sunnudagur, júní 29, 2003

Brá ég mér í bíó áðan já...

... Fyrir valinu varð myndin Símaklefinn. Fór ásamt 3 chellingum. Já, hann er hösssler eins og segir í laginu. Þær fóru reyndar því Colin þykir svo sætur. Ég taldi ég hér væri góð ræma á ferð.

... Reyndist svo hvort tveggja rétt; Colin algjör dúlla og bara hin ágætasta mynd. Ég ætla ekkert að fara útí söguþráðinn hér eða neitt svona bull og gef myndinni 78/100*.

... Fórum í Smárabíó. Ég veit ekki með þetta bíó. Aldrei hefur það beint heillað mig og gerði það ekki í kvöld. Hljóðið var eitthvað ekki alveg eins og það á að vera. Það var eins og sýningarmaðurinn hafi alltaf verið að rekast í volume takkann. Svo voru óþolandi langar auglýsingar og bara svona smáatriði sem pirra Hagnaðinn.

Þetta var bíóblogg dagsins. Góðar stundir.

Hagnaðurinn
Ég talaði um það hér á föstudaginn að ég hefði verið að tala við Gosa.

... það var ekki að ástæðulausu. Ég og Bjarni Þór fórum nefnilega með Daða nokkurn Guðmundsson, stundum kallaður Meistarinn, í klippingu. Það var gaman mjög.

Daði var kominn með ansi mikið hár og menn voru farnir að kalla hann hjálminn. Því var ákveðið að breyta honum í smá tjokkó og í dag er hann kallaður Beckham Íslands. Ungir drengir munu fljótlega fara að biðja um Daða klippinguna.

Gosi stóð sig vel og allt er frábært.

Hérna má sjá myndirnar.

Góða skemmtun.

Hagnaðurinn

föstudagur, júní 27, 2003

Var að tala við Gosa á Hárgreiðslustofunni Monroe.

Nú fara hlutirnir að gerast. Já, verið spennt.

Hver er nýjasti tjokkóinn?

fimmtudagur, júní 26, 2003

Er annars að horfa á Skjá Einn...

... Hjartsláttur í gangi. Það er ekki skemmtilegur þáttur. Þá er nú 70 mínútur skemmtilegri. Svo er Auddi Blö svo sexy, eða svo segir fólk allavega, aðallega stelpur.

Golf á morgun eða hinn. Fer eftir veðri. Vill einhver spila. Hafið samband.

Hagnaðurinn
Annar hluti íþróttamóts flokksstjóra 2003

Að þessu sinni var farið í keilu. Alls voru 8 keppendur; 4 af hvoru kyni, en þó engin af hvorugkyni.

Spilaðir voru 2 leikir og átti hæsta skor að vinna mótið. Það er skemmst frá því að segja að ég vann með nokkrum yfirburðum. Sigurskorið var samt ekki merkilegt, eða 153.

Ég held að krakkarnir séu farin að skilja að það er ekki ein íþrótt sem þau geta unnið mig í; fimleikar meðtaldir.

Næst er pílukast. Það er ekki íþrótt en hvað um það. Ég mun verða erlendis þegar það mót verður haldið svo ekki vinn ég það.

Lítið annað um mótið að segja, nema kannski það að aðstæður voru ekki beint til fyrirmyndar. Brautin var alltaf að klikka og kúluúrval var ekki í hámarki. Þá var frekar heitt þarna inni. Búið.

Hagnaðurinn... mættur aftur.
Þetta finnst mér gaman. Flestum finnst það örugglega ekki.

þriðjudagur, júní 24, 2003

Framarar eru að spila á móti FH í deildinni á morgun...

... getur einhver gefið mér eina góða ástæðu af hverju ég ætti að fara í Hafnarfjörðinn og borga 1200 kall inn til að sitja á steinsteypu í rigningu. Það þarf bara eina góða ástæðu. Ég hef verið að hugsa þetta og það eina sem mér dettur í hug er að Daði Guðmundsson verður líklega búinn að fara í klippingu.

Óhagnaðurinn

ps. Það er gaman að blogga sem Óhagnaðurinn
Auk þess má geta ...

... að ég mun taka þátt í keilumóti á fimmtudagskvöldið í keiluhöllinni. Nú er íþróttamót flokksstjóra í fullum gangi. Hef ég þegar unnið Pool mótið, og stefni á að halda sigurgöngu minni áfram. Síðar meir verður keppt í pílukasti, þar sem ég hef mikla reynslu frá mörgum einvígum á svölum Porno Pauls. Einnig mun verða spilað golf, og ætti ég að vinna það nokkuð örugglega. Ekki hefur enn verið ákveðið hver fimmta greinin verður. Vonandi verður það bara ekki jafn heimskulegt hobbí, ég endurtek hobbí, og þythokkí.

Óhagnaðurinn
Foo Fighters skúbbið mitt var bara komið inná Batman áðan.

Óhagnaðurinn, fyrstur með fréttirnar...
Ný vara á markað...

... ég fékk mér þessa nýju mjólk í dag; svokallaða drykkjarmjólk. Drekkur maður kannski ekki hinar? Ég var ekki sáttur með þessi kaup. Ég taldi mig vera að kaupa hálfan lítra, því þetta kostaði einhvern tæpan 100 kall, sem nota bene er meira en líter kostar. En nei, þetta voru bara 320 ml. Lítil mjólk sem er 250 ml kostar 30 kall og hana má drekka. Ég var því tekinn illilega í rassgatið og skilaði litlum hagnaði. Því mun ég kalla mig í einn dag 'Óhagnaðurinn'.

Góðar stundir.

Óhagnaðurinn

mánudagur, júní 23, 2003

Fortíð Nútíð Framtíð...

Lítið er að frétta af fortíðinni. Sagði ég síðast skilið við hana fyrir skömmu. Kemur hún ekki aftur í bráð.

Nútíðin er þokkaleg. Sit við tölvu, sýp á öli með útfyllta vörina og hlusta á Foo Fighters.

Framtíðin er öllu meira spennandi. Ég var að rýna í framtíðina með sjálfum mér áðan og sá ýmislegt hressandi. Það er mikilvægt að halda hressleikanum í hámarki. Ég sé Foo Fighters koma hingað í ágúst og spila á X-Slash hátíðinni. Er það blanda af óskhyggju og spádómsgáfu. Ég hef einmitt séð Dave Grohl og félaga á tónleikum og er það gaman mjög. Hér eru stórkostlegir hlutir að gerast. Á meðan ég var að skrifa þetta (og ég er ekki að grínast ... promise) þá fór ég inná foofighters.com og viti menn. Þeir munu spila hér 26. ágúst. Múha. (sko, það var verið að tala um það í útvarpinu í dag og eitthvað stórt band myndi spila hérna í ágúst, og ég var ekki lengi að segja "það verða Foo Figters" og bara vá). Ég er ekki svo galinn eftir allt. Já, svona gerast hlutirnir í beinni hér.

Frábærar stundir.

Hagnaðurinn

ps. Ef þið viljið vita hvað gerist í framtíðinni, þá bara endilega hafa samband.

sunnudagur, júní 22, 2003

Var að hlusta á Rás 2....

... einu sinni sem oftar. Kom þá lag í útvarpið sem hét 'When in Rome'. Þar söng einhver 'when in Rome, do as the Romers do'. Á þetta ekki að vera 'When in Rome, do as the Romans do?'

Bara pæling. Veit einhver hvort er rétt.

Hagnaðurinn
Af ferðum Hagnaðarins...

Fimmtudagur:
Brá mér á tónleika á fimmtudagskvöldið. Það er alltaf gaman að fara á tónleika, og í rauninni gerir maður alltof lítið af því. Alltaf bara farið í bíó eða eitthvað álíka. Fór ásamt Atla og Ernu. Maus voru að spila. Maus eru ein besta íslenska hljómsveitin. Samt ekki alveg jafn góðir og Sigurrós, en þeir komast með tærnar þar sem þeir hafa hælana. Sigurrós semur einfaldlega betri lög en aðrar sveitir, og það er það sem gerir þá einstaka. Allavega, þá skemmti ég mér alveg konunglega, og það þrátt fyrir að ég sé ekki konungborin.

Hérna má lesa umfjöllun Moggans um tónleikana.

Hagnaðurinn
Af ferðum Hagnaðarins...

Föstudagur:
Fór ásamt Daníeli spaníeli í keiluhöllina eftir vinnu. Það var áskorun og íþróttamót. Fyrst var farið í keilu. Þar vann ég mjög örugglega. Síðan var pool og vann ég þar einnig 3-2 í ‘best of five’ einvígi. Hafði ég verið 0-2 undir en reif mig upp og hafði sigur að lokum. Mótinu var svo slúttað með ‘best of five’ í þythokkí. Þar beið ég afhroð 0-3. Þetta er ekki íþrótt segi ég, þannig að tæknilega séð vann ég íþróttamótið 2-0. Vel að verki staðið hjá mér og til hamingju.

Um kvöldið var síðan hittingur að Hagnaðarheimilinu. Mættir voru áðurnefndur Atli og Erna, já og Daníel. Einnig mætti ólétta parið, Steinar og Frú. Tilefni hittings var að grilla og horfa á American Idol. Hvort tveggja tókst og gekk framar vonum. Ruben vann Idolið þrátt fyrir slæmt líkamlegt atgervi og óska ég honum til lukku. Lifðu í krukku.

Hagnaðurinn
Af ferðum Hagnaðarins...

Laugardagur:
Eins og áður hefur komið fram þá hefur Harpa verið á golfnámskeiði uppá síðkastið. Allt gott um það að segja. Svo í gær var ákveðið að fara að spila og sjá hvort námskeiðis hafi skilað einhverju. Spilað var á Selfossi. Með í för var Sigmundur Sigurgeirsson, Simmi. Veðrið var með miklum ágætum, ¾ skýjað og stillt. Reyndar var allt vaðandi í flugum sem hjálpaði ekki uppá einbeitinguna. Til að gera langa sögu stutta, þá var ég afleitur, Harpa spilaði þokkalega, og Simmi var bara nokkuð góður. Völlurinn var ágætur en greenin ekki alveg uppá sitt besta. Verði var stillt í hóf og nýtti ég mér hjónaafslátt, þrátt fyrir að vera ekki giftur; já svona getur maður snúið á kerfið.

Okkur var svo boðið í mat um kvöldið hjá Simma, Sirrý og Kristínu Ósk á Selfossi. Tókst matseldin með ágætum og þóttum við Simmi fara á kostum á grillinu, eða öllu heldur öllum þremur einnota grillunum. Svo var bara fengið sér rautt og bjór og endað á balli með Á Móti Sól á Hvíta Húsinu. Aldrei hefi ég áður farið á sveitaball og ég get ekki sagt að þetta hafi verið merkileg upplifun. En ágæt þó, og bara nokkuð gaman að vera einn elsti maðurinn á svæðinu, þrátt fyrir ungleika mikinn. Hljómsveitin var hress og spilaði lög eins og ‘Ég er fullur’ og fleiri góð.

Svo var bara keyrt heim í gegnum Eyrarbakka, kíkt á Litla Hraun og bara múha.

Hagnaðurinn

miðvikudagur, júní 18, 2003

MIG VANTAR TÖLVUSKJÁ !!!!

Hæhæ. Sko, mig vantar að kaupa eða fá gefins þokkalegan tölvuskjá. Helst 19 tommur eða svona. Það er aðeins stærra en 18 tommu pizza. Þeir sem eru með eitthvað vinsamlegast hafið samband í síma 699-2517, eða email: haukurhauks@hotmail.com

Takk.
Kvennadagur á morgun...

... af því tilefni ákvað ég að baka í kvöld, og það engin vandræði. Mikið ofboðslega er ég góður bakari. Bjarni Fel hvað?

... og því er einhver umræða að mæta í einhverjum kvenmannsfötum í vinnuna á morgun. Veit ekki hvað ég geri. Það er fráls aðferð. Kannski ég setji bara á mig smá maskara og eins og eitt dömubindi. Hversu kvenlegt er það?

.... og því var eitthvað femínista pakk hjá Sirrý á S1. Já, ég horfði á Sirrý í kvöld. Mér leiðist Sirrý og mér finnst þetta feministafólk leiðinlegt. Og loðið. Er eitthvað loðið við það?

... og þess vegna ætla ég núna að fara að pissa sitjandi. Bara til að prófa. Er í lagi með það?

Hagnaðurinn

þriðjudagur, júní 17, 2003

Einnig....

... Gleðilegan þjóðhátíðardag. Já, og sorry að ég kom ekki með fréttir af fræga og fallega fólkinu. Þetta var bara tilvitnun í Stjána Stuð.

... Harpa hafði svaka gaman af golfinu í gær. Kannski hún sé komin með bakteríuna. Það er skárra en að fá veiruna eða sýkilinn. Svo er hún líka natural talent og er farin að æfa sveifluna heima fyrir. Ég verð að fara að passa mig. Annika Annika... snáfaðu héðan.

... Farinn í bæinn að plebbast eins og flestir Íslendingar. Kem kannski við á drævíng reinsinu á bakaleiðinni.... og Skúraví, það má ekki gleyma honum.

Stundir.

Hagnaðurinn
Fréttir af fræga og fallega fólkinu...

... Byrjum á almúganum. Ég fór ásamt Hörpu, Danna+Kristjönu, Atla+Ernu, og Jóhönnu í keiluhöllina í gær. Gaman hef ég af keilu og þykir það skemmtilegt sport. Spilaður var einn leikur og var hann í rauninni allan tímann upphitun. Í rauninni bara stögl að ná yfir hundraðið. Þó fór svo að lokum að ég slefaði... og slefaði yfir 100, mér til mikillar gleði. Atli fór með sigur af hólmi nokkuð örugglega og Erna kom í öðru sæti. Vel að verki staðið hjá hjónakornunum að ná í gull og silfur. Spurning að fara bara í búðina Gull og Silfur og gera góð kaup. En ekki fara í keilu ef það er diskókeila því það skemmir leikinn. Auk þess var Scooter spilaður full mikið.

.... Eftir keilu var farið á Hverfisbarinn. Skrítið að mæta þar edrú rétt eftir miðnætti. En samt gaman. Ef það eru einhverjir einhleypir karlmenn sem eru að lesa þetta, þá myndi ég segja að það væri góð taktík að mæta snemma á Hverfis til að pikka upp kellingar, því þetta var alger kjötmarkaður. Ég veit samt ekki hvert kílóverðið er.

... Þegar leið á kvöldið fórum við að nálgast dansgólfið; eða öfugt, og ákváðum að koma okkur út. Mættum við þá í eitt megastórt 17 ára afmæli; alls 5000 manns boðið. Nenntum ekki að vera í þessi ammæli of fórum inná Kaffi Astró eða eitthvað álíka (þar sem Astró var áður, þegar Castró var bráður). Frekar slappur staður þó þar hafi verið taflborð og bókin ‘Tækniheimurinn’. Vondur Tuborg á krana. Skuggalegt fólk úr Skuggahverfinu. Og klósettinn.... oj, klósettin voru viðbjóður. Það var svona multi-pissuskál (sem maður sér gjarnan í útlöndum) þar sem allir pissa í sömu skálina... og hún var stífluð, þannig að maður var bara að míga í stóran fullan vask af pissi. Það er ekki geðslegt. Haldið ykkur frá þessu pleisi. Þá er skárra að bíða í röð á Hverfis eða Sólon.

... Að lokum var tekinn Nonni. Hann var ágætur. Hittum við þar Baldur Knúts og Posh, Bjaddna Þór og frú, og Markús borðtennissnilling og frú. Baldur var fullastur að venju og Bjaddni flottastur. Já, sumir hafa bara hlutskipti í lífinu. Svona erettabara.

Þetta var full langt. Styttra næst.

Hagnaðurinn

mánudagur, júní 16, 2003

Hvað segiði um þetta?

Harpa er á golfnámskeiði alla vikuna. Sumir segja að golf sé ekki íþrótt en halda því fram að þythokkí sé íþrótt. Hvert er heimurinn að fara? Suður? Norður?

Heitirðu kannski Hörður? Mörður...
Það er verið að tala um...

... að fjölmenna í Keiluhöllina. Ég var einu sinni fastagestur þar; á föstudögum eftir skóla. Það er gaman í keilu, sérstaklega þegar maður nær yfir 200, sem by the way hefur gerst fjandi oft. Hver veit nema maður fái sér einn kaldan. Eða tvo eða þrjá. Nei andskotinn hafi það það það er mánudagur.

... að Danni þykist ætla að vinna mig í þythokkí. Segir að það sé eina íþróttin sem hann getur unnið mig í. Ég spyr: Er þythokkí íþrótt?

... að það sé frábært að það sé frí á morgun. Þarf í rauninni ekkert að segja ykkur það.

... að menn sem ég vill sjá í Framliðinu verði í byrjunarliði á morgun. Er þetta knattspyrnublogg? Er ég með eitthvað inside skúbb? Fram til sigurs í sóknarbolta í Eyjum og hananú. Vinnum þarna enn eitt árið, andskotinn hafi það.

TÖLFRÆÐI:
... orðið 'að' byrjaði 4 paragröf.
... orðið 'andskotinn' kom tvisvar fyrir.
... orðið 'það' kom fyrir nokkrum sinnum

Hagnaðurinn

sunnudagur, júní 15, 2003

Fótbolti.net

Það er verið að safna saman bloggsíðum knattspyrnumanna inná Fótbolta punktur Net. Einhverra hluta vegna er ég þarna á lista. En af hverju er Eggert ekki þarna, nú eða Meistarinn? Maður bara spyr sjálfan sig. Þarf ég núna að fara að tjá mig um knattspyrnuleg málefni. Mér finnst það nefnilega alveg hundleiðinlegt.

Annars fór ég á djammið í gær. Var alveg þokkalegt. Skemmtilegast var að það mátti ekki taka vinstri beygjur allt kvöldið; ala Zoolander. Það varð erfiðara með hverri mínútunni. En samt gaman meðan á því stóð. Fór ásamt Krissa og Danna. Hitta marga, m.a. nafna minn og John Wayne. Temmilega þunnur í dag. Stoppar samt ekki Tómas Skúraví (ég skúra sko í aukavinnu... hence Skúraví).

Góðar stundir.
Hagnaðurinn

föstudagur, júní 13, 2003

Starfsmaður Coke rekinn fyrir að dekka pepsí

Bandarískur vöruflutningabílstjóri sem vann fyrir Coca-Cola fyrirtækið hefur verið rekinn úr starfi eftir að hann sást drekka úr pepsí-flösku, að því er talsmaður stéttarfélags greindi frá í dag.
Rick Bronson, sem vann í 12 ár hjá stærsta gosdrykkjaframleiðanda heims var rekinn eftir að einhver sagði fyrirtækinu frá því að hann væri að styðja óvininn.

Stéttarfélagið International Brotherhood of Teamsters segist ætla að berjast fyrir rétti Bronson. Þá segja talsmenn þess að Bronson hafi í rauninni verið rekinn vegna vinnu sinnar í þágu stéttarfélagsins fyrir þremur mánuðum.

Brottreksturinn kom eftir að hann sást á lager verslunar þangað sem hann var að flytja kók, þar sem hann sást sloka niður pepsíi. Branson telur að manneskjan sem sagði til hans hafi verið á launum hjá Coke við að elta hann og reyna að hafa eitthvað sökótt upp á hann.


Já, sumar fréttir eru skemmtilegri en aðrar.

miðvikudagur, júní 11, 2003

Ýmislegt...

... fór í jarðaför í dag. Var þetta önnur jarðaför sem ég fer í á rúmum mánuði. Afi Hörpu var jarðsettur. Blessuð sé minning hans.

... gerði heiðarlega tilraun til að fara á 'Ég þakka guði að það er föstudagur' fyrr í kvöld. Hún bar ekki tilætlaðan árangur. Of mikið að gera. Átti sko alls ekki von á því.

.... fór í körfu áðan við fjórða mann. Gott að svitna svona aðeins. Hver veit nema maður sé að koma sér í form fyrir eitthvað stærra og meira.

... það er einn gæi á Fram-spjallinu sem kallar sig Ox. Mér finnst hann frábær. Ég held að honum finnist ég ekki frábær. Kannski hefur hann átt erfiða æsku.

Þetta var svona helst. Það styttist í helgina. Ég stefni á að gera ekki neitt. Ekki samt 'ekki neitt'. Meira svona klifra uppá Esjuna, spila golf, grilla, fá mér smá rautt, hitta félaga ekki neitt. Já, það er hægt að gera ýmislegt við að gera ekki neitt.

Miðvikudagurinn er á botninum á U-inu. Nú liggur leiðin bara uppá við.

Góðar stundir...

Hagnaðurinn

þriðjudagur, júní 10, 2003

Smá meir...

Það eru afar hressandi umræður inná Fram spjallinu. Þeir skoða sem þvo ða.
Fékk bréf í dag ....

"Rannsóknarnefnd Viðskipta- og hagfræðideildar hefur lokið afgreiðslu á umsókn þinni og er þér veitt innganga í meistaranám í hagfræði."

Ekki amalegt það. Nú er bara að fara að gera sig kláran. Meistari og Hagnaður. Hvernig er best að blanda þessu saman? Uppástungur.

Hagnaðurinn...

mánudagur, júní 09, 2003

Gangsta's
Yo yo, what it is Dawg. You are the typical
GANGSTA' from the hood. Word. Put down that
piece and take off the bandana unless you want
to be shot in a gang war. People fear and
respect you in school, but they'll laugh at you
once they graduate and you're in jail.


What kind of typical high school character from a movie are you?
brought to you by Quizilla
Ég skora á fólk

... að ná sér í lagið 'Gente di mare' með Umberto Tozzi. Klassa lag. Svo er bara að ná sér í textann á netinu og reyna að syngja með. Það er drulluerfitt. Reynið samt, það er vel þess virði. Gaman.

... að ríma eins mikið og það getur. Betur. Það er ákaflega gaman. Saman.

Hagnaðurinn

Það var skrall um helgina...

... á laugardag var djammað. Margir góðir menn hittust að Hagnaðarsetrinu og tóku hressilega á því. Svo var farið á Sólon. Það var ágætt, mikið fólk og ágætis gaman. Það er gaman þegar það er gaman þegar það er gaman.

.... á sunnudag gerði ég eitthvað. Fór meðal annars á myndasýningu á Austurstræti. Fín sýning og flottar myndir. Svo var líka texti með myndunum. Eitt textabrot vakti athygli mína, það var við mynd af Yankee Stadium í New York. Þar stóð eitthvað svona:

"... bla bla bla og hafnabolti er því næst vinsælasta íþrótt heimsins með alls 150 milljón iðkendur. Vinsælasta íþróttin er blak með 180 milljón iðkendur."

... nennir einhver að fara niðreftir og tjekka á þessu. Ég var soldið þunnur en ég las þetta samt tvisvar og sá það sama í bæði skiptin.

Hagnaðurinn

laugardagur, júní 07, 2003

Fór í golf í dag og fleira ....

.... spilaði í Þorlákshöfn. Ég spilaði afar illa og beið lægri hlut. Ansans. Þokkalegur völlur en ekkert spes. Var mættur fyrir 9 í morgun. Já, maður er morgunhress. Rétt eins og hnakkinn.

... fór á landsleikinn áðan. Þokkalegur fyrrihálfleikur, en mikið ósköp vorum við lélegir og leiðinlegir í seinni hálfleik. Múha. Samt alltaf gaman að vinna á lokamínútunum. Áhorfendur fögnuðu eins og við hefðum orðið heimsmeistarar. Ég fór bara og fékk mér franska pylsu fyrir utan laugardalslaug, var sko í grendinni.

... Partý time á eftir. Taka á því. Já, því ekki.

Meira seinna.

Hagnaðurinn

fimmtudagur, júní 05, 2003

Er karlmannlegt að fá sér bjór og bæta sprungið dekk?

Veit það ekki, en ætla nú samt að reyna. Claudio Reyna.

Langar að þakka Öldu. Hefði ekki getað breytt útliti síðunnar án hennar. Alda, þekkirðu Valda? Það þýðir ekkert að malda í móinn þó þú fáir ekki bjórana kalda.

Hagnaður
Jæja. Ég þarf að fara að hressa aðeins uppá þessa ljótu síðu mína. Innihaldslega er hún beinskeitt og skemmtileg en þó aðallega fróðleg. Hins vegar er hún bara ljót. En fljót. Einnig er ég með alltof marga linka inná dauðar síðar; m.a. eina sem ég stjórna. Verður að fórna. Djöfuls rugl. Breytingar Reykingar.
Fékk þetta SMS fyrr í dag:
"Útgáfupartý á Astró næstkomandi laugardag. Kynning á nýja FM-disknum 'Stuð í Dalnum' með FM-hnakkanum Kidda R. Heiðursgestur og jafnframt DJ kvöldsins er Gummi Torfa og tví er tilboð á gin og tonik til 2. Allir að mæta hressir og kátir."

Fékk þetta svo seinna í dag:
"Eftir að diskurinn 'Stuð í Dalnum' kom út og fékk gríðarlega góða dóma hefur FM-hnakkinn Kiddi R. alfarið snúið sér að tónlistinni"

Hagnaðurinn

miðvikudagur, júní 04, 2003

... meira

Ég stefni á að fara í golf á föstudaginn. Er einhver til í að spila? Er einhver sem þorir?

Svo þarf ég er fara að æfa mig í 'Pool'. Það er stelpa í vinnunni sem segist geta eitthvað í púli og hún segist geta unnið mig. Ég segist ætla að rústa henni. Penni.

Fór í bíó um daginn. Sá 'Old School'. Fín mynd. Ágætis afþreying. Will Farrell var afar fyndinn. Samt eiginlega bara mynd til að taka á vídjó. Léleg gagnrýni. 68/100*

Sá menn fara niður Elliðaá í nærbuxum einum fata í dag. Voru sko á gúmmíbát. Þeir voru að taka upp efni fyrir Popptíví. Fólk er klikk. Einnig Nick.

Hagaðurinn (bráðum Meistarinn) kveður

sunnudagur, júní 01, 2003

Steinar Arason er orðinn viðskiptafræðingur. Ég býð hann velkominn í hópinn. Til lukku! Við þau tímamót skellti ég saman í einn fyrripart:

Viðskiptafræðingur orðinn er
Gæðingur sem borðar ber


Er einhver með seinnipart?
Hér á Hagnaðarheimilinu var lítil samkoma í gær

Saman komu ég og frú, Danni og frú, Atli og frú, Steini og frú og Krissi. Krissi var ekki ‘og frú’. Ástæða hittingsins var ‘Heimkoma Atla og frú’ úr Interrail ferð en auðvitað vorum við bara að finna afsökun fyrir að drekka... þó ekki þurfi að afsaka það.

Margt var sér til dundur gert, bert, hert. Meðal annars var rímað heil ósköp. Gott og þroskandi fyrir hugann að finna gott rím. Einnig fór fram vínsmökkun. Atli kom ekki bara með myndir, heldur einnig tvær tegundir af áfengi. Ef ég tók rétt eftir var annað frá Korfu en hitt frá Ítalíu. Ágætis vínsmökkun sem hressti stemninguna til muna sem þó var ágæt fyrir. Ég hélt nefnilega uppi blússandi Country stemningu. Gott country eykur vellíðan.

Þá las ég einnig sögu fyrir mannskapinn. Hún var í boði Snataks. Hún er svohljóðandi (vel þess virði að lesa þetta):
‘Við Góða lenntum í fáránlegu atviki á föstudagskvöldinu. Við ákváðum að hafa rómantískt kvöld og halda upp á að vera komin í nýja íbúð. Ég sótti sæng og kodda og bjó um okkur inni í stofu, náði í unaðsolíuna og stráði sprittkertum út um alla íbúð. Svo áttum við unaðslega stund undir melódískri tónlist.
5 mínútum seinna fer ég að finna brunalykt! Ég lít í kringum mig og sé þá að það er kviknað sjónvarpinu!!!! Ég sprett á fætur allur olíuborinn og Góða nær í eldvarnarteppi. Ég reyna að blása á eldinn og sé að sprittkertið sem ég var svo gáfaður að setja ofan á sjónvarpið hafði bráðnað ofan í sjónvarpið og var nú horfið. Ég tók sjónvarpið úr sambandi og Góða hringdi á slökkviliðið. Við náðum að slökkva eldinn með teppinu og afþökkuðum slökkviliðið. Það mátti ekki tæpara standa. Ég fór svo að hugsa út í það að ef sjónvarpið hefði sprungið hefði ég líklega orðið alelda þarna nakinn glansandi af unaðsolíu!!! Við þurftum svo að bera sjónvarpið út á svalir þar sem við geymdum það um nóttina. Ég sem ætlaði bara að kveikja aðeins í Góðu var næstum búinn að kveikja í allri blokkinni!’


Niðurlag: Hittingurinn skiptist fljótlega uppí stelpur á móti strákum. Strákar rímuðu af kappi og töluðu karlmannlega. Stelpurnar töluðu um barneignir/barnaföt/nöfn/milli tíðarverki/fyrirtíðarspennu. Þetta er bara eins og splitt, donk og gengja. Krissi var drukknastur allra og fór í bæinn síðar meir. Þetta var helst. Ég vill að lokum þakka Snatak fyrir sitt framlag.

Hagnaðurinn