miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Íslenski piparsveinninn (sem mun pipra og pipra)...

Hægan hægan...

Sigurrós, Damien Rice, Björk og fleiri í Höllinni 7.janúar 2006 !!!!!

3000 kr. inn
Miðasala hefst á morgun...

Hver ætlar að koma með mér?
Stúka eða stæði?
Er þetta nokkuð grín?

Þetta var óvænt, ó já,
Hagnaðurinn

þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Dómur Morgunblaðsins....

Tónleikar
Sigur Rós í Laugardalshöll sunnudagskvöldið
27. nóvember ásamt strengjakvartettinum
Aminu og lúðrasveit. Amina
hitaði jafnframt upp.


(Feitletrun og undirstrikun mín)

ÞAÐ var léttara yfir Sigur Rós heldur en síðast þegar undirritaður sá hana. Ný plata sveitarinnar – Takk …– hefur gengið frábærlega, bæði hjá gagnrýnendum og kaupendum og tónninn á þeirri plötu er allur miklu léttari heldur en hægagangurinn og þunglyndið sem einkenndi ( ), síðustu skífu sveitarinnar. Eflaust hefur ekki spillt fyrir að Sigur Rós var í þann mund að halda glæsilegustu og mögnuðustu tónleika sem popphljómsveit hefur nokkurn tímann spilað hér á landi. Íslendingum gefst nær aldrei tækifæri til þess að sjá sautján hljóðfæraleikara á sviðinu í einu nema um íslenska hljómsveit sé að ræða – kostnaðurinn við fólksflutninga og uppihald er einfaldlega of mikill. Þess vegna er það alveg stórkostlegt að við skulum eiga svona frábæra hljómsveit einsog Sigur Rós, og svona frábæra hljóðfæraleikara sem styðja við bakið á henni. Fyrir tilstilli þessa fólks varð sunnudagskvöldið síðasta ógleymanlegt.

Maður vissi það allt frá því að hálfgagnsætt tjald var dregið fyrir sviðið allt að eitthvað alveg sérstakt myndi eiga sér stað þetta kvöld. Á meðan forspilið „Takk“ hljómaði tíndust meðlimir sveitarinnar inn á sviðið, og áhorfendur sáu dansa á tjaldinu risavaxnar skuggamyndir þeirra Jónsa, Georgs, Orra Páls og Kjartans. Þeir komu sér fyrir og ekki leið á löngu þar til „Glósóli“ fór af stað við mikinn fögnuð áheyrenda. Í síðari hluta lagsins, þegar Sigur Rós sýnir á sér rokkhliðina svo um munar, var tjaldið og salurinn allur baðaður í himneskri gulri birtu sem varð til þess að gæsahúðin hríslaðist niður bakið á mér.

Tjaldið var dregið frá og „Ný batterí“ af Ágætis byrjun fylgdi í kjölfarið að undangengnu hávaðasömu surgi sem Jónsi framkallaði með harðvítugum árásum á gítarstrengina sína. Lúðrasveitin hafði þá komið sér fyrir og tókst að endurskapa inngangskaflann fumlaust. Það var myrkt á sviðinu framan af laginu, en þegar að trommurnar ruddust inn í lagið mitt blikkuðu ljóskastarar um allan sal í takt við nákvæman en naumhyggjulegan trommuleik Orra Páls. Stórglæsilegt.

Á þessa leið héldu tónleikarnir áfram; í nær hverju lagi mátti sjá eða heyra allt að því guðdómleg augnablik. Brosin sem færðust yfir andlit áhorfenda þegar lúðrasveitin marseraði yfir sviðið í valskaflanum í „Sé lest“. Stórkostlegar útsetningarnar á „Hoppípolla“/„Með blóðnasir“ og „Olsen Olsen“ og einlæg, ósjálfráð, fagnaðarlætin þegar salurinn bar kennsl á lögin. Þögnin langa í miðjunni á „Viðrar vel til loftárása“. Ekki var minni unun að fylgjast með því hvernig drengirnir unnu saman á sviðinu og flökkuðu á milli hljóðfæra vandræðalaust, bassaleikarinn Georg fékk meira að segja að taka stuttlega í trommurnar meðan Orri Páll var upptekinn við eitthvert hinna fjöldamörgu hljómborða sem skrýddu sviðið.

Nokkur atriði stóðu þó upp úr. Lokalag Sigur Rósar fyrir uppklapp var „Heysátan“, lokalag Takk..., og eitt besta lag plötunnar. Hljómsveitarmeðlimirnir fjórir komu sér fyrir í hring í vinstra horni sviðsinsog á sviðinu var aðeins einn ljósgeisli. Þar sem maður sá hljómsveitinasvona nána var eins og maður gleymdi því að maður væri bara einn fimmþúsund gesta í Laugardalshöllinni. Sviðið umbreyttist skyndilega í huggulegan bílskúr eða kjallara og manni fannst sem maður væri fluga á vegg inni á æfingu hjá sveitinni einhvern tímann í fjarlægri fortíð. Lúðrasveitin sem sat umhverfis þá, rétt utan við ljósgeislann, var eins og fyrirboði framtíðarinnar; persónugerving frægðarinnar og dáðanna sem drengirnir áttu eftir að drýgja. Þegar laginu lauk var ég tvístígandi – átti ég að klappa sveitina upp? Var þetta ekki fullkominn endir á flekklausum tónleikum?

Áheyrendur voru hinsvegar ekki ívafa. Þeir vildu meira. Sigur Rós sneri aftur á sviðið og vatt sér beint í „Hafsól“ sem kom fyrst út á Von, en kemur bráðlega út í annarri útsetninguá smáskífunni „Hoppípolla“. Í kjölfarið á henni fylgdi lag sem ég held að hafi verið B-hliðin á smáskífunni „Ónefnt 1“, þótt ég þori ekki að hengja mig upp á það. Laginu fylgdi myndband þar sem hvítir fuglar á svörtum grunni, ekki ósvipaðir þeim sem eru innan í Takk..., settust á línu. Meðan lagið flaut áfram komu fuglarnir og fóru og sköpuðu hjá manni tilfinningu fyrir algjöru tímaleysi. Í lok lagsins sat Orri Páll lengi eftir aleinn á sviðinu, ef undanskildir eru fuglarnir, og spilaði einfalda en áhrifaríka línu á rafmagnspíanó. Þegar laginu sleppti klöppuðu áheyrendur og hrópuðu, sem varð til þess að fuglarnir fældust og flugu allir sem einn í burtu.

Sviðið tæmdist í eitt augnablikáður en söngvarinn Jónsi tók sérstöðu fremst á sviðinu, þakkaði fyrir sig, og sagði að nú væri komið aðsíðasta laginu – „Ónefnt 8“ af ( ) oglokalag Sigur Rósar á tónleikum tilmargra ára. Tjaldið hálfgagnsæja var aftur dregið fyrir í miðju laginu(þar sem það skiptir um hljómagang) og risavaxnar skuggamyndir strákanna sem fyrir augnabliki höfðu virst svo viðkunnanlegir gerðu mann gjörsamlega varnarlausan. Skuggi Jónsa var mest áberandi, hann virtist næstum þvívera aleinn á sviðinu og einmanaleg vonlenskan minnti helst á væl yfirgefins dýrs. Þegar brjálæðið tók völdin og allir hljómsveitarmeðlimir fóru hamförum blönduðust skuggamyndir þeirra torkennilegum og óhuggulegum myndum sem var
varpað á tjaldið, og sterkum ljóskösturum sem virtust blikka í allar áttir og algjörlega af handahófi. Óreiðan var algjör. Tónar og myndir urðu í huga manns óaðskiljanleg fyrirbæri og manni fannst sem þetta væri unaðsleg martröð sem aldrei tæki enda. En hún tók enda, Orri ruddi trommusettinu sínu um koll, og Sigur Rós sannaði að hún er ein besta hljómsveit í heimi.

Hápunktur tónleikanna hafði þó verið nokkuð fyrr, eða í „Viðrar vel til loftárása“. Að ofan var minnst á þögnina áður en Jónsi syngur „við riðum heimsendi“. Þótt það hafiverið virkilega flott var ekkert sem gat búið blaðamann undir þau tilfinningalegu viðbrögð sem ljóðlínan „það besta sem guð hefur skapað“ kallaði fram. Í einu vetfangi helltust yfir mig allar minningar lífs míns einsog talað er um að gerist þegar við deyjum. Ég sá hvítt ljós sem var ekki af þessum heimi, allir vöðvar líkamans herptust saman eina örskotsstund og þegar þeir slöknuðu fór um mig ólýsanlegur hrollur. Niður hægri kinnina rann tár og égherti takið um hönd betri helmingsins.

Sá sem sat mér á vinstri hönd stóð upp stuttu eftir þetta lag, gekk út og kom ekki aftur. Ég ímynda mér að lagið hafi fengið svo á hannað hann hafi gert sér grein fyrirmistökum sínum, hlaupið niður tröppurnar á Laugardalshöllinni og beint í opinn faðm þess sem hann elskar. Alveg eins og í bíó. Nema bara í alvörunni.
Atli Bollason

mánudagur, nóvember 28, 2005

Hoppípolla....

... videoið.

Download, ekki stream.
Innlent.

Og allir saman nú... "Ég fæ blóðnasir ..."

Vandræða-móment

Tónleikarnir í gær....

... voru magnaðir!

Ég þarf að fara að semja nokkur lýsingarorð, og svo kem ég með dóm.

laugardagur, nóvember 26, 2005

Countdown...

18 klst. í Tapas-barinn

20 klst. í Amina

21 klst. í SIGURÓS

Hversu spenntur getur einn maður verið?

Hagnaðurinn
100%

föstudagur, nóvember 25, 2005

Ha Ha Ha...

Ha Ha Haddaway.

Virkilega sniðugt. Þakkir til Meistarans.

2 dagar í Sigurrós!!!!

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Vááááá...

Rósa-afhendingin í Íslenska Piparsveininum í kvöld er það hallærislegasta og vandræðalegasta sem ég hef nokkru sinni séð í sjónvarpi; íslensku og erlendu.

Aumingja allir!

Þeir sem misstu af þessu geta örugglega séð þetta hérna fljótlega.

Nöfn

Hér er frétt um mannanöfn.

Sem verðandi faðir er ég farinn að taka eftir svona fréttum. Athygli mína vakti þessi efnisgrein:

"Hagstofan segir, að tíðni gamalgróinna nafna hafi lækkað miðað við það sem áður var og mörg áður algeng nöfn hafi nú vikið fyrir tískunöfnum sem engir eða aðeins örfáir einstaklingar báru fyrir nokkrum áratugum. Dæmi um þetta séu nöfnin Birta og Aron.

Áberandi sé að nokkur biblíunöfn, sem notið hafi vinsælda í mörgum Evrópulöndum um langt skeið, njóti nú sívaxandi vindsælda hér á landi. Dæmi um þetta séu nöfnin Daníel, Davíð, Rakel og Sara en þessi nöfn séu afar sjaldgæf í elstu aldurshópunum. Í aldurshópnum 0–4 ára eru þrjú algengustu einnefni meðal stúlkna Sara, Freyja og Andrea en Margrét, Hrafnhildur og Birta í aldurshópnum 5–9 og Kristín, Katrín, Guðrún og Berglind meðal 10–14 ára."

Niðurstaða:
Harpa = í tísku
Hagnaðurinn = úr tísku

Kveðja,
Hagnaðurinn

Viðauki 1:
Samkvæmt þjóðskrá eru:
914 sem bera nafnið Haukur sem 1. eiginnafn
417 sem bera nafnið Haukur sem 2. eiginnafn

Viðauki 2:
Samkvæmt þjóðskrá eru:
665 sem bera nafnið Harpa sem 1. eiginnafn
236 sem bera nafnið Harpa sem 2. eiginnafn

miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Digital Fortress

Dan Brown hefur skrifað 4 skáldsögur. Ég var að klára að lesa Digital Fortress, og á því einungis eftir að lesa Deception Point. Raunar ætla ég ekki að lesa hana, heldur hef ég í huga að hlusta á hana.

Það er skemmtilegt hvernig ég les bækurnar hans í öfugri tímaröð. Fyrst lag ég Da Vinci Code, sem var frábær. Svo las ég Angels & Demons, sem mér fannst betri en sú fyrrnefnda, og núna Digital Fortess, en það er reyndar hans fyrsta bók.

Ördómur:
Digital Fortress er vel heppnuð og spennandi saga sem gerist árið 1998 þegar Internetið var að verða vinsælt meðal almennings, og það hvernig yfirvöld eru að njósna um umferð yfir netið með einhverri ofurvél sem bandarísk stjórnvöld höfðu hannað.

Rauði þráðurinn í bókinni er svo í rauninni "who will guard the guards?" Þ.e.a.s. hver mun passa uppá að bandarísk yfirvöld misnoti ekki kraft sinn og tækni.

Þetta er einkar áhugavert og einnig gaman að kynnast nýjum karakterum hjá Brown, því hinn bráðsnjalli Robert Langdon er hvergi nærri í þessari sögu.

Niðurstaða: Góð bók. Rennur vel í gegn, en er kannski full fyrirsjáanleg á köflum. 76/100*

Who will guard the guards?
Hagnaðurinn kannski?

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Upprifun...

Í ljósi umræðu undanfarinna daga er gaman að rifja þetta upp!

------------------------------

Einnig fengum við Harpa góða gjöf á laugardaginn frá góðu fólki. Það er samfella sem búið var að sauma í mynd. Myndin er svona:

Táknrænt, ekki satt?

Hagnaðurinn

Hvar verðið þið eftir 5 daga?

mánudagur, nóvember 21, 2005

Kim!!!

Actress Elisha Cuthbert is seen at the Staples Center in Los Angeles during Los Angeles Lakers and Chicago Bulls basketball game Sunday, Nov. 20, 2005. The Bulls won, 96-93.


Þetta bjargaði deginum.

Hagnaðurinn

sunnudagur, nóvember 20, 2005

Gærdagurinn...

... var nokkuð góður.

Hóf daginn á því að skella mér í körfu uppí Sporthúsinu, ásamt Stiftamtmanninum, Saurmanninum og President. Ég var eldheitur, og klikkaði varla á skoti. Bara ef Kobe myndi taka mig til fyrirmyndar! Annars má minna á það að Lakers-Bulls er í kvöld. Mjög mikilvægur leikur fyrir mína menn!

Um miðjan dag horfði ég á leik Liverpool og Portsmouth. Mínir menn voru á öðru leveli og unnu 3-0. Crouch heldur áfram að sýna slaka framisstöðu fyrir framan markið.

Auk þess kíkti Þórey Hildur frænka í heimsókn. Hún var hin hressasta.

*******************

Um kvöldið komu góðir gestir í heimsókn. Þau voru:
Stifti + Arna (stundum kölluð 'Parið')
Hildur + Troels
Guðrún + Óli
Birna + Andri

Á döfinni var pizza-partý að hætti Hagnaðarins. Þetta gekk ágætlega fyrir sig, en minnstu mátti muna að 2 pizzur af 5 brynnu illa inní ofni. Þær voru eiginlega bara "well done". Einnig vakti athygli ein sérþörf, því Andri vildi pizzu án pizzusósu. Hvað er það?

Overall, nokkuð gott.

Rapsody, það er málið!
Hagnaðurinn

föstudagur, nóvember 18, 2005

Breaking News...

Ég og Harpa eigum von á Sigurrós Hauksdóttur þann 13.apríl 2006!

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Scrubs....

... eru alveg helvíti skemmtilegir og fyndnir sjónvarpsþættir. Klárlega með því besta í sjónvarpi í dag; ásamt CSI.

Annars ætla ég að kaupa mér svona á morgun og svona með:

Þetta þykir víst vera alger snilld. Ég er spenntur.

Hagnaðurinn

Ofurmenni íþróttanna...

Inngangur:
He-Man, Superman og Spiderman eru ofurmenni.
En eru mennskir íþróttamenn ofurmenni?

Meginmál:
Nýjasta Ronaldinho auglýsingin er rosaleg. Þar er hann að auglýsa nýjan skó frá Nike. Þetta er ofurmannlegt.

Michael Vick, leikmaður Atlanta Falcons í NFL, er líka ofurmaður. Í byrjun þessarar klippu (Nike auglýsing minnir mig) sýnir hann yfirnáttúrulega hæfileika.

Lebron James sýnir í þessari klippu (Nike minnir mig aftur) fáránlega hæfileika.

Niðurstaða:
Með nútímatækni geta allir verið ofurmenni.

Ert þú ofurmenni?
Hagnaðurinn

Á morgun...

... kemur kyn frum-erfingjans í ljós.

Hefur komið til tals að opna veðbanka af því tilefni.
Harpa segir strákur.
Ég spái stelpu.

Niðurstaðan skiptir svo sem ekki máli, en fínt að hafa smá spennu í þessu.

Ég veit til þess að Ommidonna er tilbúinn að veðja. Hann spáir strák!

Vísitalan að skríða yfir 5000.
Bið að heilsa,
Hagnaðurinn

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Hoppípolla/Með Blóðnasir (uppfært x2)

Live hjá Jools Holland.

Windows Media (15 MB, innlent)

Quicktime (19 MB, innlent)

Torrent (100 MB) .... hér eru langbest gæði

***********************

[ Hér má nálgast tónleika sveitarinnar frá Brixton Academy, þann 9.nóvember síðastliðinn.... "... á Massey Ferguson" ]

Sumir vilja meina að þetta sé slakt lag, aðrir segja það frábært. Ég er í seinni hópnum. Stórfengleg framisstaða og bakraddar-herrarnir koma sterkir inn. Gæsahúð!

Tjekk it out,
Hagnaðurinn

sunnudagur, nóvember 13, 2005

Helgin...

Það sem bar hæst var eftirfarandi:

Föstudagur:
Skrapp til Danna og Diddu og horfði á Idol, og svo Lakers síðar um nóttina. Mínir menn töpuðu í illa leiknum leik, en hann var ágætlega spennandi.

Lína kvöldsins: "Já, eða Jói 2000 eins og Benni kallar hann"

Laugardagur:
Körfubolti í Sporthúsinu klukkan 12-13 (verð í því í allan vetur) og potturinn á eftir. Virkilega notarlegt.

Svo var hittingur hjá MB gæjaklúbbnum. Byrjuðum í keilu klukkan 16. Ég var ekki að spila vel. Ekki eins og í good old MS days þegar maður var að skora yfir 200 á regular basis. Hæsta skor var 162. Þokkalegt það.

Svo var farið á Selfoss og dottið í það og svo farið á ball með einhverri hljómsveit á Pakkhúsinu. Alltaf fróðlegt að skemmta sér á Selfossi. Ungur drengur hótaði að vinur sinn myni lemja mig og Glæponinn ef við myndum bögga hann. Þvílíkt fífl!

Sunnudagur:
Ég vaknaði og var þunnur og var að drepast í augunum. Hafði ég sofið með teppi sem kötturinn hans Simma var búinn að velta sér á. Helvítis ofnæmi. Helvítis kettir. Helvítis hundar líka. Helvítis helvíti.

Svo átti hún móðir mín afmæli í dag.
Til lukku með það.

Niðurstaða:
Fín helgi.
Nokkuð fjölbreytt.
Semi-heilsusamleg.
Fljót að líða.

Að lokum þetta:
Úr Morgunblaðinu í dag, bls. 28
'Í samtali við piltana... kemur fram að þeir horfi mjög til þess að tónleikarnir í Laugardalshöll eftir tvær viku verði aðal tónleikarnir, það eigi að verða bestu tónleikarnir; "þetta er bara æfing", segir Kjartan um Brixton tónleikana og John Best (umboðsmaður Sigurrósar) tekur í sama streng, það fari ekki á milli mála að mikið verði lagt undir í Laugardalshöllinni.'

... og svo meira...

' Ellefu tónleikar í viðbót áður en heim er komið, ellefu æfingar í viðbót fyrir bestu tónleikana'

Ok.
2 vikur í þetta.
Ég er ekkert spenntur, nehhhh

Bið að heilsa,
Hagnaðurinn

föstudagur, nóvember 11, 2005

Kobe í ljósum?

Þá er ég að tala um lappa-ljós. Maðurinn er orðinn þeldökkur:


Sixers - Lakers í kvöld!

Létt gáta: Hvaðan koma nöfnin á þessum liðum?

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Billy Joe Cuthbert...

... er bróðir Elishu Cuthbert, og er auk þess mjög fyndinn.

Sjá hér.

Þetta er e-ð marketing stuff fyrir NBA 06 fyrir PS2.

Tjekk it out.
Do it.

Þetta er hrikalega fyndið.
Hagnaðurinn

Samanburður á Indversku Yoga og Írsku Yoga

Indverskt:














Írskt


Sigurrós - Frétt

sigur rós have just finished playing the sold-out brixton academy show in london, which featured an unusually long setlist of 17 songs. the band has started deconstructing the usual setlist a bit to include svo hljótt and heysátan, which by-the-way are sounding pretty incredible in concert

Það eru 17 dagar í þetta?

Tapas-barinn á undan?
Hverjir eru 'memm'??????

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Dan Brown...

Jæja, þá hef ég lokið við að lesa bókina Angels & Demons eftir meistara Dan Brown. Þetta er fyrsta ævintýri söguhetjunnar Robert Langdon, en hann leikur einmitt aðalhlutverkið í The Da Vinci Code.

Þetta er nútímasaga sem gerist þannig séð í rauntíma (24). Sögusviðið er Róm og Vatíkanið. Plottið gengur út á það að bjarga Vatíkaninu frá gífurlegri sprengingu og um leið flétta ofan af aldagömlu bræðrafélagi.

Þetta er spennandi stöff, uppfullt af fróðleik, og samkvæmt heimasíðu Dan Brown er ekkert bull hér í gangi.

Kalt mat:
Angels & Demons er nokkru betri en The Da Vinci Code.

********************

Sama kvöld og ég lauk við Angels & Demons hóf ég lestur á fyrstu bókinni hans (að ég held), en hún heitir Digital Fortress. Hún stendur þeim 2 fyrrnefndu svolítið að baki, en gefum henni séns; það er aldrei að vita.

Bókmenntarýni já,
Hagnaðurinn

sunnudagur, nóvember 06, 2005

Gísli litli Marteinn...

... hafði það ekki þrátt fyrir mitt atkvæði. Ég svaf samt alveg í nótt; áfallið var ekki meira en það.

***********

Svo er manutd gegn chelsea í dag.
Ég mun halda með united, og vona að bæði Lampard og Drogba fái rautt. Best væri ef það væri fyrir slagsmál við Shrek.

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Magaverkur af spennu (uppfært x3)....

Það er svo mikið af spennandi stöffi framundan að það er bara rugl...

Nóvember:
5 = Hagnaðurinn kýs Gísla Martein Baldursson í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
11 = ferðasagan 'Hagnaðurinn í San Francisco' kemur út í viðhafnarútgáfu
11 = Lakers vs. Sixers í beinni á Sýn
12 = spilakvöld á Selfossi
13 = stórafmæli móður minnar
18 = kyn Knúts kemur í ljós, eða er það Sigurrós?
23 = konfektkvöld?
26 = Þakkargjörðarmáltíð MB hópsins
27 = Sigurrós í höllinni

Desember:
1 = jólahlaðborð á Hótel Þingvöllum
6 = 24 - Sería 4 kemur út í USA
8 = Gulla systir (a.k.a. stóra systir, a.k.a. mágkonan) 33 ára
9 = Gústi bróðir 31 árs
10 = jólahlaðborð á Argentínu
15 = konfektkvöld?
24-> = átveisla
25 = Lakers vs. Miami í beinni

Janúar:
10 = afmæli Hagnaðarins og föður hans
18 = konfektkvöld?
24= 24 - Sería 5
26 = Ástkonan fer til Kaupmannahafnar og kaupir. Hagnaðurinn situr heima og horfir á 24!

Febrúar:
8 = konfektkvöld?
11 = 25 ára afmæli Meistarans
28 = 24: The Game kemur út

Mars:
21 = Þórey Hildur 1 árs
30 = Dagur Tjörvi 6 ára
??? = Fæðing Knúts

Apríl
28 = Harpa 25 ára

ÉG ENDURTEK:
Er ég að gleyma einhverju?
Hagnaðurinn

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

25 dagar í Sigurrós

... og hvað stendur eiginlega til fyrir tónleikana?

Menn eru að tala um mat og skemmtun og gúddí fíling.
Hvað erum við að tala um að það séu margir með í game-i?

Opinberið ykkur, ef þið eruð til í e-ð fyrir tónleikana.....

Eitt stykki bandaríkjadalur...

... kostar núna 59,735 íslenskar krónur.

Ef ég ætti íslenskar krónur myndi ég kaupa bandarísk hlutabréf.

Þannig er það nú bara.

Kveðja,
Hagnaðurinn