föstudagur, mars 31, 2006

Nobody fucks with the Jesus...

... og í kvöld er fyrirhugað að fara út að borða á TGI Fridays, og svo í Keiluhöllina Öskjuhlíð í framhaldinu.

Félagsskapur: Myrtle Beach strákarnir.



... 'til it goes 'click' ...

fimmtudagur, mars 30, 2006

Kobe...

þriðjudagur, mars 28, 2006

Spá kvöldsins...

Arsenal - Juventus: 2-1
Henry (2) - Cannavaro

Benfica - Barcelona: 1-3
Beto - Eto'o (2), Ronaldinho (víti)


Annars er ég enn með kraftmikla eyrnabólgu, og er auk þess orðinn hálf-heyrnarlaus á hægra eyranu (án gríns!). Posted by Picasa

mánudagur, mars 27, 2006

John Mason...

George Mason er kominn í Final Four, þrátt fyrir að hafa látið lífið í 2.seríu 24, þegar hann bjargaði 'hundreds of thousands of people'.

Blessuð sé minning hans. Hann var sönn hetja.


John Mason er hins vegar enn í fullu fjöri. Samband Mason feðganna var aldrei sérlega gott, og hinn ungi John var mjög sorgmæddur þegar hann kvaddi föður sinn í hinsta sinn (sjá mynd).

George arfleiddi John að 'couple hundred thousand'. Það varð til þess að John hætti í pylsubílnum og gerðist áhættufjárfestir. Hann er meðal annars búinn að græða vel á íslenska markaðnum, en var samt snjall og stökk útaf markaðnum rétt áður en bréfin tóku að lækka!

Áfram George Mason.
Áfram John Mason.

Púúúú á Framsóknarflokkinn....

sunnudagur, mars 26, 2006

Gamall óvinur lætur á sér kræla...

Í gær fór ég á læknavaktinu og var greindur með eyrnabólgu; í hægra eyranu. Samkvæmt móður minni var eyrnabólga fastur gestur í mínum eyrum á mínum yngstu árum, en síðast fékk ég hana á þriðja ári.

24 árum seinna kemur hún svo aftur.

Læknirinn skrifaði uppá vikuskammt af pencillini, sem var uppgötvað snemma á síðustu öld af John Penicillin. Einnig tók ég dollu af Íbúfeni, framleiddu af Actavis.

Ég er allir að koma til og verð vonandi orðinn leikfær á morgun. Níu dagar nonstop af veikindum og bulli er fínn árs-skammtur. Reyndar tel ég að áfengisneysla og illa ígrunduð dansspor föstudagsins hafi ekki hjálpað til.

************************

Lengi hef ég talið að það að lyfta lóðum og þvo bíla sé með því leiðinlegra í þessum heimi. Mér skjátlaðist!

Það að mála milli pípilagna (með eyrnabólgu í hægra eyranu) er mun leiðinlegra...

************************

Annars ætla ég halda með UCLA í háskólaboltanum, þrátt fyrir ljóta búninga. Ástæðan er að Jack Bauer nam ensku þar, seint á síðustu öld. Duke er samt mitt lið, það er klárt...

Kveðja,
Hagnaðurinn

laugardagur, mars 25, 2006

Lidol...

Í gær var Landsbanka-Idol, svokallað Lidol.

9 lög tóku þátt, og var G.S.M. okkar framlag. Hann umbylti sér í gervi Elvis og flutti Suspicius Minds af yfirvegun, en með tilþrifum. Framlag Gunnars féll hins vegar í grýttan jarðveg meðal dómnefndar.

Sigurlagið var hress útgáfa af Footloose með Kenny Loggins. Jájá.

*************************************

Eftir fjör og nokkur vel valin dansspor á NASA lá leiðin fyrst á Rex, og svo á Oliver. Rex er handónýtur staður. Oliver er algjört prump líka. Ég stoppaði stutt við, og ræddi við nokkra. Meðal annars voru þarna gamlar bekkjarsystur úr Seljaskóla, auk þess sem ég ræddi lítillega við þennan mann. Sérstaka athygli vakti þessi setning frá honum:

"Að halda með Duke er eins og að halda með Chelsea!"

Vóóóóó....

Veikindi...

Ég er búinn að vera með kvef alla vikuna. Svo vakna ég í morgun, og er kominn með einhvern mesta eyrnaverk sem ég hef fengið í langan langan tíma. Djöfull er þetta vont.

Hálsbólga + eyrnabólga + snefill af þynnku = ekki góður kokteill

áááááááá

Woyzeck - dómur

Á fimmtudaginn fór ég ásamt Hörpu á Woyzeck á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu. Miðaverð = 2900 kr.

Fyrir sýninguna spurði ég Hörpu: "Er þetta söngleikur, drama eða grín, eða bara eitthvað acrobatic dæmi?" Harpa vissi það ekki frekar en ég!

Fljótlega kom í ljós að um drama var að ræða. Hins vegar er ég ekki alveg klár á því um hvað þetta var eiginlega. Það var eiginlega enginn söguþráður... hálfskrítið...

Sýningin hófst klukkan 20:00, og rétt um klukkan 21:15 fór tjaldið niður. "Jæja, komið hlé", hugsaði ég. Nei nei, þá var bara sýningin búin! Fólk stóð svo upp og klappaði nokkrum sinnum, eins og þykir voða flott í leikhúsi, sama hvort sýningin sé góð eða léleg.

Það er ekki svo að skilja að þetta hafi verið vond sýning. Þetta var temmilega áhugavert, leikararnir voru flestir ágætir, sviðsmyndin var rosalega flott, og þetta var mikið fyrir augað. En því miður var of lítið fyrir eyrað!

Hagnaðurinn

fimmtudagur, mars 23, 2006

Menning...

Jæja, það er leikhúsferð í kvöld á Woyzeck!

Veit að vísu eiginlega ekkert um þetta, nema að Nick Cave kom nálægt tónlistinni. En þetta hlýtur að vera hressandi og skemmtilegt, er það ekki.

En fyrst, Tapas barinn......

***************************************************
Betri helmingnum er þakkað fyrir að þola mig í 7 ár.
Sjö ár; það er slatti í poka.
Danke sjön.

Hagnaðurinn

miðvikudagur, mars 22, 2006

Skemmtileg frétt...

... um TPC Sawgrass golfvöllinn.

Árið 1985 stóð golftímaritið Golf Digest fyrir keppni á vellinum þar sem að áhugamaðurinn Angelo Spagnolo gerði sér lítið fyrir og sló 27 bolta ofaní vatnið áður en að talsmenn keppninnar skipuðu honum að nota pútterinn og pútta boltanum eftir göngustígnum að flötinni. Spagnolo gerði eins og honum var sagt að gera en hann lék holuna á 66 höggum og alls notaði hann 257 högg á 18 holum!

Sniðugt!

mánudagur, mars 20, 2006

Fjölgun mannkyns...

Nú hefur Kiddi Yo og frú fjölgaði mannkyninu um eina stelpu. Hagnaðurinn óskar þeim skötuhjúum til hamingju.

Þá eiga Baldur Knútsson og Svala von á strák. Framtíðar vinstri bakvörður landsliðsins, sem og harður Lakers-maður. Til hamingju með það!

Andrés Jónsson og frú eiga von á erfingja núna á næstu vikum. Óvíst er með kyn.

Sigga Pje og Torfi eiga von á stelpu? í júní/júlí!

... þá eigum við Harpa von á stelpu einhvern tímann á næstu 40 dögum. Gæti gerst í nótt, en mun þó aldrei verða síðar en 27. apríl. Spennan er vissulega nokkuð mikil, og allt orðið klárt hér í Hagnaðarsetrinu. Núna síðast vorum við að fjárfesta í þvottavél og þurrkara. Þá ætti allt að vera komið...

Nánari upplýsingar um mannfjölda Íslands má finna hér, og hér eru upplýsingar fyrir alla jörðina! World population er kannski ekki alveg lýsandi, því þá erum við um leið að útiloka fólk á öðrum pláhnetum, sem er kannski svolítið extreme; ég veit það ekki.

Allavega, ég er veikur,
Hagnaðurinn

sunnudagur, mars 19, 2006

Mars brjálæði...

Nýlega gerðist ég áskrifandi að sportpakkanum hjá Skjánum. Það var aðallega til að fá að sjá March Madness í bandaríska háskólakörfuboltanum. Undanfarna 3 daga hef ég horft mikið, og skemmt mér vel.

Í gær sá ég "mína menn" í Duke tryggja sér sæti í 'Sweet 16'. Þetta var 9 árið í röð sem 'Coach K' fer svona langt með liðið. Vel gert hjá mínum mönnum!

Í gærkvöldi sá ég svo hluta af leik Gonzaga og Indiana. Með Gonzaga leikur hinn glæsilegi Adam Morrison (sjá mynd), en hann er stigahæsti leikmaður háskólaboltans. Hann olli þónokkrum vonbrigðum fyrir leik sinn, en útlit hans sló í gegn.

Góðar stundir, góða skemmtun og góða helgi
Púúú á Framsóknarflokkinn,
Hagnaðurinn

fimmtudagur, mars 16, 2006

Viðskiptabann...

Ég er aðeins búinn að vera hugsa þetta Asíu-mál síðustu 9 1/2 klst.

Niðurstaðan er viðskiptabann sem tekur gildi þegar í stað.

Viðskiptabann segi ég.
Velkominn í hóp með Thai matstofunni, KFC, Papinos, Burger King og fleirum.

Svo bregðast krosstré...

Hinn rómaði veitingastaður Asía hefur nú hækkað hjá sér verðin á hádegismatseðlinum...

Svín í sambal kostaði áður 760 kr. en kostar nú 960 kr.
Súpan kostaði áður 670 kr. en kostar núna 890 kr.

Við erum að tala um 26-33% hækkun.

... mig klæjar í fingurna að skella á viðskiptabanni þegar í stað. Helvítis Asían, ég er illa svikinn.

Sægreifinn er málið!

**************************

Ég sá Erlu Gullhár áðan.
Gullhárið!!!
hahahahahaha

mánudagur, mars 13, 2006

Slök íþróttahelgi…

Liverpool lágu fyrir Arsenal á Highbury, 2-1.
Liverpool byrjaði illa, náðum svo slæmum kafla, og enduðu svo illa.
Dietmar og Sammi voru sýndir hægt.
Gerrard lagði upp tap-markið.

Barca töpuðu líka 2-1 á útivelli.
Lentu 2-0 undir áður en Larson minnkaði muninn.
Edmilson og Mottan með rautt.

Lakers byrja á því að vinna San Antonio á föstudaginn.
Svo tapa þeir fyrir slöku liði Sonics í kvöld.
Bryant, 8-29... úff

Það hefði toppað helgina hefði ‘Dinho fengið rautt. Þá hefðu allir mínir uppáhaldsmenn átt agalega helgi.

***********************

Sjálfur átti ég fína helgi.
Ég var til dæmis mjög góður í körfu á laugardaginn og fór illa með Glæponinn hvað eftir annað!
Eldaði einnig ljúffengar kjúklinga-fajitas á laugardaginn og einnig snúða á sunnudagsmorgun, og hlustaði á Johnny Cash spila fyrir glæpamennina í San Quentin á meðan.

Skemmtilegt hvernig þetta tengist.

***********************

Horfði á hina ágætu mynd Walk the Line. Phoenixinn mjög góður og aldrei þessu vant var Reese bara fín. Samt bara markaðsvigt, en yfirvigt í vel dreifðum kvikmyndasöfnum.

Góðar stundir...

laugardagur, mars 11, 2006

Jack Bauer...

- You can lead a horse to water. Jack Bauer can make him drink.

- If Jack Bauer was in a room with Hitler, Stalin, and Nina Meyers, and he had a gun with 2 bullets, he'd shoot Nina twice.

- If you wake up in the morning, it's because Jack Bauer spared your life.

- Upon hearing that he was played by Kiefer Sutherland, Jack Bauer killed Sutherland. Jack Bauer gets played by no man.

- Every time you masturbate Jack Bauer kills a terrorist. Not because you masturbated, but because that is how often he kills terrorists.

- Osama bin Laden's recent proposal for truce is a direct result of him finding out that Jack Bauer is, in fact, still alive.

- Jack Bauer once forgot where he put his keys. He then spent the next half-hour torturing himself until he gave up the location of the keys.

- Jack Bauer was never addicted to heroin. Heroin was addicted to Jack Bauer.

- 1.6 billion Chinese are angry with Jack Bauer. Sounds like a fair fight.

- Jack Bauer killed 93 people in just 4 days. Wait, that is a real fact.

- Jack Bauer doesn't miss. If he didn't hit you it's because he was shooting at another terrorist twelve miles away.

- Jack Bauer let the dogs out.

- Superman wears Jack Bauer pyjamas.

- Jack Bauer's favorite color is severe terror alert red. His second favorite color is violet, but just because it sounds like violent.

- If Jack and MacGyver were locked in a room together, Jack would make a bomb out of MacGyver and get out.

- Jack Bauer played Russian Roulette with a fully loaded gun and won.

- Lets get one thing straight, the only reason you are conscious right now is because Jack Bauer does not feel like carrying you.

- Jack Bauer got Hellen Keller to talk.

- When life gave Jack Bauer lemons, he used them to kill terrorists. Jack Bauer fucking hates lemonade.

- When you open a can of whoop-ass, Jack Bauer jumps out.

- Killing Jack Bauer doesn't make him dead. It just makes him angry.

- The quickest way to a man's heart is through Jack Bauer's gun.

- Jack Bauer can get McDonald's breakfast after 10:30.

- Jack Bauer is the leading cause of death in Middle Eastern men.

- People with amnesia still remember Jack Bauer.

- It would only take 1 bullet for Jack Bauer to kill 50 Cent.

- Jack Bauer once won a game of Connect 4 in 3 moves.

- Jack Bauer has been to Mars. That's why theres no life on Mars.

- When the boogie man goes to sleep, he checks his closet for Jack Bauer

- Simon Says should be renamed to Jack Bauer Says because if Jack Bauer says something then you better fucking do it.

Góðar stundir,
Hagnaðurinn

fimmtudagur, mars 09, 2006

Sægreifinn...

Í hádeginu í dag fór ég á Sægreifann ásamt Hörpu, Gullu systur og vinnufélaga hennar (Steini og Helga komu aðeins seinna, en lögðu ekki í þetta).

Ég fékk mér humarsúpu, ásamt brauði og vatni. Ábót á súpuna var innifalin. Verð = 650 kr.
Súpan var ágæt, nokkuð bragðmikil, sérstaklega heit, en samt nokkuð þunn; vantaði rjómabragðið. Einn humarhali fylgdi með hvorri umferð. Brauðið var örugglega 1 dags gamalt snittubraut (hefði mátt vera nýtt). Vatnið var gott. Gulla, sem er reynslubolti á þessum stað, sagði að þetta væri lakasta súpan sem hún hefur smakkað þarna.

Þetta var annars mjög sérstakur staður. Þetta er í rauninni bara eins og að borða inní fiskibúð; mjög furðulegt og erfitt að útskýra, en gaman að upplifa. Rás 1 í gangi í útvarpinu, myndir á veggjum af stórum fiskum, gamall maður (afi Gunnars Jarls?) færði okkur okkur súpuna klæddur í bláa gúmmíhanska, en samt í skyrtu og með bindi undir eldhús-svuntu.

Að loknum mat vorum við beðin um að skrifa í gestabók, sem við og gerðum.
"Það komu 18 manns hérna í hádeginu í gær, en ég gleymdi að láta þau skrifa í gestabókina," sagði gamli maðurinn við þetta tækifæri.

Auk súpunnar er boðið uppá skötusel og/eða hrefnukjöt á spjóti. Það leit fáránlega vel út hjá mönnunum á næsta borði. Gamli kallinn grillar þetta víst á gasgrilli, og færir manni ásamt kartöflusalati. Verð = 790 kr.
Ég ætla að prófa skötuselinn næst!

Ég mæli með Sægreifanum á Geirsgötu fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt og öðruvísi. Öðrum bendi ég á American Style og Nings.

Góðar stundir,
Hagnaðurinn

miðvikudagur, mars 08, 2006

Spá fyrir kvöldið... (uppfært)

Liverpool - Benfica:
Ég er ekkert sérstaklega bjartsýnn, en samt jákvæður. Lifrarpylsan mun dóminera, en óvíst hvort boltinn fari inn fyrir línu Benficu.

Spá:
1-0, framlengt. L'pool vinnur svo 2-0.
------------------------------------------

Arsenal - Real Madrid:
Það er erfitt að spá hvaða Arsenal lið mæti til leiks. Ef sama lið mætir og mætti á Bernabá, þá verður þetta svona 3-1. Annars gæti voðinn verið vís.

Spá:
3-1.
------------------------------------------

AC Milan - Bayern Munchen:
Ef Ballack er á leiðinni til Chelsea, þá tapa Bayern. Kaka setur 2.
Ef Ballack er á leiðinni í Barcelona, þá fer 1-1.

Spá:
2-0.
------------------------------------------

Lyon - PSV:
Hvað veit ég?

Spá:
2-1.

******************************

Liverpool dottið úr leik. "Féllu á eigin bragði" sagði Edgar Stiles. Nokkuð til í því. Selja alla senterana sem fyrst, takk fyrir.

Arsenal áfram í 0-0 leik. Nóg um færi.

Kaka setti eitt, og Ballack á leiðinni til Chelsea.

Lyon skemmtilegir.

Hálvitar kvöldsins:
#1 Oliver Kahn
#2 Ólafur Þórðarson
#3 Peter fokking Crouch

Góðar stundir og áfram Barcelona,
Hagnaðurinn

þriðjudagur, mars 07, 2006

Leikir kvöldsins... (uppfært)

Juventus-Werder Bremen:
2-1.

Right on target. Juventus voru ÓGEÐSlega heppnir. "Svona týpískt Juve", eins og maður segir.

Villareal-Rangers:
2-0.

Smá misskilningur með þennan leik. Heimamenn voru sterkari aðilinn, en voru klaufar upp við markið.

Barcelona-Chelsea:
Hólí móli. Þvílíkur leikur....
Hérna er smá tölfræði.
Líkleg byrjunarlið.

Spá:
Barcelona skora alltaf. Alltaf.
Chelsea munu ekki skora 3 mörk á Nou Camp... No Way, Jose!
4-1.

Barcelona skoraði, eins og ég sagði. Chelsea skoraði líka, en ekki 3 mörk, eins og ég sagði.
1-1 voru ekki sanngjörn úrslit.
Ég hata Chelsea og Terry er mongólíti.

Áfram fótbolti.
Áfram Barcelona.

mánudagur, mars 06, 2006

Humarsúpur...

Á laugardaginn, skömmu fyrir klukkan 4:00 pm að staðartíma í Stokkseyri, fór ég ásamt fríðu föruneyti á hinn heimsfræga veitingastað "Við Fjöruborðið", þar sem hljómsveitir eins og Foo Fighters og Nilfisk venja komur sínar.

Ég fékk mér "Humarsúpu sem aðalrétt".
Súpan var ljúffeng, bragðmikil, nokkuð þykk og innihélt 4 humarhala. Þetta var borið fram með brauði og sósum. Virkilega gott.
Verð=1690 kr.

------------------------------

Nú ganga sögur um aðra humarsúpu hjá Sægreifanum við Geirsgötu, á móti Hamborgarabúllunni. Þar mun vera hægt að fá afar góða humarsúpu, ásamt brauði, fyrir u.þ.b. 700 krónur.

Ég tel tilvalið að heimsækja Sægreifann í hádeginu á fimmtudaginn, en þá er einmitt boðið uppá Suðrænan Saltfiskrétt í mötuneytinu í vinnunni.

Hverjir eru klárir?

föstudagur, mars 03, 2006

Sumarbústaður um vetur...

... já, það er rétt.

Hagnaðurinn ætlar að bregða sér út fyrir stór-Reykjavíkursvæðið um helgina, og heiðra Selvík og suðurland allt með nærveru sinni.

Ég á von á nokkuð góðri skemmtun.

Góða helgi, allir saman,
Hagnaðurinn