sunnudagur, október 31, 2004

Það er sunnudagsmorgunn...

... og það er komið að því á morgun.

En í morgun var tennis:
Það var komið að þriðja einvígi Dodda/Gauja gegn Hagnaði/Gráa.

Spennan var töluverð fyrir þennan leik. Menn voru búnir að munnhöggvast töluvert og mikið var búið að deila um hvorir voru betri.

Þess má geta að Hagnaðurinn/Grái leiddu einvígið 2-0; nokkuð örugglega.

Leikurinn í dag var ójafn.
Svona fóru leikar:
6-0
6-4
2-6
2-0 (náðum rétt að byrja)
Samtals 2-1 fyrir Hagnað/Gráa.

Þrátt fyrir þessi úrslit héldu þeir félagar áfram að tuða og halda því fram að þeir væru betri. Það er athyglisverð speki. Þetta er eins og að segja að Crystal Palace séu betri en Arsenal. Það sér hver heilvita maður að það er bull.

Staðan er sem sagt 3-0.

Best að fara að pakka..... stuttbuxunum,
Hagnaðurinn


ps. Hitamismunurinn á Orlando og Reykjavík er allt að 35 gráður á celcíus í dag.

laugardagur, október 30, 2004

2 dagar maður...

... fór í partý í gær. Hrekkjavöku-partý. Það var sérstakt.

Ég var Gunnar á Hlíðarenda.

Einnig voru þarna læknir, sjóðmaður, hippi, tveir fangar, handrukkari, kúreki, nunna, karate kid, engill, skoti, og fleira og fleira.

Harpan mun væntanlega koma með ítarlega úttekt á þessu partý-i.

Stay tuned,
Gunnar á H.

fimmtudagur, október 28, 2004

Á mánudag...

...er spáð 31 stiga hita í Orlando, Florida.

Þar verð ég nærri góðu gamni.

Þar verða einnig Ingvi Hrafn, Michael Moore, Séra Valgeir, Jeb Bush og fleiri.

Gæti orðið gott partý á International Drive og í nágrenni.

Kemur í ljós, kemur í ljós,
Hagnaðurinn
4 dagar í brottför...

... til Orlando og Miami.

Af því tilefni varð ég mér úti um nokkur hress lög til að hafa í bílnum á leiðinni til Miami.

1) Will Smith - Miami
2) Will Smith - Miami (Latin Remix)
3) Miami Sound Machine - Conga.

Vantar samt meira. Hugmyndir vel þegnar.

Djöfulsins hressleiki,
Hagnaðurinn

þriðjudagur, október 26, 2004

Óvænt pizzuveisla á þriðjudegi...

... að baki, og gott ef hún hafi sjaldan eða aldrei verið jafn góð.

En ég var að spá:
Eitthvað hefur verið um það að undanförnu að fólk sé að kvarta yfir að vera ekki boðið í veislu. Hagnaðinum þykir miður að það séu ekki almenn mannréttindi að mæta í svona gómsæta veislu.

Ef þú ert einn af mínum lesendum, en hefur aldrei komið í veislu (en vilt koma), þá vill ég að þú gefir þig fram og rökstyður á faglegan hátt af hverju ég ætti að bjóða þér.

Fyrrverandi veislugestir mega einnig gera tilraun til að láta bjóða sér, og það er aldrei að vita nema ég bjóði þeim aftur.

Gente di mare,
Hagnaðurinn
Nei nei nei...

... dollarinn að skríða yfir 69 að nýju. Mátti svo sem búast við því.

Mun líklegast hafa smávægileg áhrif á 9 mánaða uppgjör Hagnaðarins um miðjan nóvember. Það eru áhrif til verra uppgjörs.

Annars er hið stórskemmtilega lið Liverpool að fara að spila við Millwall í kvöld í einhverri keppni. Kannski maður kíki í kleifó og tjekki á því. Ég veit það ekki.

... nema náttúrulega að maður verði bara skynsamur og fari aðeins að læra til tilbreytingar.


***********************************************

Nú er þráðlaust Internet komið í Brekkuselssetrið/Hagnaðarsetrið...

... bendi ég þó fólki á að vera ekkert að tjalda í garðinum til að geta downloadað frítt á laptop-tölvurnar sínar. Þetta er nefnilega lokað net. Suckers.

***********************************************

Svo var náttúrulega tennis um helgina...

... ég pakkaði Gráa saman. Pakkaði honum.

Lítið nýtt í því.

Bið að heilsa.
Kominn langleiðina á Selfoss,
Hagnaðurinn
Blóðbað...

... í kauphöllinni.

Úff, þvílík og annað eins.
Ég borða svolítið að pipar-púkum í vinnunni...

... enda prumpa ég stundum þegar ég kem heim úr vinnunni.

mánudagur, október 25, 2004

Tekið af heimasíðu Jack Bauer....

England [23. október]

Ég legg af stað áleiðis til Manchester kl 10:20. Leikurinn er kl 15:05 (ísl tíma) á sunnudaginn. Arsenal tapa nánast aldrei. Samt hef ég séð þá tapa 2svar. Það eru örugglega ekki margir íslendingar sem hafa séð Arsenal tapa 3svar. Það er ekki að fara að gerast.

S1a.

*********************************************************

En það gerðist nú samt. Þökk sé slökum dómara.

En djöfull voru Liverpool góðir. Þið getið séð mörk helgarinnar í link hér hægra megin. Tjekk it out.

Kveðja,
Luis Garcia
ISK / USD = 68,61

Koma svo.
Vika í ferð.

Kv. Hagnaðurinn

föstudagur, október 22, 2004

Tvennt....

ISK / USD = 68,975

**********************************************

"Fáir menn koma vondu orði á stétt handrukkara" --- Tilvitnun í DV í dag.

Jájá, ekki er öll vitleysan eins.

Kv. Hagnaðurinn

fimmtudagur, október 21, 2004

Icelandic Airwaves...

... í fullum gangi og Hagnaðurinn situr heima. Er hins vegar að hlusta á plötuna Pause með Four Tet, en hann spilar einmitt á hátíðinni.

Þá fór ég að spá: Er til eitthvað gott íslenskt orð yfir "pause" ? Pása er ekki beint orð. Ég veit það ekki. Einhverjar tillögur?

*******************
Yfir í annað.

Þegar ég fer í ræktina (sem hefur gerst ansi oft síðastliðnar vikur) finnst mér nauðsynlegt að hafa heyrnartól (e. headphones) í eyrunum. En það er ekki nóg, því einnig er nauðsynlegt að hafa upplífgandi og hressandi tónlist í viðtækinu.

Hreyfing býður uppá eftirtaldar stöðvar:
1) Kiss FM --- eiginlega alltaf rusl. Á að vera hressandi, en er bara leiðinlegt.
2) Íslenska s stöðin --- ekki að gera sig.
3) Bylgjan --- alltof mikið af töluðu máli.
4) FM 957 --- dettur inn eitt og eitt lag, en eiginlega bara rusl og leiðinda R&B.
5) Rás 1 --- einmitt.
6) X-ið 977 --- loksins komin inn eftir mikla baráttu Hagnaðarins. Oft gott, en ekki alltaf.
7) Geislaspilari --- aðeins einn diskur í einu.

Ég er er gæi sem treysti mikið á geislaspilarann. Mæti ég gjarnana með diska með mér sem koma mér í stuð. Má þar nefna Oasis, Stone Roses, Primal Scream, U.N.K.L.E., skrifaða diska og fleira.

En málið er að alltof mikið af fólki mætir einnig með diska sem því finnst skemmtilegt. Er þetta nær undantekningarlaust viðbjóður sem má finna á Kiss FM. Hinn almenni meðlimur Hreyfingar hefur bara vondan tónlistarsmekk. Þetta líkar mér ekki, en verð engu að síður að sætta mig við þetta.

En hér er það versta --- flest af þessu fólki kemur með disk, setur hann í og hreyfir sig í kannski 20 mín, og fer svo í tækin, en gleymir að taka diskinn úr. Þetta er óþolandi með öllu, og þetta fólk ætti að banna.

Mæli ég frekar með þessu:
Komdu með hressandi taktföst lög, hlustaðu á þau, hreyfðu þig, og taktu svo diskinn úr græjunum. Þá kemst næsti maður að.

Þannig verða allir hressir og glaðir og geta hreyft sig á jákvæðan og heilbrigðan hátt án þess að pirringur eyðileggi fyrir manni annars lífsnauðsynlega heilsubót.

Vildi bara koma þessu á framfæri.

Kveðja,
Hagnaðurinn

ISK/USD = 69,165

Djöfull er gaman af þessu.... ehh, til skamms tíma allavega.

miðvikudagur, október 20, 2004

ISK / USD = 69,405

þriðjudagur, október 19, 2004

Spámaður í eigin föðurlandi...

... nú er Hagnaðurinn að spila í svona Fantasy-fótboltaleik (www.draumalid.is) leik á netinu. Eins og staðan er núna er ég í 59. sæti af rúmlega 5000 liðum. Ekki amalegur árangur það.

Margir vilja meina að svona sé bara heppni. Hagnaðurinn er ekki alveg sammála því. Það má vera að ef þú grísar einhvern tímann á rétt úrslit og sért voða heppinn, en þegar maður er farinn að gera þetta á regular-basis, þá hlýtur eitthvað annað að liggja að baki.

Svokölluð spádómsgáfa.

Nú vann ég 15 léttvínsflöskur í vinnunni í sumar, þar sem tippað var á úrslit allra leikjanna í EM. Heppni?

Toppbarátta í Draumaleiknum - Heppni?

Toppbarátta í Meistaradeildarleik sem ég er í - Heppni?

90% vítaspyrna Liverpool síðastliðin 5 ár (þar með talinn ofurspádómurinn) - Heppni?

Hvað næst? Er ég hugsanlega betri en aðrir að spá fyrir um þróun á hlutabréfamarkaði? Það myndi ekki vera heppni. Það myndi vera Hagnaður.

Maður spyr sig,
Hagnaðurinn

mánudagur, október 18, 2004

Ahhhhh...

... það sem 10 km. á hlaupabretti með Oasis, Stone Roses og Charlatans í eyrunum getur gert fyrir mann.

Gaman að segja frá því (fyrir þá sem ekki vissu) að Oasis og Stone Roses eiga bestu fyrstu plötur (debut album) allra tíma. Þær eru jafnar nr. 1 á Hagnaðar-listanum og öðrum virtum listum. Þetta eru sem sagt:

Stone Roses - Stone Roses
Oasis - Definitely Maybe


En það sem er betra, þá eru þetta einnig bestu plötur allra tíma. Hversu skemmtilegt er það?

*******************

Yfir í annað.

There is Something about Miriam var að enda. Þvílíkt bull og viðbjóður. Þáttagerðarmenn hafa aldrei lagst jafn lágt.

*******************

Yfir í allt annað.

Ég er að spá í að fá mér Bellamy klippingu fyrir jólin. Jólaklippingin í ár.


Að lokum þetta,
Hagnaðurinn

Hagnaður...

... ISK/$ er 69,695 eins og er.

Hagnaður í því.

sunnudagur, október 17, 2004

Tennis á sunnudegi...

Jamm Jamm.

Í síðustu viku unnu ungir (Hagnaðurinn og Grái) örugglega með frábærri spilamennsku. Núna var þetta ekki alveg jafn auðvelt hjá okkur en leikar fóru svona.

Ungir - Gamlir:
6-3
1-6
6-2
13-11

Við unndum því 2-1.

Það má reyndar segja að þetta hafi verið öruggara en tölurnar gefa til kynna. Við gerðum bara það sem til þurfti, og í rauninni vorum við að nýta tímann betur með því að tapa öðru settinu.

En ég tek ekkert af andstæðingunum. Þeir voru betur undirbúnir en vikuna áður. Doddi hafði greinilega farið í einhverjar æfingabúðir, enda kominn með banvænan snúning. Gaui var sterkur framan af, en skorti úthald og einbeitingu, og því fór sem fór.

For the record:
Staðan: 2-0 fyrir ungum
Hraðasta uppgjöf: Hagnaðurinn
Mestu snúningar: Doddi
Flestir ásar: Hagnaðurinn
Mesti kjaftur: Gaui

... svo bara potturinn og partý.

Síðar,
Hagnaðurinn

laugardagur, október 16, 2004

Skemmtilegt video. ..

Hljóð ekki nauðsynlegt.

http://www.ministryofsound.com/mos/ministryofsound/templates/Wvx.aspx

föstudagur, október 15, 2004

Tvennt....

... og bæði hressandi.

A) Dollarinn er kominn undir 70-kallinn. Það mun skila sér í 9-mánaða uppgjörinu.

B) Var að finna frábæra tónleikasíðu .... www.fabchannel.com .... þarna má t.d. finna heila tónleika með Damien Rice frá Amsterdam. Kostar ekki neitt.

Tjekk it out.
Hagnaðurinn

fimmtudagur, október 14, 2004

Princip...

... (þó ekki Serbinn Gavrilo Princip... (allt að 5 lesendur mínir náðu þessu (tveir þeirra eru bræður mínir)))

Ég þoli ekki og er illa við þegar fólk skrifar eins og það talar. Svona katrin.is syndróm.

Finnst reyndar í lagi í hófi að skrifa erlend orð á þennan hátt (sérstaklega þegar maður er ekki viss á stafsetningunni).

Vildi bara koma þessu á framfæri,
Hagnaðurinn
NBA að fara að byrja...

... og Lakers biðu lægri hlut fyrir Seattle í fyrsta undirbúningsleik. Kobe átti stórleik, en aðrir voru slappir. Dugði ekki til í þetta skiptið.

*********************

Hvað er annars málið með þennan dópsala lista? Er þetta það sem við viljum sjá; lögreglumenn götunnar.

Ég sá svona gæja sem hjá Jay Leno um daginn. Hann var sem sagt bara í því að hafa upp á mönnum og konum sem höfðu brotið lögin, og fór svo með liðið á löggustöðina og fékk pening fyrir. Það hefði reyndar mátt fangelsa þennan mann fyrir að vera ultra-redneck, en það er annað mál.

Það er spurning um að gera þetta að helgar-djobbi..... "helgar-sporti" ?

... Gera heiminn öruggari, fá góðan pening fyrir og um leið hreyfa á sér rassgatið ...

... nú, eða bara horfa á sjónvarpið á kvöldin og hanga í tölvunni. Það er annað hvort.

Eða. Jafnvel spurning um að allir þeir sem þiggja atvinnuleysisbætur þurfi að góma einn glæpamann á viku til að fá bæturnar!!! Það væri bara fair.

Komið gott.

Sérfræðingur í þráðlausum ADSL-lausnum óskast,
Hagnaðurinn

miðvikudagur, október 13, 2004

Fréttablaðið - Kúkablað...

... já, í þeirri merkingu að það er gott að fara að kúka með Fréttablaðið.

Menn gefa sér misgóðan tíma á klósettinu. Sjálfur er ég svona 10 mínútna maður.

Þegar ég var lítill var Andrés Önd lang-vinsælast, og gat maður oftast lesið svona 3 sögur af 4. Það er dágóður árangur.

Í dag tek ég oftast Fréttablaðið með mér; en þó stundum Lifandi Vísindi. Ég byrja alltaf að lesa blaðið aftast. Það er mikilvægt.

Besta efni Fréttablaðsins er á öftustu 10 síðunum, eða að íþróttasíðunum. Eftir það (framar í blaðinu) er eiginlega bara bölvað rugl og nöldur. Les þó alltaf pistlana hans Jóns Orms. Þeir eru góðir.

... nú vill svo til að ég er með blaðastand við hliðina á klósettinu hér í Hagnaðarsetrinu. Þetta er ekki algeng sjón á heimilum landsmanna. Ég tel þetta þó afar mikilvægt. Hvað er leiðinlegra en að hlusta á sjálfan sig kúka?

... Hlusta á aðra kúka kannski?

Þetta var kúka-blogg,
Hagnaðurinn
********************************************************
"Learn how to turn frustration into fascination. You will learn more being fascinated by life than you will by being frustrated by it." Jim Rohn
********************************************************
Slúður og kjaftæði...

"Phil Jackson fyrrum þjálfari NBA-liðsins Los Angeles Lakers segir í bók sem kemur út á næstu vikum að Kobe Bryant leikmaður liðsins hafi hagað sér sem ofdekraður krakki í herbúðum liðsins og segir hinn reyndi þjálfari að leikmaðurinn sé erfiðasta verkefni sem hann hafi átt við á löngum þjálfaraferli sínum. Jackson segir að leikmaðurinn hafi haft slæm áhrif á leikmenn liðsins, andinn í búningsherbergjum liðsins hafi verið slæmur er Bryant var viðstaddur."

Þessi grái viðbjóður ætti bara að fara að raka sig, eins og Rick Fox hérna um árið.

Það sem elliærir menn gera ekki til að fá meiri sölu. Andskotans bull er þetta.

Kveðja,
Kobe Bryant fan #1

þriðjudagur, október 12, 2004

Óvæntur næturgestur...

... mun kíkja til Hagnaðarins á föstudag.

Frekar líklegt að við fáum okkur pítsu saman, borðum nammi og horfum á sjónvarp, Tomma & Jenna í tölvunni, keyrum bílinn aðeins, og fleira og fleira.

Hver skyldi þetta vera?

Kveðja,
Uppáhalds-frændinn.
Stúdentar í læknisfræði við Háskólann eru að fá sína fyrstu kennslustund í krufningu með alvöru líki. Þeir komu sér allir saman í kringum skurðarborðið þar sem líkið lá undir hvítu laki.Síðan byrjar prófessorinn kennsluna: "Í læknavísindunum er nauðsynlegt að hafa tvo kosti.Sá fyrri er að maður má ekki láta neitt vekja upp hjá sér viðbjóð." Hann tekur síðan lakið af líkinu, stingur puttanum upp í rassinn á því og sýgur síðan puttann. "Núna vil ég að þið gerið slíkt hið sama!"Stúdentarnir fengu áfall, en hikandi byrjuðu þeir að stinga puttanum upp í rassinn á líkinu og sjúga síðan puttann.Þegar allir voru búnir, segir prófessorinn: "Seinni kosturinn er athygli.Ég setti löngutöng inn, en saug vísifingur. Fylgjast með, gott fólk..."

mánudagur, október 11, 2004

Tilvitnun:

"Ef grafarholtid er erfidur völlur thá máttú kalla mig pétur. Ég er að verda gjaldthrota út af tyndum boltum. Thetta er FARANLEGT .."

Svo skrifaði Jack Bauer. Ég skil hann mjög vel.

Kveðja,
Peter Colt
Ábending:

"Krafa bandarískra stjórnvalda um íslensk vegabréf.
Íslenskir ríkisborgarar sem ferðast til Bandaríkjanna án vegabréfsáritunar verða að framvísa tölvulesanlegu vegabréfi eftir 26. október 2004. Öll íslensk vegabréf sem gefin eru út eftir 1. júní 1999 eru tölvulesanleg. Kröfu bandarískra stjórnvalda um lífkenni í vegabréfum hefur verið frestað til 26. október 2005. "

Bara til að hafa þetta á hreinu.

Kv. Hagnaðurinn

sunnudagur, október 10, 2004

Það er sunnudagsmorgunn...

... og Hagnaðurinn búinn að fara í tennis.

Mætti uppí Sporthús rétt rúmlega 9:10 am. Nokkuð ferskur bara, og nýbúinn að finna Myrtle Beach spaðann (sleggjuna) mína. Andstæðingar okkar áttu ekki von á góðu.

Svona fóru leikar:
6-1
6-1
3-0

Sem sagt leikin tæplega 3 sett. Yfirburðirnir voru algerir. Ég var Peter Colt (Wimbledon) og Óli var þýski vinur hans, á meðan andstæðingar okkur voru Anna Kurnikova.

Þetta er sem sagt mótaröð sem verður leikin fram að áramótum, og þá verður uppskeruhátíð.

For the record:
Staðan: 1-0 fyrir ungum
Hraðasta uppgjöf: Hagnaðurinn
Mestu snúningar: Óli
Óheppnasti leikmaður: Doddi
Óhittnasti leikmaður: Gaui

Eftir þetta var svo farið í pottinn og slappað af. Svona eiga sunnudagsmorgnar að vera.

To be continued,
Peter Colt

laugardagur, október 09, 2004

Hagnaður...

... er ég.

Núna fyrir helgina hagnaðist ég um ca. 21.ooo krónur á skömmum tíma. Það hljómar kannski ekkert ofboðslega mikið. En skoðum málið betur.

Ef við færum þennan skyndi-hagnað yfir á ársgrundvöll, þá jafngildir þetta því að hagnast um 7.665.000 krónur yfir árið. Ekki amalegt það.

Setjum hlutina í samhengi,
Hagnaðurinn
Tennis....

... í fyrramálið gegn Gaua Gator og Dodda Durango. Haukur Hagnaður og Grái Glæponinn munu mæta sterkir til leiks og smassa þá aftur á steinöld. Frítt er fyrir áhorfendur og hefst leikurinn stundvíslega klukkan 09:30 am.

Til að hita sig upp andlega væri góð hugmynd að fara á myndina Wimbleton í kvöld.

Kannski ég geri það bara. Já, kannski.
Hagnaðurinn
Mikið rosalega...

.... er John Hartson ófríður og slakur knattspyrnumaður. Og þetta kvikindi var einu sinni í Arsenal. Þeir mega vera stoltir af því.

Annars var Beckham að setja almennilegt mark. Hefði reyndar mátt hafa boltann svona 10 cm ofar og til hægri. Þá hefði þetta verið skeytin-inn. En þetta var svo sem ágætt. Owen var líka góður. Væri alveg fínt að hafa hann í Liverpool núna. Það væri líka fínt að hafa Ian Rush og John Barnes í sínu besta formi, en það er víst ekki í boði. Þurfum bara að læra að sætta okkur við Igor Biscan, Djimi Traore og aðra snillinga.

Fótboltablogg,
Hagnaðurinn

fimmtudagur, október 07, 2004

Grillið...

... jamm jamm. Hagnaðurinn skellti sér bara á Grillið á Hótel Sögu í kvöld. Nema hvað.

Fór ásamt vinnunni og bragðaði á ljúffengum humri, dádýri, rauðsprettu og einhverju fleiru sem ég þekkti ekki. Þvílík ofboðsleg snilld sem þetta var. Þessu var svo skolað niður með bjór, áströlsku rauðvíni og hvítvíni. Nema hvað.

Nú er Hagnaðurinn búinn að borða á bæði Holtinu og Grillinu á skömmum tíma. Það er erfitt að gera upp á milli, en eitt er víst að það er ansi skemmtilegt útsýni af 8. hæðinni á Hótel Sögu.

Það er munur að vinna á alvöru vinnustað. Fyrir rétt rúmu ári var ég aumur verkamaður. Í dag er ég í fínum málum. Hagnaðurinn er þakklátur fyrir það.

Kveðja,
Hagnaðurinn

miðvikudagur, október 06, 2004

Hver verður nr. 60.000 ?

þriðjudagur, október 05, 2004

Idol-slúður....

... nú er Idolið farið af stað á ný. Af því tilefni er markmiðið að halda úti slúðri um liðið líkt og á síðasta ári þegar allir voru brjálaðir yfir skrifum Hagnaðarins. Kom reyndar í ljós vikum og mánuðum síðar að þetta var allt saman satt og rétt. Jamm Jamm.

Hagnaðurinn er þegar kominn með djúsí efni, en það mun ekki fara inná netið alveg strax. Leyfum þessu fyrst aðeins að þróast.

Er einhver spenna?
Verður veisla á föstudaginn?
Er Guffi hugsanlega risaeðla?

Maður spyr sig,
Hagnaðurinn

"The Bible gives us a list of human stories on both sides of the ledger. One list of human stories is used as examples - do what these people did. Another list of human stories is used as warnings - don't do what these people did. So if your story ever gets in one of these books, make sure they use it as an example, not a warning."

- Jim Rohn


mánudagur, október 04, 2004

Fjórar (4) vikur í ferð...

... og spennan magnast.

Eftir nákvæmlega 4 vikur verðum við svona ca. yfir Kanada einhvers staðar.

Til að undirbúa sig undir ferðina og það sem fylgir í kjölfarið hefst nú svokallað "átak" sem er í 3 liðum.

A) Neysluátak. Vísitala neysluverðs (verðbólga!!!) hefur farið hækkandi á undanförnum misserum, og skv. nýjustu tölum Hagstofunnar ber Hagnaðarsetrið ábyrgð á allt að þriðjungi þeirrar hækkunar. Þetta þarf að laga. Það skiptir miklu máli, sérstaklega þar sem 9 mánaða uppgjörið er væntanlegt.

B) Heilsuátak. Hagnaðurinn er handhafi líkamsræktarkorts hjá Hreyfingu. Í dag var það notað í fyrsta skipti í fjölda vikna. Það er gott að hreyfa á sér rassgatið aðeins. Verst með ökklann.

C) Námsátak. Eins og staðan er núna þá er ég í 90% starfi og tveimur námskeiðum í skólanum. Það er slatti. Ég er ekki búinn að vera alveg nógu duglegur að læra. Nú er kominn tími til að breyta því. Markmiðið er nefnilega að verða 100% starfsmaður eftir prófin í desember. Það verður að takast. Það mun takast.

Heyrðu, svo er bara farið að plana "Ferðina" árið 2005. Details later.

Friður,
Ryan Chappelle
Strákar...

... er einhver ykkar sem rakar sig ekki með Gillette? (þ.e. þeir sem nota sköfu)

Nei, bara að spá,
Hagnaðurinn
Gunnar í Krossinum...

... er vitleysingur. Þetta veit fólk.

En hvað eru krebenettur? Veit fólk það?


Helgin.

Ahhh....pítsuveisla...
Ahhh....trivial...
Ahhh....matarboð...
Ohhh.....þynnka...
Arrrr.....frú Trump...

Jamm Jamm,
Hagnaðurinn