miðvikudagur, október 31, 2007

Maxim - áskrift

Ágætu lesendur, ég þarf smá hjálp.

Ég er að spá í að gerast áskrifandi að Maxim tímaritinu. Skv tilboði í síðasta tölublaði (og bara öllum tölublöðum) þá er hægt að gerast áskrifandi að 36 tölublöðum (3 ár) fyrir $18 eða 50 cent á blað. Í smáa letrinu stendur: Foreign orders, add $20 per year in U.S. funds.

Ok, þetta eru þá $80 fyrir 36 tímarit eða $2,22 per stykki. Það gerir ca 140 kr á núverandi gengi. Til samanburðar kostar eitt svona blað yfir 1000 kr útúr búð.

Þá er það stóra spurningin:
Hvaða aukalega kostnað má ég eiga von á? Sendingakostnaður, tollar og gjöld, etc? Hefur einhver reynslu af svona? Nennir tollurinn að skipta sér af svona tittlingaskít?

Með von um viðbrögð,
Hagnaðurinn

Efnisorð:

mánudagur, október 29, 2007

Hver er maðurinn?

a) "Þú ert með teina!"
b) Hún mætir með dóttur sína í viðtöl.
c) "Hvaða hönk er þetta?"

Efnisorð:

Hver er maðurinn?

Á langferðum mínum fer ég oft í 'hver er maðurinn'? Þetta er klassískur leikur sem allir kunna.

Á dögunum var ég í Bandaríkjunum, og keyrðum við Óli þar rúmar 1400 mílur (2240 km). Til samanburðar er hringvegurinn 1339 km. Í þessum ferðum komu margir góðir upp. Má þar nefna: Stephen Saunders, Emilio Estevez, Shooter McGavin, Páfann og fleiri.

En erfiðasti 'hver er maðurinn' sem ég hef lent í er J.T. Walsh, blessuð sé minning hans. Biggington kom með hann. Við vorum að keyra heim eftir Sigurrósartónleika að Hálsi í Öxnadal, og J.T. var alveg bullandi erfiður, jafnvel eftir nokkrar vísbendingar (vísbendingar eru eingöngu notaðar þegar menn eru komnir í þrot). En svo small e-ð hjá mér og J.T. spratt fram. Ein af mínum stærstu stundum all time í 'hver er maðurinn'.

Í gær datt ég svo inná bók sem ég keypti mér nýlega: Hey! It´s That Guy. En þessi bók er einmitt skrifuð til minningar um engan annan en J.T. Walsh, konungs "Hey! It´s That Guy."


******************************

Svo mæli ég með þessu. Skellið á ykkur headphones, lokið augunum og hlustið. Nokkuð töff.

Efnisorð: , ,

laugardagur, október 27, 2007

Útskrift

Akkúrat núna er ég að útskrifast úr Háskóla Íslands. Ég nennti að vísu ekki að mæta, en útskrifast engu að síður. Þar með lýkur formlegri háskólamenntun minni fyrir fullt og allt.

Efnisorð:

fimmtudagur, október 25, 2007

24

Sjöunda þáttaröð 24 hefst í janúar. Hér má sjá glænýjan trailer. (Via Gummijoh)

Sjálfur hef ég alltaf verið Tony Almeida, en ég dó náttúrulega í 5. seríu í höndunum á Jack Bauer (sjá mynd)!

Þetta verður sko eitthvað.

Efnisorð:

miðvikudagur, október 24, 2007

Minesweeper - The Movie

Þetta fannst mér fyndið.
Fólk verður samt að hafa spilað minesweeper.

Efnisorð:

mánudagur, október 22, 2007

Andfótbolti

Ný síða hefur farið í loftið: Andfótbolti.

Efnisorð:

sunnudagur, október 21, 2007

Fleipitungulaust

Kastljósið á föstudaginn: Heiðrún Lind vs Óskar Bergsson.

Þvílík leiðindi og bull, allt þar til Heiðrún Lind kastaði fram nýyrðinu: Fleipitungulaust.

Ætli það sé kannski fleypitungulaust?

Efnisorð:

föstudagur, október 19, 2007

Barnalandið...

Það er agalegt þegar maður dettur í barnalandið, en það gerist einstaka sinnum, t.d. þegar maður er að reyna að selja málningargalla.

Í dag sá ég tvær þarfar umræður:
a) Ef maðurinn þinn hefði verið í fríi í dag og...
b) Sofa hjá ókunnugum fyrir 500 millur?

Efnisorð:

fimmtudagur, október 18, 2007

Linkar

Linkarnir á þessi síðu eru í algjöru rugli. Ég stefni á að taka til í þessu á morgun.

Hér er linkur sem má ekki gleymast: Heeeeemmmmi Gunn.

Einnig er talið að Andfótbolta síðan muni verða einn mesti hittari ársins.

Efnisorð:

miðvikudagur, október 17, 2007

TV

Það liggur við offramboði á frábæru sjónvarpsefni þessa dagana. Þetta er helst:
a) Californication. David Duchovny leikur töffara í LA nútímans. Sýnt á Showtime í USA sem þýðir ekkert blur og ekkert bíb. Strákar, þessi er fyrir okkur.
b) Entourage. Annar snilldar strákaþáttur frá HBO. Að vísu er hann kominn í enn eitt fríið, en ég bíð alltaf spenntur eftir næsta þætti.
c) The Office. Einfaldlega bestu þættirnir í sjónvarpi í dag, með fullri virðingu fyrir öðrum þáttum.
d) Flight of the Conchords... eoe og gummijóh hafa áður bloggað um þessi þætti. Skemmtilegir þættir, tónlist og stuð.
e) Prison Break - season 3. Þessir þættir eru alveg að fá á sig Lost-stimpil, en þeir fá að lifa aðeins lengur þar sem Scofieldinn er töffari.
f) Dexter. Hann er mættur aftur; Dexterinn.
e) Næturvaktin. Mér finnst þessir þættir heldur að dala. Það vantar herslumuninn og einhvern ferskleika.

... svo er Jack Bauer víst á leið í fangelsi, og því spurning hvað gerist með 24 í janúar!!!

Efnisorð:

Landsliðið í fótbolta...

Ef allt er svona þokkalega eðlilegt í kollinum á þeim sem stjórna landsliðinu, þá hafa eftirtaldir leikmenn hér með spilað sinn síðasta landsleik:
1. Árni Gautur
2. Brynjar Björn
3. Arnar Þór Viðars
4. Kristján Örn
5. Ármann Smári

Svo er alltaf spurning með hann Patrick Ewing/Barry Manilow.

Efnisorð:

þriðjudagur, október 16, 2007

USA - golf (bestu bloggin)

Frábær ferð að baki. Þetta var golfferð - fyrst og fremst - skrifum því um golf.

Við Óli spiluðum 7 daga í röð. Aldrei áður hafði ég spilað svo mikið sem 2 daga í röð, þannig að þetta tók á. Hér er recap:

Laugardagur: Wicked Stick. Simmi og Biggi spiluðu með okkur, eða gegn okkur. Ryder - USA vs. Evrópu. Þeir tóku okkur með 2 punktum, en það var spenna allt fram á síðustu holu. Spilamennska almennt fremur slök, brautir blautar og grín erfið. Local verð = $50.

Sunnudagur: Indigo Creek. Biggi kom með okkur. Skins-leikur, 3 bjórar undir á hverja holu. Ég var að spila illa og kom illa útúr þessari keppni. Ágætis völlur. Verð = $60.

Mánudagur: Arrowhead. Ég bjó eitt sumar við þennan völl, og því var ég næstum á heimavelli. Spiluðum með tveimur pappakössum úr SDGA golfskólanum. Þetta er glæsilegur 27 holu völlur. Ágætasta spilamennska á okkur þennan daginn. Local verð = $40.

Þriðjudagur: Shaftsbury Glen. Fáránlega erfiður völlur. Langur, öll grín upphækuð, varin með sandgryfjum, PGA pinnastaðsetningar, 30 stiga hiti. Þetta var bara spurning um að sleppa lifandi af vellinum. Verð = $75.

Miðvikudagur: TPC Myrtle Beach. Einn af þremur 5 stjörnu völlum í Karólina ríkjunum. Frábær völlur. Spilaði minn besta hring og var á 93 höggum. Special deal = $70.

Fimmtudagur: TPC aftur. Spilamennskan ögn verri, en engu að síður skemmtilegur hringur. Mill McKay, meðlimur í klúbbnum, spilaði með okkur.

Föstudagur: World Tour. Margar af frægustu golfholum heimsins á einum stað. Þetta var sko eitthvað. Önnur Ryder keppni, og aftur unnu heimamenn. Naumur sigur, en sigur.

Það tekur á að spila golf, ólíkt því sem margir halda, og að gera það 7 daga í röð í 25-30 stiga hita og sól er heilmikið púl, enda tók það mig svona hálfa mínútu að meðaltali að sofna, og það að meðaltali fyrir klukkan 23:00.

Golf er líka svona 75% andlegt. Fyrri hluta ferðarinnar var ég að dræva vel, en slá illa með járnum og pútta eins og blindur bavíani. Um miðbik ferðar var ég farinn að dræva frekar illa, slá mjög vel með járnum og pútta sæmilega. Undir lokin var svo dræverinn algjörlega úti í L-slæsi, járnin hingað og þangað, en púttin býsna góð. Svona er þetta stundum. Frábær íþrótt samt, þrátt fyrir mótlæti á stundum.

Kv,
Haukswood.

Efnisorð:

þriðjudagur, október 09, 2007

Update...

Golf fjorda daginn i rod!
Spiludum faranlega erfidan voll i dag, og tad var hitamet.

Tetta er gaman!

Gaaaa-man.

Efnisorð: ,

föstudagur, október 05, 2007

Liverpool

T- 8 klst.

Það er alveg týpískt að í gær var mér boðið á leik Liverpool og Tottenham um helgina. Anfield. Ég býst við tilþrifalitlu 0-0 jafntefli.

Reyndar hef ég aldrei farið á Anfield, og í rauninni aldrei verið nálægt því, en sá dagur kemur. Núna er málið hins vegar golf. Golf golf golf.

Efnisorð: , ,

fimmtudagur, október 04, 2007

Ryder

Spennan er orðin áþreifanleg. Ólevik er m.a.s. hættur að vinna svo hann kúki ekki í buxurnar af spenningi.

Fyrsta mót er eftir rétt rúmar 48 klst, Ryder Cup 2007 á Wicked Stick.

Lið Evrópu: Haukswood og Olevik.
Lið USA: Biggington og Simmelman.

Líklegir sigurvegarar: Evrópa.
Líklegir looserar: USA.

Efnisorð:

miðvikudagur, október 03, 2007

Nöfn...

Frá því að ég man eftir mér hef ég verið að gefa fólki nöfn, þar með talið sjálfum mér. Ég er t.d. Hagnaðurinn, en ég er líka Hauger Woods og fleira. En ég þarf líka alltaf að vera einhver.

Eftir að gítarævintýrið hófst fór ég að velta fyrir mér mögulegum gítarnöfnum. Hvaða gítarspilari er ég?

Ég er Messi í fótbolta.
Ég er Kobe í körfu.
Ég er Pete Sampras í tennis.
Ég er Hauger í golfi.
... og lengi vel taldi ég mig vera Haullagher á gítarnum.

En ég er kominn með þetta. Ég er Haupflerinn! Hver annar gæti ég verið?

Efnisorð:

mánudagur, október 01, 2007

Myrtle Beach...

Við Óli erum á leið til Myrtle Beach eftir 4 daga.
10 daga golfferð framundan. Það er rétt, tíu dagar! Útskriftarferðir eiga að vera langar.

Hvað vitum við?
* Við fljúgum til Baltimore á föstudaginn og keyrum suður eftir (8 tíma keyrsla). Gistum væntanlega á leiðinni.
* Spilum á Wicked Stick á laugardaginn eftir hádegi.
* Veðurspáin er svona: 26-30 á celcíus.
* Við munum gista hjá Biggington sjálfum. Hann er í Coastal Carolina University, þaðan sem við Óli útskrifuðumst.
* Einnig munum við sækja Simma Sig og fjölskyldu heim. Hann er í MBA námi í Coastal. Það eru væntingar um brunch á sunnudag.
* Við munum spila á TPC Myrtle Beach á miðvikudaginn klukkan 08:44 am.
* Við ætlum að spila á World Tour vellinum, 27 holur.
* Líklega verður farið á fótbolta og football leik með Coastal liðunum. Ég spilaði fótbolta með Coastal á árunum 1999-2001.
* Við munum drekka nokkra bjóra.
* Borða nokkra hamborgara.
* Syngja nokkur lög í karaokí.
* Versla smá.
* Og fleira.

Ég hlakka ofboðslega mikið til.
Þetta er mín fyrsta golfferð, og mig grunar að þetta verði ekki sú síðasta.

Efnisorð: ,