að valda usla á ýmsum stöðum þjóðfélagsins.
137. Til dæmis í götumerkingum of fleiru.
138. Ég var líka í Tóbaksklúbbnum Magnús. Það var ég ritari.
139. Þetta var góður klúbbur nokkurra stráka sem hittist drakk áfengi og neytti tóbaks.
140. Munntóbaksnotkun í bekknum var mikil og almenn.
141. Sem er ekkert sérstaklega gott
142. Guðmundur Jaki var heiðursfélagi klúbbsins.
143. Þorgrímur Þráinsson var ekki félagi.
144. Á þessum árum fór ég reglulega til útlanda. Aðallega var það með landsliðinu í fótbolta. Það var gaman.
145. Þarna var ég hættur í handbolta... það var vegna meiðsla. Nánar tiltekið brotið bátsbein.
146. Sumarið 1998 byrjaði ég með stelpu. Það var fyrsta kærastan.
147. Hún var flokksstjórinn minn í vinnunni.
148. Entist ekki lengi og í dag er hún móðir.
149. Hún dömpaði mér... það var ekki gaman.
150. En til lengri tíma litið held ég að það hafi verið rétt ákvörðun.
151. Til langs tíma litið erum við öll dauð.
152. Átti reyndar kærustur þegar ég var yngri en það var bara rugl. Eins og gengur.
153. Í janúar 1999 varð ég tvítugur.
154. Krissi er nokkrum dögum eldri og héldum við sameiginlega veislu.
155. Hún var í Fram-heimilinu.
156. Þar var gríðarfjölmennt og mikið stuð.
157. Raggi sagði þar eftirminnilegan brandara: Vitiði hvað er mesta svikahappadrættið? Jú. DAS.
158. Fáir föttuðu hann.
159. Ég var með rosalega mikið hár á þessum árum.
160. Ég lýt út eins og Jim Morrisson í ökuskírteinu mínu.
161. Sem er bara töff.
162. Á þessum tíma var ég hálf stefnulaus.
163. Ætlaði að fara að vinna eftir stúdentinn.
164. Hvaða rugl var það?
165. Það átti eftir að breytast.
166. Í mars kom hinað til lands einhver svartur dude frá Hartwick University.
167. Það er skóli í upstate New York.
168. Hann bauð mér fullan skólastyrk.
169. Mér leist vel á það.
170. Ég var hættur við að fara að vinna eftir stúdentinn.
171. Ameríka beið mín með öllum sýnum dásemdum.
172. Mánuði seinna kom hér annar maður frá Coastal Carolina University.
173. Það var Shaun Docking aðallþjálfari.
174. Hann bauð mér einnig fullan skólastyrk.
175. Sem ég þáði eftir að hafa neitað hinum skólanum.
176. Þetta var allt hálf-vandræðalegt.
177. Nánar verður fjallað um Ameríki í 201-300 listanum. Hann kemur fljótlega.
178. Það eru skiptar skoðanir um 1-100 listann. Skil ekki af hverju.
179. Veturinn 1998-1999 kynntist ég Hörpu.
180. Þá var hún frænka mín.
181. Hversu fyndið er það?
182. Mér þótti það ekkert sérlega fyndið þá.
183. Við byrjuðum að vera saman á vormánuðum 1999.
184. Veit ekki af hverju.
185. Gerðist bara.
186. Aðeins meira um skólaárin.
187. Mér fannst aldrei gaman að læra.
188. Það var bara eitthvað sem maður gerði af gömlum vana fyrir próf.
189. Hugsunarhátturinn var: Hvenær á ég eiginlega eftir að nota þetta?
190. Aldrei hugsaði ég þá.
191. Sem er heimskulegt.
192. Ég gerði mistök með því að fara á félagsfræðibraut.
193. Hefði betur farið á hagfræðibraut.
194. Það er gott að vera vitur eftirá.
195. Stærðfræðikennslan á félagsfræðibraut er asnaleg.
196. Besta bókin sem ég las í menntaskóla var Ofvitinn eftir Þórberg Þórðarson.
197. Hann er líka frændi minn.
198. Uppáhaldskennarinn minn var Þorleifur.
199. Hann kennir sögu.
200. Þetta voru 100 atriði um 4 ár í lífi mínu. Hefði getað skrifað miklu meira. Nenni því bara ekki.

miðvikudagur, október 15, 2003

Ég hef ákveðið að gera svona topp XXX lista. Hér er fyrsti hlutinn...

1. Nafn mitt er Hagnaðurinn
2. Stundum heiti ég Haukur Snær Hauksson
3. Hef aldrei verið hrifinn af Snær hlutanum. ”Haukur snjór, Haukur snjór” sögðu krakkar gjarnan við mig í æsku.
4. Mamma notar alltaf Snær nafnið. Stundum jafnvel eitt og sér.
5. Það er útaf pabbi heitir líka Haukur.
6. Þess vegna er ég Hauksson.
7. Útlendingum finnst þetta skrítið. Sem er skrítið.
8. Ég ætla að skíra syni mína Hauk Snæ Hauksson og Knút Hauksson.
9. Ég er fæddur á þeim herrans degi 10. janúar 1979.
10. Pabbi fæddist líka 10. janúar.
11. Reyndar mörgum mörgum árum áður.
12. Við heitum líka sama nafni en það hefur áður komið fram.
13. Rod Stewart á líka afmæli á þessum degi.
14. Mér finnst hann samt leiðinlegur söngvari og hallærislegur.
15. Þetta stefnir í að vera topp 450 listi. Það er alveg ágætt.
16. Ég á fjögur systkini.
17. Tvo eldri bræður og eldri og yngri systur.
18. Í skírn yngri systur minnar var ég með bleikt leðurbindi.
19. Það þótti fyndið og þykir enn.
20. Bernskubrekin koma alltaf í bakið á manni.
21. Ég ólst upp í bakkahverfinu í breiðholti.
22. Bjó þar til 4 ára aldurs.
23. Fátt markvert gerðist á þessum tíma en mér skilst að eitt gamláskvöldið hafi verið svakalegt og kviknað í öllu hjá nágrannanum eftir að hann kveikti í ragettunum innanhúss.
24. Ég man aðeins eitt atvik frá þessum tíma. Við áttum páfagauk, og ég rétt man eftir einu momenti þegar ég var rosalega hræddur við gaukinn.
25. Páfagaukur rímar við Haukur.
26. Fjögurra ára gamall flutti ég í Kleifarselið. Þá var verið að byggja þarna.
27. Ég bjó þar lengi vel.
28. Ég var ofvirkur sem barn. Samt ekki ofvirkur í þeim skilningi. Meira svona aktívur.
29. Einu sinni greip ég utan um kaktus. Það hefur ekki verið gott.
30. Ég kúkaði oft í buxurnar eins og börn gera. Það geri ég ekki lengur.
31. Sex ára gamall hóf ég nám í Seljaskóla eins og lög gera ráð fyrir.
32. Minnir að mér hafi þótt námið afar einfalt og lítt krefjandi.
33. Sem er eðlilegt því þetta er sex ára bekkur.
34. Ég man lítið eftir tímabilinu frá svona 6 ára til 10 ára.
35. Var líklega bara eitthvað að hjóla og valda usla á byggingarsvæðum í nágrenninu.
36. Einnig var gripið í bolta af og til.
37. Vinir mínir á þessum tíma voru bekkjarbræður mínir, eins og Óli innskeifi, Arnór og fleiri.
38. Óli bjó við hliðina á mér.
39. Á kvöldin var farið í “eina krónu”... ”eina krónur fyrir mér einn tveir og þrír”.
40. Skemmtilegur leikur og kominn tími til að fara að prófa hann aftur.
41. Einnig þótti mér gaman að sparka í ljósastaura og slökkva á þeim.
42. Um þetta leiti þótti Michael Jackson æðislegur.
43. Ég var þar engin undantekning.
44. Samt fór ég ekki á dansnámskeið.
45. Óli við hliðina var meira fyrir Guns N´ Roses. Hann var undir áhrifum frá villingnum bróður sínum.
46. Mér þótti gaman af að stríða fólki.
47. Hef enn gaman af því.
48. Kynnist strákum sem voru að æfa fótbolta með Leikni.
49. Ég fór að gera slíkt hið sama.
50. Það var á eldra ári í 6. flokki.
51. Eftir að hafa mætt á 3 æfingar var ég kominn í A-liðið og á leiðinni á Tommamótið.
52. Það þótti nokkuð gaman.
53. Ég entist ekki lengi í Leikni.
54. Gekk til liðs við Framara árið eftir. Þá á yngra ári í fimmta flokki.
55. Man lítið eftir því.
56. Á eldra árinu var Lalli Rauði að þjálfa okkur.
57. Við urðum Íslandsmeistara.
58. Unnum Keflavík á ÍR vellinum og ég setti 3 mörk í úrslitaleiknum.
59. Gaman af því.
60. Ég var líka á fullu í handbolta með Fram.
61. Gekk vel í báðum greinum.
62. Einnig var ég að dútla í körfubolta með Val minnir mig.
63. Það var nóg að gera.
64. Þessi ár renna saman í eitt.
65. Ég setti markamet Fram þegar ég var í 4. flokki.
66. Það stendur enn.
67. Settið 56 mörk eitt tímabilið.
68. Sem eru líklega fleiri mörk en ég hef skorað síðan.
69. Nenni ekki að skrifa meira um íþróttaiðkun þessara ára.
70. Ég er kominn í ungalingadeild í Seljaskóla.
71. Orðinn ‘stór’ strákur.
72. Ég hef aldrei verið hávaxinn.
73. Á þessum tíma var ég víst rauðhærður.
74. En stundum ljóshærður.
75. Og stundum dökkhærður.
76. Og í rauninni bara allt sem hægt er að gera í hármálum. Það var allt prófað.
77. Í dag er ég blessunarlega koparbrúnhærður.
78. Í áttunda bekk var ekki gaman. Var ekki að gúddera bekkinn minn.
79. Fékk reyndar súpereinkunnir það árið.
80. Var einnig farinn að æfa með einhverju landsliði.
81. Skipti um bekk í níunda bekk.
82. Flestir úr vinahópnum í dag voru í þeim bekk.
83. Almennur fíflaskapur í tímum kom niður á náminu.
84. Bara eins og gengur og gerist.
85. Það er gaman að senda miða á milli.
86. Ég lauk gagnfræðiskóla vorið 1995.
87. Fékk 9,9,8,8 á samræmdu.
88. Svolítil vonbrigði.
89. Held þetta hafi verið í fyrsta skipti sem ég fékk ekki 10 í stærðfræði.
90. Ég er enn að jafna mig eftir þetta.
91. Það var pressa á mig að fara í Menntaskólann í Reykjavík.
92. Gústi bróðir var þarna og var Gettu Betur nörd líka.
93. Arnór bróðir var líka þarna og átti eftir að verða Gettur Betur nörd.
94. Ég var samt ekkert nörd.
95. Ég skoðaði FB og MR.
96. Ég skoðaði ekki MS.
97. Samt endaði ég þar eins og flestir úr vinahópnum.
98. Sem var ágætt.
99. Nýr hluti lífs míns var að byrja.
100. Nú er ég orðinn 16 ára og ég held áfram með listann á morgun.

Vá hvað ég þekki mig betur,
Hagnaðurinn

Egósentrískar pælingar...

... Svona topp 100 listar um sjálfan sig; er þetta ekki e-ð ha og hvað og hvenær eitthvað hmmm? Það er eins og ef einhver fær "fína" hugmynd þá þurfi allir að apa eftir.

Heyrðu, shit, er klukkan orðin svona margt.

Farinn að horfa á leikinn.

Hagn
Drifkraftur og fyrirtíðarspenna....

... djöfull er hressandi að sofa svona yfir sig svona á miðvikudegi. Átti að mæta í Atvinnuvegi, sem er rekstrarhagfræði námskeið en ég var því miður illa fjarri góðu gamni. Mæti bara næst og verð þá ferskur.

... þarf þó að bregða mér uppí skóla í verkefnavinnu. Búnir að fá hópvinnuherbergi frá kl. 10:30-16:00. Það sem við ætlum m.a. að leysa er að meta áhrif virkjana- og álversframkvæmda á austurlandi á gengi íslensku krónunnar, leggja mat á byggingu sundabrautar, skoða fyrirhuguð áform um hækkun veðhlutfalls íbúðarlána uppí 90% og fleira. Að sjálfsögðu munu helstu niðurstöður birtast hér á síðunni því þið lesendur eruð svo sannarlega fróðleiksþyrst mjög.

Svo er Liverpool - Eitthvað í kvöld
Fyrri leikurinn fór 1-1. Hljótum að vinna þetta í kvöld. Vonandi verður Owen með því svarti hlunkurinn er bara ekki nógu góður leikmaður. En hann er landsliðsmaður. Ölver, Players, eða Kleifarselið? Hvað segiði strákar?

Nú er ég einnig að fara að kenna tölfræði til viðbótar við fjármál fyrirtækja. Ætti að vera spennandi.

Harvest með Neil Young er frábær plata. Reyndar vissi ég að hún var góð, en ekki af hverju. Nú er að búinn að vera að hlusta á gripinn og þetta er eðall.

Sturta og skóli Óli,
Hagnaðurinn

þriðjudagur, október 14, 2003

Kominn aftur uppá bókhlöðu...

... og þið finnið mig aldrei!!! Hverjum myndi detta í hug að leita í hillunni þar sem Fjölnir er? Enginn. Fólk fattar bara ekki svona staði. Líkurnar eru hverfandi...

Hagnaðurinn

mánudagur, október 13, 2003

Af erlendum vettvangi...

... Kill Bill, nýjasta mynd meistara Tarantino, þrumaði sér á topp bandaríska vinsældalistans. Þó ekkert rosalega sannfærandi.

... hvað eru $22 millur í dag?

Hlakka til að sjá þetta kvikindi,
Hagnaðurinn
Skipulagsmál...

... það eru nokkuð strembnar vikur framunda. Því er gott að vera vel skipulagður. Ég tel mig vera með skipulagðari mönnum. Reyndar tel ég að S-in þrjú eigi vel við mig: Skipulagður, skynsamur og stundvís.

... Framundan er mikil verkefnavinna í skólanum, aukin kennslu uppí THÍ, og bara allt að verða vitlaust að hætti Pallans. Ég ætla því að fara að þruma í möppur. Nú væri gott að hafa töfluna góðu sem ég var með úti. Andskotinn, mikilvægu hlutirnir skildir eftir. Alltaf sama sagan... fylla þessa gáma með stellum.

Pete Yorn, alveg þokkalegur.
Hagnaðurinn
Tónlistarheimurinn lék á mig...

... var að ná mér í ný lög með Dave Matthews Band og John Mayer. Var í rosa góðum fíling og hlakkaði mikið til að hlusta. Nei nei, þá voru þetta ekkert rétt lög. Og stundum bara sama lagið. Þarna lék einhver illilega á mig.

Get samt ekki verið reiður. Ég var nú einu sinni að gera heiðarlega tilraun til að stela. Sem er ljótt.

Neh, er það. Það gera þetta allir.

Hagnaðurinn

sunnudagur, október 12, 2003

Kúkuðu næstum í brækurnar...

... slíkur var rembingurinn á Eddu draslinu á föstudaginn. Ef Sveppi hefði ekki verið þarna með krullurnar uppí loft, þá hefði þetta verið argasti viðbjóður. Fólk, sem á að flokkast sem leikarar, gat ekki farið með einfaldan díalog á milli sín án þess að það yrði agalega vandræðalegt. Samt horfði ég... þangað til ég fattaði að Punked var á Stöð 2. Betra sjónvarp þar á ferð.

... Stiftamtmaðurinn og Ólafur Þórisson voru hér í pítsu- veislu. Það eru góðar veislur og var troðið í sig eins og menn hefðu aldrei étið áður.

Brúðkaup
... í gær, laugardag, fór ég svo í brúðkaup hjá fólki sem ég þekkti ekki neitt. Frændi Hörpu. Missti af seinni hálfleiknum í landsleiknum, en fékk þess í stað að sitja á kirkjubekk. Fékk líka að klappa í kirkju í fyrsta sinn. Það var eftir að Ellen Kristjáns hafði sungið 'Here, There and Everywhere' með Bítlunum. Þetta var svona Bítlabrúðkaup. Svo var líka spilað Sting-lag, 'Love' með John Lennon, og að sjálfsögðu 'Look of Love' með Burt-aranum. Fínasta ceremónía, og presturinn var nokkuð sniðugur, e-ð sem ekki hefur áður sést.

Presturinn sagði m.a. þetta:
"... svo er eins og Jesú missi sig soldið hér í framhaldinu..."

Svo var veisla
Nú voru ca. 12 ár síðan ég fór síðast í brúðkaup, þá á Fárskrúðsfirði, þegar hann Óli frændi var að gifta sig. Var ég því ekki með þessi helstu atriði á hreinu. Hef reyndar séð bíómyndir, og var ég ekki viss um að þær sýndu rétta mynd af hinu dæmigerða íslenska brúðkaupu, hvað þá hinu ameríska.

En þetta var ósköp einfalt: fordrykkur, veislustjóri segir eitthvað, smá ræður, forréttur, ræður, aðalréttur, meiri ræður, gamanmál frá vinunum, video, myndir, kökuskurður, borðin burt, hljómsveit, fyllerí, timburmenn...

Hvernig er hægt að vera í ár að skipuleggja svona?

Veit það ekki. Fór snemma heim. Þekkti engan þarna og var ekki í fíling. Jú, Grétar Örvars var þarna, en ég þekki hann ekki neitt.

Hmmmmm,
Hagnaðurinn


föstudagur, október 10, 2003

Hagnaðurinn efnir til veislu...

... í kvöld að Hagnaðarsetrinu. Hvar annars staðar? Í boði verða hefðbundnar veitingar auk þess sem Hagnaðurinn mun taka sig til í eldhúsinu og baka pizzur. Ekki amalegt það. Svo verður slafrað þessu í sig yfir Idolinu. Drykkjarföng hafa ekki verið ákveðin, en líklega verður það bara ískalt Kóka Kóla, sem einmitt er styrktaraðili Idolsins.

Sjáiði ekki hvernig þetta allt tengist?

Ég er í stuði, en þú?
Hagnaðurinn


ps. Það er gaman að tala um sjálfan sig í þriðju persónu.
Leyfum Dr. Gunna að eiga lokaorðið um Helga Hjörvar...

Blindi Helgi tautaði um það á Stöð 2 í gær að þingmenn yrðu að hætta að svíkja annars kæmist bara lið eins og Swartzenegger til valda. Eins og það sé nú eitthvað slæmt? Mörgum sinnum frekar vildi ég allavega hafa Hjalta Úrsus við stjórn en Helga Hjörvar, sem eftir því sem ég kemst næst hefur aldrei gert neitt að viti nema að tuða á ræðukeppni-framhaldsskólanna-legan hátt við álíka lélegan stjórnmálamann í sjónvarpinu.

Ekki lýgur Doktorinn!

Hagnaðurinn

fimmtudagur, október 09, 2003

Alltaf gaman af jákvæðu fjárstreymi....

... og fór ég því og keypti mér belti í dag, sem og húfu. Þetta er svona ekta Enríke Íglesías húfa. Þið eigið örugglega eftir að sjá mig með hana.

... svo er náttúrulega brúðkaup á laugardaginn. Ég auglýsi hér með eftir staðgengli. Hann þarf að vera 172 cm. á hæð, koparbrúnhærður, með smá ástarhöldur, þétta skeggrót og drulluhress. Svo skemmir ekki fyrir ef hann er Sjálfstæðismaður. Það ætti að útiloka helming landsmanna.

... fékk kjötsúpu í kleifarselinu í kvöld. Rann hún ljúflega niður og þakka ég fyrir mig.

Jæja, farinn að máta einhvern búning og svo er Bachelor. Hver ætli vinni? Múhahahahahahahaha

Kveðja,
Hagnaðurinn
Af gefnu tilefni...

.... er rétt að hér komi skilgreining á óðaverðbólgu, þar sem hún hefur allt sprottið fram í umræðunni þegar rætt er um helv. kommúnistana.

Óðaverðbólga: Phillip Cagan, hagfræðiprófessor við Columbia háskólann skilgreindi muninn á milli verðbólgu og óðaverðbólgu þannig að þegar verðbólgan er orðin 50% á mánuði þá er það óðaverðbólga. Á ársgrundvelli jafngildir þetta 12.875 %.

Þar hafiði það.

Þetta var fróðleiksmoli dagsins,
Hagnaðurinn
Brá mér heldur í brún....

... þegar ég las eitthvað blaðið í gær og sá að búið er að ráða Jörund Áka sem aðstoðarþjálfara meistaraflokks Fram, það ætti að finna erlendan þjálfara og 3 sterka erlenda leikmenn. Einnig á að framlengja samninga við alla aðra leikmenn. Þetta kom mér alveg stórkostlega á óvart en svo sá ég hvern var vitnað í .... því hlýtur þetta að vera bölvað rugl. Einnig af öðrum ástæðum ætti þetta ekki að geta gengið upp. Eða hvað?

... önnur kennslustund ársins verður á eftir. Nú verður tekið fyrir núvirðisreikninga, verðmat skuldabréfa og hlutabréfa. Gæti orðið skemmtilegt. Vona allavega að ég sé betri en sá sem er að kenna þetta námskeið, en mér skilst að hann sé frekar slæmur.

... svo sá ég Helga Hjörvar í sjónvarpinu í gær. Oh, ég þoli þennan gæja ekki. Hann er gjörsamlega óþolandi kvikindi og vitlaus með eindæmum. Eina sem hann sagði allan þáttinn var að 'Sjálfstæðismenn hafi lofað skattalækkunum og nú eru þeir að hækka skatta.' blabla blabla bla blabla. Þá var honum réttilega bent á að allir hagfræðingar landsins væru sammála um það að ekki mætti lækka skatta fyrr en kannski á árunum 2005-2007. Virtist Helga bregða heldur við þessi tíðindi og væru þetta sem fréttir fyrir hann. Svo hélt hann áfram með sömu tugguna. Vill Helgi þenslu, óðaverðbólgu og viðbjóð hér á landi? Það held ég .... þessir helv. kommúnistar.

Þetta var mitt innlegg í stjórnmálaumræðuna,
Hagnaðurinn

miðvikudagur, október 08, 2003

Skemmtilegur bílaleikur...

Ég lærði ekki mikið í vinnunni í sumar, en eitt lærði ég þó og það er skemmtilegur leikur.

Hann er svona:
Þegar þú ert að keyra (eða farþegi) og sérð GULAN bíl þá máttu kýla í öxlina á næsta manni. Bílar notaðir í einhvers konar atvinnurekstri, t.d. strætisvagnar, bæjarbílar, etc. eru ekki teknir með. Þetta á bara að vera létt högg og ekki ætlað til að meiða. Svona leikur gerir aksturinn skemmtilegri og leiðinlegri. Málið er að vera með fulla einbeitingu og sjá í allar áttir. Af því leiðir að þetta er erfiðara fyrir bílstjórann; en hann verður bara að taka því. Þá má ekki nota sama bílinn í meira en eitt högg.

Farið nú að keyra, og kýlið sessunaut ykkar.

Góða skemmtun,
Hagnaðurinn

þriðjudagur, október 07, 2003

Tekið af mbl...

Craig Bellamy, framherji Newcastle og velska landsliðsins í knattspyrnu, var í gær fundinn sekur um dólgslæti fyrir utan næturklúbb í Cardiff í vetur.

Hvernig fara dólgslæti fram?

mánudagur, október 06, 2003

Nema hvað að nú er kominn tími á átak...

Taka aðeins á því í lærdómnum þessa vikuna. Reyndar eiginlega bara búið að vera ógeðslega mikið að lesa, en núna fer meiri verkefnavinna að skella á. Því er gott að vera vel undirbúinn.

Þá mun einhver tími fara í kennslu á næstu vikum, og hver veit nema vinnumál geti komist á hreyfingu. Nú þarf sko að fara að skipuleggja sig, og hvað er þá betra en að vera ég sjálfur; Skipulagðasti maður í heimi.

... best að fara að byrja, þetta gerist ekki af sjálfu sér.

Hér eftir kúka ég í hádeginu.

Hagnaðurinn

ps. Ég held þetta hafi verið mitt versta blogg so far og ekki bætir úr skák að ég skuli vera að nefna það að þetta hafi verið mitt versta blogg né heldur að nefna það að ég hafi verið að nefna það ......
*** Sunnudagur ***

Lærdómur
Í gær var reiknað soldið hér í Hagnaðarsetrinu. Í rauninni ekki í frásögur færandi nema að ég var að undirbúa smá kennslu. Er sem sagt að fara að kenna litlum hópi (kannski hópum) uppí Tækniháskóla. Námsefnið er fjármál fyrirtækja og líklegast einnig tölfræði. Fyrsta kennslustund er í dag.

Klipping
Ég hafði gert ráð fyrir klippingu þann 1. okt. eins og áður hafði komið fram. Niðurstöður könnunnar sem gerð var við þessi tímamót var svohljóðandi:
Halda áfram að safna 31%
Hverjum er ekki drullusama 27%
Ég vill sjá ljónsmakkann 15%
Annað fékk minna.


Ég valdi ekkert af þessu. Ég fór í 8% og tók snoðunina á þetta. Frumlegur já. Ég þakka þeim sem kusu en að venju tek ég ekkert mark á almúganum. Það var tekin myndasyrpa í kringum þessa klippingu og mun afraksturinn (orðaleikur !!) birtast hér á síðunni við fyrsta tækifæri.

Sjálfstætt Fólk
Sá hann Magga Skevíng í gær í imbanum. Virkar sem fínasti náungi og svo á hann líka flottan bíl. Kannski ég fari bara að vinna hjá honum. Gæti verið Hagnaður.

Í spilaranum
Dr. Hook – Cover of the Rolling Stone
Low
Lambchop
Arab Strap
Þetta er allt fín lærdómsmúsík. Já, og blogg-internet-sörf músík líka.

Þetta var sunnudagurinn,
Hagnaðurinn

sunnudagur, október 05, 2003

*** Laugardagur ***

Liverpool – Arsenal
Aftur var fjölmennt til Saurmannsins og nú til að horfa á knattspyrnuleik. Töluverð þynnka en samt ekkert hrikalegt. Liverpool töpuðu óverðskuldað og var ég of þreyttur til að æsa mig. En ég sagði nokkra góða brandara um Steve Finnan að venju:
‘Hann verður að fara að finnann í lappirnar’
´Þeir eru bara ekki að finna Finnan’
‘Gerrard fannann uppí horninu. Hvern, Hamann? Nei, hann er meiddur. Fann Finnan’
‘Þegiðu Haukur eða ég lemann. Ha, Lemann? Nei, Finnan.’

Já, svona var stemningin yfir leiknum.

Háspenna lífshætta í golfi
Brá mér svo í golf með Eldingunni á velli einum hér í grendinni, sem er góður völlur, segi ekki meir. Tvennt stóð uppúr. Fyrst skal nefna að við ‘fórum aðeins í kringum reglur vallarins’ og vorum byrjaðir að spila seinni 9 holur vallarins; eitthvað sem við höfðum ekki borgað fyrir. Strax eftir fyrstu holu kom ‘gæinn’ , þ.e. vörðurinn á vellinum. Ég fékk aulahroll í magann. Átti að fara að reka okkur í burtu með skömm fyrir að stelast. Hann byrjaði á því að keyra framhjá Eldingunni og stoppaði svo hjá mér. Gúbb.

‘Ertu í klúbbnum?’, spurði hann mig.
‘Neh, nei’, svaraði ég.
‘Þú mátt ekki vera í þessu’, sagði hann og potaði í gallabuxurnar mínar.
‘Nú, er það, ég vissi það ekki’
‘Þú sleppur núna, en láttu þetta ekki koma fyrir aftur’ sagði hann að lokum og keyrði í burtu.

Hitt var öllu skemmtilegra. LOKSINS VANN ÉG GRÁU ELDINGUNA Í GOLFI. Leikurinn var í járnum allt fram á síðustu holu. Leikfyrirkomulag var holukeppni. Jafnt var fyrir síðustu holuna, 4-4. Par 3 framundan.
1) Eldingin skaut fyrst, og fór beint í sandinn, og ég kom á eftir.... þráðbeint, en aðeins of stutt.
2) Hann rétt komst úr sandinum, og á meðan setti ég hann innan við 3 metra frá holu.
3) Hann chippaði inná en var enn ca. 7 metra frá holu. Ég setti púttið mitt niður.

Ég var því búinn að vinna og steig trylltan stríðsdans.
‘Þetta er í fyrsta og eina skipti sem þú vinnur mig í golfi’, var það eina sem hann gat komið útúr sér.

Dagurinn byrjaði sem sagt illa, en endaði vel.

Þetta var laugardagurinn,
Hagnaðurinn
*** Föstudagur ***

Hanastél hjá Viðskiptablaðinu
Já, var mér ekki boðið í hanastél á föstudaginn eins og hér hefur áður komið fram. Ég haf aldrei verið mikill hanastéls-maður, en hver veit nema þetta verði vikulegur viðburður eftir nokkur ár. Þá þarf eitt að breytast; það þarf þá að bjóða uppá almennilegar veitingar. Á föstudaginn var reyndar allt fljótandi í einhverjum bjór, sem var í hálfgerðum sódavatnsflöskum, rauðvíni og hvítvíni. Þá voru einnig snittur frá Sommelier. Líklega voru þetta tilraunasnittur. Allavega voru plokkfiskurinn, lundinn og hinn framandi maturinn ekki að gera neitt sérstakt fyrir mig.

Þarna voru ýmsir kappar úr viðskiptalífinu ásamt Hagnaðinum, Hörpunni, Saurmanninum, Gráu Eldingunni og Eiturbyrlaranum. Það var verið að fagna því að blaðið mun hér eftir koma oftar út, og hér eftir get ég kallað mig velunnara Viðskiptablaðsins... já, eða bróðir systur minnar.

Áfengisneysla hjá Saurmanninum
Sömu kappar og höfðu tryllt gamla Tónabæ hittust að kvöldi til heima hjá Saurmanninum. Í millitíðinni höfðum við spilað Bingó á Ameríska Stílnum (of langt í Old West). Dagskrá var óvenjuleg: Horft á leiðinlega norðanmenn, farið yfir helstu atriði viðskiptalífsins, reifað ólgandi heitt slúður ásamt öðru.

Þegar langt var liðið á kvöldið var farið á strípiklúbbinn Goldfinger í Kópavogi. Væri það ekki í frásögur færandi nema hvað að þar var celeb að vinna, ef celeb skildi kalla. Þetta var sjötta kryddstelpan, sem svo var kölluð, sem við vorum nýbúnir að sjá í Idolinu. Annars var þetta frekar subbulegur staður og hneykslanlega dýr. Til dæmis kostaði bjór (normal stærð) heilar 1000 krónur. Hvers konar óðaverðbólga er þarna í Kópavoginum? Þá var þarna einnig verðlisti fyrir einkadans: Eitt lag kostaði 4000 krónur. Að lokum má geta að þeir buðu uppá 6 lítra kampavínsflösku sem kostaði 192.000 kr.

Þetta var föstudagurinn,
Hagnaðurinn

föstudagur, október 03, 2003

Í keilu fyrir Columbine....

... já, var að horfa á þá mynd ... loksins. Eða hvað?

Ég var aðallega búinn að heyra að þetta væri frábær mynd og hann sé rosalega sniðugur og blablabla. Þó hafði ég einnig heyrt að þetta væri bara bull og hann væri að fara frjálslega með staðreyndir.

Sama hvort er, þá er ljóst að hraunaði nokkuð vel yfir bandaríkjamenn og sérstaklega Charlton Heston. Er hann ekki annars dauður kallinn? Allavega fór hann ekkert sérstaklega hratt yfir þegar hann flúði úr viðtalinu.

En mér fannst þetta bara nokkuð góð mynd, allavega áhugaverð, og mörg skemmtileg viðtöl við heilalaust lið. Besta mynd sem ég hef séð? Neh, ætli það. Samt með betri heimildarmyndum.

Hendi í hana 76/100*.

Annars langar mig að sjá þessar myndir sem nú eru á leigum bæjarins:
Confessions of a dangerous mind.
The pianist.
Punch drunk love.
Og einhverjar aðra.

Viðskiptablaðið fer að kalla.

Helgi,
Hagnaðurinn
Hvað myndir þú hugsa...

... ef kennarinn þinn í einhverju fagi, sem er ekkert sérlega góður kennari, myndir bjóðast til að kenna sama námsefni í aukatímum gegn gjaldi?

Myndirðu ekki hugsa og segja við sjálfan þig: "Hei, þetta er eitthvað skrítið"

Veit það ekki,
Hagnaðurinn

fimmtudagur, október 02, 2003

Aeroflot Airlines: You Have Made the Right Choice.
--- Ad campaign for the only airline in the then Soviet Union.


Þetta er byrjunin á einokunarkaflanum í rekstrarhagfræði bókinni minni. Ísland?

Hagnaðurinn

miðvikudagur, október 01, 2003

Erum við að tala saman.... á sama tungumáli???

"Arminius, félag þýzkunema við Háskóla Íslands kunngjörir:

Hinn 3. október næstkomandi verður haldið Októberfest fyrir alla
Háskólanema og áhugafólk um þýzka menningu. Hátíðin verður haldin í stóru
tjaldi í skeifunni fyrir framan aðalbyggingu Háskóla Íslands. Þýzk menning
mun þar svífa yfir bjórnum og gefst háskólanemum einstakt tækifæri til að
kynna sér þýzka bjórhefð á verði sem enginn Þjóðverji myndi láta framhjá
sér fara. Hátíðin hefst klukkan 18:00 og stendur til miðnættis."


Einnig er mér boðið þetta sama kvöld í hanastél hjá Viðskiptablaðinu. Hverjir eru hvar, hvenær og hvernig?

Er von maður spyrji?

Annars sá ég Birgi Íslandsbankastjóra og Markús Örn Engisprettupabba koma út úr sama húsi í dag með stuttu millibili. Spurning hvort Birgir sé að kaupa RÚV....

Bara hugleiðingar,
Hagnaðurinn