miðvikudagur, október 29, 2003

....Á morgun heldur Harpan svo sinn fyrsta fyrirlestur á háskólastigi, og verður þetta því sennilega síðasti bloggdagur minn, sökum andláts. Ég er nebblega haldin óendanlegri feimni. Ef ég verð feimin við að stíga uppí strætó, þá verður fyrirlestur fyrir 200 manns ekkert píz of keik....skal ég segja ykkur.....úff.

... Svo skrifaði Harpa í gær. Í morgun vorum við svo á leiðinni í skólann. Þá kemur lag í útvarpið með Pálma Gunnars (að ég tel).

Þar var viðlagið eitthvað á þessa leið.... "glaður gæfi ég allt, til að losa mig við feimnina..."

Tilviljun?
Hagnaðurinn