*** Laugardagur ***
Liverpool – Arsenal
Aftur var fjölmennt til Saurmannsins og nú til að horfa á knattspyrnuleik. Töluverð þynnka en samt ekkert hrikalegt. Liverpool töpuðu óverðskuldað og var ég of þreyttur til að æsa mig. En ég sagði nokkra góða brandara um Steve Finnan að venju:
‘Hann verður að fara að finnann í lappirnar’
´Þeir eru bara ekki að finna Finnan’
‘Gerrard fannann uppí horninu. Hvern, Hamann? Nei, hann er meiddur. Fann Finnan’
‘Þegiðu Haukur eða ég lemann. Ha, Lemann? Nei, Finnan.’
Já, svona var stemningin yfir leiknum.
Háspenna lífshætta í golfi
Brá mér svo í golf með Eldingunni á velli einum hér í grendinni, sem er góður völlur, segi ekki meir. Tvennt stóð uppúr. Fyrst skal nefna að við ‘fórum aðeins í kringum reglur vallarins’ og vorum byrjaðir að spila seinni 9 holur vallarins; eitthvað sem við höfðum ekki borgað fyrir. Strax eftir fyrstu holu kom ‘gæinn’ , þ.e. vörðurinn á vellinum. Ég fékk aulahroll í magann. Átti að fara að reka okkur í burtu með skömm fyrir að stelast. Hann byrjaði á því að keyra framhjá Eldingunni og stoppaði svo hjá mér. Gúbb.
‘Ertu í klúbbnum?’, spurði hann mig.
‘Neh, nei’, svaraði ég.
‘Þú mátt ekki vera í þessu’, sagði hann og potaði í gallabuxurnar mínar.
‘Nú, er það, ég vissi það ekki’
‘Þú sleppur núna, en láttu þetta ekki koma fyrir aftur’ sagði hann að lokum og keyrði í burtu.
Hitt var öllu skemmtilegra. LOKSINS VANN ÉG GRÁU ELDINGUNA Í GOLFI. Leikurinn var í járnum allt fram á síðustu holu. Leikfyrirkomulag var holukeppni. Jafnt var fyrir síðustu holuna, 4-4. Par 3 framundan.
1) Eldingin skaut fyrst, og fór beint í sandinn, og ég kom á eftir.... þráðbeint, en aðeins of stutt.
2) Hann rétt komst úr sandinum, og á meðan setti ég hann innan við 3 metra frá holu.
3) Hann chippaði inná en var enn ca. 7 metra frá holu. Ég setti púttið mitt niður.
Ég var því búinn að vinna og steig trylltan stríðsdans.
‘Þetta er í fyrsta og eina skipti sem þú vinnur mig í golfi’, var það eina sem hann gat komið útúr sér.
Dagurinn byrjaði sem sagt illa, en endaði vel.
Þetta var laugardagurinn,
Hagnaðurinn
Liverpool – Arsenal
Aftur var fjölmennt til Saurmannsins og nú til að horfa á knattspyrnuleik. Töluverð þynnka en samt ekkert hrikalegt. Liverpool töpuðu óverðskuldað og var ég of þreyttur til að æsa mig. En ég sagði nokkra góða brandara um Steve Finnan að venju:
‘Hann verður að fara að finnann í lappirnar’
´Þeir eru bara ekki að finna Finnan’
‘Gerrard fannann uppí horninu. Hvern, Hamann? Nei, hann er meiddur. Fann Finnan’
‘Þegiðu Haukur eða ég lemann. Ha, Lemann? Nei, Finnan.’
Já, svona var stemningin yfir leiknum.
Háspenna lífshætta í golfi
Brá mér svo í golf með Eldingunni á velli einum hér í grendinni, sem er góður völlur, segi ekki meir. Tvennt stóð uppúr. Fyrst skal nefna að við ‘fórum aðeins í kringum reglur vallarins’ og vorum byrjaðir að spila seinni 9 holur vallarins; eitthvað sem við höfðum ekki borgað fyrir. Strax eftir fyrstu holu kom ‘gæinn’ , þ.e. vörðurinn á vellinum. Ég fékk aulahroll í magann. Átti að fara að reka okkur í burtu með skömm fyrir að stelast. Hann byrjaði á því að keyra framhjá Eldingunni og stoppaði svo hjá mér. Gúbb.
‘Ertu í klúbbnum?’, spurði hann mig.
‘Neh, nei’, svaraði ég.
‘Þú mátt ekki vera í þessu’, sagði hann og potaði í gallabuxurnar mínar.
‘Nú, er það, ég vissi það ekki’
‘Þú sleppur núna, en láttu þetta ekki koma fyrir aftur’ sagði hann að lokum og keyrði í burtu.
Hitt var öllu skemmtilegra. LOKSINS VANN ÉG GRÁU ELDINGUNA Í GOLFI. Leikurinn var í járnum allt fram á síðustu holu. Leikfyrirkomulag var holukeppni. Jafnt var fyrir síðustu holuna, 4-4. Par 3 framundan.
1) Eldingin skaut fyrst, og fór beint í sandinn, og ég kom á eftir.... þráðbeint, en aðeins of stutt.
2) Hann rétt komst úr sandinum, og á meðan setti ég hann innan við 3 metra frá holu.
3) Hann chippaði inná en var enn ca. 7 metra frá holu. Ég setti púttið mitt niður.
Ég var því búinn að vinna og steig trylltan stríðsdans.
‘Þetta er í fyrsta og eina skipti sem þú vinnur mig í golfi’, var það eina sem hann gat komið útúr sér.
Dagurinn byrjaði sem sagt illa, en endaði vel.
Þetta var laugardagurinn,
Hagnaðurinn
<< Home