sunnudagur, nóvember 28, 2004

Heelgin...

Old School í imbanum á föstudag. Will Farrell og Elisha Cuthbert fara á kostum. Klassa mynd. Klassa mynd.

Back to the Future í DVD á föstudag. Snilldin ein. Þvílík trílogía. Síðasta myndin eftir. Horfi á hana í vikunni.

Bridget Jones í bíó í gær. Þvílíkt andskotans rusl. Renee Zellweger er leiðinlegasta leikkona/leikari sem uppi hefur verið. Ég hreinlega þoli ekki kvikindið. Sérstaklega þegar hún brosir.... eehhh ehhhh (ógeðishrollur). Þetta var víst gamanmynd. Ég hló einu sinni. Það var að Hugh Grant. Talandi um að vera fastur í karakter. DAMN IT.

*********************************************

Liverpool - Arsenal.

Liverpool voru alveg skelfilega góðir. Mellor ´92 sá um þetta. Samt ákveðið áhyggjuefni að við rétt merjum slakt Arsenal lið þegar við erum að spila okkar besta leik.

Steven Gerrard er besti leikmaður heimsins í dag. Já, hann og Ronaldinho. Þeir eru í sérflokki.

*********************************************
Er að tjekka á nýja Eminem

Gripurinn heitir Encore. Lofar góðu. Eminem kann þetta.

Sama má ekki segja um einhverja hljómsveit sem er núna með topplagið á X-dómínóslistanum. Imagine með John Lennon í nýrri útgáfu. Liggur við að það sé jafn slæmt og Jessica Simpson - Angel.

Jájájájájá.
Hagnaðurinn

föstudagur, nóvember 26, 2004

Það besta...

Bretar voru að velja bestu og versu sjónvarpsþættina sem hafa komið frá USA.

Listinn yfir bestu þættina er eftirfarandi:
1. Simpsonfjölskyldan
2. Dallas
3. M*A*S*H
4. 24
5. The Larry Saunders Show
6. Hill Street Blues
7. The X-Files
8. I Love Lucy
9. Twin Peaks
10. Star Trek/Next Generation.


Ok ok. Ekki slæmur listi. Þekki reyndar ekki alla þættina.

En af hverju er 24 ekki númer 1? ???

Það eru ekki bara bestu þættir sem hafa komið frá USA, heldur bestu þættir sem hafa verið framleiddir af öllum löndum jarðarinnar frá upphafi. Simple as that.

Vildi bara koma þessu á framfæri.
Handfæri.
Hagnaðurinn

fimmtudagur, nóvember 25, 2004

AF www.mbl.is

Ruslana Lezhychko, skærasta poppstjarna Úkraínu, sem sigraði í Evróvisjón-söngvakeppninni í ár, greindi frá því í dag að hún hefði hafið hungurverkfall til þess að mótmæla meintum kosningasvikum í forsetakosningum í landinu.

Eru ekki allir þarna meira og minna í hungurverkfalli. Eða í það minnsta hungraðir og í verkfalli.

Maður spyr sig,
Hagnaðurinn

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Þjóðfélagsrýni:

Skattar lækka. Allir verða brjálaðir.
Skattar hækka. Allir verða brjálaðir.
Skattar eru óbreyttir. Allir verða brjálaðir.

Ég treysti sjálfum mér til að fara betur með peninginn heldur en ríkið gerir.

Þetta var rýni,
Hagnaðurinn

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Góðir hálsar...

... Hagnaðurinn hefur ákaflega gaman af nýjum diski reggí-sveitarinnar Hjálmar.

Segið mér eitt: Hvað annað nýtt er gott? Fyrir utan Kalla Bjarna og Nælon!

Kveðja,
Jermaine O´Neal

sunnudagur, nóvember 21, 2004

Afrek helgarinnar...

Fös:
* Lærdómur
* Eldamennska
* Innflutningspartý
* Keyrt fullt fólk á Sálar-ball

Lau:
* Svefn
* Lærdómur
* Fótboltagláp
* 1 árs afmæli
* 30 ára afmæli

Sun:
* Tennis
* Lærdómur
* Skúrað Hagnaðarsetrið
* Matarboð
* Lærdómur

Nokkuð góð helgi bara,
Ron Artest

laugardagur, nóvember 20, 2004

Fram -FH ....

... í síðustu umferð Landsbanka-deildarinnar á næsta ári.

Eins gott að vera búnir að redda sér þá.

Er hægt að fella Fram?
Hagnaðurinn

föstudagur, nóvember 19, 2004

Ábending....

... vil benda á tvo nýja linka hér á síðunni.

Þeir eru:
A) Kris Kristofersson - Saurmaðurinn ræður málefni 9. áratugarins og um fallnar hetjur.
B) Afsakið hlé - Einhver ræðir um eitthvað, og margt af því er mjög fyndið.

Sjálfur ræði ég um ekki neitt,
Hagnaðurinn

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Lakers unnu Clippers í nótt...

... eins og vanalega.

Erum núna komnir í 5-4.
Margir vilja meina að Lakers munu ekki komast í úrslitakeppnina. Ég er ósammála.

Kobe með 23 stig, 6 fráköst, 11 stoddara og 5 stolna. Besti leikmaður deildarinnar.

Svona er þetta bara,
Hagnaðurinn

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Fullt að gerast um helgina....

... held samt að maður verði bara rólegur, enda próf framundan. Hef nefnilega ekki verið manna duglegastur við að læra þessa önnina.

Svo bregðast krosstré...

Hagnaðurinn
Skemmtilegur...

... þessi snjór.

Lýsir upp borgina á þessum dimmu tímum.

Það eru bjartir tímar framundan,
Hagnaðurinn

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Kennarar...

... eru alveg að tapa sér og einhverjir þeirra sögðu upp störfum í gær. Telja þeir væntanlega að atvinnuleysisbæturnar séu hærri en þau laun sem gerðardómur mun ákveða.

Af hverju ætli það hafi aldrei fleiri sótt um nám í Kennaraháskólanum?

Vegna þess að launin séu svo lág?

mánudagur, nóvember 15, 2004

Jólahlaðborð...

... á Argentínu 1. des... Sjálfan fullveldisdaginn. Ætli Eva Peron mæti?

Kv.
DAM
Atli Sigurjónsson....

... varð kvart-aldar gamall um helgina. Af því tilefni bauð hann til veislu. Og veisla sú var með eindæmum góð, þar sem hver snilldarrétturinn var borinn fram á fætur öðrum. Og ekki nóg með það, heldur var einnig allt flæðandi í áfengum drykkjum.

Glæsileg veisla og þakka ég kærlega fyrir mig.
Hagnaðurinn
Ferðasagan...

... er nánast tilbúin. Þegar komnar ca. 13 blaðsíður.

Þessi verður nokkuð góð.

Hagnaðurinn

föstudagur, nóvember 12, 2004

Fór í ræktina í gær eftir vinnu...

... og var í góðum gír með nýja IPOD-inn minn.

Nema hvað, Hagnaðurinn búinn með tæpa 5 kílómetra, og þá kemur þessi líka svakalega prumpufýla.

Lít til vinstri, og hver er þar nema Finnur Ingólfsson. "Finnur þó" hugsaði ég.

Stuttu síðar kemur enn verri lykt, og blótaði ég þá Finni í hljóðum.

Þegar þriðji fnykurinn gaus upp sagði ég upphátt: (veit ekki hversu hátt það var, þar sem ég var með heyrnartól) "hver andskotinn er þetta".

Eftir það kom engin meiri prumpufýla.

Hreyfing prumpurækt,
Hagnaðurinn

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Daginn.
Fékk þetta email meðan ég var úti.

Olíufélögin stálu af okkur peningum í mörg ár. Það liggur skýrt fyrir í niðurstöðum samkeppnisstofnunar. Þeir viðurkenna það – en segja að málið sé fyrnt. Þeir vilja ekki borga sektir eða skaðabætur- vegna þess að það er svo langt síðan þeir stálu frá okkur.

Við getum svarað fyrir okkur. Það þýðir ekkert að hafa bensínlausan dag. Það er bara rugl því þá verslum við bara meira á morgun. Við refsum þeim með buddunni og kaupum BARA BENSÍN! Alveg þangað til þeir hætta að röfla og borga sínar sektir og skammast sín – þá kaupum við BARA BENSÍN. Ekki sígarettur, ekki pylsur, ekki hreinsiefni, leikföng, nammi, mat, hanska, grill né neitt annað, við kaupum allt slíkt annars staðar. Hjá olíufélögunum kaupum við BARA BENSÍN! EKKERT ANNAÐ! Þeir finna fyrir því.

Dreifðu þessu á þína vini – og stattu við það að kaupa BARA BENSÍN. Næst þegar þú freistast til þess að kaupa eitthvað annað á bensínstöð en BARA BENSÍN þá sannar þú orð markaðsstjóra OLÍS sem sagði í samráðinu "Fólk er fífl".

Vilt þú láta hafa þig af fífli? Ef ekki þá kaupir þú BARA BENSÍN.

Almenningur

Félögin sem um ræðir eru:
Skeljungur, OLÍS og ESSO

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Daginn...

... Hagnaðurinn er kominn heim.

Ferðasaga eftir smá.


mánudagur, nóvember 01, 2004

Í dag verður unnið til hádegis...

... og síðan verður flúið land. Áætluð heimkomu er á miðvikudag í næstu viku.

Ég sagði afa mínum í gær að ég væri að fara til USA. Hann kvaddi mig nánast eins og þetta væri í síðasta sinn sem hann myndi sjá mig. Hann hefur e.t.v. haldið að ég væri að fara að upplifa ameríska drauminn... svona eins og menn gerðu í kringum þarsíðustu aldamót. En það er önnur saga.

Það væri vinalegt ef fólk myndi segja góða ferð og svoleiðis í commenta-dótið. (En ekki biðja mig um að kaupa e-ð handa ykkur. Þriggja blaðsíðna listi er nóg).

Slater,
Hagnaðurinn