fimmtudagur, október 09, 2003

Brá mér heldur í brún....

... þegar ég las eitthvað blaðið í gær og sá að búið er að ráða Jörund Áka sem aðstoðarþjálfara meistaraflokks Fram, það ætti að finna erlendan þjálfara og 3 sterka erlenda leikmenn. Einnig á að framlengja samninga við alla aðra leikmenn. Þetta kom mér alveg stórkostlega á óvart en svo sá ég hvern var vitnað í .... því hlýtur þetta að vera bölvað rugl. Einnig af öðrum ástæðum ætti þetta ekki að geta gengið upp. Eða hvað?

... önnur kennslustund ársins verður á eftir. Nú verður tekið fyrir núvirðisreikninga, verðmat skuldabréfa og hlutabréfa. Gæti orðið skemmtilegt. Vona allavega að ég sé betri en sá sem er að kenna þetta námskeið, en mér skilst að hann sé frekar slæmur.

... svo sá ég Helga Hjörvar í sjónvarpinu í gær. Oh, ég þoli þennan gæja ekki. Hann er gjörsamlega óþolandi kvikindi og vitlaus með eindæmum. Eina sem hann sagði allan þáttinn var að 'Sjálfstæðismenn hafi lofað skattalækkunum og nú eru þeir að hækka skatta.' blabla blabla bla blabla. Þá var honum réttilega bent á að allir hagfræðingar landsins væru sammála um það að ekki mætti lækka skatta fyrr en kannski á árunum 2005-2007. Virtist Helga bregða heldur við þessi tíðindi og væru þetta sem fréttir fyrir hann. Svo hélt hann áfram með sömu tugguna. Vill Helgi þenslu, óðaverðbólgu og viðbjóð hér á landi? Það held ég .... þessir helv. kommúnistar.

Þetta var mitt innlegg í stjórnmálaumræðuna,
Hagnaðurinn