fimmtudagur, febrúar 28, 2008

NY

Jæja, vikuferð til NY á morgun. Ég held það verði soldið gaman.

Koma svo íslenska króna. Stay strong!

Efnisorð:

sunnudagur, febrúar 24, 2008

Frábær íþróttahelgi...

* Lakers pakka Clippers saman.
* Liverpool vinnur. Torres með þrennu. Besti framherjinn í ensku deildinni! Er hann þá betri en Cristiano?
* Barcelona vinnur. Eto'o með þrennu. Er hann betri en Torres?
* Real Madrid tapar, og það á einu skemmtilegasta marki ársins. Forskot Real er komið í 2 stig.
* Napolí vinnur á útivelli. Þetta var aðeins annar útisigur liðsins á tímabilinu. Vel gert.

100% árangur!

Efnisorð: , ,

There Will Be Blood

Ég fór á opnun Gagnrýnandans núna fyrir helgi, en Gagnrýnandinn er svar Sambíóanna við Græna Ljósinu. Pælingin er að sýna gæða myndir frá stóru stúdíóunum, en einnig "minni myndir" frá óháðum framleiðendum. Þetta er besta mál. Opnunarmyndin var There Will Be Blood, en framundan eru myndir eins og Once, Talk to Me, Lars and the Real Girl og fleiri.

TWWB fjallar um olíubaróninn Daniel Plainview, sem einmitt er leikinn af Daniel Day Lewis, og gerist í suðurhluta Kaliforníu um og eftir aldamótin 1900.

Ég hafði mjög miklar væntingar til þessarar myndar. Línur eins og "þriðja besta mynd aldarinnar skv imdb" og "fjórtánda besta mynd allra tíma" hjálpuðu til við það. Myndin stóðst ekki þessar væntingar, ennnn, engu að síður frábær mynd. Daniel Day Lewis sýnir óaðfinnanlegan leik og ég skal hundur heita í heila viku ef hann vinnur ekki óskarinn í kvöld. Hann er rosalegur. Ég hugsa að ef einhver annar hefði verið í þessu hlutverki þá hefði þetta bara verið meðalmynd og varla það, því sagan er ekkert svakalega heillandi.

Niðurstaða:
Tveggja og hálfs tíma stráka-drama sem fer hægt yfir. Þetta er ekki fyrir Bruckheimer menn. Vel þess virði að sjá og þá sérstaklega eftir 2 suður kínverska bjóra.

80/100 *

Efnisorð:

föstudagur, febrúar 22, 2008

Food & Fun

Silfrið verður sótt heim á morgun ásamt fjölda fólks. Norðmaðurinn Geir Skeie mun kokka e-ð gourmet fyrir okkur, lamb og fisk og fleira. En fyrst verður farið í mojito kokteil hjá stóru systur. Ég hlakka til.

Svo þegar maður er búinn að belgja sig út af mat liggur leiðin á Nösu. Nasan kvödd með Páli Óskari og eurovision nördum. Ætli hó hó hó verði ekki tekið einu sinni tvisvar.

Hvort er leiðinlegra, Eurovision eða Bandið hans Bubba?

Efnisorð:

Bandið hans Bubba...

Þetta er átakanlega slakt og leiðinlegt. Af hverju má bara velja íslensk lög? Eða þurfa þau bara að vera á íslensku?

Unnur Birna á ekki að vera í sjónvarpi, með hljóðið á.

Dómararnir eru eina ástæðan að ég slökkti ekki eftir 2 mínútur. Dr. Gunni, Björn Jörundur og Villi naglbítur eru allir snillingar og ofboðslega skemmtilegir.

Bubbi er í rauðustu skyrtu sem sést hefur.

Efnisorð:

miðvikudagur, febrúar 20, 2008

Gömlu góðu Barcelona...

Barcelona mættu Celtic á gríðarlega erfiðum útivelli í kvöld í 16 liða úrslitum meistaradeildarinnar og unnu 2-3; fyrri leikur. 60.000 bandbrjálaðir Skotar tóku vel á móti þeim.

Það er skemmst frá því að segja að Barcelona sýndu stórkostleg tilþrif í fótbolta, vægast sagt. Þvílíkt lið. Skoðum fyrst smá tölfræði úr leiknum.
* Marktilraunir: 5-24
* Possession: 28% - 72%
* Horn: 1-8

Mörkin:
1-1 (Messi litli): Hraðabreyting, þríhyrningur við Deco, tekur varnarmanninn á sprettinum og klárar með smá heppnisstimpli við hægra markteigshornið.
2-2 (Henry): Signature mark. Barcelona vinna boltann framarlega á vellinum, Dinho rennir honum á Henry sem leikur upp að vinstra vítateigshorninu og smellir boltanum í hægra hornið uppi með smá snúning. Glæsimark.
2-3 (Messi litli): Eto'o með lélega sendingu inní teig frá hægri og boltinn hrekkur af Celtic manni beint á Messi rétt fyrir utan markteiginn. Messi klárar svo færið snilldarlega með frábærri gabbhreyfingu og eldsnöggu skoti í fjærhornið.

Spilamennskan:
Barcelona voru gríðarlega einbeittir og menn létu boltann ganga býsna vel; líka Messi og Dinho. Flæðið á boltanum var með ólíkindum. Það kom smá tölfræði á skjáinn þegar ca 10 mínútur voru eftir. Þá voru Barca menn búnir með 500 sendingar (82% á samherja) gegn 162 (60% ca) hjá Celtic. Varnarmennirnir reyna alltaf að spila útúr vörninni og undantekningar að sjá yfir 30 metra sendingar.

Framlínan var beitt og vinnusöm og mörg af bestu tækifærum Barcelona sköpuðust eftir baráttu framherjanna. Þeir voru Dirk Kuytar varnarlega, en global hnífar sóknarlega á meðan Dirk er Ikea hnífur.

Já, og Liverpool unnu í gær góðan 2-0 sigur á Inter og Lakers eru á siglingu. Það eru góðir tímar þessa dagana.

Efnisorð: ,

sunnudagur, febrúar 17, 2008

Jesus Christ Superstar...

Þvílík leiðindi sem þessi söngleikur er!

Plúsar: Töff sviðsmynd, Jenni úr Brain Police, hljómsveitin.

Mínusar: Óþolandi leiðinleg lög og ömurlega leiðinleg saga.

Vægi: Ekkert.

Efnisorð: ,

föstudagur, febrúar 15, 2008

Total Eclipse of the Heart...

Hér er originallinn.



Hér er svo un-originall, sem þó er frumlegra.

Efnisorð: ,

fimmtudagur, febrúar 14, 2008

Óskarsverðlaunin 2008

Ég er að vinna í því að horfa á þær myndin sem tilnefndar eru til óskarsverðuna í gær. Það gengur ágætlega.

Juno: Lítil sæt mynd um stelpu í menntaskóla sem verður ófrísk en vill ekki eiga barnið sjálf. Ok hljómar kannski ekki spennandi, en er bara skrambi góð mynd og dettur aldrei í neina væmni og leiðindi. Þetta er svona nettur Little Miss Sunshine fílingur. Tilnefnt sem besta mynd, besta handrit, besta leikstjórn og stelpan er tilnefnd sem besta leikkona.

Charlie Wilson´s War: Sæmilegasta mynd, þrátt fyrir að Julia Roberts leikur í henni. Philip Seymour er tilnefndur fyrir bestan leik í aukahlutverki. Hann er alltaf góður. En myndin olli nokkrum vonbrigðum, ég átti von á einhverju betra.

The King of Kong
: Þetta er heimildarmynd um tvo gæja sem eru að keppast um að verða besti Donkey Kong spilari í heiminum (Bandaríkjunum, en þeir þurfa að kalla allt "world champion"). Billy nokkur Mitchell fer á kostum. Hér er ítarleg umfjöllun. Þetta er frábær mynd.

Með bestu heimildarmyndum sem ég hef séð, svo góð að ég hef horft á hana núna tvisvar sinnum. Þótt það gæti virst ótrúlegt að heimildarmynd um gaura sem spila gamla tölvuleiki endalaust sé spennandi þá er hún það mjög.

Næstar á dagskrá eru There Will be Blood og Michael Clayton. Atonement nenni ég ekki að sjá.

þriðjudagur, febrúar 12, 2008

Hressandi myndband...

mánudagur, febrúar 11, 2008

Molar....

* Gamli... góði villi.

* Gamall fótboltafélagi í USA er að gera það gott. Frábært hjá honum. Ég man einu sinni þegar hann gisti hjá BK, vaknaði snemma og stalst í tölvuna og....

* Lakers. Ég sá Lakers leggja Orlando af velli á föstudaginn og svo Miami í gærkvöldi. Það snöggkólnaði í Florída á tveimur dögum. Ég er að fíla Lakers þessa dagana. Þeir eru ljósið í myrkrinu hjá mínum liðum. KB24, Odom, Pau, Turiaf, Farmar og svo Bynum þegar hann kemur aftur. Þetta er alvöru lið, og bíðið bara eftir að Coby Karl springur út. Djöfull er ég að fíla þetta. Það heyrist lítið í Bulls mönnum þessa dagana. Það var flottur monster samningurinn sem þeir gerðu við Ben Wallace á sínum tíma.

* Liverpool. Þvílík skita. Reyndar voru þeir betri gegn Chelsea á brúnni, þrátt fyrir að vera einum færri allan tímann, en betur má ef duga skal. Ég vil fá Benitez burt eftir þetta tímabil.

* Ég lýsi yfir stuðningi við Barack Hussein Obama.

* Ég vil fá Villa burt og það strax. Það tekur enginn þennan gæja alvarlega lengur. Í vinnunni hjá mér í dag var hlegið að honum og það var veðjað: Mun hann klökkna? Verður hann með kolluna? Mætir hann á fundinn?

* Ég er í heilsuátaki og er búinn að vera í því í tæpan mánuð. Ég mæti í Laugar svona 4 sinnum í viku, hleyp, skíðavélast og tek aðeins í lóð. Ég er búinn að minnka gosdrykkju um rúmlega helming. Núna drekk ég vatn með lime. Það er býsna gott. Ég er farinn að sjá árangur og er þegar hálfnaður að markmiðinu, sem var að losna við 5 kíló fyrir lok mars. Mælanleg markmið eru bestu markmiðin. Reyndar segir Bryan Tracy að markmið eigi að vera skrifleg, en þetta er skrif að í kollinn, já og á bloggið hér með.

* Efnahagsmál: Krónan veikist og veikist, evran er að detta í 100 kall og bandaríkjadalur í 70. Svo sem ekkert óeðlileg gildi en samt kemur þetta við budduna á þeim sem eru með erlend lán og ekki síður þeim sem eru með innlend lán. Það er nefnilega þannig að ca 40% af neyslu landans kemur frá innfluttum vörum og nú eru hækkanir framundan = hærri verðbólga = verðtryggð lán hækka. Allir tapa. Hrávörur hafa einnig hækkað gífurlega á síðustu 12 mánuðum; olía, hveiti, sykur, korn, o.s.frv. Hækkanir á matvælum eru framundan, ekki spurning. Verðbólga eykst enn frekar. Húsnæði er líklega að fara að lækka, hlutabréf hrynja, stýrivextir eru í hámarki, einkaneysla dregst saman. Hvað gera bændur? Hvað gerir Davíð?

Efnisorð: , , , , , ,

laugardagur, febrúar 02, 2008

New York - NBA - Lakers

Ég er að fara til NY núna í lok febrúar og verð í viku. Fyrst mun ég eyða helgi í e-ð chill og síðan sæki ég þetta námskeið í 4 daga.

Stefnan er sett á 2 NBA leiki í Madison Square Garden. Fyrst mæta New Orleans Hornets í heimsókn á mánudeginum og síðan eru það Lebron James og félagar í Cleveland Cavaliers á miðvikudeginum. Bæði fín lið sem hafa verið að spila vel uppá síðkastið. Það sama má ekki segja um heimamenn í Knickerboxers. Ég hlakka til að fara í Garden.

En frétt fréttanna og mál málanna er hins vegar koma Pau Gasol til Lakers, og ekki síður brotthvarf Kwame Brown frá Lakers. Bæði frábærar fréttir. Lakers eru núna officially komnir í hóp þeirra liða sem geta unnið titilinn í ár. Svo horfði ég á Kobe setja 46 stig í nótt gegn Toronto. Lakers er málið þessa dagana, hin liðin mín ekki.

Efnisorð: