þriðjudagur, desember 29, 2009

Santa Maria...

Í gær fór ég á veitingastaðinn Santa Maria, í annað skipti. Eftir fyrra skiptið bloggaði ég. Heimild.

Nema hvað, ég fékk mér sæmilegan borgara í gær. Hefði kannski betur fengið mér e-ð mexíkóskara.

Þegar ég var að borga fyrir matinn varð mér litið á töflu með úrklippum úr blöðum þar sem fólk var að hæla staðnum. Þar voru einnig úrklippur úr bloggfærslum, og m.a. úr þeirri sem ég vísa í hér að ofan.

Staðurinn klikkaði hins vegar á því að nota bara fyrsta paragraphið, en slepptu mikilvægum upplýsingum um strákana í Sigurrós sem gengu þarna framhjá.

Santa Maria, vægi fer minnkandi.

Efnisorð: , ,

fimmtudagur, desember 17, 2009

Essasú

Kristín María hitti essasú froskinn um daginn.
Að sjálfsögðu var tekin mynd.

Efnisorð:

miðvikudagur, desember 16, 2009

Sigurrós eru ekki ömurlegir...

En ef þú googlar "Sigurrós eru ömurlegir" þá er síðan mín að skila tveimur niðurstöðum.

Þetta er náttúrulega hneysa.

Hér eftir mun ég eingöngu nota Bing leitarvélina, í mótmælaskyni. Sjáið bara.

Bing, leitarsíða með tilfinningar.

Efnisorð: ,

Hjólablogg, næstbestu bloggin

Nóvember var slakur hjólamánuður hjá mér. Það eru nokkrar ástæður fyrir því.
Klattinn Hafrason, hinn eini sanni, var að skríða útúr egginu og það kallaði á bílferðir og þess háttar. Svo var bara kalt og snjór og hálka (væll væll væll) auk þess sem ég var ekki á nagladekkjum. Ofan á þetta var svo óvissan um hvort ég myndi hafa vinnu eftir áramótin (hvers vegna að kaupa nagladekk ef ég væri kannski bara að fara að hanga heima eftir áramót).

En núna hefur þetta breyst.

Ég mun hafa vinnu áfram, Klattinn er kominn í smá jólafrí/makeover og ég er fullur af skammdegis-orku. Því var fjárfest í nagladekkjum fyrir helgi.



Ég keypti mér 240 nagla dekk að framan og 106 að aftan. Þetta var samkvæmt ráðleggingum hjólanörda. Framdekkið stjórnar beygjum og bremsum að mestu leyti, og það að hafa líka 240 nagla að aftan myndi hægja of mikið á mér á beinu köflunum. Það er nefnilega lúmskt erfiðara að hjóla á nagladekkjum.


************

Víkur þá sögunni að sturtumálum tengdum hjólreiðum.

Það eru rúmir 12 km í vinnuna mína, og þar er engin sturta, sem er vandamál. Ég náði hins vegar hagstæðum samningum við aðila einn hérna í miðbænum um að fá að nota sturtuaðstöðuna þeirra. Kann ég þeim að sjálfsögðu bestu þakkir fyrir.

Ég starfa hjá ríkisstofnun, og ákvað í gær að kanna sturtuaðstöðuna í ráðuneytum bæjarins. Til að gera langa sögu stutta komst ég að því að það er ein sturta fyrir öll ráðuneytin; í kjallaranum í Mennta- og Menningarmálaráðuneytinu. Þar myndast víst löng röð á morgnana. Það mætti segja að það væri skandall en ástæðan er "plássleysi". Samt hefur nú verið nóg pláss til að fjölga ríkisstarfsmönnum gríðarlega á undanförnum árum. Ég er hluti af þeirri fjölgun.

Maður veltir fyrir sér á tímum gjaldeyrisskorts, og hafandi ríkisstjórnarflokk sem kennir sig við grænt, hvort ekki væri bara þjóðhagslega hagkvæmt að græja nokkrar sturtur hér í helstu stofnunum bæjarins. Ég hef sent einum stjórnmálamanni fyrirspurn um málið. Ég hlakka til að lesa svörin, ef þau berast.

Mig langar allavega að halda áfram að hjóla.
Það bætir, hressir og kætir.

Efnisorð:

þriðjudagur, desember 01, 2009

Bloggið...

Það er ekki dautt.
Ég neita að það sé dautt.

Facebook er svo sem ágætt að mörgu leiti, en bloggið hefur meiri sál, og það endist betur.

Endurkoman er hafin...

Efnisorð: