Ég hef ákveðið að gera svona topp XXX lista. Hér er fyrsti hlutinn...
1. Nafn mitt er Hagnaðurinn
2. Stundum heiti ég Haukur Snær Hauksson
3. Hef aldrei verið hrifinn af Snær hlutanum. ”Haukur snjór, Haukur snjór” sögðu krakkar gjarnan við mig í æsku.
4. Mamma notar alltaf Snær nafnið. Stundum jafnvel eitt og sér.
5. Það er útaf pabbi heitir líka Haukur.
6. Þess vegna er ég Hauksson.
7. Útlendingum finnst þetta skrítið. Sem er skrítið.
8. Ég ætla að skíra syni mína Hauk Snæ Hauksson og Knút Hauksson.
9. Ég er fæddur á þeim herrans degi 10. janúar 1979.
10. Pabbi fæddist líka 10. janúar.
11. Reyndar mörgum mörgum árum áður.
12. Við heitum líka sama nafni en það hefur áður komið fram.
13. Rod Stewart á líka afmæli á þessum degi.
14. Mér finnst hann samt leiðinlegur söngvari og hallærislegur.
15. Þetta stefnir í að vera topp 450 listi. Það er alveg ágætt.
16. Ég á fjögur systkini.
17. Tvo eldri bræður og eldri og yngri systur.
18. Í skírn yngri systur minnar var ég með bleikt leðurbindi.
19. Það þótti fyndið og þykir enn.
20. Bernskubrekin koma alltaf í bakið á manni.
21. Ég ólst upp í bakkahverfinu í breiðholti.
22. Bjó þar til 4 ára aldurs.
23. Fátt markvert gerðist á þessum tíma en mér skilst að eitt gamláskvöldið hafi verið svakalegt og kviknað í öllu hjá nágrannanum eftir að hann kveikti í ragettunum innanhúss.
24. Ég man aðeins eitt atvik frá þessum tíma. Við áttum páfagauk, og ég rétt man eftir einu momenti þegar ég var rosalega hræddur við gaukinn.
25. Páfagaukur rímar við Haukur.
26. Fjögurra ára gamall flutti ég í Kleifarselið. Þá var verið að byggja þarna.
27. Ég bjó þar lengi vel.
28. Ég var ofvirkur sem barn. Samt ekki ofvirkur í þeim skilningi. Meira svona aktívur.
29. Einu sinni greip ég utan um kaktus. Það hefur ekki verið gott.
30. Ég kúkaði oft í buxurnar eins og börn gera. Það geri ég ekki lengur.
31. Sex ára gamall hóf ég nám í Seljaskóla eins og lög gera ráð fyrir.
32. Minnir að mér hafi þótt námið afar einfalt og lítt krefjandi.
33. Sem er eðlilegt því þetta er sex ára bekkur.
34. Ég man lítið eftir tímabilinu frá svona 6 ára til 10 ára.
35. Var líklega bara eitthvað að hjóla og valda usla á byggingarsvæðum í nágrenninu.
36. Einnig var gripið í bolta af og til.
37. Vinir mínir á þessum tíma voru bekkjarbræður mínir, eins og Óli innskeifi, Arnór og fleiri.
38. Óli bjó við hliðina á mér.
39. Á kvöldin var farið í “eina krónu”... ”eina krónur fyrir mér einn tveir og þrír”.
40. Skemmtilegur leikur og kominn tími til að fara að prófa hann aftur.
41. Einnig þótti mér gaman að sparka í ljósastaura og slökkva á þeim.
42. Um þetta leiti þótti Michael Jackson æðislegur.
43. Ég var þar engin undantekning.
44. Samt fór ég ekki á dansnámskeið.
45. Óli við hliðina var meira fyrir Guns N´ Roses. Hann var undir áhrifum frá villingnum bróður sínum.
46. Mér þótti gaman af að stríða fólki.
47. Hef enn gaman af því.
48. Kynnist strákum sem voru að æfa fótbolta með Leikni.
49. Ég fór að gera slíkt hið sama.
50. Það var á eldra ári í 6. flokki.
51. Eftir að hafa mætt á 3 æfingar var ég kominn í A-liðið og á leiðinni á Tommamótið.
52. Það þótti nokkuð gaman.
53. Ég entist ekki lengi í Leikni.
54. Gekk til liðs við Framara árið eftir. Þá á yngra ári í fimmta flokki.
55. Man lítið eftir því.
56. Á eldra árinu var Lalli Rauði að þjálfa okkur.
57. Við urðum Íslandsmeistara.
58. Unnum Keflavík á ÍR vellinum og ég setti 3 mörk í úrslitaleiknum.
59. Gaman af því.
60. Ég var líka á fullu í handbolta með Fram.
61. Gekk vel í báðum greinum.
62. Einnig var ég að dútla í körfubolta með Val minnir mig.
63. Það var nóg að gera.
64. Þessi ár renna saman í eitt.
65. Ég setti markamet Fram þegar ég var í 4. flokki.
66. Það stendur enn.
67. Settið 56 mörk eitt tímabilið.
68. Sem eru líklega fleiri mörk en ég hef skorað síðan.
69. Nenni ekki að skrifa meira um íþróttaiðkun þessara ára.
70. Ég er kominn í ungalingadeild í Seljaskóla.
71. Orðinn ‘stór’ strákur.
72. Ég hef aldrei verið hávaxinn.
73. Á þessum tíma var ég víst rauðhærður.
74. En stundum ljóshærður.
75. Og stundum dökkhærður.
76. Og í rauninni bara allt sem hægt er að gera í hármálum. Það var allt prófað.
77. Í dag er ég blessunarlega koparbrúnhærður.
78. Í áttunda bekk var ekki gaman. Var ekki að gúddera bekkinn minn.
79. Fékk reyndar súpereinkunnir það árið.
80. Var einnig farinn að æfa með einhverju landsliði.
81. Skipti um bekk í níunda bekk.
82. Flestir úr vinahópnum í dag voru í þeim bekk.
83. Almennur fíflaskapur í tímum kom niður á náminu.
84. Bara eins og gengur og gerist.
85. Það er gaman að senda miða á milli.
86. Ég lauk gagnfræðiskóla vorið 1995.
87. Fékk 9,9,8,8 á samræmdu.
88. Svolítil vonbrigði.
89. Held þetta hafi verið í fyrsta skipti sem ég fékk ekki 10 í stærðfræði.
90. Ég er enn að jafna mig eftir þetta.
91. Það var pressa á mig að fara í Menntaskólann í Reykjavík.
92. Gústi bróðir var þarna og var Gettu Betur nörd líka.
93. Arnór bróðir var líka þarna og átti eftir að verða Gettur Betur nörd.
94. Ég var samt ekkert nörd.
95. Ég skoðaði FB og MR.
96. Ég skoðaði ekki MS.
97. Samt endaði ég þar eins og flestir úr vinahópnum.
98. Sem var ágætt.
99. Nýr hluti lífs míns var að byrja.
100. Nú er ég orðinn 16 ára og ég held áfram með listann á morgun.
Vá hvað ég þekki mig betur,
Hagnaðurinn
1. Nafn mitt er Hagnaðurinn
2. Stundum heiti ég Haukur Snær Hauksson
3. Hef aldrei verið hrifinn af Snær hlutanum. ”Haukur snjór, Haukur snjór” sögðu krakkar gjarnan við mig í æsku.
4. Mamma notar alltaf Snær nafnið. Stundum jafnvel eitt og sér.
5. Það er útaf pabbi heitir líka Haukur.
6. Þess vegna er ég Hauksson.
7. Útlendingum finnst þetta skrítið. Sem er skrítið.
8. Ég ætla að skíra syni mína Hauk Snæ Hauksson og Knút Hauksson.
9. Ég er fæddur á þeim herrans degi 10. janúar 1979.
10. Pabbi fæddist líka 10. janúar.
11. Reyndar mörgum mörgum árum áður.
12. Við heitum líka sama nafni en það hefur áður komið fram.
13. Rod Stewart á líka afmæli á þessum degi.
14. Mér finnst hann samt leiðinlegur söngvari og hallærislegur.
15. Þetta stefnir í að vera topp 450 listi. Það er alveg ágætt.
16. Ég á fjögur systkini.
17. Tvo eldri bræður og eldri og yngri systur.
18. Í skírn yngri systur minnar var ég með bleikt leðurbindi.
19. Það þótti fyndið og þykir enn.
20. Bernskubrekin koma alltaf í bakið á manni.
21. Ég ólst upp í bakkahverfinu í breiðholti.
22. Bjó þar til 4 ára aldurs.
23. Fátt markvert gerðist á þessum tíma en mér skilst að eitt gamláskvöldið hafi verið svakalegt og kviknað í öllu hjá nágrannanum eftir að hann kveikti í ragettunum innanhúss.
24. Ég man aðeins eitt atvik frá þessum tíma. Við áttum páfagauk, og ég rétt man eftir einu momenti þegar ég var rosalega hræddur við gaukinn.
25. Páfagaukur rímar við Haukur.
26. Fjögurra ára gamall flutti ég í Kleifarselið. Þá var verið að byggja þarna.
27. Ég bjó þar lengi vel.
28. Ég var ofvirkur sem barn. Samt ekki ofvirkur í þeim skilningi. Meira svona aktívur.
29. Einu sinni greip ég utan um kaktus. Það hefur ekki verið gott.
30. Ég kúkaði oft í buxurnar eins og börn gera. Það geri ég ekki lengur.
31. Sex ára gamall hóf ég nám í Seljaskóla eins og lög gera ráð fyrir.
32. Minnir að mér hafi þótt námið afar einfalt og lítt krefjandi.
33. Sem er eðlilegt því þetta er sex ára bekkur.
34. Ég man lítið eftir tímabilinu frá svona 6 ára til 10 ára.
35. Var líklega bara eitthvað að hjóla og valda usla á byggingarsvæðum í nágrenninu.
36. Einnig var gripið í bolta af og til.
37. Vinir mínir á þessum tíma voru bekkjarbræður mínir, eins og Óli innskeifi, Arnór og fleiri.
38. Óli bjó við hliðina á mér.
39. Á kvöldin var farið í “eina krónu”... ”eina krónur fyrir mér einn tveir og þrír”.
40. Skemmtilegur leikur og kominn tími til að fara að prófa hann aftur.
41. Einnig þótti mér gaman að sparka í ljósastaura og slökkva á þeim.
42. Um þetta leiti þótti Michael Jackson æðislegur.
43. Ég var þar engin undantekning.
44. Samt fór ég ekki á dansnámskeið.
45. Óli við hliðina var meira fyrir Guns N´ Roses. Hann var undir áhrifum frá villingnum bróður sínum.
46. Mér þótti gaman af að stríða fólki.
47. Hef enn gaman af því.
48. Kynnist strákum sem voru að æfa fótbolta með Leikni.
49. Ég fór að gera slíkt hið sama.
50. Það var á eldra ári í 6. flokki.
51. Eftir að hafa mætt á 3 æfingar var ég kominn í A-liðið og á leiðinni á Tommamótið.
52. Það þótti nokkuð gaman.
53. Ég entist ekki lengi í Leikni.
54. Gekk til liðs við Framara árið eftir. Þá á yngra ári í fimmta flokki.
55. Man lítið eftir því.
56. Á eldra árinu var Lalli Rauði að þjálfa okkur.
57. Við urðum Íslandsmeistara.
58. Unnum Keflavík á ÍR vellinum og ég setti 3 mörk í úrslitaleiknum.
59. Gaman af því.
60. Ég var líka á fullu í handbolta með Fram.
61. Gekk vel í báðum greinum.
62. Einnig var ég að dútla í körfubolta með Val minnir mig.
63. Það var nóg að gera.
64. Þessi ár renna saman í eitt.
65. Ég setti markamet Fram þegar ég var í 4. flokki.
66. Það stendur enn.
67. Settið 56 mörk eitt tímabilið.
68. Sem eru líklega fleiri mörk en ég hef skorað síðan.
69. Nenni ekki að skrifa meira um íþróttaiðkun þessara ára.
70. Ég er kominn í ungalingadeild í Seljaskóla.
71. Orðinn ‘stór’ strákur.
72. Ég hef aldrei verið hávaxinn.
73. Á þessum tíma var ég víst rauðhærður.
74. En stundum ljóshærður.
75. Og stundum dökkhærður.
76. Og í rauninni bara allt sem hægt er að gera í hármálum. Það var allt prófað.
77. Í dag er ég blessunarlega koparbrúnhærður.
78. Í áttunda bekk var ekki gaman. Var ekki að gúddera bekkinn minn.
79. Fékk reyndar súpereinkunnir það árið.
80. Var einnig farinn að æfa með einhverju landsliði.
81. Skipti um bekk í níunda bekk.
82. Flestir úr vinahópnum í dag voru í þeim bekk.
83. Almennur fíflaskapur í tímum kom niður á náminu.
84. Bara eins og gengur og gerist.
85. Það er gaman að senda miða á milli.
86. Ég lauk gagnfræðiskóla vorið 1995.
87. Fékk 9,9,8,8 á samræmdu.
88. Svolítil vonbrigði.
89. Held þetta hafi verið í fyrsta skipti sem ég fékk ekki 10 í stærðfræði.
90. Ég er enn að jafna mig eftir þetta.
91. Það var pressa á mig að fara í Menntaskólann í Reykjavík.
92. Gústi bróðir var þarna og var Gettu Betur nörd líka.
93. Arnór bróðir var líka þarna og átti eftir að verða Gettur Betur nörd.
94. Ég var samt ekkert nörd.
95. Ég skoðaði FB og MR.
96. Ég skoðaði ekki MS.
97. Samt endaði ég þar eins og flestir úr vinahópnum.
98. Sem var ágætt.
99. Nýr hluti lífs míns var að byrja.
100. Nú er ég orðinn 16 ára og ég held áfram með listann á morgun.
Vá hvað ég þekki mig betur,
Hagnaðurinn
<< Home