laugardagur, október 18, 2003

Myndbandaumfjöllun...

Eftir dapran Idol þátt brá ég mér á eina af verri myndbandaleigum bæjarins, Okkar Video. Tók þar tvær myndir. Annars vegar Píanistann og hins vegar Confessions of a dangerous mind. Horfði á Píanistann í gær.

Hafði heyrt að þessi mynd væri frábær. Svo vann hún einhverja Óskara, svo hún hlýtur bara að vera góð. Svo kom líka á daginn. Hvað er með þennan Adrien Brody gæa? Hann virðist bara vera svakalega góður á píanó, nema brellurnar hafi blekkt mig. Svo virðist sem hann hafi misst svona 30 kíló á meðan tökum stóð. Annars frábær leikur hjá honum. Svo stóð barnaníðingurinn sig líka vel í leikstjórninni. Áhrifarík mynd sem hafði áhrif á Hagnaðinn.

Líkega það besta á leigum bæjarins. Tjekkið á henni.
91/100*

Hagnaðurinn