þriðjudagur, ágúst 31, 2004

Veitingastaða-gagnrýni:

... fór með Viðari Keðju Guðjónssyni að borða í hádeginu. Fyrir valinu varð tælenskur staður sem heitir eitthvað. Hann er rétt hjá þar sem skipperinn var. Í hvítu litlu húsi.

... ég fékk mér kjúklinga-núðlu rétt með einhverri rauðri sósu og hnetum og grænmeti. Borgaði fyrir þetta 850 kr.

Þetta var vel útilátið hjá þeim, og var ég langt frá því að klára. Þetta byrjaði mjög vel, en eftir því sem leið á kássuna fór mér að lítast verr og verr á þetta. Hugsaði líklega of mikið um gamlar slæmar minningar frá Thai matstofunni í Faxafeni (en það er einmitt staður sem enginn á að fara á, og hefur hlotið ævilangt viðskiptabann).

Ég ætla ekki að setja viðskiptabann á þennan stað, þar sem ég hef bara prófað einn rétt, en verið er að skoða viðskiptaþvinganir.

Farinn á klóið,
Hagnaðurinn

mánudagur, ágúst 30, 2004

Heyrðu,

... nú fara hlutirnir fyrst að gerast. Bara rétt bráðum. Kem með update.

Hagnaðurinn

laugardagur, ágúst 28, 2004

Kvikmynd - Supersize me....

... það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum sem les blöð, horfir á sjónvarp, hlustar á útvarp eða les síður á veraldarvefnum að Mike Spurlock hafi verið hér á landi til að kynna nýjustu mynd sína, Supersize Me.

.. mynd þessi er hluti af bandarískum kvikmyndadögum í Háskólabíói.

Myndin fjallar sem sagt um gæja sem borðar eingöngu mat af McDonald´s í 30 daga í röð, 3 máltíðir á dag, og þetta er svona blanda af heimildar/áróðursmynd.

Sem slík er hún bara nokkuð góð. Myndin er gríðarlega skemmtileg, og Mike er mjög áhugaverður maður. Myndin er einnig áhrifarík; fær mann aðeins til að hugsa um hvað maður er að éta. En ég efa að maður hætti að borða skyndibita eftir þetta.

Ég efast um að maður sem myndi bara borða fisk í heilan mánuð myndi vera í góðu ástandi. Eða bara mjólkurvörur (um það er skrifað í föstudagsblaði Viðskiptablaðsins). Hvað þá bara ávexti.

Núna er einhver kappi í einhverju Boozt Bar átaki. Svipuð pæling. Hann étur víst lýsi á hverjum degi. Hann er líka ekki í þessu tilraunarinnar vegna, þar sem bróðir hann á þennan stað. Ég er viss um að hann éti hvað sem er heima hjá sér. Lélegt publicity stunt þar á ferð!

Í hnotskurn:
Þetta er engin bíómynd þannig séð. Meira svona myndbands-mynd heima hjá sér. (Nema maður vilji sjá stóra ameríska rassa á stóru tjaldi!!!)

Myndin er skemmtileg, fræðandi og áhugaverð.

75/100* (á heimildarmynda-kvarðanum)

Næst verður svo farið á aðra heimildarmynd, sem heitir að mig minnir "Waiting for the Friedmans"

Jack Bauer í kvöld!!! .... ehhh, ég meina Kiefer Sutherland.... Phone Booth.


Tony Almeida kveður...
... ehh, ég meina Hagnaðurinn

föstudagur, ágúst 27, 2004

Mun Hagnaðurinn sækja um hjá GR á mánudag???
Hvaða rugl er þetta?

Af www.mbl.is
Pólverjinn Robert Korzeniowski hreppti í morgun fjórða ólympíutitil sinn í göngu þegar hann vann 50 km göngu í Aþenu. Þetta er í þriðja skiptið í röð sem Korzeniowski vinnur þessa grein á ólympíuleikum. Korzeniowski gekk á tímanum 3 klukkustundum, 38 mínútum og 46 sekúndum og var sex mínútum á undan rússneska heimsmethafanum Denis Nzhegorodov.

Setjum þetta í samhengi sem við þekkjum:

- Þetta jafngildir því að ganga 0,2283 km. á mínútu.
- Það jafngildir því að fara stóra Selja-hringinn á tæpri 21 mínútu.
- Það er helvíti góður tími

TÍU OG HÁLFAN HRING Í RÖÐ !!!

Sjitturinn titturinn...

Hagnaðurinn

miðvikudagur, ágúst 25, 2004

Loksins Loksins - Kvikmyndadómur!!!

The Girl Next Door - http://www.imdb.com/title/tt0265208/ (á eftir að læra að gera link í nýja blogger)

... "Stelpan í næsta" skartar hinni glæsilegu Elishu Cuthbert í aðalhlutverki. Hún er einnig þekkt sem Kim Bauer í hinum stórkostlegu þáttum 24. Í öðrum hlutverkum eru einhverjir óþekktir leikarar.

... Það hefur verið beðið eftir fáum myndum með jafn mikilli eftirvæntingu. Upp í hugann koma myndir eins og Matrix 2 og Kill Bill, seinni hluti.

Söguþráðurinn í myndinni er magnþrunginn. Þetta er ástarsaga eins og þær gerast bestar. Myndin segir frá Matthew, sem er senior í high school. Hann lifir fábrotnu lífi þar til hann kynnist hinni glæsilegu Danielle (Elisha). Matthew verður ástfanginn af henni, en kemst svo að því að hún er klámmyndastjarna. Honum er brugðið í fyrstu, en áttar sig svo fljótlega á því að hann elskar hana þrátt fyrir þessa fortíð (hún er sko að reyna að hætta í bransanum).

... inní söguþráðinn flettast svo margar skemmtilegar kringumstæður, vandræði hér og vandræði þar, en að lokum endar þetta með því að ..........

Handritshöfundarnir eiga hrós skilið fyrir vel skrifaðar senur með Elishu. Hún er hér í heldur ólíkara hlutverki en þegar hún leikur Kim Bauer. Þrátt fyrir það sýnir hún mikinn styrk sem leikkona. Á hún hreint stórkostlega spretti. Spretti sem myndu aldrei sjást í 24.

Aðrir leikarar eiga einnig ágæta spretti. Sérstaklega á karakter að nafni Kelly fína sprettu og heldur hann gamanhliðinni uppi. Þetta er jú rómantísk gamanmynd.

Gæði myndatöku:
Gæði upptökunnar eru ekki góð. Greinilegt er að einhver hefur stolist með upptökuvél í bíó. Líður myndin svolítið fyrir það. Sérstaklega hljóðgæði. En segja má að myndgæði séu góð. Ef þú skilur hvað ég meina, félagi.

Í hnotskurn:
Stelpan í næsta húsi er frábær skemmtun, bæði fyrir stráka og stelpur, og ætti þetta að vera frábær mynd fyrir stefnumót. Strákurinn fær að sjá Elishu, hina kanadísku, fara á kostum, og stelpan fær að upplifa skemmtilega rómantíska gamanmynd; eitthvað sem margar stelpur hafa gaman af.

86/100*

Stuðkveðjur,
Hagnaðurinn

þriðjudagur, ágúst 24, 2004

Celeb Watch - Breaking News:

Bill Clinton !!!

mánudagur, ágúst 23, 2004

Nafn kylfings
Haukur Snær Hauksson

Klúbbur
GÞ - Golfklúbbur Þorlákshafnar

Forgjöf
19.5

Fjöldi spilaðra hringja á árinu:
17 hringir

Síðasti spilaði hringur
23. ágúst 2004 - Urriðavatnsvöllur

Besti spilaði hringur á árinu
45 punktar - Hólmsvöllur, 19. júní 2004

Meðal punktafjöldi
36.00 punktar

Forgjafarröð innan klúbbs
7
Kóngurinn á afmæli í dag

... Kobe Bryant er 26 ára í dag.
.... ári eldri en Hagnaðurinn

... en báðir hafa þeir afrekað svipað!
Doktorinn:

Um Lou Reed í Kastljósinu
Lou Reed ku fara á kostum í viðtalinu við Svanhildi sem sýnt verður í Kastljósi í kvöld. Karlinum leist eðlilega nokkuð vel á Svanhildi og spurði hvort hún væri með einhverjum. Hún sagðist eiga partner. Hann spurði hvort það væri karl eða kona. Að lokum fékk að hann símanúmerið hjá henni. Spurning hvort viðtalið verði mikið klippt.

Um tónleikana:
... En Guðmundur minn almáttugur hvað þetta var leiðinlegt! Fimm fyrstu lögin voru einhver hálftími hvert, einfaldar ballöður sem bandið rúnkaði sér á fram og til baka í einhverri nújork frídjassinnlifun og svo ýtti Lú á takkann á fözzboxinu annað slagið og tók gítarsóló eins og api með hamar. Flott sánd og það hefði verið gaman að þessum sólóum í bragðmeiri súpu, en ég var orðinn svo óþolinmóður og leiður á að glápa á þetta drasl að ég bað í hljóði um að Godzilla myndi rífa þakið af Höllinni og éta mig.

Um Siv Friðleifs:
Hverjum er ekki sama þótt Siv hætti sem umhverfisráðherra? Er hún sjálfkrafa ómissandi af því hún er án tittlings? Ætti ekki frekar að líta til þess að hún hefur verið ömurlegur ráðherra með allskonar umhverfislið upp á móti sér og er þar að auki það smekklaus að keyra um á risajeppa. Því færri framsóknarmenn í ríkisstjórn því betra.

Um Dagnýju þingkonu:
Unga framsóknarkerlingin Dagný er bæði konum og sauðfé til skammar. Oj bara.


Doktorinn,
besti bloggarinn,
fyrir utan,
Hagnaðinn
Helgin ...

Föstudagur:
Það var hressandi vinnudagur á föstudaginn. Var að vinna við að gefa fólki bjór, jagermeister, koníak, samlokur, nammi og fleira á golfmóti Landsbankans, sem haldið var í Grafarholti.

Þetta var alveg helvíti flott mót, og veðurblíðan var með eindæmum góð, eins og flestir vita, og ekki skemmdi fyrir að gefa fengið sér nokkra kalda sjálfur.

Um kvöldið var svo horft á myndina Skrímslið (e. Monster), með Charlize Theron og Christinu Ricci í aðalhlutverki. Það var góð mynd, eins og búist var við, og Charlize var alveg ógeðsleg, og átti Óskarsverðlaunin svo sannarlega skilin.

Laugardagur:
Það var vaknað klukkan 07:00 am á laugardagsmorgun og brugðið sér í golf á Húsatóftavelli í Grindavík ásamt Jack Bauer.

Þetta er ágætis völlur, 13 holur, og grínin voru í sæmilegu standi, þó þau hafi verið soldið hæg. Erfitt að fara á sveitavöll þegar maður er búinn að vera að spila GR, Akranes og fleiri góða velli.

Spilamennskan gekk mjög vel hjá okkur báðum. Ég kláraði á 88 (44, 44) , eða alls 41 punkti. Maður var að dræva vel, chippin nokkuð soldid, og púttin hreinasta snilld.

Við þetta lækkaði ég niður í 19,9 í forgjöf!!!

Jack Bauer gerði betur. Hann spilaði á 81 höggi, alls 39 punkti, og lækkaði einnig í forgjöf.

Góður dagur, og búnir að spila klukkan 11:30 am; sem er afar gott.

Liverpool - Man. City - Pítsuveislu:
Að loknu golfi var brunað í bæinn á Fordinum. Klassa bíll, en litasamsetningin ekki alveg nógu góð. Skellt sér í Nettó, með nýju lógói, en sama búðin. Keypt voru inn hráefni fyrir pítsuveislu.

Pítsuveislurnar eru að verða fastur liður í menningu Reykjavíkurborgar, og eftirvæntingin eftir næstu veislu er mikil. Oft komast færri að en vilja.

Að þessu sinni komust eftirtaldir að: Jack Bauer, Chase Edmunds, David Palmer og Aaron Pierce, og gestgjafans Tony Almeida.

Veislan gekk ágætlega þrátt fyrir að tíminn hafi verið naumur. Bakaðar voru 10 pítsur, hlaðnar áleggi á nýhefaðan og útflattan botninn. Þetta voru ekki mínar bestu pítsur. Helsta ástæðan var ostleysi, en tímaleysi spilaði einnig rullu. Málið var að ég hafði þær ekki alveg nógu lengi í ofninum.

Síðan var horft á Liverpool vinna City. Bara létt, og ekki skemmir fyrir að vera með bæði Gerrard og Baros í draumaliðinu.

Um kvöldið var svo hist heima hjá Mr. Palmer. Þar mætti Wayne og frú. Kynnti frú Palmer hann sem sigurvegara Landsbankamótsins í golfi. Ég hélt að hann væri aðstoðarmaður forsetans.

Í verðlaun fékk hann 8 daga ferð til Florida fyrir tvo, með hóteli og bílaleigubíl og einhverjum golfhringjum. Ansi magnað helvíti hjá Gráa..... jamm-jamm-jamm.

Rétt fyrir 23:00 pm var svo farið í bæinn til að sjá flugelda springa. Ég var á bíl. Djöfull var það hressandi. Það eru tveir dagar á ári sem er algert rugl að djamma; menningarnótt og gamlárskvöld. Sem betur fer hættir maður sér aldrei í bæinn á gamlárs.

Samt drullu hressandi að sjá fullt af fullu ungu fólki labbandi framogtilbaka. Minnti á gamla góða tíma.

Sunnudagur:
Ræktin klukkan 10:00 am.

Arsenal drullu góðir.

Stumpasigur um kvöldið.

Bloggi er lokið.
Hagnaðurinn

fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Tilkynning:

... Hagnaðurinn gleymdi símanum sínum heima í dag.

Kemur fyrir bestu menn. Bestu menn.

miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Fyllerí um helgina?

Je, ræt!

Ekki að ræða það.
Celeb Watch:

1) Bjarni Ármannsson - alþingismaður
2) Ásgeir Elíasson - íþróttakennari
3) Ingibjörg Pálmadóttir - hóteleigandi
4) Jónsi - Svörtum Fötum

þriðjudagur, ágúst 17, 2004

Pirrandi...

... að hafa skrifað skemmtilegan, fróðlegan og hressandi pistil um golfferð frá því á sunnudaginn, en svo klúðrar Blogger málunum.

To sum up:
Ég var góður, ég tapaði, og ég vann, og stend að lokum uppi sem sigurvegari.
Það er erfitt að vinna mig.

Hvað er besta útvarpið?
1) Freysinn?
2) Tvíhöfði?
3) Óli Palli?
4) María Sveins?
5) Annað?

Svo margar spurningar, svo fá svör.

Hagnaðurinn

mánudagur, ágúst 16, 2004

Að sjálfsögðu...

... var farið í golf um helgina. Annað myndi flokkast undir heimsku og aulagang.

Farið var á Garðavöll á Akranesi klukkan 8:30 am á sunnudaginn. Með í för voru Ómar (Ommidonna, WACC, etc.) og Grái Glæponinn (Óli, Langur, Skallinn, etc.).

Spilað var holukeppni og reyndust það vera mikil mistök. Grái fór með sigur af hólmi með 9 holur, Ómar kom annar með 5 1/2 holur, og Hagnaðurinn rak lestina með 3 1/2.

Í höggleik voru hins vegar úrslitin önnur. Þar kom Grái fyrstur á 95 höggum, ég var annar á 98 höggum, og Ómar rak lestina á 102.

Þá lék ég á 36 punktum, sem þýðir að ég hafi leikið á getu. Þeir báðir léku hins vegar undir getu, og náðu líklegast ekki 36 punktum.

Niðurstaða:
Þegar upp er staðið og öllu er á botnin hvolft, er því greinilegt að ég hafi unnið þetta óopinbera golfmót, sérstaklega í ljósi þess að ég lék skemmtilegasta golfið. Ég tók áhættur og var hinn hressasti.

Já, það er ekki auðvelt að vinna Hagnaðinn.

"Ég vinn alltaf"
Hagnaðurinn
Helgin...

... var góð jájá.

Miðið er gott að vakna tvo morgna um helgi og vera bara hinn hressasti. Engin áfengiseitrun. Ekkert bull.

Horfði á myndina "The Whole 10 Yards" á föstudaginn. Það er argasti viðbjóður. Það myndi verða óskynsamleg ákvörðun að taka þá mynd á leigunni. Hrikaleg ákvörðun. Takið frekar til dæmis City of Gods. Það er mynd sem skilur e-ð eftir sig.

"10 Yards" skilur ekkert eftir sig nema pirring og leiðindi og viðbjóð.

... á laugardaginn var svo farið í kvikmyndahús. Horft var á "The Bourne Supremacy". Það er góð mynd, vel gerð og hressandi. Skildi kannski lítið eftir sig.

Landsleikur framundan.
Dag Sigurðs í sturtu.

Hagnaðurinn


föstudagur, ágúst 13, 2004

Að sleppa með skrekkinn....

... hvað þýðir það nú?

http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=4457&filter

Betra er seint svar en ekkert svar.
Hagnaðurinn
Fréttatilkynning - Hagnaðurinn á faraldsfæti

... http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=17386

Heillaskeyti vinsamlegast afþökkuð.

Góðar stundir.
Hagnaðurinn
Celeb Watch - Tvíhöfðadagurinn - Föstudagurinn Þrettándi

... Sigurjón Kjartansson
... Jón Gnarr
... Auðunn Blöndal
... Sverrir Þór Sverrisson
... Róbert Wessman - forstjóri Actavis
... Gylfi Ægisson - tónlistarmaður

Klukkan er ekki orðin 10:00 am.

Hagnaðurinn

fimmtudagur, ágúst 12, 2004

Celeb Watch - hitabylgjudagur nr. 3 (fyrstu drög)

... Sigmar B. Hauksson - matgæðingur
... Vala Matt - innanhússarkitekt
... Trommarinn í Mínus
... Frosti - gítarleikari og útvarpsmaður
... Bassafanturinn - bassafantur í Mínus
... Ágúst Ólafur Ágústsson - alþingismaður

... það er blíðan.

Tvíhöfði á Austurvelli í fyrramálið!!!
Tveir öruggir þar.

Kv. Hagnaðurinn
Fréttir af Lakers...


... Nú lítur allt út fyrir að mesti körfuknattleiksmaður allra tíma, Kobe Bryant, muni ekki þurfa að dúsa einn dag í fangelsi. Gleðikonan í Denver sér víst fram á tapað mál og hefur farið fram á frestun málsins :

"Legal experts say the request for a delay could be the first step toward dropping the case altogether now that the accuser has sued Bryant in civil court for monetary damages. They said the civil case will hurt prosecutors because the defense can argue that the 20-year-old woman is simply after Bryant's money."

... þá hefur fyrrverandi leikmaður Lakers, Rick Fox, farið fram á skilnað frá eiginkonu sinni:

"Former Lakers forward Rick Fox, who was traded to the Boston Celtics last week after spending seven seasons with Los Angeles, filed for divorce Tuesday from singer-actress Vanessa Williams."


Ég held að Rick hafi verið að gera góða hluti þarna. Mér hefur hún Vanessa alltaf verið hálfgerð Sherry Palmer.

Sjáið til dæmis þess mynd hérna:


http://espn.starwave.com/media/nba/2004/0810/photo/w_vwrf_i.jpg

Svona er þetta bara.

Hagnaðurinn


miðvikudagur, ágúst 11, 2004

Celeb Watch - hitabylgjudagur nr. 2 (uppfært)


... Bubbi Mortens - tónlistarmaður
... Ragnar í Botleðju - tónlistarmaður
... Broddi Kristjánsson - badmintonstjarna
... Björn í Sambíóunum - player
... Logi Bergmann Eiðsson - fréttaþulur
... Svanhildur Hólm Valsdóttir - sjónvarpskona
... Helga - Moggastelpa
... Arnar Þór Másson - stjórnarmaður í Marel

Dagurinn er rétt nýbyrjaður!!!

UPDATE UPDATE - HÉR ERU NÝJUSTU NÖFNIN. ALLT AÐ GERAST HÉR Í MIÐBÆNUM.

  1. ... Svala Björgvinsdóttir - söngkona
  2. ... Þórhallur - leikari
  3. ... Dj. Sóley - eitthvað
  4. ... Svali - FM-hnakki
  5. ... Fjölnir Húðflúr - húðflúrsmaður
  6. ... Illugi Jökulsson - ritstjóri


Djöfull er þetta rosalegt.
Hagnaðurinn

Golf í gær...

... var afar hressandi. Eins og flestir ættu að vita þá var gott veður, og var því mögulegt að spila í stuttbuxum. Það hafði góð áhrif á minn leik.

Skoðum árangurinn:
Fyrst kemur par brautarinn, svo mitt skor.
  1. Par 4 - 7
  2. Par 5 - 6
  3. Par 4 - 5
  4. Par 3 - 4
  5. Par 4 -4
  6. Par 5 - 7
  7. Par 3 -3
  8. Par 4 - 5
  9. Par 4 - 6
  10. Par 4 - 5
  11. Par 5 - 7
  12. Par 3 - 5
  13. Par 4 - 8
  14. Par 4 -4
  15. Par 3 -4
  16. Par 5 -6
  17. Par 4 -7
  18. Par 3 -2

Samtals skor:95

Fyrri: 47

Seinni: 48

... og það sem betra er: Ég vann Gráa Glæponinn í þriðja skiptið af síðustu fjórum.

Meira golf eftir vinnu í dag.

Hagnaðurinn

þriðjudagur, ágúst 10, 2004

Celeb Watch (update-að):


... Þór Bæring - útvarpsmaður
... Hössi í Quarashi - tónlistarmaður
... Hannes Hólmsteinn - prófessor
... Eva Bergþóra - fréttamaður

... Arnór Gudjohnsen - umboðsmaður

... Pétur Pétursson - ljósmyndari


6 komnir í dag.
2 eftir í dag.

Sól í miðbænum.
Korpan búin.
Lifi ljósið.

Kv,
Hagnaðurinn

Gríðarlega hressandi myndband hér....

... http://www.heavy.com/viral/ferrell/

Hljóð nauðsynlegt.
Tjekk it out.

mánudagur, ágúst 09, 2004

Um helgina...

... var gert ýmislegt. Stiklum á stóru:


FÖSTUDAGUR:
1) Borðaði á Hard Rock ... hafði reyndar sett viðskiptabann á þennan stað, en varð að endurskoða það þar sem ég var svangur, og að steggja. Ég fékk mér borgara með "Bernes" sósu. Mistök hjá mér að panta það, en sömuleiðis mistök að hafa þetta á matseðlinum... en ég var ekki einn um að panta þetta því

2) Sigmundir Ernir (Simmi) pantaði þetta líka. Simmi E. var sem sagt að steggja með okkur. Fínn náungi, og góður vinur!

3) Fórum við með Billy (Stegginn) í listflug. Skömmu áður hafði hann víst fengið kvíðakast uppá Esjunni. Hann er víst svo lofthræddur.

4) Skutum við úr paintball (pain?) byssum á Billy þar sem hann hljóp í kanínubúningi. Gamli vann. Hann vinnur alltaf.

5) Var chillað í pottinum á Hótel Loftleiðum. Það er notarlegt.

6) Brá ég mér á endurfunda-samkomu þar sem saman komu Menntskælingar við Sund til að fanga því að 5 ár voru frá því að við útskrifuðumst. Það var bara nokkuð gaman. Hitti marga og sagði hæ, hó og hey. Dansaði svo við Hemma Gunn og fleiri.

7) Fór á Hverfisbarinn eftir það.

8) Kallaði mann dverg. Hann var ekki glaður. Sló mig utan undir. Það er kellingalegt.


LAUGARDAGUR:
1) Var þunnur.
2) Keyrði fólk.
3) Gerði ekkert.
4) Hélt áfram að gera ekkert.
5) Fór að sofa.


SUNNUDAGUR:
1) Fór í golf með Gráa. Ætlaði að vinna hann. Gekk ekki eftir.
2) Náði samt að spila seinni 9 í Leirunni í Keflavík á 44 höggum. Það er nokkuð gott.
3) Verst að ég var á 55 á fyrri! Það er ekki gott.

Í dag er mánudagur og það er heitt.
Mér þykir það ekki leitt.
Heldur fer á fæ mér ís.
Á svaka góðum prís.


Ég er Hagnaðurinn.
Góðar stundir.

sunnudagur, ágúst 08, 2004

Listen ...

... frá og með morgundeginum mun ég lifa heilbrigðu líferni.

Ekkert helvítis tóbak alltaf hreint, ekkert kók fyrir klukkan 10 á morgnana, ekki nema einn bjór á kvöld 4 daga vikunnar, og hreyfa sig svo. Drekka vatn með matnum.

Og djöfull ætla ég að spila golf í vikunni.

Það er heilsusamlegt.

Andskotinn hafi það.

Aight?
Hagnaðurinn

fimmtudagur, ágúst 05, 2004

Celebrity Watch:

Miðvikudagur:
Baldur Aðalsteinsson - knattspyrnumaður (ég veit þetta er lélegt)

Fimmtudagur:
Össur Skarphéðinsson - vitleysingur
Knútur Hauksson - forstjóri (Ath - ekki sonur minn)

Kv. Hagnaðurinn

miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Hagnaðurinn - 6 mánaða uppgjör

Helstu niðurstöður:

- Hagnaður Hagnaðarins fyrir skatta á tímabilinu var óverulegur, samanborið við smávægilegt tap á sama tímabili í fyrra. Skýrist það aðallega af kostnaðarsamri utanlandsferð.


- Hagnaður Hagnaðarins eftir skatta á tímabilinu var enn minni, samanborið við ennþá minna tap á sama tímabili í fyrra.


- Hagnaður Hagnaðarins á 2. ársfjórðungi var réttu megin við núllið, og er það mikil framför frá sama tímabili í fyrra, sem og frá fyrsta fjórðungi ársins.


- Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var 22% sem jafngildir 49% arðsemi á ársgrundvelli. Skýrist þessi háa arðsemi af lágu eiginfjárhlutfalli.


- Hagnaður á hverja krónu nafnverðs hlutafjár var 1,07 krónur.


- Heildareignir í lok tímabilsins voru um 1.200.000 kr. Eru flestar þær eignir bundnar í mubblum og dóti sem hangir á vegg, auk Gráu Eldingarinnar.


- Eigið fé í lok tímabilsins var 7 krónur.

Framtíðarhorfur:

Framtíðarhorfur eru almennt góðar. Hagnaður Hagnaðarins á seinni hluta ársins mun að mestu ráðast af gengi íslensku krónunnar, vaxtamun við útlönd, þróun hlutabréfaverðs, og eyðslu Hörpu í Florida.

Stjórn félagsins telur að með samstíga átaki megi hafa hemil á öllum þessum óvissuþáttum, sem mun skila aukinni framlegð og hamingju, auk mikils Hagnaðar.


Nánari upplýsingar veitir Mike Novick, fréttafulltrúi Hagnaðarins í síma 555-2424

þriðjudagur, ágúst 03, 2004

Fréttatilkynning:

Von er á fréttatilkynningu frá Hagnaðinum fyrir hádegi á morgun. Birtar verða afkomutölur frá fyrri hluta ársins.
Celeb Spotting - Þriðjudagur:

1) Óskar Jónasson - Skari Skrípó.
2) Páll Banine - Butterflies.
3) Sigurður Bjarnason - handboltamaður.

mánudagur, ágúst 02, 2004

Jamm Jamm Jamm...

... partý hér í Hagnaðarsetrinu í gærkveldi. Mættir voru David Palmer og fyrrverandi kona hans, Sherry Palmer, Chase Edmunds ásamt Kim Bauer, Aaron Pierce, Michelle Dessler auk Tony Almeida.

Fjarverandi voru Steven Saunders, Wayne Palmer, Julia Milliken auk Jack Bauer.

Þetta var hefðbundið í aðalatriðum. Grillað og svo drukkið. Drykkjuleikur. Michelle drukknust fyrst.

Fíflalæti.
Hemmi Gunn.
Rússi.
Bær.
Hverfis.
Hressó.
Matur.
Heim.
Þunnur.
Þrífa.

Jájá.
Hagnaðurinn

sunnudagur, ágúst 01, 2004

Laugardagur:

Aight. Farið í partý hjá President. Chase var mættur. Einnig Wayne, Julia Milliken, og Aaron Pierce. Tony í húsinu.

Almenn vitleysa og lítil skynsemi. Farið í miðbæinn og skellt sér á Hverfis. Same old dame old.

Væntanlega áframhaldandi vitleysa í kvöld. Kemur í ljós.

"I got 99 problems but a bitch ain't one
Hit Me."

Friður,
Hagnaðurinn