laugardagur, september 27, 2008

Singing bee...

Sæmilegasta hugmynd, en útfærslan ekki alveg nógu góð. Það vantar herslumun, betri host í stað Jónsa og meira tempó. Buffið er samt gott, og þá sérstaklega söngkonan.

Ég hugsa að ég horfi ekki aftur.

Efnisorð:

þriðjudagur, september 16, 2008

Heimatilbúin þríþraut...

Ég tók létta þríþraut á laugardaginn ásamt Ommadonna (WACC).

a) Synt 700 metra í innilauginni í Laugardal.
b) Hlaupið 5 km á hlaupabretti (yfir Liv-Manu).
c) Hjólað 12 km.

Heildartíminn var um 65 mínútur.

********************

Til samanburðar var Malibu þríþrautin haldin um helgina:
800 metra sund.
29 km hjól.
6,4 km hlaup.

Jennifer Lopez kláraði á 2:23.
Matthew McConaughey kláraði á 1:43.
Sigurtími karla: 1:18.
Heimild.

Sjálfur myndi ég allavega stefna á:
Sund: 12 mín
Hjól: 60 mín (miðað við engar brekkur)
Hlaup: 30 mín
Samtals: 1:42

Það dugar í að sigra Matthewinn.
Kannski að maður prófi þetta einn daginn.

Efnisorð: , ,

Froskalappir...

Ég er búinn að synda alla daga vikunnar undanfarnar 6 vikur.
Ég hef verið að fara þetta 500-1000 metra á dag, og það hefur tekið ágætlega á. Kílóum hefur fækkað nokkuð og ég er í góðu formi.

Í dag keypti ég svo froskalappir hjá Aqua Sport, hérna í Hamraborginni.
Svona froskalappir (sundfit) kosta 3500 kr.



Í dag synti ég svo 1600 metra, með nýju sundfitin.
Það er álíka erfitt líkamlega að synda 1600 með sundfit og að synda svona 800 metra án þeirra. En hafa verður í huga að ég synti svona 90% skriðsund með sundfitin, en án þeirra er ég að synda 50/50 (skriðsund/bringusund).

Sundið er samt betra finnst mér. Átökin við að halda sér á floti og að halda réttri öndun eru minni, og ég held að þetta sé betra fyrir líkamann.

Efnisorð:

mánudagur, september 08, 2008

Skemmtilegir strákar...

Hverjir?

Jú, Sigurrósar drengirnir auðvitað.

Efnisorð: ,

fimmtudagur, september 04, 2008

Þríþraut...

Ég hjóla, syndi og hleyp flesta daga. Þríþraut gengur einmitt út á þessar íþróttir.

Ég fór aðeins að skoða ýmsar þríþrautarkeppnir og þar er náttúrulega Iron Man þríþrautin lang merkilegust.
Í henni byrja menn á að synda 3,8 km, hjóla svo 180 km og enda á að hlaupa maraþonhlaup (42 km). Þetta er náttúrulega geðveiki.

Mesta geðveikin er hins vegar tíminn sem þetta tekur.
Luc Van Lierde, Belginn snjalli, á besta tíma sögunnar: 7:50:27
Sund: 44 mín
Hjól: 4:28
Hlaup: 2:36

Þetta er með ólíkindum hratt og gjörsamlega fáránlegt að menn geti verið í svona góðu formi. Setjum þetta í smá samhengi.

Heimsmetið í 1500 skriðsundi karla er 14:36, eða 103 metrar á mínútu. Luc fór hins vegar 86 metra á mínútu að meðaltali. En hann synti náttúrulega lengra og í sjó.

180 km er svipað og frá Reykjavík að Vík í Mýrdal. Meðalhraðinn á Luc var rétt um 40 km/klst. Sjálfur hjólaði ég Hvalfjörðinn í sumar, 104 km og tók það 4:20. Meðal annars var farið niður brekkur og var þá hraðinn í kringum 40 km/klst. Það er hratt á hjóli.

Heimsmetið í maraþonhlaupi er 2:04. Það að vera hálftíma lengur en það, eftir að hafa synt 3,8 km OG hjólað 180 km, það er helvíti gott. Fyrir okkur sem hlaupum stundum á hlaupabretti (og aðra) þá þýðir það meðalhraða uppá 16,15. Þegar ég er á brettinu, þá er hraðinn 16 eiginlega sprettur.

Þvílíkir íþróttamenn.

Efnisorð: , ,

þriðjudagur, september 02, 2008

Brúðkaup

... ég fór í svaka fínt brúðkaup um helgina.
Sigga Pé og Torfi Páls gengu í hjónaband.

Hápunktur kvöldsins var klárlega brúðkaupsdansinn. Fyrst tóku þau vals, sem var greinilega vel æfður og svo joinaði annað fólk í smástund. Svo var sagt "heyrðu, myndirnar klikkuðu e-ð í valsinum áðan, við þurfum að taka hann aftur."

Þá gerðist ca þetta, sama lag og svipuð move.

Efnisorð: