þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Trúboði í strætó (nei, ekki þannig!)...

bFyrir nokkrum dögum fór ég heim úr vinnunni í strætó. Það er ágætis ferðamáti. Vagninn er jafnan tómur, það gefst gjarnan góður tími til að lesa e-ð sniðugt sem maður kippir með sér, og maður sleppir auk þess við stressið í umferðinni.

Fyrir framan mig sat einhvers konar trúboði. Þetta var ungur strákur, vel til fara, og var með merkispjald sem á stóð "ég elska Jesú" eða e-ð álíka gáfulegt.

Eftir um 5 mínútna ferð sneri drengurinn sér við og ávarpaði mig á íslensku:

Trúboði: Fyrirgefðu, má ég trufla þig aðeins?
Ég: Ha, jájá (skeptískur á svip)
Trúboði: Ég er að reyna að auka orðaforðann minn í íslensku og var að spá hvort þú gætir hjálpað mér að útskýra eitt orð fyrir mér (í því réttir hann mér lítinn mið með orðinu 'forskot' skrifað)
Ég: Já, þetta þýðir eiginlega bara að vera á undan eða e-ð slíkt. Það að hafa forskot. (Ég skoðaði miðann og snéri honum við. Aftan á honum stóðu orðin 'advantage' og 'ahead'. Fokk, hugsaði ég. Hann veit greinilega hvað orðið þýðir, en er samt að reyna að halda uppi samræðu um orðið. Það hlýtur e-ð annað að byggja að baki.)
Trúboði: Já, ok. Nú skil ég....

*** vandræðaleg þögn ***

Trúboði: Hvað ertu að lesa?
Ég (hissa): Ég er bara að lesa smá fyrir vinnuna. (Þetta var einhver skýrsla).
Trúboði: Hvar vinnurðu?
Ég: Ég vinn í banka. (Mér var hætt að lítast á blikuna og beið eftir spurningunni: ertu trúaður?)
Trúboði: Er það ekki vel launað? Ég: (nei, andskotinn, ætlar hann að reyna að haf a af mér peninga?) Jújú, það er ágætlega launað.

*** við vorum komnir að Skeifunni, og drengurinn ýtti á bjölluna og gerði sig líklegan til að yfirgefa vagninn, sem var nokkur léttir ***

Trúboði: Þakka þér fyrir spjallið.
Ég: Mín var ánægjan.

Niðurstaða:
Það er áhugavert að fara í strætó.

mánudagur, febrúar 27, 2006

Ameríski draumurinn...

þetta video á NBA.com í morgun!
Einnig hér (sjá video hægra megin) á CBS síðunni.

... þetta er algjör snilld ...

"You gotta get rid of that coach"

föstudagur, febrúar 24, 2006

Ekki fyrir fatlaða...

"Þetta stæði er því miður einungis ætlað ófötluðum"

Skilti með þessum orðum hanga núna á öllum stöðumælum hérna í Hafnarstrætinu.

Hvað er einhver að pæla?
Þetta þykir mér einkar furðulegt...

Hugsanlega eitthvað grín hjá menningar(ó)vitanum Stefáni Jóni og félögum í samfylkingunni?

Nú er ég hlessa,
Hagnaðurinn

Barcelona og Messi Litli... og 24

Barcelona tók Chelsea í kennslustund í knattspyrnu síðastliðið miðvikudagskvöld. Kennslustund segi ég. Ronaldinho og Messi Litli fóru svo illa með varnar- og miðjumenn Rúblanna, að þeir neyddust til að grípa til ofbeldis.

Hinn ógeðslegi Del Horno var í slíkum vandræðum með Messi Litla að fyrst þurfti hann að tækla hann uppí nára, og fylgdi því svo á eftir með því að hlaupa hann niður. Við þetta síðara brot var hann réttilega rekinn af velli.

Del Horno er svokallaður 'son of a bitch', svo ég vitni í Jack Bauer, vin minn.

------------------------------------------------

Annars er fyrirhugað að horfa á eins og 3-4 þætti af nýjustu seríu 24 í kvöld. Það er spennandi!


Áfram Barcelona.
Púúúú á Chelsea.

Kveðja,
Hagnaðurinn

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Spá fyrir kvöldið...

...

Werder Bremen - Juventus: 0-0
Ajax - Inter Milan: 1-1
Rangers - Villareal: 1-1

Chelsea - Barcelona: 1-3
Terry - Eto'o, Messi litli, Deco

Komaaaa svooh
Áfram Barcelone...
Púúúú á Chelsea

Kveðja,
Messi litli

mánudagur, febrúar 20, 2006

Gareth...

... "the crying cowboy" í American Idol var alveg óborganlega fyndinn...

Algjör snilld.

sunnudagur, febrúar 19, 2006

...

Konur!
Til hamingju með daginn...

---------------------------------------------------------

Silvía Nótt!
Í gær fór ég í afmæli/partý þar sem svokallað "Silvía Nótt þema" var í gangi. Við Harpa mættum seint, eða um það leyti sem tilkynnt var með sigurvegarann. Þarna voru mættar svona 10-12 Silvíur, og nokkrir Hommar og fáeinir Nammar. Við vorum þau einu á svæðinu sem ekki voru klædd í búning. Þetta var hálf vandræðalegt og ég lét mig hverfa eftir ca. 45 mínútur (sem betur fer var þetta teiti í næstu götu!). Verst að þegar ég kom heim var seinni hálfleikurinn í Barcelona leiknum búinn...

---------------------------------------------------------

Jens Lekman!
Jens er sænskur poppari, fæddur árið 1981, 2 árum eftir að ég fæddist. Jens er búinn að vera fastur í spilaranum undanfarna daga. Það að hann skuli vera sænskur tengist á engan hátt heimsókn minni til Stokkhólms á dögunum. Mér finnst Jens ákaflega skemmtilegur tónlistarmaður. Mæli með honum...

---------------------------------------------------------

Málning!
Að mála er vond skemmtun.
Penslar sem fara úr hárum eru verkfæri djöfulsins...

---------------------------------------------------------

Breytingar!
Hver færði ostinn minn?
Nú er kominn rúmur mánuður síðan við hófum að breyta íbúðinni hjá okkur. Þetta hefur gengið vel, og núna sér loksins loksins fyrir endann á þessu. Það hressir...

Kveðja,
Hagnaðurinn

laugardagur, febrúar 18, 2006

Lifrarpylsan að standa sig...

... alltaf gaman að vinna nágrannana í manchester.

Ætli það sé ekki útaf því að það gerist svo sjaldan... allavega á síðustu árum!

Kveðja,
Hagnaðurinn

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

"Hi. I´m Chris Harrison"

... welcome to Bachelor!



Þetta er einn af bestu sjónvarpsmönnum USA, ekki spurning. Fagmaður fram í fingurgóma sem dregur ávallt það besta fram hjá piparsveini/jónku hverrar seríu.

Hins vegar vantar e-ð í þessa nýju seríu sýnist mér. Þetta eru alveg fínar píur, en flestar sýnist mér vera kolklikkaðar í hausnum. Serían er líka farin að þreytast; komin twist hér og þar... fyrst 2 gæjar, svo flytur gæinn inn til stelpnanna, o.s.frv.

Næsta skref hlýtur að vera með "All-star Bachelor", nú eða "Celebrity Bachelor". Nú, eða bara hætta þessu og láta Chris Harrison fá eigin spjallþátt.

So long everyone....

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Ikea...

... strákar, það er hugsanlega komin ástæða fyrir því að kíkja í IKEA. Hugsanlega!

Ég fór í Ikea eftir vinnu í dag, einu sinni sem oftar núna síðustu daga, enda stöndum við í stórræðum hér í kjallaranum. Þar sem ég stytti mér leið í átt að ljósadeildinni leit ég inní hinn fræga veitingastað. Þá mundi ég eftir því að Búi Bendtsen, Kall og KR-ingur, var að tala um þessar sænsku kjötbollur um daginn í þætti sínum, Capone.

Ég ákvað að tjekka á þessum bollum...

Lítill skammtur samanstendur af 10 bollum (meðal-stórar), 3 miðlungs kartöflum, og góðri matskeið af týtuberjasultu. Þetta kostar 490 kr.

Bollurnar eru góðar. Þær eru þéttar í sér, sæmilega bragðgóðar og fara vel í munni. En þegar það var búið að bæta við vel af sultu + brúna sósu + kartöflur, þá var þetta bara lostæti.

Strákar, þið tjekkið á þessu næst.

Kveðja,
Hagnaðurinn

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Öruggur sigur...

... rétt eins og ég spáði fyrr í dag.

Liverpool lagði vængbrotið lið Arsenal, sem geta þakkað þýska stálinu, Jens, að ekki fór verr.

Gerrard misnotaði vítaspyrnu og er það verra. Hins vegar átti aldrei að dæma víti til að byrja með, svo þetta cancelast bara út. Enda sást það alveg á Steven; honum var slétt sama, enda vissi hann í hvað stefndi.

Fernando var hræðilegur. Selj'ann.

Guðmundur Torfason (GT): "Það á bara að gefa manninum gult spjalt fyrir þetta".
- þegar Luis Garcia fagnaði sigurmarki sínu með því að stinga þumlinum uppí sig, líkt og um snuð væri að ræða => vísbending um að þetta sé barnaleikur!

Hagnaðurinn: "Það á ekki að hleypa GT í sjónvarp. Maðurinn er bara leiðinlegur þumbi, og veit auk þess ekkert um fótbolta. Send'ann bara á sjóinn, og láta hann kúka í hádeginu! Djöfulsins vitleysa"

Seinna,
Hagnaðurinn

Áskorun...Itunes statistík

... frá Úlla!

14.367 lög
62,53 GB
Get hlustað í 42 daga og 8 klst. án þess að hlusta á sama lagið (ca.)

Fyrsta lag eftir titli:
'84 Pontiac Dram - Boards of Canada

Síðasta lag eftir titli:
Örlög Halldórs Haukssonar-Jón & Grjóni - Tvíhöfði

Styzta lag:
Flip Sting - Kill Bill

Lengsta lag:
Rokkland - Sigurrós

Fimm mest spiluðu lögin:
Landlocked Blues - Bright Eyes
Road to Joy - Bright Eyes
Lua - Bright Eyes
Train Under Water - Bright Eyes
First day of my Life - Bright Eyes

Shuffle lagið (set á shuffle og segi frá laginu sem kemur upp):
Cant Change Me - Chris Cornell

Leitarorð sett inn:
"Sex" - 77 lög
"Death" - 57 lög
"Love" - 606 lög
"Hate" - 32 lög
"You"- 1259 lög

Þetta var nú einfalt.
Ég skora á þá sem hafa gaman af svona að gera slíkt hið sama.

Dr. Ólafur, ég bind miklar vonir við þig.

Með kveðju,
Hagnaðurinn

Lifrarpylsan - Arsenal....

... í kvöld!

Ég spái öruggum sigri heimamanna, 3-1.

Mörkin skora: Gerrard (2), Finnan.

Ég vek líka athygli á því að Arsenal-maðurinn, og laumu Lakers-maðurinn Birgir Sverrisson, Biggington, er byrjaður að blogga á ný.

Kveðja,
Málarinn

föstudagur, febrúar 10, 2006

Heysátan...

Þar sem ég hef ekki bloggað um Sigurrós í töluverðan tíma, þá er tími til kominn að bæta úr því hér með.

Sigurrós bittorrent trackerinn er frábær síða.
Þar er meðal annars hægt að ná í gallalausa útgáfu af hinu frábæra og eiturhressa lagi 'Heysátan' - live hjá Conan O'Brien.

Njótið vel og góða skemmtun,
Hagnaðurinn

Brian Tracy hittir Jim Rohn....

Grunnur að nýrri ensk-íslenskri orðasambandabók!

1. The raisin at the end of the hot-dog = Rúsínan í pylsuendanum.
2. I measure one-pulled with it = Ég mæli eindregið með því.
3. Now there won't do any mitten-takes = Nú duga engin vettlingatök.
4. I come completely from mountains = Ég kem alveg af fjöllum.
5. Thank you for the warm words into my garden = Þakka þér fyrir hlý orð í minn garð.
6. Everything goes on the back-legs = Það gengur allt á afturfótunum.
7. He's comepletely out driving = Hann er alveg úti að aka.
8. It lies in the eyes upstairs = Það liggur í augum uppi.
9. She gave me under the leg = Hún gaf mér undir fótinn.
10. He stood on the duck = Hann stóð á öndinni.
11. I teach in breast of him = Ég kenni í brjósti um hann.
12. On with the butter!!! = Áfram með smjörið!
13. In a green bang = Í grænum hvelli
14. I springteach him = Ég vorkenni honum
15. Front seat advise Sir = Forsætisráðherra
16. Stomp steel into them = Stappa stálinu í þá
17. Hot spring river this book = Hver á þessa bók?
18. Nobody becomes an unbeaten bishop = Enginn verður óbarinn biskup
19. I took him to the bakery = Ég tók hann í bakaríð
20. I will find you on a beach = Ég mun finna þig í fjöru
21.To put someone before a cats nose = Að koma einhverjum fyrir kattarnef
22. I only pay with an angry sheep = Ég borga bara með reiðufé
23. I'll show him where David bought the ale = Ég skal sýna honum hvar Davíð keypti ölið.
24. I will not sell it more expensive than I bought it = Sel það ekki dýrara en ég keypti það
25. He doesn't walk whole to the forrest = hann gengur ekki heill til skógar
Kveðja,
Almeida.

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Heimkoma...

... jæja, þá er Hagnaðurinn bara mættur á klakann aftur...

Dauðþreyttur eftir massívt ferðalag!

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Stokkholmur...

Í gaer vaknadi ég í Barcelóna, eyddi eftirmiddeginum í London, og sofnadi svo í Stokkhólmi.

Stu stu stu studioline....

Kvedja,
Hagnadurinn

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Til hamingju Ísland...

Eins og flestir sem eitthvað flakka um netið af einhverju ráði, þá hef ég heyrt framlag Silvíu Nætur til Eurovision. Þetta er kannski ekki besta lag sem ég hef heyrt, en þó með því skárra í keppninni hingað til. Svo er náttúrulega skemmtilegt hvernig Silvía Nótt hefur búið til fjölmiðlaumfjöllun í kringum þetta.

"Við hörmum þetta rosalega bla bla bla" .... yeah right!

Skandall eða ekki skandall, ég veit það ekki. Hins vegar veit ég vel að þetta lag mun verða framlag okkar í lokakeppnina. Fólk á eftir að kjósa þetta lag, including me!

-----------------------------------------------

Var Viggó Sigurðsson að horfa á sama landsleik og ég í dag?

Það var einhver Norsara aumingi sem skoraði 19 mörk gegn Íslandi. Nítján kvikindi!!!

Af hverju var maðurinn ALDREI tekinn úr umferð?

Ég bara spyr.

... ekki meira um handbolta á þessari síðu næstu 3 árin.

Takk fyrir og góða ferð,
Hagnaðurinn,
a.k.a. Messi Litli

Ferðaplan + hlekkur...

Föstudagur:
Keflavík – London: 09:00 – 12:00
London – Barcelona: 14:30 – 17:25 (2 tíma flug)

Sunnudagur:
Nou Camp klukkan 19:00

Mánudagur:
Barcelona – London: 13:20 – 14:40
London – Stokkhólmur: 21:00 – 24:00

Miðvikudagur:
Stokkhólmur - Kaupmannahöfn: 16:00 - 17:00
Köben - Keflavík: 20:10 - 22:20


-------------------------------------------------------------------

Henti líka inn nýjum hlekk. Það er hún Staci, og bætist hún í slúður-hornið. Ástæðan er að ég sá þessa mynd hjá henni:



Kobe flottur!!!!!