laugardagur, apríl 30, 2005

Prófin eru búin....

... og kominn tími til að snúa sér að öðrum verkefnum, sem eru mörg.

Fljótlega ætti ég sem sagt að geta kallað mig löggiltan verðbréfamiðlara. How about that?

Hvaða þýðingu hefur þetta spyrja menn!
Tjah, fyrir það fyrsta er þetta til að uppfylla lög sem kveða á um að ég skuli hafa þetta próf. Einnig staðfestir svona próf að maður hefur einhverja þekkingu á því sem maður er að gera, sem aftur stuðlar að gagnsæi, trúnaði og trausti á markaðnum. Sem er mikilvægt.

En við skulum nú bíða eftir einkunnunum úr þessu!!!

Leiðinlegt blogg maður.
Vá.
Tony Yeehhhhh

föstudagur, apríl 29, 2005

Shotgun...

... reglurnar hafa verið þýddar á íslensku. Kominn tími til.

Samt skrítið að í allri þessari þýðingu hafi sjálft "shotgun" ekki verið þýtt.

Haglari!
Hagnaðurinn

fimmtudagur, apríl 28, 2005

Jæja...

... þá virðast allir vera orðnir óðir af bloggi og commentum og ritgerðum. Sjálfur er ég aðallega að reikna allskonar spennandi og framandi dæmi!

Rosalega væri Bill Gates ríkur ef hann hefði fengið einhvers konar einkarétt á lyklaborðum, og þegið stefgjöld fyrir hvert skrifað orð. Kannski 0,00000001 kr. per orð. Það myndi telja. Hann væri þá ekki bara ríkasti maður jarðar, heldur ríkasti maðurinn í öllum heiminum og geiminum; eins og börn myndu orða það.

****************************

Annars er mikið stuð framundan. Hip-hop Halli yeah.

Próflokapartý á föstudag, og svo brúðkaup á laugardag.
Menn eru að tala um tvennu.
Verst að það er knattspyrnuleikur á sunnudag.
Best að það er golf á laugardag. Er að spá í að kíkja í Þorlákshöfn (það ógeðslega sveitasetur) og spila eins og 18 holur.

****************************

Hey, sáuði Queer Eye í gær???
.... hrikalega vandræðalega þegar gæinn var að reyna að gefa kærustunni sinni "Thai Nudd". Ég neyddist til að standa upp, ég fékk svo mikinn kjánahroll.

"Mourinho IS WEAK, and he STANDS FOR NOTHING"

Falli fatti, ammonito, pellegrino
Hagnaðurinn

þriðjudagur, apríl 26, 2005

Jæja...

... þá er golf-seasonið bara að skella á. Gleður það marga, og þar á meðal mig sjálfan.

Er núna búinn að taka fram kylfurnar, og er búinn að vera að æfa mig í brekkunni fyrir neðan heimili mitt með sandjárninu. Hef ég gert nokkrar smávægilegar breytingar á sveiflunni, og ef marka má skotin mín áðan, þá má ég eiga von á því að lækka forgjöfina all-verulega í sumar. Kallinn kallinn...

Forgjöfin núna er 19,3.... Hefur þá ekki verið tekið tillit til vetrar-afturfara.

Á sama tíma í fyrra var ég með forgjöfina 36.
Teljast það töluverðar framfarir á einu sumri.... enda var spilað ansi mikið í fyrra.

Núna er bara að láta verkin tala, rétt eins og ég ætla að gera í prófinu á eftir.
HLU/SKU/AFL.

Kær kveðja,
J.Daly

sunnudagur, apríl 24, 2005

Ég er kannski soldið eftirá...

... en ég var að horfa á eina mögnuðustu mynd sem ég hef nokkru sinni séð.

Þetta er Requiem for a Dream.

Vá. Maður er bara eftir sig.
Það eru svo sjúkar senur í þessari mynd að það er ekkert normal.

Og endirinn maður... það er ekki oft að maður er stjarfur!!!
Þarf líka að ná mér í soundtrakkið.

Einkunn:
95/100*

Það er ekkert annað,
Hagnaðurinn

laugardagur, apríl 23, 2005

Tveimur prófum er nú lokið...

... en tvö eru enn eftir.

Er sem sagt búinn með lög og eftirlit á fjármálamarkaði, sem og markaðsviðskipti og viðskiptahætti.
Gekk alveg ágætlega held ég. Var reyndar fyrstur út í báðum prófunum, en það eru bara góðar fréttir. Maður þarf jú að hugsa hratt og vera ekki með neitt blaður og kjaftæði.

"Hlutirnir gerast hratt á fjármálamarkaði", hvort sem menn tapa aleigunni á félögum eins og Decode, eða græða fúlgu fjár á hlutabréfum í íslensku bönkunum. Já, eða hvaða félagi sem er. Allt virðist hækka.

Hvar er aðhvarfið að meðaltalinu núna?
Maður spyr sig.

Hagnaðurinn

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Sjjiiiiiittttt...

.... var næstum búinn að gleyma hvað Popplagið er frábært. Go get it. It´s free.

Oooog sóló.
Það er stundum sagt ...

... að hlutabréfamarkaðurinn hafi minni.

Einnig er stundum sagt að Hagnaðurinn hafi stálminni. Allavega man ég eftir að hafa gert skelfileg mistök eitt sinn þegar ég pantaði hótel í New Orleans.

Með þau mistök á bak við eyrað (í minninu) hef ég verið að bóka hótel undanfarna daga. Og það allt á stöðum sem ég hef ekki komið til áður, fyrir utan Rimini.... og mikið ofboðslega hefur þetta verið erfitt. En því er nú loksins lokið.

Er búinn að panta hótel í:
a) London
b) Róm
c) Flórens
d) Rimini
e) Feneyjum

Ég held að framundan sé nokkuð massív ferð. Ætti að vera nokkuð skemmtileg. Verst að ég hef eiginlega engan tíma til að lesa Ítalíu bókina sem ég keypti mér um daginn, né að læra undirstöðuatriðin í tungumálinu.

O jæja,
Hagnaðurinn

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Frétt í 1/2 5 Fréttum KB-Banka á föstudaginn:

Britney Spears kaupir sér þak yfir höfuðið
Samkvæmt frétt morgunblaðsins er söngkonan víðfræga, Britney Spears, að kaupa sér glæsihýsi í Las Vegas. Kaupverðið er sagt vera 1,3 milljónir dollara (líkt og kaupverð húsnæðisins á myninni hér til hliðar) eða um 82 milljónir íslenskra króna. Húsið er eitt nokkurra glæsilegra bygginga sem verið er að reisa í námunda við Hard Rock hótelið og spilavítið í Las Vegas og hefur söngkonan þegar greitt töluvert af kaupverðinu skv. frétt morgunblaðsins.


Mikið af dýrari eignum í umferð hér á landi
Vissulega kann mörgum að þykja að 82 milljónir fyrir íbúðarhúsnæði sé nokkuð mikið en á fasteignavef morgunblaðsins er þó að finna a.m.k. sex íbúðarhús til sölu hérlendis sem kosta meira en hús söngkonunnar. Á vefnum er að auki að finna húsnæði þar sem ásett verð er 190 milljónir, eða um 3 milljónir dollara, og 19 íbúðarhús á yfir eina milljón dollara, eða 63 milljónir króna.
Fasteignamarkaðurinn hér á landi hefur hækkað mikið að undanförnu, eins og flestir kannast við, en sömu sögu er reyndar að segja af fasteingamarkaðinum í Bandaríkjunum.


Þyngdar sinnar virði í gulli
Flestir kannast við orðatiltækið “að vera þyngdar sinnar virði í gulli” en sá málmur hefur löngum haft áhrif á gjörðir mannsins, bæði til góðs og ills. Miðað við kílóverð á gulli í dag, sem er um 860 þúsund krónur, fæst því að hús söngkonunnar sé andvirði um 96 kílóa gulls. Án þess að Greiningardeild ætli að leggja sérstakt mat á líkamlegt atgervi Britney Spears, sem nú er ófrísk, má því segja að ef hún á húsið skuldlaust geti hún slagað hátt í 100 kíló á meðgöngunni áður en hún missir þá stöðu að verða þyngdar sinnar virði í gulli.

Ég verð að viðurkenna að þetta þykir mér sniðugt.
Húmor hjá Rikka Daða og félögum.
Yehhhhh.....

þriðjudagur, apríl 19, 2005

Aaaa tjúúúúú úúúúú....

... strákarnir bara að fara á túr og koma með nýja plötu. Kominn tími til.

Nú vantar bara að þeir spili á Íslandi. Helst Reykjavík. Ekkert Ísafjörður kjaftæði.

Oooog sóló....
Hagnaðurinn
Jæja....

... þá er bara komið að fyrsta prófinu af 5 þetta vorið.

Þetta próf er í lögfræði, nánar tiltekið í þeim lögum og reglum sem gilda um fjármagnsmarkaðinn. Ekki beint skemmtilegt efni, en engu að síður fróðlegt og nauðsynlegt. Próftíminn er sérstakur: 1700-2100

Spá um einkunn: 7,5
Staðalfrávik spár: 2

"My name is Jack Bauer.
I AM a federal agent."

sunnudagur, apríl 17, 2005

Straumar og stefnur....

... í tískumálum eru oft á tíðum frekar einkennilegir. Nú virðist nýtt æði hafa gripið um sig í Japan og er það frekar sérstakt.


Sérstök athygli er vakin á því að þetta er EKKI eitthvað svona "see-through-myndavél" eða neitt slíkt dæmi.
Svona líta bara pilsin út.
Þetta er ekki gegnsætt!!!

Maður spyr sig:
Er þetta eitthvað sem við viljum sjá á Íslandi?
Er kannski spurning um að hanna þetta með flottari nærbuxum?

föstudagur, apríl 15, 2005

Viðvarandi kjánahrollur...

Fyrst þátturinn með Hemma Gunn. Vandræðalegt.
Svo Djúpa Laugin. Kjánalegt. Sérstaklega þegar parið "hittist"
Og að lokum Ungfrú Ísland. Hvernig nenna þær að brosa svona mikið? Eru þær kannski sjálfar með kjánahroll yfir því að vera þarna?

En það sem ég sá af Reykjavíkurnóttum var mjög fyndið.

Nota bene.... á meðan ég "horfði" á allt þetta var ég einnig að læra.
I can walk and chew gum at the same time.

Yeehhhhh,
Hagnaðurinn

Saga...

Ég veit að þið hafið öll heyrt eða lesið um þessi fræði áður, en ég hef ekki séð neinn útskýra þetta
eins vel og hinn alvísa Cliff Calvin í Staupasteini. Cliff Calvin var að útskýra Buffala-kenninguna fyrir vini sínum Norm og það gekk svona fyrir sig: "Sjáðu nú til Norm, þetta virkar svona....

Buffalahjörð getur aðeins farið jafn hratt og hægasti buffalinn í hjörðinni. Og þegar veitt er úr hjörðinni eru það hinir hægustu og veikustu aftast í hjörðinni sem eru drepnir fyrst.

Þetta náttúrulega val er mjög gott fyrir hjörðina í heild sinni því að með reglulegum drápum á veikustu og
hægustu einstaklingunum batnar heilsufar hjarðarinnar og hraði hennar.

Á sama hátt má segja að mannsheilinn geti aðeins unnið eins hratt og hægustu heilasellurnar leyfa. Eins og
við öll vitum þá drepur alkohól heilasellur en eðlilega drepur það hægustu og veikustu sellurnar fyrst.

Á þennan hátt veldur regluleg inntaka áfengis því að veikari sellurnar drepast og þar með því að heilinn verður hraðvirkari og skilvirkari.

Þetta er ástæðan fyrir því að maður verður svona klár eftir nokkra bjóra!"

fimmtudagur, apríl 14, 2005

Loksins loksins....

... eitthvað fyrir mig!!!

Blómadropaþerapistanám

Þetta er svona eitthvað sem George Mason væri hrifinn af. Samt ekki John Mason.

(Edgar Stiles, hvernig lítur helgin út í sambandi við 24-a-thon)
Tekið af www.mbl.is

Office 1 lækkar verð á erlendum tímaritum
Ritfanga- og skrifstofuverslunarkeðjan Office 1 hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að hún hafi hrundið af stað virkri samkeppni í sölu erlendra tímarita hér á landi með því að lækka þau verulega verði. Samkvæmt upplýsingum fyrirtækisins nemur verðmunurinn 25-200% miðað við verð á sölustöðum samkeppnisaðila Office 1. Þá segir að hagstæðir samningar við erlenda birgja geri fyrirtækinu kleift að stefna að því að tryggja sambærilegt verð á tímaritum hér og þekkist í helstu nágrannalöndum.


Góðar fréttir.
Nú get ég loksins farið að kaupa mér tímarit hér á landi sem kosta ekki 1500-2000 kr. Bækur eiga að kosta það mikið; ekki tímarit. Ég er að tala um blöð eins og:
Stuff
Maxim
FHM

I am.

Já, ég er einnig að tala um tímrit eins og Economist og Time og svona. Aha. Já, og svo er nauðsynlegt að vera áskrifandi að WSJ. Djörnallinn maður.

Guys.... ef það er rólegt í vinnuni, eða búnir að fá leið á bókunum, getiði alltaf tjekkað á þessu.
Eða ef þið viljið hlæja að vitleysu, þá er þetta fínt.

Tony

miðvikudagur, apríl 13, 2005

1978:
Páfinn dó
Wales vann stóru slemmuna í Rugby
Liverpool tapaði úrslitaleiknum í deildarbikarnum fyrir liðinum sem síðan varð Englandsmeistari um vorið (N. Forrest)
Liverpool F.C. varð Evrópumeistari í fótbolta

2005:
Páfinn dó
Wales vann stóru slemmuna í Rugby
Liverpool tapaði úrslitaleiknum í deildarbikarnum fyrir liðinum sem síðan verður Englandsmeistari í vor (Chelsea)
Liverpool F.C. verður Evrópumeistari í fótbolta....


Og að auki....
1981:

Charles prins kvæntist
Liverpool varð Evrópumeistari
Hvaða bull...

... er þetta

"I am qualified as an industrial engineer, as an English teacher and as an electrical engineer as well as having my five Masters degrees.

"But in Bulgaria I have found that employers do not want clever employees. Even when I had a job, the largest salary I ever managed was just £90 a month."

Ég vona að ég lendi aldrei í svona rugli,
Hagnaðurinn
Spritney Bears ófrísk
Ofboðslega eru þetta góð tíðindi.
Eða er kannski öllum skítsama um þetta?

Joe Cole vill mæta Liverpool
Ég verð að vera sammála Cole, þrátt fyrir að hann sé vitleysingur og leikari.

Koma svoooooohhhhhhhhh
Beeerjjaaaaaaaaaaastttt

Walk on, through the wind,
Walk on, through the rain,
Though your dreams be tossed and blown.
Walk on, walk on with hope in your heart,
And you'll never walk alone,
You'll never walk alone.

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Lærdómur ...

... er eiginlega það eina sem kemst að þessa dagana.

Framundan er próf til löggildingar í verðbréfaviðskiptum. Raunar eru það 4 próf.
Næsta vika og þarnæsta verða undirlögð fyrir þessi próf. Námsefnið er mikið, skemmtilegt og fróðlegt. Það verður sjálfsagt skemmtilegt að takast á við þetta. En erfitt. Það á líka að vera erfitt.

Einnig er próf í HÍ þann 14. maí. Það próf er í vinnurétti. Þegar því er lokið mun ég hafa lokið öllum 10 námskeiðunum í Meistaranáminu í Fjármálum. Þá er bara ritgerðin eftir.

Áður en árinu er lokið ætti ég því að vera orðinn mjög vel menntaður. En menntun lýkur aldrei.


**********************************

Ég var fenginn til að vera til halds og traust í 5 ára afmæli frænda síðustu helgi. Gekk það nokkuð vel, enda er ég barngóður mjög. Börnin þurfa samt helst að hafa náð ákveðnum þroska svo ég kunni tökin á þessu. Ég er til dæmis afar slæmur með ungabörn, og atriði eins og bleiju-skipti hafa aldrei verið mitt fag ( aldrei átti ég von á því að blogga um bleyjur....)



Samt er ég búinn að fá að halda á henni Þóreyju Hildi, sem í dag er 22 daga gömul, ef mér skjátlast ekki. Ég bar mig hins vegar ekki fagmannlega og var ekki talinn kunna tökin á þessu.

Oh well oh well.
Uppáhalds-frændinn.

laugardagur, apríl 09, 2005

Látum okkur sjá....

Lakers unnu. Það er gott.
Liverpool töpuðu. Það er slæmt.
Tiger að koma til. Það er ánægjulegt.
manchester utd tapa. Það er frábært.
Real - Barca á morgun. Stórkostlegt.
Brúðkaup. Ahh, fokk.
Lærdómur og próf. Það er fínt.
Ítalía eftir 6 vikur. Ohhhhhhhhhhh

Gente di mare
che se ne va
dove gli pare
dove non sa.
Gente corsara che non c'e' piu'
gente lontana che porta nel cuore
questo grande fratello blu.

Yeehhhhhh,
Tony Almeida
Kvikmynd....

Brá mér í Háskólabíó í gær á kvikmyndahátíðina. Fór ég á myndina Garden State. Með í för var glæpamaður.

Myndin er skrifuð og leikstýrð af Zach Braff, en hann er nokkuð sniðugur drengur. Natalie Portman leikur einnig stórt hlutverk. Hún er fædd í Jerúsalem árið 1981.
Athyglisvert.
Já, og sæt stelpa.

Myndin fjallar í grófum dráttum um Andrew (Braff) sem kemur til gamla heimabæjar síns til að vera viðstaddur jarðarför móður sinnar. Eftir jarðarförina fer hann svo að chilla með gömlum vinum úr high school, sem og Sam (Portman). Myndin fjallar samt eiginlega um voðalega lítið þannig séð.

Myndin er alveg gífurlega hæg.
Hún er fyndin.
Það er skemmtileg tónlist.

Ég mæli samt með henni.
Samt alveg video-material.
Jafnvel download material.
83/100*

************************************************

Á eftir myndinni var verið að sýna Nine (9) Songs. Einhver voða umdeild mynd.
Ég held ég fari ekki á hana.

Segjum þetta gott.
Hey, jú .... það er kominn nýr Messenger.
Hagnaðurinn

föstudagur, apríl 08, 2005

Bíóferð í kvöld....

... stefni á að sjá þetta kvikindi.

Ég á von á góðri mynd.
Samt mega væntingarnar ekki verða of miklar; þá gæti farið illa.

... jafnvel þó myndin sé alveg sú sama.

Skrítið með þessar væntingar.
Talandi um væntingar.
Framarar ætla víst að vera í toppbaráttunni í sumar.
Djöfull á 8.sætið eftir að verða svekkjandi.

Væntanlega,
Hagnaðurinn
Strákarnir sniðugir....

... hérna sjást þeir vekja Hödda Magg.

Nokkuð fyndið og skemmtilegt.

fimmtudagur, apríl 07, 2005

Hagnaðurinn....

... þarf að eiga svona!!!

Tony Roma´s Ribs og fleira gúmmílaði.

Jömmmíííí

miðvikudagur, apríl 06, 2005

Wanka....



... and a fakkin twat.

Uhhhh hhuuuuu uhhhhhh

þriðjudagur, apríl 05, 2005

HAHAHAHAHAHAHAHAHAHA



HEHEHEHEHEHEHEHEHEHEHE

mánudagur, apríl 04, 2005

Ritstjóri Mannlífs tekinn með kókaín

Reynir Traustason, ritstjóri tímaritsins Mannlífs, var handtekinn á Keflavíkurflugvelli á laugardaginn ásamt kvikmyndatökumönnum eftir að hafa farið í gegnum tollhlið vallarins með kókaín falið í sápustykki. Eftir að hafa farið gegnum tollhliðið framvísaði hann tollvörðum efninu sem óhæft var til neyslu vegna blöndunar við sápu.
Reynir vinnur að bók um fíkniefna- heiminn og heimildarmynd um gerð bókarinnar. Haft er eftir Jóhanni R. Benediktssyni, sýslumanni á Keflavíkurflugvelli, í Morgunblaðinu í dag að atvikið hafi verið afar óheppilegt og greinilega vanhugsað þar sem tímafreku og kostnaðarsömu ferli hjá embættinu hafi verið komið af stað.

Tekið af www.textavarp.is

*************************

Þá voru síðustu orð Páfans "Amen"...... Right!!!

sunnudagur, apríl 03, 2005

Frábær helgi á enda komin...

Helgin hófst stundvíslega klukkan 16:00 á föstudaginn þegar ég yfirgaf vinnuna. Stutt vinnuvika en svakalega mikið að gera. Það var byrjað á að skella sér í streetball uppí Lindarskóla. Með í för voru Ginobili og Allen Iverson, auk Trausta. Spilað var hefðbundið 2-on-2, "make-it-take-it" uppí 11. Tvöföld umferð. Kobe var að hitta illa, en baráttan var góð. Ágætur hreyfanleiki. Vörnin hriplek. Fráköst ekki til staðar. Ginobili var einfaldlega of stór.

**********
Að lokinni körfu var hittingur hjá Karlaklúbbnum. Glæsilegur hópur. Hittumst heima hjá Atla á stúdentagörðunum. Hafði hann eldað kjúkling í ofni ásamt meðlæti. Tókst það vel upp hjá kappa. Ekkert eitur þar. Að loknum mat tók við drykkja og hefðbundin dagskrá. Saurinn sigraði í vondulagakeppni með yfirburðum. Sjálfur tók ég ekki þátt vegna gleymsku. Ég efast samt um að Hulk Hogan hefði sigrað.
Eftir nokkuð marga bjóra og að mig minnir 4 fisherman´s friend staup var rúllað í bæinn. Skömmu áður höfðu 3 lögregluþjónar bankað uppá. Hafði verið kvartað vegna hávaða. Fólk skilur einfaldlega ekki að það þarf að syngja Gente, Tiny og You´ll never walk alone hátt. Mjög hátt. Helst svo hátt að það heyrist ekki í okkur sjálfum. Það er öllum fyrir bestu. Nema kannski nágrönnunum.
Já, það var rúllað í bæinn. Menn voru mis-fullir. Ég var minnst drukkinn. Ætlaði bara að vera "rólegur". Það breyttist þó fljótlega, sérstaklega eftir 2 staup á barnum, auk bjórs. Fljótlega var farið á dansgólfið. Það var skömmu eftir að Grái hafði arkað einn útí nóttina. Ég fór á eftir honum, tróð í hann pulsu og dró hann til baka. Á sama tíma var Steina og Ommadonna hótað barsmíðum. Sluppu þeir með skrekkinn; sem Danni hafði smyglað inn. Stundum gott að hafa skrekkinn.
Já, dansgólfið. Við erum sem sagt á Hressó (for the record). Hressó er ágætur staður. Þar var stiginn alveg trylltur dans og hvergi var til sparað. Á tímabili var ég meira að segja Íslandsmeistari í vals frá árinu 1991. Stigum við Steini nokkuð frumlegan vals á takmörkuðu plássi. Svona gekk þetta allt þar til staðnum var lokað. Þá var farið á glaumbar þangað til þeim stað var lokað.
Í heildina frábærlega lukkað kvöld þar sem fíflagangur og asnalegheit stóðu uppúr.
**********
Á laugardaginn var svo mætt í skírn hjá henni Þóreyju Hildi. Nánustu ættingjar voru mættir. Skírnin var haldin í heimahúsi, og séra Valgeir mætti og sá um athöfnina. Var hún stutt og fín og svaf sú litla allan tímann. Einnig var Dagur Tjörvi að halda uppá sitt 5 ára afmæli. Ég gaf honum Incredibles og var hann alveg himinlifandi.
**********
Á laugardagskvöldið buðum við Harpa svo foreldrum okkar á Holtið. Þetta var svona surprise dinner. Mjög vel lukkað allt saman. Harpa fjallar nánar um þessa ferð á sinni síðu.
**********
Já, svo unnu líka Liverpool og Everton töpuðu. Það er frábært.
Hins vegar halda Lakers áfram að ströggla. Long-term. Long-term.
**********
Í kvöld var svo fyrsti leikur ársins hjá nýja utandeildarliðinu mínu. Það heitir TLC. Ég veit ekki enn hvað nafnið stendur fyrir, en ég fæ víst að vita það fljótlega. Leikurinn var lélegur. Við töpuðum 3-2. Mikill vorbragur, og eins og flestir hafi verið fullir alla helgina. En það hlýur að skána á næstu vikum. En þarna eru margir góðir leikmenn, þannig að við ættum að geta eitthvað.
**********
Svo bara tvöfaldur 24 til að slútta helginni og 24 tölvuleikur á koma á Playstation. Augljóst hvað ég þarf að fara að kaupa mér.
Shiiiiiiiiitttttttttttt,
Hagnaðurinn

föstudagur, apríl 01, 2005

Skírn í gær...

... og fékk drengurinn nafnið Ágúst Orri Þorsteinsson. Er honum óskað til hamingju með nafnið, og hann er nú kominn inní evangelíska lútherska kirkju.

Svo aftur skírn á morgun...

En fyrst karlakvöld í kvöld...

Guy: You are like... amazing... dude.
Garth: Thanks. I like to play.

Yeeeeehhhhhhhhh,
Hagnaðurinn