miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Vandamál Lakers?

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að helsta vandamál Lakers sé slæmur leikstjórnandi. Hér má sjá skemmtilega tölfræði um hvern einasta leikmenn liðsins. Samkvæmt þessari aðferðafræði er Radmanovic slakasti leikmaður liðsins, og Smush Parker sá næstslakasti. Hann er bara svo agalegur varnarmaður.

Ég skoðaði framisstöðu leikstjórnanda andstæðinganna í síðustu leikjum:
Derek Fisher - 23/8 (meðaltal 10,6/3,4)
M. Elles - 22/3 (meðaltal 17/4)
Delonte West - 12/5 (meðaltal 11/4,5)
Jarrett Jack - 30/7 (meðaltal 13/5,5)
Eric Snow - 13/5 (meðaltal 4/4)
Stephon Marbury - 8/9 (meðaltal 14/5)
Daniel Gibson 6/0 (meðaltal 5/1)
TJ Ford 6/7 (meðaltal 14/8)

Nánast undantekningalaust eru leikmenn að spila betur en þeir gera að meðaltali.
Niðurstaða: Losum okkur við Smusharann, þrátt fyrir að hann sé OK sóknarmaður.

Bara ef Kidd hefði komið.

Efnisorð:

Track...

Fyrir ykkur sem eru að trakka NBA deildina:
0,569
0,542

Svo eru alltaf einhverjir að trakka Seríu B á Ítalíu, en þeir eru samt fáir.

Efnisorð: ,

þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Varúð...

fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Yfirdráttur...

Yfirdráttarlán heimilanna eru viðlíka stór og gengisbundin lán þeirra. Í lok janúar námu þau 72 mö.kr. og hækkuðu um tæplega 5 ma.kr. í mánuðinum. Yfirdráttarlánin hafa ekki verið hærri frá því í lok febrúar fyrir rétt tæplega fyrir ári síðan.

Gott og vel.
72 ma.kr. deilt með 300 þús Íslendingum gera 240 þús kr í yfirdrátt á hvern lifandi einstakling. Þetta er rétt tæp 1 mkr per 4 manna fjölskyldu.

Yfirdráttarvextir bankanna eru í kringum 22%. Við erum því að tala um 220 þús kr í vexti per ár, eða um 20 þús kr á mánuði. Bara í vexti!

Eru stýrivextir Seðlabankans ekkert að fara að bíta í budduna?

Efnisorð:

Skítapakk...

Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. ætlar með nokkrum félögum sínum, þar með töldum nokkrum japönskum hvalveiðimönnum, að bregða sér til Lundúna eina helgi núna á næstunni og gera sér glaðan dag. Dagskrá þeirra er óðum að fyllast, en þeir ætla meðal annars að sjá rugbyleik, líta á vaxmyndasafn og reyna að ná mynd af vaktaskiptum varðanna við Buckinghamhöll. Þessi áform hafa hins vegar vakið ólgu í Bretlandi. Hið konunglega breska spákvennafélag hefur sent frá sér ályktun, Arthur Scargill hefur hótað að loka yfirgefinni kolanámu í mótmælaskyni og Ken Livingstone borgarstjóri Lundúna hefur beðið Scotland Yard um að kanna sérstaklega hvort Kristján og félagar geti ekki verið viðriðnir verslun með fílabein og hvort ekki sé hægt að hafa það sem átyllu fyrir því að hleypa þeim ekki til landsins. Breska lögreglan er þegar farin að athuga málið.

- Fréttaskeyti, rétt ósent frá Reuters.

Efnisorð:

miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Á döfinni...

Það er ýmislegt skemmtilegt búið að gerast, eða er á leiðinni að fara að gerast.

a) Liverpool lögðu Barcelona 1-2 á Nou Camp. Jafntefli hefði líklegast verið sanngjarnt, en sigur staðreynd. Victor Valdez og Marquez áttu stórleik. Frekar daufur leikur í heildina, og vonandi verður meira fjör á Anfield eftir 2 vikur.

b) Ég er á leiðinni á Food & Fun á Sjávarkjallaranum á föstudaginn ásamt frúnni, systu og fleirum. Gæti orðið mjög skemmtilegt.

c) Á laugardaginn förum við svo á Hótel Búðir á Snæfellsnesi, gistum eina nótt og förum í snjósleðaferð á Snæfellsjökul. Spennandi.

d) Við erum í þann mund að klára kaup á okkar fyrstu íbúð. Hún er staðsett í Norðlingaholtinu. Splunkari. Það er búið að samþykkja kauptilboð, og vonandi verður klárað pappírsvinnuna fljótlega eftir helgi. Þá er bara að parketleggja og flytja inn!

e) Svo er fimmtugsafmæli, bústaðferð, brúðkaup, pabbadagur, barnaafmæli og Berlínarferð á dagskrá í mars. Nóg að gera.

Efnisorð: ,

Barcelona - Liverpool....

Spá:
2-0.

Efnisorð:

þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Músin í húsinu...

Ég les stundum bókina "Músin í húsinu" fyrir dóttur mína.

Ég fékk nýja sýn á bókina þegar ég sá þetta myndband (spóla að ca. 55:55).

Efnisorð:

föstudagur, febrúar 16, 2007

Ögmundur, kallinn...

Vá, Kastljós í gær!

Ögmundur, sem vildi senda alla bankana úr landi vs. Sigurjón bankastjóri Landsbankans.

Ögmund sem fjármálaráðherra?

Side note: Ögmundur er stjórnarformaður stærsta lífeyrissjóðs landsins, sem er jafnframt stór hluthafi í bönkunum. Er ekki smá dilemma þarna?

Að lokum: Árni Johnsen kemur sjálfum sér á óvart með heimskulegu commenti.

Efnisorð: ,

fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Góðan dag...

Við sjáum myndir.

Efnisorð:

miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Leyndarmálið....

Hvað er leyndarmálið? Er það Viktoríu? Nei, aldeilis ekki.

Leyndarmálið (The Secret) er heimildarmynd sem ég horfði á fyrir nokkrum dögum. Áður hafði vinnufélagi mælt með henni, og bent mér jafnframt á umfjöllun á heimasíðu Jóns Axels Ólafssonar (bróðir Gassa).

Fólk annað hvort hatar svona myndir, eða tekur þeim opnum örmum. Enda kemur í ljós þegar skoðuð eru ummæli á IMDB að myndin fer fullt hús eða tómt hús. Ég er að vísu þarna á milli. Mér fannst þetta hálf ansaleg mynd og alltof löng, en boðskapurinn er heillandi.

Boðskapurinn er einfaldur - "The Law of Attraction" - sem segir í rauninni að fólk fær það sem það óskar sér. Neikvætt fólk dregir að sér leiðinlega og neikvæða hluti, og öfugt. Ég kaupi þetta. Þetta er Brian Tracy speki, einfalt en virkar.

******

Í gær fór ég svo á fyrirlestur hjá Hugo Þórissyni, sálfræðingi. Skemmtilegur náungi og áhugaverður fyrirlestur.

Hugo talaði um leyndarmálið, óbeint.
Hann sagði frá tilraun, sem hefur verið margendurtekin, þar sem 2 kennarar fara að kenna nýjum bekk í eina viku (sama bekknum). Fyrri kennarinn fær þau skilaboð að hann sé að fara að kenna frábærum bekk með duglegum krökkum og það sé hreinlega draumur að kenna svona bekk. Með þær væntingar og jákvæðu hugsun byrjar hann að kenna og allt gengur eins og í sögu. Þú færð það sem þú býst við.

Seinni kennarinn fékk þau skilaboð að þetta væri ömurlegast bekkur í heimi. Núverandi kennari væri á heilsuhæli í Rúmeníu í viku og þurfti að fá einhvern backup. Kennaranum var sagt að hann yrði að vera fastur fyrir frá fyrstu mínútu, ef hann vildi hafa einhverja stjórn. Að sjálfsögðu endaði þetta með ósköpum.

Sami bekkur, mismunandi væntingar, mismunandi niðurstaða.

Svona er þetta alltaf.

******

Þekkiði ekki einhvern neikvæðan sem virðist alltaf vera í ruglinu. Hvort ætli sé orsök og hvort afleiðing?

Efnisorð: ,

mánudagur, febrúar 12, 2007

Rósin...

.... Pétur Ben, Benni Hemm Hemm og fleiri.

Hagnaðurinn er kominn með miða.

Aaaaaa tjúúúúú úúúúú.

Efnisorð:

föstudagur, febrúar 09, 2007

Laser aðgerð...

Aðgerðin gekk vel, eða svo sagði læknirinn. Ég sé að minnsta kosti býsna vel og þetta var lítið mál. Tók að vísu pínulítið á andlega að heyra í mótornum þegar hornhimnan var hefluð, en ég fann ekkert fyrir því.

Á leiðinni í aðgerðina í morgun, með Kristínu Maríu í aftursætinu, var í útvarpinu lagið My Fathers Eyes með Eric Clapton. Tilviljun?

Af gefnu tilefni er rétt að benda á að ég er ekki komin með nýja sýn á lífið eftir aðgerðina. Ég held enn með Lakers, Liverpool og Barcelona, og er enn hægra megin í pólitík.

Efnisorð:

Idiocrazy...

Mike Judge, sami gæinn og skrifaði Beavis og Butthead og Office Space, er hér kominn með nýja mynd, Idiocrazy.

Þessi mynd er svo slök að hún nær að fara hringinn, og verður áhorfanleg, en ekki mikið meira en það.

Einkunn: 58/100

Efnisorð:

Rocky Balboa...

Hún fær 7,5 á IMDB.

Þetta hlýtur að vera e-ð grín eða samsæri.

Verri mynd hef ég ekki séð í langan langan tíma. Ég veit ekki alveg hvernig ég meikaði 100 mínútur af þessu bulli, því það gerðist EKKERT í myndinni. Bara e-ð Adrian væl og ótal flashbacks. Hallærislegt.

Einkunn: 20/100

Efnisorð:

The Prestige...

Býsna góð, þrátt fyrir tilraun til of-plotts.

Einkunn: 78/100

Efnisorð:

Departed...

Frábær, fyrir utan smá shaky endi.

Einkunn: 87/100

Efnisorð:

Airplane...

Ein af klassíkerum gamanmyndanna er Airplane. Einhverra hluta vegna hafði ég hins vegar aldrei séð hana þar til núna nýverið.

Skemmtileg mynd, þó hún kannski er ekkert að eldast neitt sérstaklega vel.

Jabbar stelur senunni:
Roger Murdock: We have clearance, Clarence.
Captain Oveur: Roger, Roger. What's our vector, Victor?

Einkunn: 70/100

Efnisorð:

Töff?

Efnisorð:

fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Laser...

Það er komið að því að bregða sér í Laser-aðgerð. Í fyrramálið er stund sannleikans.

295.000 kr. fyrir fullkomna sjón, takk fyrir.

Þrátt fyrir áróður gegn laser-aðgerðum sem ég hef heyrt á undanförnum dögum - þar sem orð eins og "heflun á hornhimnu" og "beikonlykt vegna bruna" hafa komið við sögu - þá er ég hvergi smeykur.

Efnisorð:

Pursuit of Happyness...

Ég sá flotta mynd í gær; Pursuit of Happyness.

Will Smith, Will-arinn, fer með aðalhlutverkið og er tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir sína framisstöðu.

Myndin gerist í San Francisco snemma á 8. áratugnum, þegar Magic og Jabbar réðu ríkjum í Kaliforníu og fjallar um Chris Gardner (W.S.) sem er hálf vonlaus sölumaður sem tekur smá stefnubreytingu og fer í starfsnám hjá verðbréfamiðlunarfyrirtæki.

Myndin kom á óvart. Þetta er fínn feel-good-ari og nokkur Opruh-moment fyrir konurnar.

Einnig; á ferðum mínum um San Francisco og Oakland í september 2005 rambaði ég inná "set" myndarinnar. Það var ágætis stuð, en þó ekki jafn mikið stuð og 2 tímum síðar þegar ég sá Sigurrós!

Efnisorð:

þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Rússnesk rúlletta...

Ég má til með að benda á fróðlega og einstaklega skemmtilega grein Bill Simmons um Önnu Kournikovu.

Soldið löng grein, en vel þess virði.

Efnisorð:

Hin 30 undursamlegu Golflögmál Murphy's

1. Ef þú slærð beint á æfingasvæðinu ertu ekki að miða rétt.
2. Sama hversu illa þú spilar þá muntu eiga eftir að spila verr.
3. Besti hringur þinn mun alltaf verða sá síðasti á undan þeim versta. Líkurnar á þeim síðari aukast í réttu hlutfalli við fjölda þess fólks sem þú segir frá þeim besta.
4. Hversu slæmt högg sem þú slærð muntu alltaf eiga eftir að slá verra högg.
5. Líkurnar á að toppa höggið aukast í réttu hlutfalli við fjölda áhorfenda.
6. Slæm högg koma alltaf í þrennu. Fjórða slæma höggið í röð er því fyrsta höggið í þrennu.
7. Í hvert skipti sem kylfingur fær fugl er nauðsynlegt að fá 2 þrefalda skolla í kjölfarið til að minnka ójafnvægið á skorkortinu.
8. Það eru 90% líkur á að þú hittir 5 cm grein á tré en 10% líkur á því að þú hittir 30 m breiða braut.
9. Ekkert lagar illvígt slice eins snögglega og hundslöpp til hægri.
10. Out of bounds er alltaf til hægri, fyrir rétthenta og til vinstri fyrir örvhenta.
11. Veðmál hafa tilhneigingu að stytta drive og lengja pútt.
12. Það fer alltaf að rigna ef þú skilur regnhlífina eftir heima.
13. Röffið verður slegið á morgun.
14. Hrífan er í hinni gryfjunni.
15. Boltinn lendir alltaf þar sem holan var í gær.
16. Bolti sem þú sérð í karganum af 50 metra færi er ekki boltinn þinn.
17. Ef það er bolti á forgríninu og annar í sandgryfjunni átt þú þennan í gryfjunni. Ef báðir eru í gryfjunni átt þú þann í skófarinu.
18. Það er mótvindur á 16 af 18 holum.
19. Það tekur að minnsta kosti 5 holur að uppgötva að þú hafir týnt kylfu.
20. Sjálfstraust minnkar í réttu hlutfalli við stærð vatnstorfærunnar
21. Sama hversu boltaveiðarinn er langur vantar alltaf fet upp á að hann nái boltanum.
22. Kylfingar sem halda því fram að þeir svindli ekki eru bæði svindlarar og lygarar.
23. Eina örugga leiðin til að ná pari er að skilja meters birdípútt eftir of stutt.
24. Beinasta högg dagsins er alltaf of stutt eða of langt.
25. Ef þú vilt slá jafn langt og Tiger Woods með 7 járni, leggðu þá upp fyrir framan vatnstorfæru.
26. Golfmót eru hæfileikakeppni þín gegn heppni andstæðinganna.
27. Það er tvennt sem þú getur lært af því að stoppa baksveifluna á toppnum og kanna afstöðu handanna. Hve margar hendur þú hefur og hvor þeirra er í hanska.
28. Það eina sem þú getur lært af lestri golfbóka er að þú lærir ekkert af lestri golfbóka. En þú þarft að lesa anskoti mikið af golfbókum til þess.
29. Það sem þú heldur að þú sért að gera vitlaust er það eina sem þú ert að gera rétt
30. Eina breytingin sem þú færð út úr því að fara í golfkennslu er að þetta eina góða sem þú hafðir tilfinningu fyrir í sveiflunni þinni hættir að virka.

Efnisorð:

sunnudagur, febrúar 04, 2007

Icelandair og verðlag.. (uppfært)

Friðjón nokkur moggabloggari er búinn að vera að skjóta aðeins á Icelandair undir greinaflokkunum "Er Fólk Fífl I-III".

Er fólk fífl I.
Er fólk fífl II.
Er fólk fífl III.

... og svo svar Icelandair.

Þetta er býsna athyglisvert. En er það ekki svo að verð á flugi hefur hækkað margfalt minna en annað verð á undanförnum svona 10 árum? Ég hef það allavega á tilfinningunni, nema maður hafi bara meiri pening á milli handanna. Dýrast er þó Ameríkuflugið, enda engin bein samkeppni þangað. Vonandi að það batni fljótlega.


Uppfært:

Ég skoðaði málið á heimasíðu Hagstofunnar. Þar eru gögn yfir verðlagsþróun sem nær til mars 2002. Við sjáum mynd.


Þetta eru 5 ár. Flugið stendur í stað á meðan verðlag hækkar um 20%.

Efnisorð:

Frjálshyggja...

Friðbjörn Orri er með ákaflega skemmtilega og áhugaverða síðu.

Dæmi 1.
Dæmi 2.
Dæmi 3.

O.s.frv.

Efnisorð: ,

föstudagur, febrúar 02, 2007

Skoða þetta...

Sigurrós með tónleika 18. febrúar. Ég mæti. Fáum við að heyra nýtt efni?

Klúbbhúsið á Hauger vellinum brennur til grunna. Ætli þetta hafi e-ð forspárgildi um að ég muni brenna út sem kylfingur í sumar?

Efnisorð: ,