fimmtudagur, júní 30, 2005

Emilio Butragueno eða Emiliana Torrini

Auðvelt val!!!!!

miðvikudagur, júní 29, 2005

Síðan er í molum...

... og ég hef ekki hugmynd hvers vegna það er!

Þrennt í stöðunni:
a) Reyna að laga þetta
b) Búa til aðra síðu
c) Hætta að blogga

Já, sjáum til. Nenni þessu allavega ekki.

****************************

Annars er þetta búinn að vera frábær dagur.
Þrjú matarboð og alltaf kjúklingur. Fyrst hjá Gullu systur í hádeginu, svo tengdó, og að lokum hjá Ólafi Þórissyni (manninum sem hefur allt að 38 excel skjöl opin í einu).

Gúgúgúg,
Hagnaðurinn

þriðjudagur, júní 28, 2005

Antony and the Johnsons!

Systir mín kom í heimsókn til mín um helgina, og var svo væn að leyfa mér að taka öryggisafrit af disknum I am a Bird Now, með fyrrnefndri hljómsveit.

Það reyndist nokkuð gott afrit skal ég segja ykkur. Hef hlustað á lítið annað síðan, og verð að segja að ég er alveg stórhrifinn. Kannski enginn Damien Rice, en þetta er samt svona 'in the same league'.

Gefum Jóni Góða orðið í augnablik:

Keypti mér geisladisk fyrir örfáum dögum. Ég er búinn að hlusta á hann aftur og aftur og aftur og aftur og aftur. Besti geisladiskur sem ég hef heyrt í háa herrans tíð. Hljómsveitin heitir ANTONY AND THE JOHNSONS og diskurinn heitir I AM A BIRD NOW. ANTONY er stórbrotinn söngvari og tónlistin er af himnum send. Þetta eru stór orð en mér finnst ég verði að deila þessu með ykkur, ágætu lesendur. Hljómsveitin er að spila í Reykjavík 11.júlí næstkomandi og ég ætla ekki að missa af þessu. Ef þið viljið kynna ykkur þetta þá fariði á heimasíðu sveitarinnar. Slóðin er: www.anthonyandthejohnsons.com. Þar eru tóndæmi af þessum geisladiski. Frábær músík þarna á ferðinni!

Ég segi nú bara eins og Jón Ársæll..... Jáááááá!!!!!

Hér má auk þess sjá video af laginu Hope There´s Someone með Antony (erlent download, örugglega risastórt), sem nota bene er klæðskiptingur. En ekki vera hrædd. Þetta er hugljúft og skemmtilegt

Kveðja,
Hagnaðurinn

mánudagur, júní 27, 2005

Restart....

... í öll þau skipti sem ég hef lent í vandræðum með tölvur og óskað eftir hjálp frá einhverjum tölvugæja hefur fyrsta svar þeirra verið hið sama:

"Prófaðu að restarta tölvunni"

Núna áðan lenti ég í smá veseni. Og hvað haldiði?
Restartið virkaði. Í fyrsta skipti held ég.

En restartið breytir því ekki að þessi annars skelegga heimasíðu eru rústir einar.

Tell me why
I don't like Mondays
I want to shoo ouuuu ouuuuuuuuut
The whole day down

Kv.
Anthony Almeida

sunnudagur, júní 26, 2005

Garpur Garpsson...

Í dag tók ég "Tour de Reykjavik".

Hóf ferðina hér í Breiðholtinu. Leiðin lá svo vestur eftir Fossvogsdalnum, meðfram Öskjuhlíðinni, inn Snorrabrautina, niður Laugaveginn, suður Suðurgötuna, inn að KR-vellinum, vestur á Seltjarnarnes, allt þar til ég kom að Gróttu. Þá komst ég ekki lengra.

Þá var snúið heim á leið.

Fór að Nes-vellinum, meðfram sjónum, að Ægissíðunni, niðrí miðbæ, upp Hverfisgötuna og alla Suðurlandsbrautina, inn í Elliðarárdal, upp hann allan að Elliðavatni, meðfram Vatnsendanum, og endaði í Kleifarselinu.

Uppgefinn.

Mér reiknast til að þetta hafi verið ca. 40 kílómetrar.

Á meðan hlustaði ég á nýja plötu með Antony and the Johnsons. Stórgott stöff þar á ferðinni. Meira um það síðar.

Fínt að losna svona við þynnkuna.
Krókur á móti bragði!!!
Kv. Hagnaðurinn
Hann er fascinating þessi blogger.

Alveg fascinating......

laugardagur, júní 25, 2005

Elisha Cuthbert....





























... og hér er video

Nokkuð gott.

föstudagur, júní 24, 2005

Ahhhh

Blogger skemmtilegur...

fimmtudagur, júní 23, 2005

24 - The Game...

Trailer 1 - 9 MB
Trailer 2 - 25 MB, erlent, alveg helvíti töff

Þetta þarf maður að eignast. Ekki nokkur spurning

Kv,
Tony.

miðvikudagur, júní 22, 2005

Da Vinco Code...

... Hagnaðurinn lauk í gær við að lesa þessa eldheitu skáldsögu; reyndar 6+ mánuðum á eftir flestum öðrum, en betra er seint en aldrei eins og máltækið segir. Það er líka að koma bíómynd á næsta ári.

Allavega, þá vita væntanlega flestir um hvað bókin er, og ef þeir vita það ekki, þá þeir bara séð myndina í bíó. Þetta eru nútímasaga með forsögulegu ívafi sem gerist að mestu í París og Lundúnum. Flokkast væntanlega sem spennudaga, þó spennan sem slík hafi ekki endilega verið það sem heillaði mest við söguna. Meira verður ekki gefið upp.

Ca. 600 blaðsíður

Mæli ég með henni?
Já, ég geri það. Auk þess er hverjum manni hollt að lesa stöku sinnum.

Bókmenntablogg,
Hagnaðurinn

þriðjudagur, júní 21, 2005

Ohhh...

... það streymir hagvöxtur um líkama minn.

Sérstaklega þegar maður sér að launin eru ekki hærri en þetta! (pdf skjal)


ATH # 5-6

5) Working hours is 250 hours on month for that you get 120.000

6) Paid salary for overwork: 480,- isk for each hour

120.000 / 250 = 480 !!!!

=> Yfirvinnukaup = Dagvinnukaup

Það er ekki öll vitleysan eins,
Hagnaðurinn
Líðandi stund...

Tók 18 holur í gær. Spilað á Oddfellow-vellinum. Gekk vel og illa. Aðallega samt illa. Endaði á 26 punktum og forgjöfin hækkaði því uppí 19,8. Samt fátt skemmtilegra en að spila golf í góðu veðri, eins og var í gær. Og svo borgara á eftir. Ohhhhhhhh.......

****************************

Annars er útskriftarveisla hjá Saurmanninum á laugardaginn. Líklegt að það verði aðeins fengið sér í aðra tánna. Kemur í ljós. Hvað er annars hægt að gefa manni sem kallast 'Saurmaðurinn'?

'Just because you overheard that conversation between Chloe and me doesn't mean I'm your bitch.'
Edgar Stiles

sunnudagur, júní 19, 2005

It´s official...

... Shaq er hálviti! Ég er búinn að missa alla virðingu fyrir þessu risavaxna barni.

ESPN: Do you ever see the day where it would be possible for you to sit down, have a talk with Kobe Bryant?
Shaq: Who?

ESPN: Kobe Bryant.
Shaq: You know what I am not familiar with that name, I know a lot of names and I have a lot of names in my head, but I am not familiar with that name. Especially if there is nothing to talk about, I'm sorry I can't recall that name.

Sandkassaleikur segi ég.
Af ferðum Hagnaðarins...

17. júní:
Vaknaði klukkan 6:30 þennan morguninn, tilbúinn að fara í golf. Það er auðvelt að vakna í golf. Fór ásamt Bijay Swing. Fyrst var þó stoppað í Select. Gaman að sjá fólk sem var ekki farið að sofa þegar við vorum nývaknaðir. Já, og hressir.

Áfangastaðurinn þennan daginn var Kiðjaberg. Það er völlur í um klst. fjarlægð frá Reykjavík, ca. miðja vegu milli Selfoss og Laugavatns. Þar er nýbúið að stækka völlinn uppí 18 holur, og því tilvalið að nýta sér GLÍ kortið til að spila frítt golf. Frítt golf er gott golf.

Það var spilað í stuttbuxum og pólóbol; Hauger Woods í rauðum Nike.
Spilamennskan var ekki góð til að byrja með. Bijay spilaði sem Biggington og ég var Hauksman á fyrri níu.

(innskot... golfnafnið mitt þegar ég spila vel er Hauger, en Hauksman þegar ég spila illa. Sambærileg nöfn fyrir Bigga eru Bijay Swing og Biggington)

Á seinni 9 var allt sett á fullt, eftir ljúffenga júmbó-túnfisksamloku og kók. Það var keppni. Mót. Alvöru golf. Ég hafði fundið sveifluna á 7. holu eftir gífurlega djúpa lægð undanfarnar vikur.

Til að gera langa golfsögu stutta, þá endaði mótið á jafntefli. Báðir á 45 höggum. Það gerir 18 punkta fyrir mig, eftir 'a pathetic' 6 punkta á fyrri níu.

Playoffs verða innan tíðar...................

"It´s good to be back"
Hauger Woods

fimmtudagur, júní 16, 2005

Ég er garpur....

... þó ekki drykkurinn Garpur!

Meira svona hjólreiðagarpur.

Náði í þetta fína Mongoose fjallahjól sem ég á (Harpa á eins, hversu nördalegt er það?) útí bílskúr. Þar hafði það staðið óhreyft síðan sumarið 2003. Dekkin lin og svona, og þurfti því að græja málin, sem gekk áfallalaust fyrir sig. Enda er bensínstöð hér steinsnar í burtu... Þá erum við að tala um frekar léttan stein, fullkomið kast og gott rúll.

Allavega. Ég hjólaði uppá golfvöll þeirra Oddfellowa, sem staðsettur er í Heiðmörk. Tók það ca. 25 mínútur, eða sem nemur fyrstu 5 lögunum á nýjasta Coldplay disknum, uppá sekúndu.
Frábært diskur, fyrst þið spyrjið.

Var svo að slá svona líka vel á range-inu.
Gjörsamlega úr takt við það sem ég framkvæmdi á Eignastýring Invitational í Öndverðarnesi í gær. En það er önnur saga sem ekki verður sögð hér.

Það er hressandi að hjóla. Ipod-inn gerir það enn meira hressandi, og veðrið toppaði þetta.
Ís með lúxus-dýfu og lakkrís!!!

Góð löng helgi framundan.
Ég mun nýta hverja einustu mínútu í eitthvað gífurlega sniðugt, skemmtilegt og/eða heilsusamlegt.

Skundum,
Hagnaðurinn
Gestabókin mín er ljót og leiðinleg...

... en 3 síðustu færslurnar eru skondnar:

a)
þú ert Googlewhackið mitt
og núna ætla ég að hitta þig
hvar finn ég þig svo
Kettir langtímaspá

b)
man ekki hvort ég kom hér einhverntíman áður. Þá man ég bara ekkert eftir því.
Allavega, þá villtist ég hingað og líkaði vel. Góð skrif hérna.

c)
ég held að þú talir íslensku en ég þekki þig ekkert en flott síða

Hvað er að fólki?
Stelpur og strákar...

... hér eru myndir af kærustum frægra fótboltakappa.

Ég veit þið hafið öll gaman af þessu.

Hver er að gera best mót?
Aftan á stætó....

Konur
Sýnum samstöðu
Skundum á Þingvöll

En stelpur, ekki skunda alveg strax, því í smáu letri stendur að þetta er tengt 19.júní.

Veðurspá morgundagsins: Heiðskírt, 15 gráður á celcíus og 5 metrar á sekúndu.....

Kannski að kallar skundi með?
Nei, er ekki betra að gera eitthvað gáfuleg?

Baráttukveðjur,
Hagnaðurinn

þriðjudagur, júní 14, 2005

Going Back to Cali
Simply put: The Zen Master is back. The Lakers announced the hiring of Phil Jackson as the team's new head coach on Tuesday. Jackson led the Lakers to three straight NBA Championships in his first run in Los Angeles!

mánudagur, júní 13, 2005

Esjan 2005: Part One

Fékk þá snilldarhugmynd að ganga upp Esjuna í dag. Veðrið var bara of gott. Dró með mér Jack Bauer, Edgar Stiles og Michelle Dessler; allt saman ættjarðarvinir og starfsmenn CTU Los Angeles, mikilvægustu stofnunar jarðarinnar.

Hvað sem því líður...

Við komum að Esjunni um klukkan 6:20 pm. Var þá nokkuð krökkt af bílum og sólin skein í heiði. Hreyfing laufblaða benti til þess að það væri andvari. Þó var logn á stöku stað.

Ég var klæddur síðerma Lakers-bol. Lakers hefur áður fylgt mér upp, og hef ég hugsað mér að gera þetta að venju. Auk þess er Lakers alltaf í hjarta mínu.

Gangan gekk nokkuð rösklega. Heilsuðum við fólki: "Góða kvöldið". Flestir gengu við staf. Þó var ekki um að ræða gamalmenni, bara fólk með skíðastafi.
Um miðja vegu þurftum við að taka mikilvæga ákvörðun: Tökum við styttri en erfiðari leiðina eða löngu og léttu leiðina? Við tókum þá erfiðari. Beint strik upp.

Rétt áður en við komum að erfiðasta kaflanum var tekið matarstopp. Lautarstopp. Júmbó-samlokur og gos. Og svo var legið og rifjað upp gamlar og góðar sögur. Ahhhhhhh....

Úr fyrstu búðum var svo drifið sig upp; hver og einn með súrefniskút á bakinu. Þunna loftið! Ferðin gekk áfallalaust fyrir sig. En það var kalt á toppnum! Chelsea, það er kalt á toppnum!
Bíddu, er Liverpool ekki á toppnum? Þeir eru jú besta lið Evrópu!!!!!!

"Ehhh ehhhhh Everton voru fyrir ofan ykkur í deildinni" .... BACK OFF!

Svo var skrifað í bókina góðu. Ég skrifaði mig þrisvar. Einu sinni sem Tony Almeida, einu sinni sem Jón Þór Birgisson (í annað skipti) og einu sinni sem ég sjálfur.

Svo var að sjálfsögðu labbað niður...... Augljóslega.....tekur soldið framan í lærin. Samt enginn killer. Trikkið er að hlaupa niður. Það er alltaf trikk, sama hvað maður er að gera. Til dæmis lærði ég í gær trikk til að losna við að fá nárameiðsli.

Ok. Við komum niður að bíl klukkan 22:27. Rúmir 4 tímar. Góðir 4 tímar.

Þetta verður endurtekið seinna í sumar, sbr. titillinn. Allir velkomnir með.

Ég segi þetta gott.
Kv. Hagnaðurinn
"On the first day, he saved the President. On the second day, a city. On the third day, a nation. And on the fourth day, the world. But if you think you know what's coming next, you don't know Jack. 24 A new day begins next January, on Fox."



Úfffffffff

sunnudagur, júní 12, 2005

Ómöguleiki...

Stundum er sagt: Impossible is Nothing!

Ég hugsaði málið og komst að því að það er ekki alveg rétt.
Eftirfarandi er t.d. ómögulegt:

a) Velja bestu seríu 24
b) Spila fullkominn golfhring
c) Velja besta lag Oasis

... samt hefur maður reynt allt saman. Það bara gengur ekki....

föstudagur, júní 10, 2005

Lost ...

... jæja, þá hef ég lokið við að horfa á fyrstu þáttaröð af Lost.

Serían náði einhvern veginn aldrei að komast á brjálæðislegt flug; þetta var engin Concorde. Meira bara svona massív Boeing þota að krúsa. Mætti segja að það hafi vantað herslumuninn í að þetta væri stórkostleg þáttaröð.

Ekki misskilja samt. Þetta var alveg frábært stöff.... og nú á að gera aðra seríu!

Aðra seríu???

Já, þetta verður fróðlegt. Allavega er alveg múha mikið af spurningum sem enn á eftir að svara....

Jack: "Everyone wants me to be the leader until I make a decision someone doesn't like."
Stórfrétt - Gömul Frétt:

Var að fletta í gegnum gömul blöð og sá að Konungur Hafsins er orðinn Konungur Götunnar!!

Trailers for sale or rent
Rooms to let...fifty cents.
No phone, no pool, no pets
I ain’t got no cigarettes
Ah, but..two hours of pushin’ broom
Buys an eight by twelve four-bit room
I’m a man of means by no means
King of the road.

Er þá tilvonandi sonur minn orðinn Prins Götunnar?

fimmtudagur, júní 09, 2005

Osama Bin laden has been captured hiding in the Man Utd 04/05 trophy room. He said it reminded him of afghan caves - cold, dark, empty and taken over by the americans!!
Íþróttameiðsl....

... fór á æfingu með TLC í gær. Hún var í Risanum í Kaplakrika. Held það sé nýjasta innanhúss knattspyrnuhöllin á landinu. Samt er þetta ekki full stærð. Held þetta sé svona rúmlega hálfur völlur.

Anyway....

Það er svokallað 4.kynslóðar gervigras á þessum velli..... úúúúúúúúúúú
Fjórða kynslóð minn rass segi ég. Ég var næstum því búinn að rífa af mér nárann eftir svona 15 mínútna leik. Þá hafði þegar einn leikmaður tognað aftan í læri.

Grasið er svo stamt að það hálfa væri alger hellingur. Þá er nú Leiknis-grasið betra. Gamli heimavöllurinn. Þó bara 3.kynslóð!

Niðurstaða:
Ekki spila knattspyrnu í Risanum nema vöðvar ykkar eru teygjanlegri en á þessari!

miðvikudagur, júní 08, 2005

Matarboð....

... ég er nokkur áhugamaður um matarboð, hvort sem er að halda þau eða vera boðin í þau. Annað hvort gerist nokkuð reglulega, sem er gott.

Ég hef verið að spá hvernig gott matarboð getur orðið enn betra... sjálfur er ég svona gæi sem vill helst EKKI hafa matinn tilbúinn þegar fólkið mætir á svæðið. Fínt að leggja lokahöndina á verkið (kannski með einn kaldan eða einn Giamatti við höndina) svona kannski hálftíma eftir að fólkið mætir. Þá erum við t.d. að tala um að setja áleggið á pizzuna o.s.frv.

Aðrir eru kannski ekki byrjaðir að elda þegar fólkið mætir. Slíkt er t.d. algent með grillmat. Það er gott og blessað, sérstaklega þar sem sumir eiga það til að vera óstundvísir. Óstundvísin sem slík er þó ekki góð og blessuð.

Að lokum eru þeir sem eru með allt ready þegar gestirnir mæta. Þess háttar undirbúningur getur í vissum tilvikum verið skynsamlegur; þó ég sé persónulega ekki hrifinn.

Matarboð - Könnun!!!

Kv. Keith Palmer

þriðjudagur, júní 07, 2005

Prófum lokið...

... og allar einkunnir komnar í hús!

Kláraði námskeiðin í Meistaranáminu með fyrstu einkunn, og rúmlega það.

Þá útskrifaðist ég úr Löggildingarnáminu með einkunnina 8,6!

Lærdómurinn er þó rétt að byrja....
Ritgerð eftir og lærdómur lífsins...

Kv. Hagnaðurinn
Síma-kvikindið fundið....

... ef einhver á leið á Hellu í dag eða á morgun, þá endilega hafa samband.

Jájá....
Bíó í gær...

... fór og sá myndina Crash. Hún er leikstýrð af manninum sem stóð á bakvið Million Dollar Baby ásamt Clint-aranum.

Þetta er stórgott drama.
Alveg frábær mynd.
Minnir um margt á aðra stórgóða mynd sem heitir Magnolia.

Í stuttu máli þá fjallar myndin um fólk í Los Angeles í nútímanum, og það hvernig það crash-ar inní hvert annað, líkamlega og andlega.

Hér má sjá trailera úr myndinni.

Niðurstaða:
89/100 *

P.S. (Princess Sophie?): Farið á þessa mynd í bíó!

mánudagur, júní 06, 2005

Ég er búinn að týna símanum mínum...

... ef einhver þarf að ná í mig, þá er ég nánast alltaf á MSN, auk þess sem heimasíminn er 567-2517.

Góðar stundir....

sunnudagur, júní 05, 2005

Aldrei verið meira að gera í lífi Hagnaðarins...

ALDREI

Hef ekki stoppað síðan ég kom heim á fimmtudaginn.

Fór í golf í dag; semi-þunnur. Ég hef ALDREI spilað verra golf. Fyrsta skiptið talið með. FAKK. Fór á Hellu. Týndi einnig símanum mínum í dag. FAKK.

Brá mér svo í körfu. Var í Lakers-upphitunartreyju. Kobe. Djöfull var ég heitur. Samvinna min og Stiftamtmannsins var sérstaklega góð. Malone-Stockton!!!

Annars er spennandi vika framundan.

Jæja, ætla að fara að glápa á The Usual Suspects. Stórkostleg mynd. Hver er Keyser Söze????

föstudagur, júní 03, 2005

DVD listi ferðarinnar:

The Usual Suspects
Requiem for a Dream
Sideways
Seven
Scarface
Jackie Brown
Zoolander
Minority Report
Philadelphia
Il Postino
Ghost
Three Amigos
Robbie Williams – Live at the Albert
Alfie
Dodgeball
The Motorcycle Diaries
La Dolce Vita
La Vita Bella
Raising Arizona
Midnight Express
Starsky & Hutch

Nokkuð góð kaup myndi ég segja. Ætla ekki að reyna að ranka þetta upp, þar sem þar yrði gríðarlega erfitt verk.

Góðar stundir,
Hagnaðurinn
WOW

Rétt um 200 heimsóknir í 100.000 kallinn!!

Sá sem getur sannað að hann/hún hafi átt 100 þúsundustu heimsóknina, mun verða boðið í ítalskan kvöldverð á heimili mínu, þiggi hann það...

Við erum að tala um bruchetta promodoro oregano og fleira góðgæti. Vino Della Case Rossi????
Kominn heim...

.... sæll og glaður, og bara mættur til vinnu, nema hvað.

Hef ekki enn heyrt setninguna: "þú komst bara með góða veðrið heim" .... né: "rosalega ertu brúnn"

Ferðasaga mun fara í vinnslu fljótlega. Ég geri ráð fyrir að hún verði löng; jafnvel lengri en nokkru sinni fyrr, sem mun væntanlega þýða að enginn mun lesa hana.... ekki einu sinni Harpa. En það er bara eins og það er. Það er samt eitt celeb!!!

Jafnvel spurning um að gefa út special edition af ferðasögunna!!!! Viðhafnar-útgáfa. Innbundin.

Ég er allavega mættur, þreyttari en nokkru sinni fyrr.

Kv. Tony Almeida.