mánudagur, apríl 28, 2003

Blogg smog....
Hæ hæ.


Sit ég hér heima í kotinu veikur. Smá hausverkur og kvef í gangi... ekkert alvarlegt. Þarf að halda mér góðum út vikuna. Er nefnilega að fara í smá ferðalag á föstudaginn til Myrtle Turtle.

Já, tíðindi hér. Enn fer Hagnaðurinn til USA. Mun hann fara ásamt 3 karlmönnum og golfsettum. Hugsanlega verða einhver föt tekin með. Brottför á föstudag og komið heim 10 dögum seinna. Veðrið ætti að verða gott; kannski svona 25 gráður að meðaltali og sól og sumar bara.

Ég mun gista hjá BK og Svölu. BK er maður reiður og verð ég að vera var um mig í návist við hann. Maður veit aldrei nema hann fari að rífa kjaft, máli sig útí horn, og kalli mig bara rauðhærðan. Hann á svo bágt kallinn.

Ekkert sérstakt planað í ferðinni. Það verður spilað slatta af golfi, legið við sundlaugina og ströndina og hver veit nema maður grilli. Talandi um grill, þá er ég þegar byrjaður að grilla þetta sumarið og það ekkert smá grill. Ég grillaði heilan Hagnað um helgina, frá toppi til táar. Ætlaði að vera voða sniðugur og fara í ljós fyrir ferðina en fyrirbyggjandi aðgerðin virkaði svo vel að ég flýtti í rauninni grillingunni. En það var ekkert meðlæti.

Það var Lakers leikur í beinni í gær. Meira um það á Lakers síðunni.

Owen setti 4 og Liverpool unnu. Barcelona unnu Real Sócídad og Lakers unnu. Hvað meira getur maður beðið um á einni helgi.

Að lokum. Það hafa verið greinarflokkar inná Fram-heimasíðunni undir heitinu “Fram og ég” eða eitthvað álíka. Ég ætla að fara að skrifa svona pistil fljótlega. Elsku mamma.

Harpa á ammæli í dag. Hún er 22 ára. Óska ég henni til hamingju. Árinu eldri en í gær ?

mánudagur, apríl 21, 2003

Hæ.

Þetta er afar hressandi grein.

fimmtudagur, apríl 17, 2003

Hæ hæ...

Samfylking skambylking. Ætla ekki allir að kjósa Dabba ?

Búið að vera ýmislegt í gangi uppá síðkastið. Hastið. NBA lauk í nótt. Lakers enduðu í fimmta sæti vestursins. Mætum því Kevin Garnett og hans aukaleikurum. Lakers síðan liggur niðri núna vegna tæknilegra örðuleika, en allt stendur til bóta þar.

Síðasti leikur Jordan í gær. Hann gat ekki neitt frekar en liðið hans. Kominn tími til að allir gamlingjar hætti í þessari deild og leyfi Kóngum eins og Kobe að skína sem skærast. Fleira var það ekki að sinni... ætla að reyna að nota fríið í að horfa á skemmtilegar bíómyndir og lesa einhverjar bækur. Vona að það gangi eftir.

Hvað er Rugged að rífa sig hér á síðunni minni. Hún hefur sína eigin síðu til að rífa kjaft.

Bless elskurnar

Hagnaðurinn

miðvikudagur, apríl 09, 2003

Ég sá Real spila í gær og Barca í dag...

Ég er Barca maður. Þeir voru samt ekki sannfærandi áðan gegn Juve, enda kannski skiljanlegt þar sem þeir voru á útivelli. En vá hvað Juve voru passívir á heimavelli. Kellingar segi ég.

Ég sá einhvers staðar að Ferguson hafi sagt að Raul sé besti leikmaður í heimi. Ha? Sá hann ekki Zidane í gær? Hvernig hann fíflaði Utd. liðið allan fyrri hálfleikinn. Svo í seinni hálfleik voru þeir svo hræddir við hann að þeir hlupu frá honum. Ferguson er ansi. Það hef ég vitað lengi.

Var annars að fá mér ADSL. Það er nokkuð hressandi.

Hagnaðurinn

þriðjudagur, apríl 08, 2003

Karlaklúbburinn Clint... samkoma nr. 3

Þá var komið að þriðju samkomu karlaklúbbsins Clint. Þetta var fjölmennasta kvöldið hingað til og jafnframt mesta drykkjan. Meira um það síðar. Mættir voru ég, Daníel, Steinar, Kristbjörn, Atli og Ragnar. Fín mæting þar á ferð og í rauninni fullkomin mæting í fyrsta sinn. Dagskrá kvöldsins var hefðbundin... matur, drykkja, músík, vondulagakeppni.

Atli Sigurjónsson var kokkur kvöldsins og á boðstólum voru argentínskar nautalundir, bakaðar kartöflur, salat og rauðvín með. Matseldin gekk nokkuð erfiðlega framan af. Má þar ýmsu um kenna, m.a. var aðstoð við kokkinn í lágmarki, eldunartæki ekki fullnægjandi og svo framvegis. En eftir ca. 2 tíma var maturinn tilbúinn og bragðaðist hann vel, þó vel að bragðskynið hafi kannski aðeins verið farið að dofna vegna drykkju, klukkan var jú orðinn næstum 22:00. En á heildina litið var þetta afar vel lukkuð máltíð og fær Atli þrjá Clinta í einkunn.

Eftir rauðvín, bjóra, ferskjusnafsa og annað var röðin komin að vondulagakeppni. Voru lögin misvond þetta kvöldið og Steinar var reyndar bara með ágætt lag, það fannst okkur allavega þá. Held það heiti ‘Hip-Hop Halli’ eða eitthvað álíka. Allavega, ég var með lag með Carman og lenti það í öðru sæti keppninnar þetta kvöldið með eitt atkvæði. Hins vegar kom Kristbjörn sterkastur inn og sigraði með yfirburðum með alls 5 atkvæði. Gunnar Jökull var einfaldlega of vondur þetta kvöldið eins og önnur kvöld.

Síðan var bara fengið sér meira og meira að drekka. Meðal annarra drykkja var rússneskt kókaín. Það er killer. Svo var farið í bæinn. Og þvílík bæjarferð. Eða svo er sagt. Að sögn fróðra manna var hegðun mín ekki til fyrirmyndar. Ég man reyndar eftir að hafa stolið bjór á einum stað hér í bæ. Það þótti mér og einhverjum Skota fyndið. Svo man ég ekki meir. En ég á víst að hafa farið ófögrum orðum um starfsfólk staðarins. Vill ég biðja það fólk afsökunar, já og líka mennina sem ég á að hafa böggað á Lækjartorgi. Ekki nógu góð hegðun hjá Hagnaðinu. Mun ég leggja til að Karlaklúbburinn Clint verða bindindisklúbbur héðan í frá.

Nóg af bulli og vitleysu. Farinn að lesa ‘Dauðarósir’ eftir Arnald Indriða.

Já, og ef einhver veit um vinnu þá er ég að leita.

Ble Ble