föstudagur, september 10, 2010

Hverfisgatan...

Núna er komin í gang einhvers konar hjólreiða-tilraun á Hverfisgötunni. ÖLL bílastæði eru orðin græn með svona hvítum hjólaköllum á, og svo eru á nokkrum stöðum einhverjir grænir hringir yfir alla götuna. Norðan-megin á Hverfisgötunni er svo ekkert grænt (enda engin bílastæði) á þá koma bara hvítir hjólakallar á götuna. Bannað er að leggja í götunni og það er 30 km/klst hámarkshraði (man ekki hvort hann var hærri áður). Við sjáum mynd.

Hvernig er þetta svo að virka í framkvæmd?

Ég vinn sjálfur á Hverfisgötu, hjóla í vinnuna á hverjum degi og er áhugamaður um svona tilraunir. Ég hef hjólað götuna eftir breytingarnar, gengið hana endilanga og fylgist reglulega með.

Kalt mat. Þetta er algjört rugl. Í fyrsta lagi er 30 km./klst. hámarkshraðinn ekki virtur. Hver á réttinn er mjög óljóst. Hvað gerist t.d. þegar grænt bílastæði endar og verður að grænum hring? Á bíll að víkja? Á hjól að hjóla á miðri götunni þegar hjólað er í vesturátt? Má hjóla á gangstéttum? Og fleira.

Tilraunin stendur út september.

Svo er önnur tilraun að fara að hefjast með Suðurgötu. Það verður áhugavert.

Efnisorð: ,

þriðjudagur, september 07, 2010

Endurvakning?

Sigurjón er að reyna að endurvekja bloggið, sem mér finnst góð hugmynd.

Facebook er gott að ýmsu leiti, en það vantar e-ð almennilegt material þar, s.s. detailaðar hjólasögur, golfblogg bestu bloggin, umfjöllun um Lakers, myndir af mér með Jack Bauer, o.s.frv.

Er þetta málið?
Endurvekja bloggið?
Er búið að drepa mogga-bloggið?