fimmtudagur, ágúst 30, 2007

Flugdrekahlauparinn

Ég hef lokið við að lesa Flugdrekahlauparann (e. The Kite Runner). Bíómynd er væntanlega (trailer).

Ef þú lest eina bók á ári, lestu þá þessu. Þetta er hrífandi meistaraverk. Sorgleg, spennandi, stundum fyndin, vekur reiði - allur pakkinn.

"You have my word"

99/100 *

Efnisorð:

Hvar varst þú?

Þessi auglýsing birtist í DV einhvern tímann árið 2003. Dimma-00 komin á stúfana.


Ég sendi Dimmu-00 póst í gær. Langaði að forvitnast aðeins. Var þetta grín? Hrekkur? Fann hún pabbann?

Netfangið er ekki til lengur, svo þetta verður mystería um aldir alda. Nema ske kynni að Mystery Man bjargi málunum.

Efnisorð:

laugardagur, ágúst 25, 2007

Jenna

Það voru einhverjar fréttir um að Scarlett Johansson (Scarjo) ætti að leika Jennu í heimildarmynd um Jennu Jameson. Reyndist að vísu vitleysa.


Nú hefur fundist nýr leikari í hlutverkið og það er enginn annar en Andrés Önd.

Efnisorð:

Next

Varúð!
Next er hræðileg kvikmynd. Byrjar ágætilega, en svo snýst þetta uppí vitleysu.

Einkunn: 3.0

Efnisorð:

Die Hard 4.0

Stuð frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. John McClane er búinn að eldast um nokkur ár, en hann hefur aldrei verið öflugri. Hann er reyndar svo öflugur að hann lætur menn eins og Jack Bauer líta út eins og litlar stelpur. Afbragðs skemmtun.

Einkunn: 8.0

Efnisorð:

þriðjudagur, ágúst 21, 2007

Umhverfisvernd...

Þetta er með því skemmtilegra sem ég hef lesið lengi.

Efnisorð:

sunnudagur, ágúst 19, 2007

3rd Annual Clint Invitational Golfmótið...

Clint mótið var haldið í gær í Clint veðri á Urriðavelli. Leiknar voru 9 holur, Texas Scramble, punktakeppni. Völlurinn er par 35.

Úrslit.
Leikmenn - (punktar, högg)
1. Haukur og Hannes - (21, 38)
2. Halldór og Baldur Knútsson - (20, 39)
3. Ómar og Markús - (19, 40)
4. Gilsi og Bjarni Þór - (19, 40)
5. Óli og Róbert - (18, 41)
6. Örnó og Danni - (13, 45)
7. Einar og Stígur - (13, 49)
8. Viðar og Elvar - (11, 50)
9. Óli Þóris og Svavar - (11, 50)
10. Palli og Krissi - (8, 52)

Lengsta dræv á 3. braut: Óli Ólevik (276 metrar)
Næst holu á 4. braut: Baldur Knútsson (4 metrar)
Næst holu á 8. braut: Róbert Chase Traustason (6,92 metrar)
Besta nýting vallar: Svavar með 15 bolta tapaða
Besti búningur: Halldór

Dregið úr skorkortum:
Blackberry sími
Leiga á Hummer í einn sólarhring
5000 kr gjafabréf á Vegamót
American Style gjafabréf
Zo-on jakki
Viskíglös
Dvd diskar

Styrktaraðilar mótsins:
Visa, Danól, American Style, Síminn, N1, Höldur bílaleiga, Bootcamp, Sammyndbönd, Vegamót, Tékk-kristall, Mastercard, Egils og Vífilfell.

Virðingarfyllst,
Nefndin.

Efnisorð:

laugardagur, ágúst 18, 2007

Fréttamat...

Úrvalsvísitala íslenskra hlutabréfa lækkaði um rúm 3,5% á fimmtudaginn. Það kallaði á stríðsletur á forsíðu Morgunblaðsins á föstudaginn: "Mikil lækkun varð á hlutabréfum".

Í gær hækkaði þessi sama vísitala um 3%. Frá því er getið í lítilli grein á baksíðu laugardagsblaðs Morgunblaðsins.

Slæmar fréttir selja

Efnisorð:

Typpakeppni bankanna...

Maraþon hjá Glitni og Landsbankinn með tónleika á menningarnótt. Kaupþing verður að gera eitthvað í málinu og halda uppá 25 ára afmæli (hér lítum við framhjá því að Búnaðarbankinn var stofnaður árið 1930 og Kaupþing var stofnað að vori til; það eru aukaatriði).

Gott og vel. Hver er með stærsta typpið? 45 þúsund manns á Laugardalsvelli!!!

Getur það staðist?
Vesturstúkan hefur 6300 númeruð sæti. Hún var þéttsetin, kannski 5000 manns. Svo var staðið á tæplega hálfum vellinum, og það ekkert rosalegt þétt. Getur verið að þar hafi verið 40 þúsund manns?

Árið 2004 hélt Metallica tónleika í Egilshöll. Höllin (heill fótboltavöllur) var stöppuð. Samt voru það "bara" 18 þúsund manns.

Ég fullyrði að það er ekki möguleiki að það hafi verið fleiri en 15 þúsund manns á vellinum í gær. Ég sé að Kári Sturluson tónleikahaldari er sammála því.

* Landsbankinn er með tónleika á Klamratúni í kvöld. Mun skemmtilegri dagskrá en á Laugardalsvelli. Ég spái því að 50 þúsund manns hið minnsta mæti á svæðið. Allavega skv fréttatilkynningum.

Efnisorð: ,

fimmtudagur, ágúst 16, 2007

Molar

* Ég er búinn að vera í "fríi" síðustu vikurnar. Fríið hef ég notað í að klára meistararitgerðina mína - meistaraverkið - ef svo má að orði komast. Meistaraverkið er orðið 55 bls. á lengd, innihaldsríkt og skemmtilegt, og ekki skemmir fyrir að niðurstöðurnar eru í takt við væntingar. Nú er bara að vona að leiðbeinandinn sé ekki of ósammála mér. Ég hreinlega verð að fara að klára þessa ritgerð - hún hefur verið in the back of my mind í 3 ár, og það er einfaldlega of langur tími. Ég setti mér það markmið að útskrifast núna í október. Markmið eru til að standa við þau.

* Útskriftinni verður fagnað með viðeigandi hætti... golfferð til Myrtle Beach í viku-10 daga. Ég hlakka óhugnanlega mikið til. Ég hlakka álíka mikið til að útskrifast og að fara út - en þetta helst í hendur.

* Það vill einmitt svo skemmtilega til að Biggington sjálfur er að fara í Coastal Carolina háskólann, þaðan sem ég útskrifaðist árið 2002. Biggington er skarpur strákur sem á eftir að standa sig vel.

* Clint Invitational golfmótið verður haldið á laugardaginn, á Menningar"nótt". Clint er menning. Kannski lágmenning, en menning engu að síður. Ég stefni á sigur á mótinu. Stærsti sigurinn er samt að vera með. Í fyrra var ég ekki með vegna meiðsla, sem var bagalegt. Það verður því einkar gaman að fá að vera með í ár og spila á einum glæsilegasta golfvelli landsins.

* Kaupþing fagnar 25 ára afmæli á morgun. Búnaðarbankinn á skv því afmæli þann 29. febrúar. Ég spái Elton John hryllingi á laugardalsvelli annað kvöld.

Efnisorð: , ,

sunnudagur, ágúst 12, 2007

The Open

Á föstudagsmorgun klukkan 08:00 vorum við Biggington og Ólevik mættir á fyrsta teig á Korpunni. Það var mót: The Open.

Ég byrjaði illa á fyrstu en náði mér svo á strik. Sæmilegur sláttur en ekki súper. Skor eftir 9 var 44 högg, en keppninautur minn var á 45 höggum. Forysta, líkt og á fyrri tveimur mótum.

Svo gerðist það!
Við förum inní hús að fá okkur að borða. Eru ekki tvær gellur að vinna, og þar af önnur með "klíveds dauðans" svo ég vitni í annan félaga minn. Auk þess fóru 2 holl framúr okkur svo menn kólnuðu aðeins niður. Kom á daginn að ég fékk triple á tíundu og double á elleftu. Reyndar kom ég sterkur til baka á tólfu á nældi mér í fugl.

Það var svo allt í góðu og spennan í hámarki þegar ég er að fara að slá mitt fjórða högg inná par 5 fimmtándu. Nokkuð basic 125 metra högg með 8 járni. Þá kallar Biggington: "Brjóstin!"

Þetta sló mig útaf laginu, ég missti einbeitingu og boltann til hægri og endaði brautina á 9 höggum, 4 yfir pari.

Fór svo að lokum að ég endaði á 93 höggum (44/49) en Biggington lék á 91 höggi. Vel að sigrinum kominn, en ummæli hans á 15. braut hafa verið send erlendis til skoðunar. Hugsanlega kalla þau á 2 högg í víti.

Umfjöllun um Arnold Palmer Invitational og Buick Open.

Áfram Golf.

Efnisorð:

mánudagur, ágúst 06, 2007

Afþreying

The Simpsons:
Er þetta 148. besta mynd allra tíma? Nei kannski ekki. Engu að síður góð afþreying eins og við mátti búast, enda er Homer óborganlega fyndinn karakter. Þetta er spóla.

We are Marshall:
Sannsöguleg íþrótta-drama mynd með hinum kynþokkafulla Matthew McConnahí í aðalhlutverki. Oftast þoli ég ekki McConnahí, en mér fannst hann góður í þessari mynd, og þetta var alveg fín feel-good amerísk mynd. Alltof lítið gert af svoleiðis myndum. Mæli með þessari.

Vetrarborgin:
Níunda skáldsaga Arnaldar og líklega hans slakasta. Saga sem verður aldrei spennandi né áhugaverð og þetta prumpast bara áfram. Hvernig væri að taka sér frí ein jólin og koma svo sterkur til baka?

Viltu vinna milljarð
?
Ég hélt alltaf að þetta væri enn ein sjálfshjálparbókin, en svo er aldeilis ekki. Þessi saga fjallar um munaðarleysingja á Indlandi sem vinnur 1 milljarð rúpía í spurningaleik (það jafngildir rúmlega 1,5 ma.kr miðað við gengið í dag). Enginn trúir því að hann, vitleysingurinn!, hafi getað vitað svörin án þess að svindla. Bókin fjallar svo um það hvernig hann vissi hvert og eitt svar. Ég er kominn á spurningu 4 af 12 eða 13 og þetta er rosalega skemmtileg saga.

Efnisorð: ,

Golfblogg, bestu bloggin

Klukkan 7 í morgun var ég mættur á teig uppá Korpúlfsstöðum ásamt Ben Crenshaw og Ian Poulter, vinnufélögum mínum. Blíðskaparveður og frábær félagsskapur.

Það gekk vel í dag -- besti hringur sem ég hef spilað. Greinum þetta saman:

* 84 högg (42/42)
* 39 punktar (19/20)
* 1 fugl, 7 pör, 7 skollar, 3 skrambar
* +2 eftir 7 holur en tveir skrambar fylgdu í kjölfarið
* Drævin voru góð - ég treysti á smá slæs og game-planið virkaði oftast
* 80-140 metra höggin aldrei verið stöðugri
* Aðeins tvö chip á hringnum og bæði skítsæmileg - minn veikasti hlekkur nota bene
* Slakastur á par 3 brautum... samtals 5 yfir á þeim, ég á einfaldlega ekki 160-190 metra kylfu í pokahorninu
* Púttin býsna góð

Ný forgjöf: 14,6

Efnisorð:

Brekkusöngur...

Á leiðinni heim hlustuðum við á Brekkusönginn í heild sinni. Sléttur klukkutími.

Árið 2003 skrifaði ég þessi orð. Þessi orð standa.

Ég veit ekki og skil ekki hvað málið er með þennan brekkusöng. Árni Johnsen syngur illa, hann kann varla á gítar og lagavalið!
"Lóan er komin að kveða burt snjóinn"
"Afi minn og amma mín"
"Allir krakkar"
"Í Hlíðarendakoti"
"Þjóðsöngurinn"

Rosalega hlýtur fólk að vera ölvað.

Efnisorð:

BAUER?

Við Harpa skelltum okkur á Laugavatn í kvöld í smá heimsókn til vinafólks. Ansi fínt.

Á leiðinni heim erum við að keyra upp Kambana eins og gengur og gerist, og eftir síðustu beygjuna í Kömbunum kemur löng aflíðandi hægri beygja sem gott er að taka "run" og taka framúr hægfara druslum og fellihýsum. Gott og vel.

Ég er kominn á skrið, og er ekki einhver hægfara á vinstri akrein, og kemst ekki framúr (þarna er hann svona 100 metrum fyrir framan mig). "Hvað er í gangi" segi ég.

Svo komumst við nær honum og þá blasir við einkanúmerið hans: BAUER

Nokkur atriði:
* Jack Bauer keyrir hratt og örugglega en ekki með hálfum hug.
* Jack Bauer keyrir um á amerískum bíl, ekki innfluttum asískum bíl.
* Ef bílar eru fyrir Jack Bauer, þá skrúfar hann niður rúðuna og öskrar MOVE.
* Almeida eru 7 stafir.

Efnisorð: ,

fimmtudagur, ágúst 02, 2007

Grillhorn Tvíhöfða...

Meistari Megas hringdi inn á mánudaginn.

Það er möst að hlusta á þetta.

Efnisorð:

Madison Square Garden...

Leikjaniðurröðun NBA deildarinnar var að koma út.

Fyrsti leikur sem ég kíki alltaf á er Lakers gegn NY Knickerboxers í Garðinum.

Í ár:
23. desember!!!

Það er eitthvað...

Líka:
23. nóv að Boston Celtic!

Efnisorð: