föstudagur, október 10, 2003

Hagnaðurinn efnir til veislu...

... í kvöld að Hagnaðarsetrinu. Hvar annars staðar? Í boði verða hefðbundnar veitingar auk þess sem Hagnaðurinn mun taka sig til í eldhúsinu og baka pizzur. Ekki amalegt það. Svo verður slafrað þessu í sig yfir Idolinu. Drykkjarföng hafa ekki verið ákveðin, en líklega verður það bara ískalt Kóka Kóla, sem einmitt er styrktaraðili Idolsins.

Sjáiði ekki hvernig þetta allt tengist?

Ég er í stuði, en þú?
Hagnaðurinn


ps. Það er gaman að tala um sjálfan sig í þriðju persónu.