sunnudagur, nóvember 24, 2002

Hey everybody

I put some pics from my new apartment on the internet. You can see them here.

More later,
Hauks
Góðir landsmenn, velunnarar og aðrir...

Hagnaðurinn er mættur aftur eftir smá hlé. Mikið hefur verið að gerast undanfarið og lítill tími hefur verið fyrir að blogga... auk þess sem ég var ekki með net-tengingu. En nú er búið að bæta þetya allt saman. Við Harpa erum komin með símanúmer og þ.a.l. net-tengingu, en við erum ekki með síma, svo ekki er hægt að hringja í okkur. Hins vegar verður það hægt núna fljótlega... síminn er 567-2517 (sama ending og í GSM númerinu mína: 699-2517). Yfir í annað.

Við erum sem sagt loksins komin í þessa íbúð hér og er hún öll hin glæsilegasta. Það eru myndir hérna.

Ég er farinn að horfa á Star Wars.

Meira við færitæki.

Hagnaðurinn

miðvikudagur, nóvember 13, 2002

Halló.

Soldið síðan maður bloggaði síðast. Ég er soldið busy eins og er við að flytja og gera allt klárt... verð væntanlega að því flest kvöld þessa vikuna, svo að því miður þá verður lítið um blogg.

Ég læt heyra frá mér fljótlega.

Hagnaðurinn

fimmtudagur, nóvember 07, 2002

“Sigur á fyrstu æfingu”

... sagði Gunnar B. Ólafsson, einnig kallaður Gunni rauði, eftir fyrstu æfingu vetrarins nú fyrr í kvöld. Gunnar kemur greinilega fullur orku undan stuttu haustfríi. Nú er allt að verða vitlaust í æfingum þar sem styttist í næsta leik. Eins gott að vera í góðu formi því það eru aðeins tvöhundruð og eitthvað dagur í leik.

... Sjálfur er ég í smá krísu... líkamlega og andlega, og veit í rauninni ekkert hvort ég sé að fara að æfa fótbolta ... allavega ekki á næstunni. Eins og fram hefur komið hér þá er ég í þannig vinnu að hún fer ekki mjög vel með fótbolta. Vinnutíminn er langur og ég er eiginlega bara alltaf að vinna þegar það eru æfingar. Einnig er þetta erfiðisvinna og fer það ekki mjög vel með líkamann. Og ekki bætur það uppá andlegu hliðina að sjálfur Hagnaðurinn, Viðskiptafræðingurinn, Athafnamaðurinn, Hryðjuverkamaðurinn, og Skipulagsgúrúið skuli vera að vinna sem verkamaður. Það náttúrulega nær ekki nokkurri átt. Þess vegna...

... stefnir allt í að ég muni flýja land á næstu misserum. Harpa stefnir á að fara í nám erlendis næsta haust, og hyggst ég fara með henni á áfangastað, sem reyndar hefur ekki verið ákveðinn. Ég ætla sem sagt að fylgja fordæmi Pornos-ins... það er ekki verandi á þessu fokking skeri hér þar sem spilling og annar viðbjóður ræður ríkjum.

... en áður en land verður flúið munum við Harpa flytja í kjallarann eins og fram hefur komið. Mun það fara fram núna um helgina. Það þarf að mála íbúðina, og fyrir þá sem þekkja (ég geri það ekki), þá verður einn veggurinn Pottery-Barn-Fjólublár. Aðrir veggir verða í hefðbundum lit. Ég ætla, og ég lofa að setja inn myndir þegar allt verður orðið ready og flott. Reyndar er hætta á því að ekki muni sjást í Pottery Barn vegginn þar sem við eigum svo mikið af drasli á vegg að það mun líklega þekja allann vegginn.

Þetta er mitt framlag,
Hagnaðurinn.

laugardagur, nóvember 02, 2002

Jordan hvað? Kobe Bryant er miklu betri en Jordan.... meira að segja þegar Jordan var upp á sitt besta.

föstudagur, nóvember 01, 2002

Heimilisinnkaup og fleira...

Nú styttist í það að við skötuhjúin flytjum í kjallarann í Brekkuseli 17. Jólin nálgast einnig, en það er annað mál og veigaminna. Í tilefni brottflutninganna, innflutninganna, og niðurflutninganna; allt eftir því hvernig litið er á málin, þá var farið í smá innkaupaferð eins og gengur og gerist hjá þeim sem lifa íslenska drauminn. Ég reyna að lifa íslenska drauminn... nema hvað ég er ekki jafn heimskur og þorri manna. Ég reyni að kaupa eignir en ekki skuldir, rétt eins og höfundur “Ríki Pabbi, Fátæki Pabbi” kennir.

... Hér að ofan er orðið “reyni” notað í tvígang, og er það mikilvægt. Þó ég reyni þá er þetta ekki alveg að ganga og vinn ég sem verkamaður þessa dagana. Það þarf þó ekki að vera alslæmt í sjálfu sér. Ég er ekki fastur í hinu svokallaða lífsgæðakaphlaupi eins og margir. Ekki misskilja þó. Ég geri greinarmun á íslenska draumnum og lífsgæðakapphlaupinu. Hvað um það, ég ætaði að tala um innkaup:

... Við Harpa fórum sem sagt og keyptum nokkra hluti. Við vorum búin að skoða töluvert í hinum og þessum búðum og nú í dag var farið og keypt soldið af þessu dóti. Í dag var fjárfest (ef mér leyfist að nota það orð) í tveimur náttborðum úr sesamvið með mahóni-áferð (þetta hljómarvel, ekki satt?), einum sjónvarpsskáp með svipaðri áferð, og þessum líka glæsilega gler-stellskáp.

... Einnig var farið og skoðað málningu. Fengum við prufu af einum tveimur þremur litum. Verður sofið á þessu í nótt og verslað á morgun. Svo er á dagskránni að fjárfetsa í sófum tveim. Þá hefur okkur verið gefinn ísskápur og sjónvarp. Þá ætti bara allt að fara að verða klára... og það er þessi pistill líka.

Hagnaðurinn
Viðskiptabann... Viðskiptabann... Viðskiptabann

... Ég er rólegur maður að eðlisfari og bý yfir mikilli yfirvegun.... en það var ég ekki í gærkveldi. Þá var svokölluð Hrekkjavaka (e. Halloween). Ákváðum við Harpa að reyna að halda í smá siði frá guðs landi og gera okkur smá dagamun. Var því ákveðið að skella sér á Rokkarann (Hard Rock). Með í för var stúlka að nafni Dröfn... er hún vinkona Hörpu og hyggur hún á nám í Coastal í vor. Ágætis stúlka en talar soldið mikið.... hvaða stelpa gerir það svo sem ekki? Allavega...

... Við mættum þarna, og allt bara í góðum fíling. Búið að skreyta staðinn og alles, og allt starfsfólk í búningum. Einnig var sérstakur matseðill í tilefni dagsins. Við fengum okkur öll það sama einhverra hluta vegna.... Ostborgara, franskar og salat. Hljómar bara ágætlega fyrir einhvern 700 kall. Ég bað um minn borgara með lauk, káli og tómati. Ekkert mál. Stelpurnar voru með svipaðar útfærslur.

... Svo kom reikningurinn eins og tíðkast. Kom þá í ljós að ofan á 700 kallinn var rukkað 250 kr. fyrir salatblað, 150 kr. fyrir laukinn, en tómaturinn var ókeypis!!! Var þetta þá komið í ágæta summu. Ég æsti mig nú samt ekki.... þó þetta hafi verið afar lágkúrulegt hjá rokkaranum (takið eftir, nú nota ég lítinn staf; skemmtilegt ekki satt?). Hins vegar æstu stelpurnar sig og þessar krónur voru ekki borgaðar. Skipta þessir hundrað kallar kannski ekki öllu máli, meira svona að halda smá sjálfsvirðingu. Mér skilst að Baugur hafi tekið yfir rekstur staðarins.

... Staðir sem ekki standa sig í stykkinu eru settir í viðskiptabann; hence, titillinn. Mér finnst “hence” skemmtilegt orð.

Hagnaðurinn
Ég er að verða vitstola ...

... af hamingju. Gripurinn var að koma í hús... Gripur þessi hefur ekkert nafn. En það skiptir ekki máli, heldur tónlistin sjálf. Að sjálfsögðu er ég að tala um gripinn ( ) með hressu strákunum í Sigurrós. Var að klára að renna í gegnum fyrstu hlustun og þetta er mikil gleði sem streymir um líkama minn. (mamma var að koma inní herbergi og fá hljóðdæmi... hún sagði að þetta hljómaði allt eins) ... Þessar mömmur; alveg ótrúlegar !!!

Hagnaðurinn