mánudagur, mars 31, 2008

Jóga...

Hagnaðurinn fór í jóga í morgun, í fyrsta sinn.

Þetta var rólegt.
Byrjað á slökun og þar lenti ég strax í vandræðum. Málið var að maður átti að finna kyrrlátan stað í náttúrunni þar sem manni leið vel og sólin skein á mann. Ég náði engan veginn að finna mér MINN STAÐ og því var hugurinn reikandi þegar hann átti að vera slakur; í slökun. Slllllaaaaakur.

Stríðsmaðurinn

Svo var farið í alls konar æfingar; ljónið tekið, stríðsmaðurinn, svanurinn o.s.frv. Liðleiki hefur aldrei verið minn styrkleiki. Þannig að heilt yfir var ég kjánalegur, en viljinn var nokkur, þrátt fyrir ákveðna fordóma.

Niðurstaða: Jóga einu sinni, veit ekki með aftur.

Efnisorð:

laugardagur, mars 29, 2008

KMH

Kristín María verður 2 ára eftir rúmar tvær vikur!


Ótengt þeim atburði fórum við í smá átak í svefnmálum. Það er nefnilega þannig að frá því að hún fæddist hefur hún verið svæfð. Það felur í sér að liggja hjá henni, lesa bók, segja sögu o.s.frv. Þetta hefur tekið svona 15-20 mínútur að meðaltali hjá mér en talsvert lengri tíma hjá Hörpu. Og aðalhættan var að sofna með henni, sem gerðist býsna oft. Núna á mánudaginn var hins vegar klippt á þetta og operation SOFA EIN hófst, og lauk svo með glæsibrag núna í kvöld.

Þetta gekk þannig fyrir sig að ég sat á stól við hliðina á rúminu og færði stólinn svo smám saman fjær rúminu. Á meðan leysti ég soduku þrautir. Fyrsta kvöldið leysti ég 3 þrautir, svo tvær, síðan eina, á fimmtudaginn kláraði ég enga og var kominn með stólinn útað hurð, í gærkvöldi var ég að mestu kominn útúr herberginu og rétt leit inn. Í kvöld var svo stóra prófraunin.

Ég lagði hana inn með Diego sínum, kyssti þau bæði og bauð góða nótt og fór svo út og hallaði hurðinni. Ekki múkk hjá minni. Fljótlega byrjuðu hins vegar að heyrast hljóð úr herberginu. Kristín María var byrjuð að segja Diego söguna um Gosa (saga sem ég sagði henni ansi oft fyrir svefninn), svo söng hún Daginn í dag (sunnudagaskóla-lagið snjalla), og ræddi málin svona almennt. Tíu mínútum seinna voru þau bæði sofnuð.
Posted by Picasa

Efnisorð:

"Líf mitt er frábært. Ást mín er hrein. Ég sá engil. Ég er viss um það. Hún brosti til mín í neðanjarðarlestinni..." Þetta lag verður ekki þreytt.

* Róleg helgi framundan. Barnaafmæli í dag. Dagur Tjörvi orðinn 8 ára og Þórey Hildur 3 ára. Tíminn líður. Hratt.

* Lakers eru búnir að tapa 2 síðustu leikjum. Báðum á heimavelli. Gegn Charlotte og Memphis. Ég er ekki alveg að skilja. Vinnum bestu liðin en töpum fyrir þeim ömurlegu. Pau and Andrew, I know you read this blog. Get healthy ASAP.

* Hjól er alveg málið þessa dagana. Núna er ég búinn að hjóla í vinnuna (og heim) 6 af síðustu 7 vinnudögum. Af hverju að hjóla? Það er gaman að hjóla, það er heilsusamlegt, náttúruvænt, það sparar bensínútgjöld, útrás, góður tími til að hlusta á tónlist, o.s.frv. Neikvætt við að hjóla? Mótvindur og glerbrot á gangstéttum. Ha, Gísli Marteinn?

* 14 dagar komnir í tóbaksbindindi. Gengur vel. Heimildir herma að dollan í sjoppu einni hér í bæ er kominn í 1500 kall. Greinilegt að sölumaðurinn heldur úti litlum lager og þarf því að velta hækkun sænsku krónunnar beint út í verðlagið.

Efnisorð: , , ,

mánudagur, mars 24, 2008

Laugar...

Ég er að komast í gang aftur eftir smá NY/leti pásu. Það er búið að vera pakkað í Laugum síðustu daga og fólk greinilega í góðum fíling. Celeb hægri vinstri. Sum celeb hafa þó meiri reisn en önnur.

Ég var t.d. á leið úr ræktinni á laugardaginn og sé þá forstjóra erfðagreiningarfyrirtækis sem kennt er við Ísland vera að leggja beint fyrir utan Laugar, í stæði merkt "bifreiðastöður bannaðar, vörumóttaka" eða e-ð álíka. Ég tjekkaði ekki sérstaklega á því. Þessum forstjóra virtist skítsama.

Kannski er þessi ákveðni forstjóri á sérsamningi í Laugum. Það gæti verið. En come on. Ef þú nennir ekki að labba extra 50 metra í ræktina af bílastæðinu, áttu þá nokkuð að vera að fara í ræktina á annað borð?

... svo rakst ég á SAS. Hann er bara með okkur hinum í monkey class. Flott hjá honum.

Efnisorð: , ,

Samanburður...

Jæja, 9 tóbakslausir dagar án Guðnýjar. Við fögnum því með samanburði á kellingaþáttum.

Ég er búinn að vera að setja mig inní málin síðustu daga. Fyrst tók ég Lipstick Jungle. Klukkutíma (40 mín) þættir, sýndir á NBC, 7 þættir komnir, frá sama höfundi og færði okkur (ykkur) SATC.

Þetta byrjaði alltílæ, ekki mikið meira en það, og ég er búinn að sjá 6 þætti. Þetta er þunnt. High flying corporate gellur í NY sem eiga við alls kyns vandamál að etja. Helsta vandamálið er hversu leiðinlegir aðal karakterarnir eru. Brooke Shields er ömurleg, Audrey Raines er enginn gella og ekki trúverðug og það er helst að Lindsay Price sýni smá tilþrif, enda lang sætust. Lipstick Jungle, vægi lítið.

Um svipað leiti fór ABC í loftið með Cashmere Mafia, en hann fjallar um high flying corporate gellur í NY sem eiga við alls kyns vandamál að etja. 7 þættir voru framleiddir og nú er búið að cancela þessu. Ég verð að segja að mér fannst Cashmere skárri þættir, en samt bölvað prump. Vægi í meðallagi.

Þá vitið þið það. Ég er búinn að front-runna þetta og þetta er varla tímans virði, sérstaklega þar sem þetta mun ekki lifa.

Efnisorð:

laugardagur, mars 22, 2008

Mars brjálæði...

Mars madness er farið af stað.
Hægt að sjá alla leikina live á heimasíðu CBS í flottum gæðum.

Núna áðan sá ég mína menn í Duke detta út fyrir einhverjum sveitalúðum frá Vestur Virginíu. Svo sá ég þennan Michael Beasley og félaga í Kansas State tapa fyrir Wisconsin. Hann er fæddur 1989.


Ég ætla að halda með UCLA í ár fyrir hinn eina sanna Jordan, Farmar!

Efnisorð: ,

Vika...

Í dag er ein vika síðan ég hætti í tóbakinu. Það eru 7 dagar; erfiðir dagar!

Það er stundum talað um að það taki 21 dag að losna við slæman ávana. Nikótín er samt ekki beint ávani, meira fíkn. Við erum því meira að tala um 5-7 daga til að losna við fíknina og svo kannski 2 vikur að losna við ávanann. Sjáum til, ég hef hætt áður. Vonum að ég sé núna að hætta í síðasta sinn.

Merkilegt samt að ég hef verið nánast óþreytandi í sykur og sætindi þessa vikuna og sef yfir meðaltali.

Efnisorð:

miðvikudagur, mars 19, 2008

Moggablogg....

James Blunt er á leið til landsins í sumar. Bluntarinn er viðbjóður. Það veit skynsamt fólk.

Í tilefni dagsins - hlekkur á Sigurjón - hér er ábreiða af dýrari gerðinni. Hrynjanda er reyndar víða ábótavant, en skilaboðin eru skýr.

Er BMW ekki annars orðin alþjóðleg stjarna í dag?

Efnisorð: ,

þriðjudagur, mars 18, 2008

Mælikvarði - tónlist

Ég nota ekki klukku/úr, hef aldrei gert og mun líklega aldrei gera. En stundum þarf ég að mæla tíma og þá nota ég oftast tónlist, eða símann minn ef það er í boði.

Í morgun ákvað ég að taka tímann hversu lengi ég væri að hjóla í vinnuna. Ég setti ipodinn á shuffle (þá ekki ipod shuffle heldur ipod nano) og ákvað bara að treysta á að fá fín lög. Þetta fékk ég:

1. Pulp - Disco 2000 (4:48): Ágætis lag af plötu sem mér þótti einu sinni fín, en í dag myndi mér aldrei detta í hug að spila hana.

2. 4 Non Blondes - What´s up (4:12): Átakanlega vont, ég ég lét mig hafa það. One hit wonder. Lag frá 1993, en hljómsveitin lagði upp laupana tveimur árum síðar.

3. MC Hammer - U can´t touch this (4:14): Pffff. Það eina sem fór í gegnum hausinn á mér voru einhver NBA Action highlights, Shawn Kemp og fleira. Vont lag.

4. Sigurrós - Hoppípolla (4:29): Hérna er ég kominn niðrá sprengisand og því sæmilega upphallandi brekkur framundan. Því er mikilvægt að hafa hressandi lag sem kemur líkama og sál í stuði. Sigurrós hefur slík áhrif á fólk.

5. Sigurrós - Glósóli (6:16): Tilviljun ein. Hér er ég að klífa brekkuna milli Grensásvegar og Háaleitisbrautar og gríðarlega gott að fá alvöru stuðlag. Lag sem hvetur mann áfram. Þetta var minn besti kafli og náði allt vestur að Landspítala og rúmlega það.

6. 2 Unlimited - No Limit (3:30): Kannski ekki draumaendir á epískri hjólreiðaferð, en ágætis stuð, og þá sérstaklega rapp-kaflinn. Þvílíkt innihald:

Hard to the core, I feel the floor
When I'm on the stage, yo, yo'll ask for more
I'm on the ass, I know the last
I work real hard do you like my cash
Tick tick ticka tick take your time
When I'm goin' I'm goin' for mine
Open you ears and you will hear it
I tell you this 'cause there's no limit!


Niðurstaðan er því þessi:
- 6 lög
- 27,4 mínútur

Efnisorð: , ,

Gamall maður á bensínstöð...

Á laugardaginn tók ég fram hjólið úr kjallaranum og það var lint í dekkjunum, en ekki grútlint, svo ég komst heill á húfi á bensínstöð Skeljungs við Breiðholtsbraut.

Þar var gamall maður að pumpa í dekkin á gamla Volvonum sínum. Þegar mig bar að var hann að ljúka við framdekkið hægra megin. Ég tók lokin af ventlunum og tók mér stöðu.

Maðurinn hlunkast næst að afturdekkinu hægra megin og tekur loftþrýstingsmæli úr brjóstvasanum. Og hann byrjar að mæla. Hann mælir, tekur mælinn að auganu (nánast inní augað), hugsar, hleypir eilitlu lofti úr dekkinu, mælir, tekur mælinn að auganum, hugsar, o.s.frv. Það líða svona 2 mínútur. Allan þann tíma heldur gamli maðurinn á loftdælunni (pumpunni) í hendinni. Ég segi því:

"Fyrirgefðu, gæti ég nokkuð fengið að nota pumpuna á meðan þú klárar að mæla? Það tekur enga stund."

Gamli maðurinn stendur upp, móður, og það skín af sveittum skallanum. "Nei ungi maður, það geturðu ekki. Ég er að nota pumpuna. Sérðu það ekki?"

Ég: "Jújú, þú ert ekki beint að nota hana; heldur bara á henni. En þetta er ekkert mál. Ég bíð bara."

Nú gengur gamli sveitti nær mér og útlendingur sem stendur hjá horfir á mig með svip sem segir "hver djöfullinn er í gangi?" Gamli gerir sig svo sem ekki líklegan til að kýla mig enda ber ég með mér að ég hafi hlotið box-þjálfun. Þess í stað spyr sá gamli: "ert þú að stjórna þessu plani?" og réttir mér pumpuna, rýkur inní bíl og keyrir í burtu.

Efnisorð: ,

mánudagur, mars 17, 2008

Hjólreiðar....

Ég dró fram hjólið um helgina. Á laugardaginn gerði ég mér ferð í golfbúðina Hafnarfirði, bara svona uppá stemninguna. Það er tricky að hjóla þangað úr Norðlingaholtinu. Eðlilegast væri að hjóla meðfram Reykjanesbrautinni, en þar er enginn göngu- /hjólastígur. Ég fór því fjallabaksleið, í gegnum Kópavog og Garðabæ og kom inní Hafnarfjörð á bakvið Fjarðarkaup. Táknræn innkoma. Það kom svo í ljós að það sem ég ætlaði að kaupa í búðinni var ekki til. Ég hefði getað hringt og komist að því á 15 sekúndum. En það er ekki sama stemningin. Svo var hjólað heim. Í eyrunum var annars vegar nýja platan með UNKLE, sem er mjög góð, og hins vegar Hjaltalín platan frá því í fyrra, en hún er áheyrileg.

******

Í dag var hjólað í vinnuna í fyrsta sinn á þessu ári. Það viðraði vel til hjólreiða, en viðrar vel til einhvers annars? Viðrar vel til veikingar krónunnar?

Hins vegar er ástandið á götum og stígum ekki gott. Gísli Marteinn, ástandið er ekki gott!

Alltof mikið er um möl og sand og glerbrot á stígum. Þetta þarf að laga 1, 2 og Reykjavík. Gísli Marteinn, setja þetta í forgang.

Hálkublettir voru víða. Gísli Marteinn getur lítið gert við þeim. Vegna hálku var einungis hjólað á 80-85% hraða. Í logni á gangstétt með núll gráðu halla gerir það u.þ.b. 30 km/klst.

Ferðatími: 28 mínútur.
Tónlist: UNKLE.
Vægi: Mikið.

Efnisorð: ,

mánudagur, mars 10, 2008

Árshátíð - punktar

Árshátíð Landsbankans var haldin í Egilshöll um helgina. Þetta var by far flottasta hátíð sem ég hef farið á.

* Benedikt Erlingsson var kynnir, stóð sig frábærlega, og maður fékk oft unaðsleg fóstbræðra flashbökk. Meðal annars brá hann sér í gervi spænsks söngvara og söng "heineken, rússagull".

* Mercedes Club steig á svið. Fyrst tóku þau e-ð lag sem var hræðilegt. Svo kom hóhó og það var eins og það er. Strax orðið þreytt. Síðan kom þriðja lagið. Ég er ekki viss hvort það hafi verið fyrsta lagið aftur, en það var allavega álíka ömurlegt. Niðurstaða og spá: Mercedes Club hafa toppað og gerðu það líklega í fyrsta sinn sem þó flutt hóhó lagið. Framtíðin á tónlistarsviðinu er ekki björt fyrir þennan hóp.

* Dívurnar voru frábærar. Þær tóku nokkra Bond-slagara og einnig In the name of love með U2. Líklega hápunktur kvöldsins...

* ... Ef Björn Jörundur hefði ekki mætt! En hann mætti og sló í gegn og ég persónulega skemmti mér best þegar hann átti sviðið.

* En óumdeildar kóngur kvöldsins var samt Páll Óskar. Þvílíkur performer. Hann mætti í einhverjum glimmerjakkafötum, tók 3 lög, fyllti dansgólfið á 10 sekúndum og það varð allt vitlaust. Algjör meistari, þó ég persónulega sé ekki fan #1.

* Aðrir? Bogomil Font ágætur, Helga Möller lala, Birgitta Haukdal ekki alveg að gera sig, Andrea Gylfa nehhhh, Baggalútsgæinn solid, og svo komu einhverjir fleiri.

* Maturinn var afbragð miðað við að það voru 2200 manns í húsinu, og svo var trompið. Þegar partýinu lauk um klukkan 2am var boðið uppá pítsur, kjúkling á spjóti og fleira. Algjör snilld. Hugmynd stolið úr brúðkaupi Jóns Ásgeirs segir sagan, en góð hugmynd engu að síður.

Árshátíð Landsbankans 2008. Fullt hús.

Efnisorð: ,

föstudagur, mars 07, 2008

Matur í NY

Ég var í 6 daga í New York. Á þeim tíma var ég saddur í 5 1/2 dag non-stop. Það var ekki fyrr en á JFK í gærkvöldi að ég varð pínu svangur. Svona er Ameríka, maður er alltaf étandi.

Ég var á námskeiði í 4 daga, frá 9-5. Klukkan 8:30 var morgunmatur, 10:30 var morgunkaffi, 12:30 var þrírétta hádegismatur og 15:30 var síðdegssnakk. Um klukkan 19:00 var svo farið að huga að kvöldmat.

Ég borðaði kvöldmat á tveimur frábærum stöðum:

a) Asia de Cuba. Þetta er svona hipp og kúl staður með úrvals asíu/latínó matseðil og afbragðs mojito. Þarna þykir til siðs að panta marga rétti á borðið og deila. Við gerum það. Meðmæli.

b) Nobu. Annar frábær staður sem býður uppá sushi/japanskt fusion, ef það þýðir eitthvað. Ekki jafn flottur og Asia de Cuba en talsvert betri matur að mínu mati. Sterk meðmæli.

... svo rakst ég á nokkra Starbucks staði, en það eru einn eða tveir í NY.

Efnisorð: ,

Lebron...

Ég fór í Madison Square Garden á föstudaginn og sá heimamenn í NY Knicks mæta Lebron James og félögum í Cleveland Cavaliers. Þetta var alvöru leikur! Lebron með 50 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst.



"one of the best nights of James' career" "To get a standing ovation in the greatest basketball arena in the world, it was a dream come true for me. It's one of the best things that ever happened to me."

Það var sérstaklega skemmtilegt að sjá sjálfan Ari Gold, stundum kallaður Jeremy Piven, sitja á fremsta bekk og spjalla við Lebron þegar leikurinn var stopp. Þetta gerðist trekk í trekk eftir að Lebron var kominn með yfir 40 stig. Það var eins og hann væri að mana Lebron. Ari Gold er náttúrulega snillingur.

Annars var takmörkuð stemning í húsinu fyrir heimamönnum, enda geta þeir ekki blautan skít. Mesta fagnið átti sér stað þegar það voru sýndar myndir af leikmönnum NY Giants sem voru í húsinu og einnig þegar celebin voru sýnd. Þau voru nokkur.

Annars bara flottur leikur og geðveik höll.

Áfram körfubolti.

Efnisorð: ,