sunnudagur, október 05, 2003

*** Föstudagur ***

Hanastél hjá Viðskiptablaðinu
Já, var mér ekki boðið í hanastél á föstudaginn eins og hér hefur áður komið fram. Ég haf aldrei verið mikill hanastéls-maður, en hver veit nema þetta verði vikulegur viðburður eftir nokkur ár. Þá þarf eitt að breytast; það þarf þá að bjóða uppá almennilegar veitingar. Á föstudaginn var reyndar allt fljótandi í einhverjum bjór, sem var í hálfgerðum sódavatnsflöskum, rauðvíni og hvítvíni. Þá voru einnig snittur frá Sommelier. Líklega voru þetta tilraunasnittur. Allavega voru plokkfiskurinn, lundinn og hinn framandi maturinn ekki að gera neitt sérstakt fyrir mig.

Þarna voru ýmsir kappar úr viðskiptalífinu ásamt Hagnaðinum, Hörpunni, Saurmanninum, Gráu Eldingunni og Eiturbyrlaranum. Það var verið að fagna því að blaðið mun hér eftir koma oftar út, og hér eftir get ég kallað mig velunnara Viðskiptablaðsins... já, eða bróðir systur minnar.

Áfengisneysla hjá Saurmanninum
Sömu kappar og höfðu tryllt gamla Tónabæ hittust að kvöldi til heima hjá Saurmanninum. Í millitíðinni höfðum við spilað Bingó á Ameríska Stílnum (of langt í Old West). Dagskrá var óvenjuleg: Horft á leiðinlega norðanmenn, farið yfir helstu atriði viðskiptalífsins, reifað ólgandi heitt slúður ásamt öðru.

Þegar langt var liðið á kvöldið var farið á strípiklúbbinn Goldfinger í Kópavogi. Væri það ekki í frásögur færandi nema hvað að þar var celeb að vinna, ef celeb skildi kalla. Þetta var sjötta kryddstelpan, sem svo var kölluð, sem við vorum nýbúnir að sjá í Idolinu. Annars var þetta frekar subbulegur staður og hneykslanlega dýr. Til dæmis kostaði bjór (normal stærð) heilar 1000 krónur. Hvers konar óðaverðbólga er þarna í Kópavoginum? Þá var þarna einnig verðlisti fyrir einkadans: Eitt lag kostaði 4000 krónur. Að lokum má geta að þeir buðu uppá 6 lítra kampavínsflösku sem kostaði 192.000 kr.

Þetta var föstudagurinn,
Hagnaðurinn