mánudagur, október 06, 2003

*** Sunnudagur ***

Lærdómur
Í gær var reiknað soldið hér í Hagnaðarsetrinu. Í rauninni ekki í frásögur færandi nema að ég var að undirbúa smá kennslu. Er sem sagt að fara að kenna litlum hópi (kannski hópum) uppí Tækniháskóla. Námsefnið er fjármál fyrirtækja og líklegast einnig tölfræði. Fyrsta kennslustund er í dag.

Klipping
Ég hafði gert ráð fyrir klippingu þann 1. okt. eins og áður hafði komið fram. Niðurstöður könnunnar sem gerð var við þessi tímamót var svohljóðandi:
Halda áfram að safna 31%
Hverjum er ekki drullusama 27%
Ég vill sjá ljónsmakkann 15%
Annað fékk minna.


Ég valdi ekkert af þessu. Ég fór í 8% og tók snoðunina á þetta. Frumlegur já. Ég þakka þeim sem kusu en að venju tek ég ekkert mark á almúganum. Það var tekin myndasyrpa í kringum þessa klippingu og mun afraksturinn (orðaleikur !!) birtast hér á síðunni við fyrsta tækifæri.

Sjálfstætt Fólk
Sá hann Magga Skevíng í gær í imbanum. Virkar sem fínasti náungi og svo á hann líka flottan bíl. Kannski ég fari bara að vinna hjá honum. Gæti verið Hagnaður.

Í spilaranum
Dr. Hook – Cover of the Rolling Stone
Low
Lambchop
Arab Strap
Þetta er allt fín lærdómsmúsík. Já, og blogg-internet-sörf músík líka.

Þetta var sunnudagurinn,
Hagnaðurinn