föstudagur, október 03, 2003

Í keilu fyrir Columbine....

... já, var að horfa á þá mynd ... loksins. Eða hvað?

Ég var aðallega búinn að heyra að þetta væri frábær mynd og hann sé rosalega sniðugur og blablabla. Þó hafði ég einnig heyrt að þetta væri bara bull og hann væri að fara frjálslega með staðreyndir.

Sama hvort er, þá er ljóst að hraunaði nokkuð vel yfir bandaríkjamenn og sérstaklega Charlton Heston. Er hann ekki annars dauður kallinn? Allavega fór hann ekkert sérstaklega hratt yfir þegar hann flúði úr viðtalinu.

En mér fannst þetta bara nokkuð góð mynd, allavega áhugaverð, og mörg skemmtileg viðtöl við heilalaust lið. Besta mynd sem ég hef séð? Neh, ætli það. Samt með betri heimildarmyndum.

Hendi í hana 76/100*.

Annars langar mig að sjá þessar myndir sem nú eru á leigum bæjarins:
Confessions of a dangerous mind.
The pianist.
Punch drunk love.
Og einhverjar aðra.

Viðskiptablaðið fer að kalla.

Helgi,
Hagnaðurinn