fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Hvort --- Eða ???

Hvort hlakkar ykkur til að fara í próf?

- - - - - Eða - - - - -

Kvíðir ykkur fyrir?

Ég hlakka til.
Nýtt í músík...

... var að fá lánaðan nýjan disk á netinu. Þetta er diskur sem heitir 0 (núll) og er með Damien Rice.

Alveg finnst mér hann vera frábær. Akkúrat sem mig vantaði svona rétt áður en prófin byrja. Það er soldill David Gray þarna enda báðir Írar með kassagítar. En þessi Damien er miklu betri en Gray-arinn. Ekki smurning.

Ef þið viljið hljóðdæmi, þá mæli ég með laginu "Cold Water"... alger perla. Og hlustið á sjávarniðinn í bakgrunninum.... þvílík ró....

Þetta var músík - Hagnaður.

Fyrirlestur á morgun...

Ég hlakka til,
Hagnaðurinn
Í dag er Þakkargjörðardagurinn (e. Thanksgiving Day)....

Sá siður vestan hafs að halda þakkargjörðarhátíð í lok nóvember og borða kalkúna er vel þekktur. Þakkargjörðin er í raun uppskeruhátíð haustsins og sem slík þekkt víða um heim. Sagan segir að Elísabet Englandsdrottning hafi á 15. öld komið á þeim sið að hafa gæs í aðal þakkargjörðarmáltíðinni. Þegar pílagrímarnir komu til Ameríku héldu þeir að sjálfsögðu áfram að hafa uppskeruhátíð á haustin. Þar var hins vegar lítið um gæsir en þess meira af villtum kalkúnum. Þar með varð kalkúnninn aðalrétturinn í þakkargjörðinni.

Lincoln Bandaríkjaforseti ákvað að gera Þakkargjörðardaginn að almennum frídegi árið 1863. Franklín Roosevelt forseti færði daginn fram um eina viku árið 1939, og ákvað að hafa hann síðasta fimmtudag nóvembermánaðar. Þar hefur hann verið síðan. Í Kanada er Þakkargjörðardagurinn einnig haldinn hátíðlegur.


Ég mun halda þennan dag hátíðlegan eins og sönnum Íslendingi sæmir.

Einnig stefni ég á það að gefa frí í skóla á Martin Luther King day og gera Independence Day að sérstökum hátíðardegi hér á landi.

Þegar hefur Valentínusardagurinn ruðst inn í íslenska menningu.

Aðrir dagar verða teknir til rækilegrar skoðunar innan tíðar.

Til hamingju með daginn,
Hagnaðurinn

miðvikudagur, nóvember 26, 2003

Stiftamtmaður...

Ég hringdi inná Rás 2 áðan og vann 2 miða á Megasukk næstkomandi sunnudag á Gauki á Stöng. Ertu maður?

Hagnaðurinn
Autoreply hefur borist frá Andrew:

Greetings all:

I am still traveling a fair bit. While I am trying to stay current with the winery,
Jen and I are covering a fair number of charity requests which we enjoy immensely.
Please check with www.FirestoneWine.com for the store appearances if you would like
to meet us and learn a little about the wines. No guarantee that Jen will be there,
though she has joined for several.

Regards,

Andrew


Hagnaðurinn á svo von á betri og skýrari svörum innan tíðar.
Hver veit nema umboðið verður mitt?

þriðjudagur, nóvember 25, 2003

Hi Andrew

I really liked you on the show Bachelor, which recently was aired here, and it got me interested in your family wines. You have beautiful vineyards and I´m confident that your products are excellent.

So I went looking for your wines but unfortunately they are not sold here. So I was wondering if you could do something about that and contact our dealers here.

Email: atvr@atvr.is
Homepage: www.atvr.is

I´m sure that it would be a great success.

Say hi to Jen and take care.

Best wishes,
Haukur Hauksson

föstudagur, nóvember 21, 2003

Var að senda inn spurningu á Vísindavefinn.

Hún var svohljóðandi:
Er þythokkí íþrótt?

Ég krefst svars hið fyrsta.

Hagnaðurinn
Skemmtilegt...

Sá skemmtilegt opið bréf í Mogganum í gær frá Þórólfi Árnasyni borgarstjóra til Þorleifs, gamla kennarans míns í sögu í MS.

Þetta kom svo í Mogganum í dag.

Þorleifur var einn skemmtilegasti kennarinn minn í MS. Hann er líka pabbi Vernharðs júdókappa, en það er önnur saga.

Einu sinni vann ég þrælkunarvinnu fyrir Þorleif. Þá fékk hann nokkra stráka úr bekknum til að hreina úr kjallaranum heima hjá honum. Það var ríkulega launað með bjór og flatbökum. Einnig leyfði hann okkur að hlusta á tregafulla gyðingatónlist.

Núna í vor bauð hann okkur öllum síðan í kaffi. Við skoðuðum kjallarann góða og borðuðum kökur.

Það var gaman.
Hagnaðurinn

fimmtudagur, nóvember 20, 2003

Napoli voru rétt í þessu að leggja Ternana 2-1 á heimavelli.

Við förum upp í ár.

Hagnaðurinn
Ég kem sjálfum mér á óvart...

... var að taka þátt í smá kvissum hérna.

Niðurstöðurnar voru sláandi:
USA... 119/150
Europe... 98/111
Canada... 35/39
World... 33/33

Þetta er einkunn uppá 8,5.

Ásættanlegt?

Veit það ekki.
Hagnaðurinn
Vildi bara minna Ox á ....

... að Lakers tóku nærbuxnadrengina sem kenndir eru við Holland og Nýju Jórvík í þurrt rassgatið í gær.

Hagnaðurinn

miðvikudagur, nóvember 19, 2003

Bara til að minna mig á ....

... að lesa þetta á morgun.

Hljómar allavega áhugavert.

Hagnaðurinn

þriðjudagur, nóvember 18, 2003

Hvað er betra á þriðjudagskvöldi...

... en að sitja með bjór í annari, nachos með paul newman´s sósu í hinni, hlusta á Jeff Buckley í eyrunum og henda saman einni ritgerð?

Er von maður spyrji?

Hagnaðurinn

mánudagur, nóvember 17, 2003

*** Lakers ***

Þá hafa tilvonandi meistarar unnið 3 leiki í röð eftir að hafa tapað tveimur í röð á undan því. Sannir meistarar láta ekki smávægileg óhöpp hafa áhrif á langtímamarkmið. Hinir fjórir fræknu láta ekkert stoppa láta ekkert stoppa sig.

Það eina sem gæti stoppað þá er að Jón Arnór komist af meiðslalistanum og fari að gera einhverjar gloríur. En er það líklegt?

*** Bankarán ***
Það var framið enn eitt bankaránið áðan. Hnífi var beitt. Hvernig væri að fjárfesta í einum haglara á hvert útibú. Bankarnir ættu nú að eiga fyrir því.

Suss og svei.

Hagnaðurinn
Nauj Nauj Nauj...

... er ekki Trukkalessan bara fundin....

Hagnaðurinn

sunnudagur, nóvember 16, 2003

Hér sérðu Línu Langsokk...

... trallalalalalalalala. Fór með Hörpu og Degi Tjörva frænda í leikhús áðan á Línu. Þokkaleg skemmtun. Meira barna gaman samt. Ég sofnaði samt ekki, sem er ágætt.

Hann skemmti sér mjög vel.

Heilræði til foreldra: ef krakkinn þinn grenjar svo hátt að það heyrist ekki í leikurunum, farið þá með krakkann út úr salnum.

Hagnaðurinn
Brá mér í keilu í gær....

... ásamt nokkrum félögum. Fínasta ferð í alla staði nema helvítis trukkalessan.

Það var sem sagt einhver stelpa á næstu braut með pabba/ástmanni sínum. Allt í fínu með það og var hún að spila sæmilega keilu af kvenmanni af vera. En það sem verra var var g-strengur stúlkunnar. Fólk á ekki að vera að sýna leyndarmál Viktoríu þegar það er vaxið eins og trukkalessa.

Alltaf þegar hún gerði líklega til að sveifla hendinni fóru lágskornu buxurnar hennar heldur lágt og g-stengurinn blasti við í öllu sínu veldi. Hann var reyndar fallega bleikur, en þetta mátti alveg missa sig.

Eða hvað?

Hagnaðurinn

föstudagur, nóvember 14, 2003

Ég skeindi mér áðan með bleikum klósettpappír...

... það er ekki frábrugðið að skeina sér með öðrum klósettpappír.

Hagnaðurinn

fimmtudagur, nóvember 13, 2003

Móðir mín á afmæli í dag...

... vill ég óska henni til hamingju með daginn.

Hagnaðurinn

Hvernig ætli sé að vera meðaljón...

... en þó hvorki ljón né jón. Endar maður ekki bara á kleppi að borða meðal?

... erum við ekki öll dauð til langs tíma litið?

... halda allir meðaljónar með Man Utd. og finnst Gísli Marteinn frábær?

Þetta eru allt spurningar sem ég þarf svör við.
Hagnaðurin
*** Loksins Loksins ***

Hagnaðurinn er að detta í stuð.
Nú er allt heldur betur að fara á fullt. Það er búið að vera mikið að gera í skólanum so far, en nú fyrst fer virkilega að reyna á. Ég fagna því. Ég er að fara að komast í fílínginn sem ég var kominn inná þegar ég var í Coastal. Svefninn er farinn að minnka, lesturinn að aukast.
Ég þruma frá mér verkefnum, bruna í gegnum heilu kaflana, og er á leiðinni að masters excel.
Ofan á þetta bætist svo mikið álag í kennslunni uppí THÍ. Þar er fólk í tómu fokki. Hagnaðurinn til bjargar.

Þetta er gaman. Það er leiðinlegt að fara einhvern meðalveg. Það er leiðinlegt að vera í skóla til að ná. Alltaf að stefna í hæstu hæðir, og þó að það gangi kannski ekki alltaf upp, þá reyndi maður allavega.

Þeir uppskera sem sá.
Þeir fiska sem róa.
They fish who ró.

Þetta var mitt framlag.
Ég er kominn með svefngalsa.
Hagnaðurinn

ps. Ég heimta söguna með Hanna....

miðvikudagur, nóvember 12, 2003

þriðjudagur, nóvember 11, 2003

Það er svo mikið að gera að mig verkjar í heilann.

... ætli þetta sé svipað og lesa nýjasta ævintýrið um undradrenginn Harry?

Hagnaðurinn

mánudagur, nóvember 10, 2003

Ef einhver getur bent mér á síðu með lógískri útskýringu á Matrix trílógíunni, þá er það vel þegið.

Þið megið svo vera duglegri að commenta hér.

Hagnaðurinn

sunnudagur, nóvember 09, 2003

*** Liverpool ***
Nei, andskotans djöfulsins helvítis andskotans helvíti djöfull. Rekum hjartaveika franska gerpið, seljum nokkra aumingja eins og Heskí, og förum að kaupa almennilega leikmenn. Svo má alveg fara að múta dómurunum eins og önnur lið eru augljóslega að gera. Þetta var hneyksli í dag. Andskotinn.

*** Matrix ***
Ehhhhhhhhh .. ha?
Ummmmmmmm.. hver?
Gúgúlígú.. smúll.
Nnnnnnnnnn.. hvernig ?
86/100*

Hagnaðurinn
*** Þrítugsafmæli ***
Ég fór ásamt Hörpu í afmæli hjá henni Guðrúnu Gísla. Guðrún var með okkur útá Myrtle Beach. Hún er strætóbílstjóri, móðir og algert kjarnakvendi. Þetta var svo sannarleg glæsileg veisla sem á eftir að fara í sögubækurnar. Vel veitt af mat og drykk, fullt af góðum og gömlum félögum og stemningin í fyrirrúmi. Svona eiga veislur að vera. Langar mig að þakka alveg kærlega fyrir mig.

*** Lakers ***
Það hlaut að koma að því að við töpuðum einni orrustu. Það er svo sem í lagi að tapa Póllandi ef stríðið mun vinnast. Við tökum Normandí fram yfir Perluhöfn. Mínir menn voru þreyttir eftir erfiðan leik kvöldið áður gegn Spurs þar sem það var tvöföld framlenging.

*** Skemmtilegt ***
Ned: Phil? Phil Connors? Phil Connors, I thought that was you! Now don't you tell me you don't remember me 'cause I sure as heckfire remember you!
Phil: Not a chance.
Ned: Ned! ...Ryerson! "Needlenose Ned"? "Ned the Head"? C'mon, buddy! Case Western High! I did the whistling belly-button trick at the high school talent show? Bing! Ned Ryerson, got the shingles real bad senior year, almost didn't graduate? Bing, again! Ned Ryerson, I dated your sister Mary Pat a couple of times until you told me not to anymore? Well?
Phil: Ned Ryerson?

Meira?
Hagnaðurinn

föstudagur, nóvember 07, 2003

*** Lakers ***
Hvað er betra á föstudagsmorgni en að lesa á netinu að Lakers hafi tekið meistarana í Spurs í bakaríið. Kobe með 37 og Shaq með 35 og 20.

5-0.... þetta er rétt að byrja.

*** Hagnaður ***
Já, í dag verður svo sannarlega hagnaður. Ég hef sjaldan haft jafn mikið að gera, og þannig á það að vera. Kennsla frá 12-19. Frá THÍ uppá Bifröst. Hagnaður í hverju horni.

NPV, IRR, MIRR, er þetta ekki skirr?

*** Liverpool ***
Sá þá á Players í gær. Reyndar voru þeir í landinu þar sem Fram er "langvinsælasta" liðið. Aðstæður voru ekki góðar. Leikurinn var ekki góður. Úrslitin voru ágæt. Reykingalykt af fötunum mínum. Same old same old.

En Carlsberginn var til mikillar fyrirmyndar.

Er Lalli Johns fyrirmynd?

Hagnaðurinn

miðvikudagur, nóvember 05, 2003

Bró.

Nýr Kobe...
*** DVD ***
Þá er það ákveðið. Ég mun fá DVD – spilara frá sjálfum mér í jólagjöf. Langar mig því að þakka fyrir mig núna. Takk Hagnaður. Veit reyndar ekki hvernig spilari þetta verður, en hann verður örugglega alltílæ.

*** Lakers ***
Told you so. Lakers unnu í gær (nótt). Tókum Bucks á lokasprettinum, og Kóngurinn Kobe reddaði þessu fyrir okkur með stórleik. Ekki í fyrsta skipti og örugglega ekki í það síðasta.

*** Veðrið ***
Veðrið núna er betra en það hefur verið áður (þá er ég að tala um langtímameðaltöl). Samt kvartar fólk sem aldrei fyrr. Hvernig væri að fara að sætta sig við það sem maður getur ekki breytt. Maður sagði við mig í Nettó í gær: “Það er farið að kólna”. Ég sagði bara “já”. Hvern andskotann annað gat ég sagt. Talaði ekki meira við þann mann, enda leit hann út eins og útigangsmaður. Ég er löngu búinn að sætta mig við að vera koparbrúnhærður.

*** Raunsæi ***
Var að velta því fyrir mér hvort ég væri raunsær. Ég hef til dæmis varpað því fram að Lakers muni vinna 75 leiki á þessu tímabili. Er það kannski meira í ætt við Jónas og hans rómantík? Kannski ekki, en ég tel mig samt vera ofur raunsæan mann. Það er ágætt að taka hlutunum með stóískri ró. Nema þegar maður er negatívur.

ARBITRAGE,
Hagnaðurinn

þriðjudagur, nóvember 04, 2003

Komiði sæl...

*** Enn vinna Lakers ***
Einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að ég muni skrifa þessi orð ansi oft í vetur. Ég er reyndar farinn að gæla við það að skiptin verði ca. 75. En tíminn mun leiða það í ljós. Kobe að standa sig eins og hetja og feitilíus er ekki svo slæmur. Elskum náungann.

*** Matur ***
Ætla að prófa nýjan veitingastað núna í hádeginu. Sá staður heitir Asía. Reyndar hef ég ekkert sérstaklega góða reynslu af oriental veitingastöðum en hún Gulla systir mælti eindregið með þessum stað. Og þá sérstaklega í hádeginu, því þá eru svo góð tilboð. Ávallt Hagnaður. Vonandi verð ég ekki kominn uppá slysadeild seinni partinn til að gefa annað saursýni. Það er brutal andskoti.

Hagnaður skiptir máli,
Hagnaðurinn

sunnudagur, nóvember 02, 2003

*** Dauðadómur ***
Þjóðin kaus yfir sig dauða og viðbjóð í beinni útsendingu á föstudag. Hvernig fólki datt í hug að kjósa þessa ljóta leiðinlegu druslu frá Akureyri er ofar mínum skilningi. Ædol Smædol segi ég nú bara. Slær þó ekki út mistökin þegar hinn svokallaði Reykjavíkur Listi komst til valda hér í borg. En ég sá Megas á laugardaginn. Ég mætti honum á götu niðrí bæ. Hann virkaði þreyttur. Ég var þunnur.

*** Liverpool ***
Ég horfði á Fulham – Liverpool í dag. Mínir menn virkuðu rosalega ósannfærandi í þetta skiptir og ég held að enginn hafi verið verri en Owen. Samt alltaf gaman að vinna þegar maður á það ekki skilið.

*** Lakers ***
Sigurgangan heldur áfram hjá Lakers. Fátt sem kemur á óvart þar. Kobe er snúinn aftur. Skilst að hann hafi verið frekar rólegur í sókninni. En hann reddaði okkur í lokin. 80 leikir eftir. Ég held við vinnum svona 70 af þeim.

*** Negatív greindarvísitala ***
Áfengi var haft um hönd á föstudaginn. Reyndist það vera hin besta skemmtun að venju. Alls konar fáránlegir hlutir voru framkvæmdir að venju og ekki í frásögur færandi. Svo á laugardaginn hjálpaði ég bróður mínum að flytja. Það var ekki gaman.

*** Framarar***
Þeir hafa ráðið þjálfara. Útlendingur. Hann vill meistaratitil innan 3 ára. Frekar svartsýnn segi ég. Þegar hlutafélagið byrjaði átti að vinna titil innan árs og komast í 3.umferð í Evrópukeppninni líka og selja leikmenn fyrir tugi milljóna. Hvernig væri að finna einhvern þjálfara með metnað?

*** Dreifni – Samdreifni Fylki ***
Ég er að vinna að einhverju rosalegu verkefni í Eignastýringu. Ég er farinn að tala í orðum sem fáir skilja. Framfall. Dreifni. Samdeifni. Staðalfrávik. LIBOR. Solver. Þetta er allt mjög spennandi.

Þetta var helst þessa helgina.
Hagnaðurinn