sunnudagur, september 30, 2007

Office...

The Office er byrjað aftur. Þvílíka snilldin sem þeir þættir eru.

Michael Scott:
"I am not superstitious, but I'm a little 'stitious."



Efnisorð:

föstudagur, september 28, 2007

Gleði og ánægja...

Einkunn er komin í hús fyrir Meistaraverkið: 8,0.

Ég bjóst við einkunn á bilinu 7,5-8,5 þannig að þetta er bara besta mál.

***

Í gær sá ég líka myndina Sigur Rós - Heima. Stiftamtmaðurinn fjallar um þessa mynd á sinni síðu. Ég er algjörlega sammála honum og hef ekkert við þetta að bæta.

Efnisorð: , , ,

miðvikudagur, september 26, 2007

Heima

Ég er á leið á heimsfrumsýningu Sigurrós - Heima á Reykjavík Film Festival á morgun.

Hlakka ég til?

Efnisorð:

Gítarnámskeið - 1.tími

Í gærkvöldi var fyrsti tíminn af tólf á gítarnámskeiðinu. Væntingarnar voru nokkrar.

Ég fékk gítar að láni hjá frænda Hörpu. Það reyndist vera barnagítar, þannig að ég var frekar hallærislegur í tímanum. En það kom ekki að mikilli sök því vandamálið var frekar spilarinn en gítarinn.

Þetta gekk svona OK framan af. Við lærðum nokkra tóna; G, D, C og ákveðna takta.

Svo mætti kennarinn með Knockin' on Heavens Door. Auðvelt lag sagði hann. Jájá. Núna er bara að æfa sig vel og vandlega heima (15-20 mínútur á dag) og Dylan verður masteraður.

Efnisorð:

mánudagur, september 24, 2007

Upprifjun...

6 punktar.

Engin ástæða til að breyta þessari spá.

Efnisorð:

sunnudagur, september 23, 2007

Randy Pausch

Ég rakst á myndband á B2 sem nefnist "Jákvæði prófessorinn". Frábær klippa. Svo frábær klippa að ég vildi sjá þetta í heild sinni. Það varð til þess að ég mætti of seint í þrítugsafmæli.

Ég veit ekki alveg hvað skal segja. Þetta er um 90 mínútna video (seinni linkurinn). Ég hef horft á mörg video á netinu. Mörg. En það var e-ð frábær við þetta video sem fékk mig til að horfa. Ég felldi tár í lokin. Hversu oft gerist það þegar ég er í tölvunni? Ekki oft skal ég segja ykkur. Magnaður endir á frábærri kynningu.

Hvað fannst þér?

miðvikudagur, september 19, 2007

Þetta líf - þetta líf

Í hádegismatnum í dag var m.a. rætt um Kompás-þáttinn frá því í gær. Þá kom Bill Wyman inní umræðuna.

At age 47, Bill Wyman began a relationship with 13-year old Mandy Smith, with her mother's blessing. Six years later, they were married, but the marriage only lasted a year. Not long after, Bill's 30-year-old son Stephen almost married Mandy's mother, age 46.

Hefði þetta gengið upp, þá hefði móðir Mandy bæði verið tengdamóðir og tengdadóttir Bills.

****
Dansari í keppnisbann fyrir kannabisnotkun!
Fáránlegar reglur, fáránleg frétt og algjört bull.

****
Ég er með M-lagið á heilanum. Crash Test Dummies, gjörið svo vel.

Efnisorð: , , ,

mánudagur, september 17, 2007

Gítarnámskeið...

Áralangur draumur er að verða að veruleika.
Það eru núna svona 12-14 ár síðan mig fór að langa til að læra að spila á gítar. Definitely Maybe kom út árið 1993 og What´s the Story tveimur árum seinna. Tímamótaplötur í mínu lífi.

Nú er komið að 12 vikna námskeiði hjá Tónvinnsluskólanum. Byrjar á þriðjudag í næstu viku.

Ég hlakka mikið til.

Er einhver maður í þetta?

Efnisorð:

Að passa...

Frúin er á leið til NY á fimmtudaginn, sem þýðir að ég mun passa dótturina alla helgina.

Sögnin "að passa" er hitamál meðal kvenna/mæðra. Karlmenn nota þetta hins vegar óspart sín á milli, í léttum tón, en helst nógu háum til að einhver kona heyri. Þá er sko gaman. Konur hreinlega frussa útúr sér hneykslun sinni.

Konun/mæður passa hins vegar ekki. Þær annað hvort "eru með börnin", "eru að sinna móðurhlutverkinu" eða "börnin eru hjá þeim".

En já, ég er að fara að passa.

Efnisorð:

föstudagur, september 14, 2007

Hvað er sniðugt?

Þetta er sniðugt.

Efnisorð:

miðvikudagur, september 12, 2007

Ísland - Norður Írland

Vá, þetta var sko leiðinlegur leikur. Þetta var eins og að horfa á Wimbledon-Bolton á slæmum degi. Jafntefli hefði verið sanngjarnt.

Eiður Smári var þungur og frekar slakur (Ewing theory) , en ég gef honum credit fyrir að tileinka sigurinn Ásgeiri Elíassyni.

Efnisorð:

Bourne Ultimatum...

Geðveik mynd.
Ég gerðist svo djarfur að fara einn í bíó í gær. Ég varð að sjá þessa mynd í bíó, og allir sem ég þekki virðast hafa séð hana so. Það er fínt að fara einn í bíó. Þetta var í fyrsta skipti sem ég gerði það, og get alveg hugsað mér að gera það aftur.

Væntingarnar voru miklar. 8,5 á imdb er slatti. En myndin stóðst þær væntingar og vel það. Samanburður við Bond er kannski nærtækast, og Jason Bourne tekur James Bond og pakkar honum saman í töffaraskap og snilligáfu. Svo er þriðji JB-inn (Jack Bauer), en sá er sér kapituli. Eru einhverjir fleiri JB-ar þarna úti sem eru töff? Jimmy Buffet?

Einkunn: 8,7

Efnisorð:

mánudagur, september 10, 2007

Bourne Ultimatum...

Hver nennir í bíó annað kvöld (þriðjudag) á Bourne?

Efnisorð:

Íþróttafréttamenn...

Það eru nokkrir góðir íþróttafréttamenn á Íslandi, en flestir eru slæmir. Leiðinlegastur allra finnst mér Þorsteinn Gunn. Ekki eykst álit mitt á honum eftir þetta bréf. Þetta er svo yfirgengilegt og leiðinlegt. Hver nennir að gera svona mönnum til geðs?

Annar sem mér finnst leiðinlegur/skemmtilegur (aðallega leiðinlegur) er Henry Birgir. Ég les bloggið hans meira að segja stundum. Sjálfpíningarhvöt.

Á jákvæðari nótum þá finnst mér Gummi Ben orðinn afbragðs lýsandi. Hann hefur spilað leikinn, ólíkt flestum öðrum íþróttafréttamönnum, hefur vit á hlutanum, getur verið skemmtilegur og er ekki með neitt óþarfa kjaftæði. Ég fíla Gumma Ben.

Efnisorð: ,

Meistaraverk...

Í gær kláraði ég meistararitgerðina mína, oft kölluð meistaraverkið. Núna er hún í yfirlestri hjá íslenskufræðingnum bróður mínum. Verkinu verður svo skilað fyrir fimmtudaginn, þegar skilafrestur rennur út. Skrítið að hafa skilafrest til 13. september þegar útskrift er 27. október.

Ritgerðin ber heitið "Framsæknar fjárfestingar íslenskra lífeyrissjóða". Framsæknar fjárfestingar, stundum kallaðar óhefðbundnar fjárfestingar (alternative assets), kallast þær fjárfestingar sem ekki eru í hefðbundnum hlutabréfum og skuldabréfum, t.d. fasteignir, vogunarsjóðir (e. hedge funds) og framtakssjóðir (e. private equity).

Þetta var skemmtilegt efni, fræðandi og nýtist í minni vinnu. Win win win situation, eins og Michael Scott myndi segja.

Það er gott að vera loksins búinn, 4 árum eftir að ég hóf námið. Gefið að ég fái ekki falleinkunn mun ég því vera bæði með BS í fjármálum og Msc í fjármálum. Ekki amalegt það.

Efnisorð:

Geiri El...

Til minningar um Ásgeir Elíasson hittust nokkrir af fyrrverandi leikmönnum Fram á Framvellinum í hádeginu í dag og fóru í reit. Táknræn athöfn, enda var Ásgeir konungur reitaboltans.

Sjálfur var ég í jakkafötum og lakkskóm og stoppaði stutt við. Nógu lengi stoppaði ég þó til að klobba Stiftamtmanninn. Utanfótar snudda. Geiri hefði verið stoltur af þessum klobba.

Ásgeir var fyrsti þjálfarinn minn í meistaraflokki Fram, árið 1996. Ég spilaði undir hans stjórn í 4 ár. Hann var auk þess fyrsti landsliðsþjálfarinn minn í yngri landsliðum Íslands. Betri og skemmtilegri þjálfarar eru vandfundnir. Hann var einstakur maður og góður félagi.

Efnisorð:

sunnudagur, september 02, 2007

Punktar

* Horfði á The Hoax um helgina. Ég reyni að sjá allar myndir sem Richard Gere leikur í. Myndin fjallar um rithöfund (Gere) sem skrifar tilbúna sjálfsævisögu Howards Hughes. Ágætis mynd.
75/100*

* Fékk svo Hörpu loksins til að horfa með mér á Requiem for a Dream sem ég sá síðast fyrir rúmum 2 árum. Geðveikislega geðveik mynd. Algjört must see.

* Gerði einnig tilraun til að horfa á The Good Shepherd. Langdreginn andskoti. Gafst upp. Byrjaði líka á Blade Runner í annað skiptið. Sofnaði.

* Víkingar falla úr úrvalsdeildinni eins og ég spáði fyrr í sumar.

* Napolí unnu góðan 0-5 sigur í Seriu A, Barcelona vann 3-1 heima og Liverpool tóku Derby í kennslustund 6-0. Fín íþróttahelgi.

* Spilaði í úrtökumóti Landsbankans fyrir The Grove í ofsaveðri á laugardaginn. Erfiðar aðstæður og ég kom í hús á 96 höggum. Það dugði í 14. sæti af 45 keppendum. 10 efstu fara til London. Pínulítið svekkjandi að hafa verið svona nálægt, en maður getur ekki unnið allt.

* Rúmur mánuður í golfferð til Myrte Beach, mekka golfsins.

* Búinn að skila af mér mastersritgerð og fá til baka frá leiðbeinanda. Honum leist vel á þetta í heildina. Núna þarf bara að gera lagfæringar og úrskrifast í október. Það verður gaman. Loksins loksins.

Efnisorð: , ,