þriðjudagur, apríl 29, 2008

Cristiano...

Ég held að það geti flestir verið sammála um að Cristiano er einn af 10 bestu knattspyrnumönnum Evrópu í dag. Hann er effektívur; skorar mikið og leggur upp mörk. Gott hjá honum.

En djöfull er hann ógeðslega leiðinlegur persónuleiki.


Það var eitt moment í leiknum núna í kvöld þar sem hann gaf Zambrotta olnbogaskot, það var dæmt á Cristiano, en hann mótmælti og kom með 'dive' hreyfinguna. Þess má geta að fyrirmynd þeirrar hreyfingar er fengin beint frá Cristiano sjálfum, rétt eins og NBA logið er af Jerry West.

Efnisorð:

mánudagur, apríl 28, 2008

Ástand...

Það er ástand á heimilinu, sem er ekkert sérstaklega hressandi.

Ég búinn að missa vinnuna og vinnumál Hörpu í hálfgerðri biðstöðu. Í ofanálag er Harpa svo búinn að vera fárveik frá því á laugardag og í dag veiktist Kristín María líka.

Mitt í þessum slæmu fréttum komu þó góðar fréttir.
Í morgun fór Krístin María í ofnæmispróf og þar kom í ljós að hún er líklega búinn að losna við hnetu-bráðaofnæmið, eða það eru allavega 99,9% líkur á því. Hún er því ein fárra sem tekst þetta, og hún var ekkert að bíða með þetta heldur kláraði þetta á innan við ári. Flott stelpa.

Já, stundum gerast hlutir sem maður býst alls ekki við, en sem betur fer er það í báðar áttir, gott og slæmt.

-- en ég er merkilega brattur, er búinn að uppfæra CV-ið, og er byrjaður að þruma úr póstum; fyrsta viðtal á miðvikudaginn --

Efnisorð:

laugardagur, apríl 26, 2008

Ágætis Byrjun...

Ég er hættur í vinnunni.

Hægt er að ná í mig í heimasímann eða númerið hennar Hörpu (699-2318).

Netfang: haukur hjá gmail.com og haukurhauks hjá hotmail.com

Já, og mig vantar nýja vinnu :)

þriðjudagur, apríl 22, 2008

Ágætis Byrjun, órafmagnað, nýárslagið 2009...

Samningar hafa náðst milli mín (gítar) og Ólafs Þórissonar (píanó) um að gera ábreiðu af órafmagnaðri útgáfu drengjanna í Sigurrós af lagi sínu Ágætis Byrjun af samnefndri plötu.

Svona gæti þetta hljómað. Nema.

Já nema samningar náist við Stiftamtmanninn sjálfan, um að hann joini bandið, kauplaust, og spili á trommur.

Þá gæti þetta hljómar nánast svona.

Lagið verður gefið út á nýársdag 2009, í upphafi árs tækifæranna.

Efnisorð:

mánudagur, apríl 21, 2008

Golfseasonið er hafið, golfblogg - bestu bloggin

Seasonið hófst á litla vellinum við Korpúlfsstaði á laugardaginn klukkan 10:00. Með í för voru Geiri sleggja og Óli glæpon. Leiknar voru 9 holur í fullkomnu golfveðri.

Spilamennskan:
Að teknu tilliti til aðstæðna var spilamennska ágæt. Maður er vissulega ryðgaður eftir vetrardvala en var samt að slá skítsæmilega inn á milli. En ég tók líka nokkra mongólíta. Flatirnar voru í rugli og púttin því ómarktæk.

Það eru 18 dagar í golfferð til London. Þar er mikið undir. Bæði grænn jakki og liðsverðlaun, ungir vs. gamlir. Stærstu verðlaunin eru samt heiðurinn, og rétturinn til að geta rifið kjaft í heilt ár.

Áfram golf.

Efnisorð:

Takk Ömmi ömurlegi....

"... Og hvað er þessi ömurlegi Ögmundur að röfla. Já já við drepumst örugglega öll úr salmónellu og viðbjóði ef hið frábæra íslenska fasistabúvörusistem verður ekki viðhaldið. Glæsilegt. Endilega að halda áfram að kaupa oststykki á 1500 kall og kjúkling á 3000. Takk Ömmi ömurlegi. Þú ert sko sannarlega vinur alþýðunnar."

Heimild.

Efnisorð: ,

föstudagur, apríl 18, 2008

NBA Playoffs - First Round, spá:

Lakers - Nuggets:
Ég er ekkert sérstaklega hrifinn af hnetum, húðflúrum, vitleysingum, því að keyra fullur, byssueign og þeirri staðreynd að bimbóið sem kærði KB24 á sínum tíma var frá Denver. Þetta verður personal, en um leið family style. Lakers vinna 4-0.

Jazz - Rockets:
Mormónarnir eru með heimavallaréttinn og ég hugsa að það skili þeim langt. T-mac hefur aldrei komist uppúr 1. umferð playoffs. Í fyrra grét hann. Núna ælir hann. Stóra spurningin er hvernig Skip to my Lou kemur undirbúinn. Jazz vinnur 4-3.

Spurs - Suns:
Ég set peninginn minn á Spurs. Þeir eru með þrjá sterka sem delivera alltaf. Suns er meira spurningamerki. Hlunkurinn ekki sami hlunkur og hann var, Steve Nash er ekki með neinn back-up, Grant Hill á enn eftir að meiðast á leiktímabilinu og Raja Bell er fáviti. Stat er hins vegar að spila vel, og enginn hleypur hraðar en Barbosa. Spurs vinna 4-2.

Hornets - Mavericks:
Ég vona að Dallas tapi, en ég hugsa að þeir vinni. Dallas vinnur 4-2.

Austrið:
Lið 1-4 vinna örugglega.

Efnisorð:

þriðjudagur, apríl 15, 2008

Myndir mánaðarins...

Blonde and Blonder (2007). Dean Hamilton, sá hinn sami og færði okkur myndir eins og Savage Land og fleiri, er hér kominn með nýja áleitna og metnaðarfulla mynd sem fer nýjar leiðir í persónusköpun. Þetta er flétta sem kemur á óvart.

The Bank Job (2008). Sannsöguleg mynd um bankarán, hljómar vel. Jason Statham leikur enn einu sinni sama karakterinn og tekst vel upp. Hann er búinn að masters harða Bretann með hnyttnu svörin. Mjög skemmtileg mynd.

Vantage Point (2008): Sæmilegasta mynd sem fjallar um morð á forseta USA. Alltaf verið að spóla til baka og sýna sömu atburðarrásina frá mismunandi sjónarhorni, þannig að í lokin gengur allt upp. Jájá. Alltílæ.

Horton hears a who
(2008): Teiknimynd. Jim Carrey og Steve Carell tala fyrir fíl og e-ð kvikindi. Gera það vel. Fyndin mynd, æðisleg, með hjartnæman boðskap.

Efnisorð:

mánudagur, apríl 14, 2008

man cold...

Ég er búinn að vera veikur/slappur síðustu daga. Samt ekki alveg svona:

Efnisorð:

föstudagur, apríl 11, 2008

Viðbjóður....

Efnisorð:

fimmtudagur, apríl 10, 2008

Afmæli og skyndihjálp...

Monsan mín litla sæta er að verða 2 ára á mánudaginn! Teggjára.



Undirbúningur er í fullum gangi, en ég leik óvenju lítið hlutverk þetta árið. Það virðist sem mini-pizzurnar og kanilsnúðarnir hafi ekki meikað köttið þetta árið. Öll þessi sérhæfing mun koma að litlum notum að þessu sinni. En ætli ég hendi ekki í eins og eina Betty, geri jafnvel brauðrétt og sitthvað fleira. En endilega mótmæla í commentum - og beinið mótmælunum að réttum aðila.

Annars getur þessi afmælisdagur ekki verið verri en sá í fyrra, en það var einmitt dagurinn sem við komumst að því að hún væri með bráðaofnæmi fyrir hnetum. Bráðaofnæmi er e-ð sem maður vill ekki hafa.

Og því tengt fór ég á skyndihjálparnámskeið hjá Rauða Krossinum í gær. Þetta var mjög skemmtilegt 4 tíma námskeið þar sem ég fékk m.a. að leika látinn mann. Auk þess lærði ég ýmislegt, og aflærði annað. Til dæmis er núna ekki mælt með því að nota munn við munn aðferðina, nema þegar um drukknun er að ræða eða ungabörn lenda í hjartastoppi. Að blása lífi í fullorðinn mann er því ekki málið; ekki lengur. Nú á bara að hnoða.

Svo voru kennd basic trikk við endurlífgun, hvernig á að ná aðskotahluti úr öndunarvegi, stoppa blæðingar, meðhöndla beinbrot, brunasár, bráðaofnæmi og fleira. Allt saman mjög fróðlegt og hverjum manni hollt að kunna.
Posted by Picasa

þriðjudagur, apríl 08, 2008

Zombie Strippers...

Ein versta hugmynd sem ég hef séð lengi:

Efnisorð:

Cloverfield...

Ég horfði á þessa mynd um helgina. Hún er slök og veldur höfuðverk. Hún er fáránlega stutt og ofboðslega heimskuleg. Því skil ég ekki alveg hvernig hún fær 7,8 á imdb.

Og skrímslið, það er náttúrulega algjört rugl.

Efnisorð:

Meistaradeild, spá:

Liverpool - Arsenal: 0-0
Chelsea - Fenerb: 2-1, framlengt þar sem Chelsea skora og vinna. Líklega Lampi með grísamark.

Efnisorð:

Golftímabilið....

Nú styttist í golftímabilið, og ekki laust við að menn séu aðeins farnir að fá í'ann.



Eitt er víst að þetta verður tímabilið hans Hauger Woods, þrátt fyrir takmarkaðar æfingar nú á vormánuðum.

Efnisorð:

Gleðidagur...

New Kids on the Block eru að koma saman aftur. Því fagna allir góðir menn, en þá líklega enginn meira en sjálfur David Palmer.

Við sjáum myndband:

Efnisorð:

sunnudagur, apríl 06, 2008

Spinnegal...

Ég fór í spinning í gær.
Ákvað að taka þetta með trompi og fór í 90 mínútna tíma. Það er rosalegt, sérstaklega þegar kennarinn er grimmur og fylgist með að allir séu alveg á milljón. Þegar tíminn var hálfnaður og ég eiginlega dauður kom þessi lína "ég sagði hraðar, þið getið farið hraðar en þetta, viljiði refsingar næstu 45 mínútur?"


Og mikið rosalega svitnaði ég.
Ég fór því að pæla: Ætli það sé samhengi milli svita og brennslu? Ég komst að því að meðalbrennsla per klst í spinning er svona 600-700 hitaeiningar. Hins vegar þegar ég tek skíðavélina þá fer ég nokkuð létt yfir 1000 hitaeiningar á klst og svitna mun minna. Hvað segir þetta okkur? Ég veit það ekki.

Hins vegar veit ég þetta. Ég er búinn að hjóla í vinnuna (og heim) 10 af síðustu 12 vinnudögum. Þetta eru e-ð um 25 km á dag og hátt í klukkutími fram og tilbaka. Og það eru engar chill hjólreiðar. Þrátt fyrir dag er ég búinn að vera með dúndrandi harðsperrur og netta bruna tilfinningu í lærunum alla helgina. Svo þetta beit í.

Niðurstaða:
Ég mun fara aftur í spinning, en aldrei lengur en í klukkutíma í senn. Frekar að taka smá æfingu á undan og eftir.

Efnisorð:

föstudagur, apríl 04, 2008

ÍR

Glæsilegur sigur hjá ÍR í gær. Sanngjarn sigur.

Allir leikmenn ÍR stóðu sig vel og Hreggviður skaraði framúr. Hinu megin skaraði Brynjar framúr í asnaskap og vitleysisgangi. Það er augljóst að sá drengur kann hvorki að vinna né tapa.

Efnisorð:

þriðjudagur, apríl 01, 2008

Æla

*öööööööö hvað manutd voru heppnir gegn Roma. Og Barca slakir á útivelli. Eiginlega bara tveir leiðinlegir leikir. Það er vonandi að Liv-Ars verði aðeins skárri.

* Losers go home. Ég horfði á ÍR tapa fyrir KR í gær. KR vann ekki. ÍR tapaði. Var þetta annars handboltaleikur? Djöfull eru margir leikmenn KR grófir og miklir fávitar. Ég nefni engin sérstök nöfn en losers go home. Ég vona að ÍR skeini þessum blöðruheilum í oddaleiknum.

* Það voru mótmæli niðrí bæ í dag gegn bensínverði. Hvaða rugludallar eru eiginlega að standa fyrir þessu? Það keyrðu einhverjir trukkar í gegnum Hafnarstrætið og flautuðu. Á hvað voru þessir menn eiginlega að flauta? Nonnabita? Mig? Af hverju fær þetta lið sér ekki minni bíla ef bensín er svona dýrt? Er það alþingismönnum að kenna að heimsmarkaðsverð á bensíni er að hækka og krónan veikist? Hveiti hefur hækkað rosalega undanfarið ár. Miklu meira en bensín. Á ekki maka sig í hveiti og mótmæla þeirri hækkun?

Efnisorð: , , ,

Pool - aldrei tapað seríu

"Ég ætla að vinna þig 9-4" sagði Ommidonna þegar við keyrðum niðrí poolstofunuí Lágmúla í gærkvöldi.

Það er gott þegar menn setja sér markmið, þetta veit Ómar vel. Hann hefur náð ágætum árangri í handbolta, heilsueflingu og fleiru. Árangur gegn mér í pooli hins vegar -- það þekkir hann ekki. Staðreyndin er sú að hann hefur aldrei unnið seríu gegn mér, og hlaupa þær á nokkrum tugum.


Hvað gerðist svo?
Jú, ég vann 11-6, en úrslitin ná samt ekki að graspa yfirburðina, því tölur eins og 8-1 og 11-3 sáust.

Það er fátt skemmtilegra en að vinna Ómar í pooli.

Efnisorð: , ,