sunnudagur, október 19, 2003

Sammála þér Doktor...

Sigurvegarinn í Idol er kominn fram og því óþarfi að hanga lengur yfir þessu. Hér er ég að sjálfssögðu að tala um strákinn sem var að lesa Njálu og var eini gaurinn sem faðmaði ekki einhvern í geðshræringu yfir að komast inn. Er greinilega of kúl til þess. Hann ber algjörlega af í þessum hópi; syngur lang best, er lang sætastur (Lufsan segir það) og er greinilega kúl lóner og eiginlega yfir þessa keppni hafinn. Þjóðin á víst reyndar að velja þetta svo þetta fer örugglega á versta veg og Njálu-lónerinn dettur líklegast út á meðan einhver vitleysa vinnur. Við höldum allavega með honum!

Eins og svo oft áður,
Hagnaðurinn