sunnudagur, október 26, 2003

Tvær góðar og ein framundan...

... sá Matrix Reloaded í gær. Fín miðju mynd. Tók hana til að rifja aðeins upp söguþráðinn. Þriðja myndin er nefnilega að koma í bíó í nóvember. Skilst á President að hún sé góð.

... sá einnig Almost Famous. Alveg æðisleg bíómynd. Var orðið langt síðan ég sá hana síðast. Ef þið hafið ekki séð hana, þá bara drífa sig útá leigu. Bæði fyrir stelpur og stráka. Ekki eins og Kill Bill.

Er svo að fara á þessa. Ekki hafa allir gaman af Coen bræðrunum, en ég geri það allavega. Hlakka til.

Christian Slater,
Hagnaðurinn