mánudagur, júní 30, 2008

Bílstólar...

Ég rakst á þessa færslu á vafri mínu á netinu.

Hún fjallar um barnabílstóla. Nokkuð áhugavert fyrir fólk sem á börn. Ekki skemmir fyrir að þetta kemur frá freakonomics gaur.

Harpa sagði bara suss og svei þegar ég sagði henni frá þessu.

Efnisorð: ,

sunnudagur, júní 29, 2008

Tónleikarnir...

Ég sá Sigurrós, missti viljandi af hinu. Tónleikarnir voru vonbrigði, ekki endilega hljómsveitinni að kenna, heldur meira veðrinu og staðsetningunni á mér.

Svona var setlistinn:
svefn-g-englar
ný batterí
glósóli
sæglópur
við spilum endalaust
hoppípolla
með blóðnasir
inní mér syngur vitleysingur
hafsól
gobbledigook
popplagið

1 af Von, 2 af Ágætis Byrjun, 1 af ( ) , 4 af Takk og 3 af nýju plötunni.
Samtals 11 lög, stutt program.

Ég var staðsettur mjög aftarlega, enda mætti ég seint og var með barnavagn. Ég sá ekki sviðið, rétt sá í risaskjáinn, en hljóðið var alveg agalegt og virtist koma og fara eftir því hvernig vindar blésu. Ekki gott. Climaxið í Popplaginu fjaraði t.d. út í vindhviðu.

Bandið virkaði annars hresst, trallaði og fékk gestaspilara (þó ekki Kidda í Hljómalind).

Efnisorð:

föstudagur, júní 27, 2008

Jafnréttisstuðull...

Það er rétt að benda á merkilega og byltingakennda rannsóknarvinnu trausti.blogspot.com en hann hefur núna annað árið í röð reiknað svokallaða jafnréttisstuðla fyrir valdar bloggsíður.

Ég var svo heppinn að komast í úrtakið í annarri umferð.

Efnisorð:

Sigurrós í dalnum...

Sigurrós spila í laugardalnum annað kvöld, eins og allir vita.

Veðurspáin er ágæt. Það verður til þess að KMH mun fara á sína fyrstu tónleika, og hvað er hollara fyrir 2 ára barn heldur en ljúfir tónar og Popplagið?

Sigurrós stígur á svið klukkan 19:00. Heimild: Morgunblaðið.

------------------------------------------------------------------------

Hverju má eiga von á? Útsendari minn (Messi litli, Binjan, Bása) var á tónleikunum í London fyrr í vikunni. Gefum honum orðið:

Tónleikarnir voru rokk solid í 130 mín.

Seinasta lagið í regular play var Gebbledigook og hann sagði "I want you to throw yourselfs overboard". Sennilega aldrei upplifað jafn mikla (hressa) stemningu á Sigurrósar tónleikum eins og í því lagi. Allir klappandi með og ég hélt að þakið myndi rifna.

Síðan fengu þeir massauppklapp og komu aftur og tóku Popplagið af þekktri snild og fólk trylltist enn frekar og þeir fengu enn magnaðra uppklapp og komu og hneigðu sig með öllum og þá hélt maður að þetta væri bara komið. Enginn í húsinu var þó á því að fara og klapp og stapp leiddi til þess að þeir komu fram í þriðja sinn og tóku All Right... Snilld.

Jónsi er kominn með skott og Orri var með kórónu. Við átökum í Hafsól dúndraði Orri kjuðunum frá sér og fékk annan beint í nebbann svo úr blæddi.... ALVÖRU.

fimmtudagur, júní 26, 2008

Ömurlegt

Ég hugsa að lýsenda-parið á leik Þýskalands og Tyrklands í gær sé það allra ömurlegasta í sögu fótboltalýsinga.

Adolf Ingi og Gummi Torfa!

Er hægt að biðja um e-ð verra?
Er lífsmark hjá GT?
Veit Dolli hvað fótbolti er?

Heimsdans...

Þetta video er of gott til að missa af því.
eoe benti á.

Gaman að sjá hann taka move-ið sitt fyrir aftan Seljalandsfoss. Ég var einmitt á þessum nákvæmlega sama stað fyrir 2 vikum, en klikkaði á dansinum.

Man það næst.

Efnisorð:

föstudagur, júní 20, 2008

Golf...

Stundum er ég svo átakanlega lélegur í golfi að það er vandræðalegt að vera ég. Í kvöld var eitt af þessum kvöldum.

14 holur á Kili í Mosfellsbæ - ekkert par - fullt af heimskulegheitum - og sveiflan týnd og tröllum gefin.

Þetta þýðir bara eitt. Uppgjöf nei. Spila sig í gang já.

Þeir sem þora í golf með mér gefi sig fram!

--- svo er spurning með 4th Annual Clint Invitational --- Er áhugi?

Efnisorð:

fimmtudagur, júní 19, 2008

Contact....

Nýtt netfang: haukursh (hjá) byr.is
Nýtt gsm: 893-0305

Ný vinna!

Efnisorð:

miðvikudagur, júní 18, 2008

Sveitaferð...

Við skelltum okkur í sveitaferð í síðustu viku. Þriggja daga ferð þar sem helstu náttúruperlur suðurlandsins voru coveraðar, en það eru auðvitað Skaftafell, Jökulsáarlón og Hali í Suðursveit, þaðan sem skáldið snjalla kemur.


Hér er Monsa Hauksdóttir við Seljalandsfoss. Fossinn er fagur, svo við tölum ekki um þessa bleiku.


Hér fer fram kennsla í því að blása á svona blóm sem ég veit ekki hvað heitir. Sport.


Einbeiting. Kusunum hleypt út til að borða gras. Það er spennandi.


Við Skógafoss. Glæsileg feðgin í sólskinsskapi.
Posted by Picasa

Bollywood....

... fyrir ljóshærða.

Posted by Picasa

Tímabilið búið


Það var gaman á meðan þessu stóð, en Lakers höfðu bara ekki svör þegar mest reyndi á. Þeir voru óundirbúnir í munnlegu þýskuprófi og það getur aldrei farið vel; nema að þú heitir Dirk.

Einkunnir fyrir finals:
Kobe: 7,5
Odom: 6,0
Gasoft: 6,7
Vlad Rad: 4
Fisher: 4,5
Vujacic: 5
Farmar: 6
Luke Walton/Chris Mihm: 0,5
Turiaf: 3,5
Ariza: 5,0

Tökum okkur núna svona 3-4 mánaða frí frá NBA, en hugsum samt reglulega hversu stórkostlegir Lakers verða þegar Bynum snýr aftur.

Áfram Lakers.
Posted by Picasa

Inní mér syngur vitleysingur



Eru ekki allir í stuði? - Svali Björgvinsson

Efnisorð:

Lakers klikkuðu...

... en Sigurrós klikkar aldrei.

Í gær spiluðu strákarnir í Moma í NY. Þvílíkir snillingar.

svefn-g-englar
glosoli
se lest
ny batteri
vid spilum endalaust
hoppipolla
med blodnasir
vidrar vel til loftarasa
saeglopur
inni mer syngur vitleysingur
olsen olsen
hafsol
gobbledigook
iceland national anthem
popplagid

Stórkostlegur setlisti, hressleiki, fegurð, þjóðsöngurinn og allur pakkinn.

Hvar verður þú laugardaginn 28. júní?

Efnisorð:

þriðjudagur, júní 17, 2008

NBA bloggið lokað?

Það virðist vera búið að loka NBA blogginu, bloggsíðu sem ég las daglega og hafði mjög gaman af.

Ég heyrði einhverjar óljósar sögur um að þetta tengdist einhverri eiturlyfjaumræðu!!!

Veit einhver minna lesenda meira um málið og getur frætt mig?

Efnisorð:

sunnudagur, júní 15, 2008

Lefty....

Phil lenti í smá vandræðum á 13. holunni á Torrey Pines í gær. Níu högg á par fimmu... það er e-ð sem ég er eiginlega hættur að gera. Nettur Tin Cup.



Þá er þetta nú skemmtilegra.

Efnisorð:

Lakers - Boston, game 5

Fimmti leikur í kvöld!

Fjórði leikurinn var náttúrulega algjört bull og örugglega eitt versta tap sem mitt lið hefur mátt þola í íþróttasögunni. Að láta menn eins og Eddie House og James Posey vinna þig er skammarlegt. KB24 stóð ekki undir nafni sem besti leikmaður deildarinnar.

En þetta er ekki búið fyrr en þetta er búið. Allir 4 leikirnir hingað til hafa verið jafnir og það getur allt gerst. Stemningin og baráttan er hins vegar öll Boston megin og þeir virðast vilja þetta meira en Lakers. Lakers skortir stöðugleika frá sínum helstu mönnum.

Ég er hættur að spá en ég vona bara að menn mæti til leiks, girði sig í brók og berjist, stígi út í fráköstum, skutli sér á eftir lausum boltum og sýni smá lit. Ég fer ekki fram á meira.

Áfram Lakers.

Efnisorð:

Veikur...

Harpa útskrifaðist úr HÍ í gær og af því tilefni var farið á Holtið; fjölskyldur okkar beggja, fjórréttað og svaka veisla. Ég komst hins vegar ekki.

Ég er kominn með einhvern fjandans vírus. Annað hvort skelf ég eins og hrísla eða svitna við enga áreynslu. Bætum beinverkjum ofan á það, og núna er ég kominn með í hálsinn líka. Ekki nóg með það, heldur eru exedrin extra strength töflurnar mínar búnar. Tough times.

En það er fínt að taka þetta út áður en ég byrja að vinna, sem verður á miðvikudaginn.

Ég óska Hörpu og öðrum sem voru að útskrifast í gær til hamingju með áfangann. Vel gert.

Efnisorð:

fimmtudagur, júní 12, 2008

Ferðalag...

Hagnaðurinn brá sér í ferðalag austur á land í vikunni og naut veðurblíðunnar, skoðaði landið og hitti ættingja. Mjög gaman. Meira um það síðar.

En mál málanna er NBA Finals.
Staðan er 2-1 fyrir Boston og Lakers á undir högg að sækja. Eftir 2 töp í Boston (þar sem dómararnir gerðu sitt til að hjálpa grænum (það er staðreynd, ekki kenning)) unnu Lakers á heimavelli.

Leikur 4 er í kvöld, og þar munu Lakers jafna.

Áfram Lakers.

Efnisorð:

þriðjudagur, júní 03, 2008

Lakers - Boston

Spennan er mikil. Nú eru aðeins 2 dagar í að úrslitin hefjist.

For the record: Lakers vinna 4-1, eftir að Boston vinna fyrsta leikinn.

Hvað segja menn, spár?

Efnisorð:

Matur...

Ég fór á Santa Maria um daginn, en það er mexíkóskur staður staðsettur á Laugavegi 22. Þetta er nokkuð stór staður, hægt að sitja úti bakatil í góðu veðri, huggulegur, ódýr (allt á 990 kr), og matseðillinn mjög skemmtilegur, fjölbreyttur og girnilegur.

Ekki skemmdi fyrir að Kjartan í Sigurrós labbaði framhjá á meðan ég borðaði. Svo 10 mínútum síðar gekk Jónsi í Sigurrós líka framhjá. Hann stoppaði reyndar aðeins í Kaffi Hljómalind til að ilma á ljúffengu grænmetinu. Yndislegt.

Fór líka á Ruby Tuesday um daginn.
Fer vonandi ekki aftur þangað í bráð. Skítapleis.

Skellti mér líka á Ítalíu um helgina. Það er traustur staður, hóflega verðlagðar pizzur, en þær eru ekkert rosalega góðar. Bara traustar, alltaf eins. Ítalía lifir.

Efnisorð:

Cancel

Stöð 2 hafa auglýst Traveler grimmt að undanförnu. Ég var býsna spenntur fyrir þessari seríu eftir að hafa séð auglýsingarnar... þangað til ég sá þetta:
Traveler was officially cancelled after eight first-run episodes on July 18, 2007. Fans then tried to save the show but were unsuccessful.

Það er einnig auglýst Cashmere Mafia nokkuð grimmt. Það hafa aðeins verið framleiddir 7 þættir af þeim þáttum, hugsanlega koma 6 í viðbót, en svo búið spil. Ekki sniðugt.

Af hverju er eiginlega verið að sýna þessa þætti?

Efnisorð:

Indy 4

Vonbrigði.

Alveg sæmileg í svona rúmar 100 mínútur, en síðan bara bull. Menn aðeins að tapa sér í tölvubrellum og rugli.

Efnisorð: