fimmtudagur, mars 31, 2005

Hér er saga einnar sem er nýlega orðin 43 ára:

Þegar ég var 16, vonaðist ég til að einhvern daginn myndi ég eignast kærasta.

Þegar ég var orðin 18 eignaðist ég kærasta, en það var engin ástríða. Svo ég ákvað að finna mér ástríðufullan náunga með tilfinningu fyrir lífinu og tilverunni.

Á háskólaárunum var ég með ástríðufullum strák, en hann var of tilfinningasamur. Allt var neyðarástand í hans augum. Hann grét og hótaði að drepa sig. Ég fann fljótlega að mig vantaði mann sem væri traustur og jarðbundinn.

Loks, þegar ég var orðin 25 hitti ég mjög jarðbundinn mann, en hann var leiðinlegur. Hann var algjörlega útreiknanlegur og varð aldrei spenntur yfir einu eða neinu. Lífið varð svo leiðinlegt að ég ákvað að reyna að finna mér mann sem að væri spennandi.

Þegar ég var 28 fann ég mjög spennandi gaur, en ég gat engan veginn haldið í við hann. Hann rauk úr einu í annað og gat aldrei verið lengi á sama stað eða verið lengi með sömu áhugamálin. Hann framkvæmdi allt sem honum datt í hug, hvort sem það var hættulegt eða fífldjarft og daðraði við allt sem hreyfðist. Hann var skemmtilegur en áttavilltur. Þannig að ég ákvað að reyna að finna mann með metnað.

Þegar ég var orðin 31 fann ég loksins gáfaðan mann með metnað. Hann var með fæturna á jörðinni og við giftum okkur. Hann var svo metnaðarfullur að hann skildi við mig, hirti allt sem ég átti og stakk af með bestu vinkonu minni.

Núna er ég 43 og er að leita að kalli með stórt typpi.

Streetball...

... tímabilið er að hefjast.
Prufukeyrði ég Lindarskólann í gær. Körfurnar eru að koma vel undan vetri. Skotið er líka gott. Mjúkur í hnjánum. Gott flæði á skotinu. Hliðarhreyfingar snöggar.

Ég hef ákveðið að vera Kobe Bryant á þessu leiktímabili.

Stóra spurningin er hverjir ætla einnig að spila: Jack, Óli Th., Chase, Stift, Saur, Eitur, Pres, Glæp. Allir þessir kallar. Og kannski fleiri til. Eða enginn.

Gaman væri ef menn myndu velja sér nafn fyrir sumarið. Heyrst hefur að Jack muni verða Ron Artest. Svona nagli. Skemmtilegast væri að vera núverandi leikmaður.
Óli=Dirk?
Stift=Ben Wallace?

Nei, ég segi bara svona.
Kobe Bryant

miðvikudagur, mars 30, 2005

Það er dimmt yfir...

... og því tilvalið að kasta fram einhverju jákvæðu og gleðilegu.

Það gleður mig að kynna: Son Konungs Hafsins.

Oooohhhh, gamla góða íbúðin í Myrtle Beach. Takið sérstaklega eftir sófanum. Hann var alger snilld. Og að auki svefnsófi.

Sjiiiiiiitttt,

Tony Almeida.

þriðjudagur, mars 29, 2005

Málsháttur

Fékk þennan málshátt þetta árið:
Mörg mestu hetjuverkin eru unnin í smáorustum lífsins

Nokkuð góð spakmæli myndi ég segja.
Þó ekki jafn góð og ein sem ég fékk fyrir svona tveimur áratugum. Þau hljómuðu svona:
Gott er að eiga Hauk í horni

Það eru orð að sönnu.
Hagnaðurinn
Alanis Morrisette...

... er með því leiðinlegra sem maður heyrir. Algjör eyrna-saltfiskur.

Þá er nú Air skemmtilegri. Þar erum við að tala um eyrna-konfekt/pizzur/snúða.

Jamm Jamm,
Hagnaðurinn
Alanis Morrisette...

... er með því leiðinlegra sem maður heyrir. Algjör eyrna-saltfiskur.

Þá er nú Air skemmtilegri. Þar erum við að tala um eyrna-konfekt/pizzur/snúða.

Jamm Jamm,
Hagnaðurinn
Gífurleg þreyta....

... á þriðjudegi. Eftir allt fríið.

Þá er gott að hlusta á lagið "Wise Up" með Aimee Mann, úr myndinni Magnolia.

Frábært lag.
Frábær mynd.


Dumm dumm, dummdumm
Hagnaðurinn

mánudagur, mars 28, 2005

Stefnan er tekin á að:
a) spila sem mest golf
b) læra sem allra mest
c) horfa á fjöldan allan af 24 þáttum
d) horfa á slatta af bíómyndum sem ég hef verið að ná í
e) og náttúrulega Lost þættirnir, sem nú eru aftur að vinna á. Jack góður!!!


NIÐURSTÖÐUR:
a) Kom ekki við eina einustu kylfu. Hugsaði samt mikið um að spila og dreymdi meira að segja golf. Það er bara ekki eins.

b) Svipað og með golfið. Las ekki einn staf. En var alltaf að fara að byrja. Það bara gerðist ekki.

c) Jú, þetta gekk nokkuð vel. Tók einhverja 5 þætti í seríu 4, auk þess sem ég byrjaði á seríu 3.

d) Stóð mig vel hérna.
Horfði á Million Dollar Baby, sem er frábær mynd. Smellum á hana 93/100*
Horfði einnig á Open Water. Góð mynd. Hafði raunar miklar væntingar. Stóð kannski ekki alveg undir þeim. 78/100*

e) Lost góðir. Tók nokkra þætti. Svo er þetta víst að byrja á Rúv núna í byrjun apríl.


Óvæntir atburðir sem voru ekki á opinberri dagskrá:
*** Heimboð til Danna og Kristjönu á föstudag. Spil og sötr.
*** Heimboð á Selfoss. Spil, matur, sötr.
*** Bakstur heima. Snúðar. Sexföld uppskrift. Með súkkulaði.
*** Skúringar. Þéttingsfast.
*** Skattaframtal. Alltaf jafn skemmtilegt. Skulda skv. mínum útreikningum. Fakkk.

Þetta hlýtur að vera minn flóknasta blogg to date.
Hagnaðurinn

sunnudagur, mars 27, 2005

Heimboð á Selfossi...

... rúlluðum á Selfoss í gær þar sem Simmi og Stiggriligg tóku á móti okkur. Einnig voru þar mætt Grái Glæponinn og Camilla. Á döfinni var að éta, drekka, og skemmta sér. Tókst það ágætlega.

Byrjuðum reyndar á því að sjá íslenska landsliðið skíttapa fyrir Króötum. Vá hvað við (þeir) voru slakir. Vá vá vá. Ég hef aldrei séð annað eins. Reka Ásgeir og reka Loga. Ekki síðar en á þriðjudaginn.

Á meðan fóru stelpurnar í kaupfélagið. Gerðu þær góð innkaup. Eins og alltaf. Svo var bara allt grillað þangað til gasið kláraðist og troðið þessu í grímuna á sér.

Síðar um kvöldið var svo farið í einhvern kvikmyndaleik, þar sem strákarnir tóku stelpurnar á pökkuðu þeim saman. Strákar vita bara meira um bíómyndir; ´þa ebbara þannig´.

Síðar um kvöldið var lífsgátan leyst... enn einu sinni.

Ipod-inn minn gerði gott mót. Sérstaklega þó Belkin Fm Transmitterinn. Mjög sniðug græja, t.d. fyrir bílinn....

Páskar páskar, jájá
Hagnaðurinn

laugardagur, mars 26, 2005

Ratleikur á Góðum Föstudegi...

... í gær fór Hörpu fjölskylda + ég og Dagur Tjörvi í smá ratleik í Elliðaár-dalnum. Leikurinn var skipulagður af Bjarna, mági Hörpu, og tókst hann ansi vel upp. Mjög gott uppátæki sem hugsanlega verður árlegur viðburður í framtíðinni. Reyndar verðum við stödd í Florída næstu páska, svo þá verður líklegast ratleikur um einhverjar verslunarmiðstöðvar. Lengju - Stuðullinn á að Harpa vinni þann ratleik er 1,05.

Eftir um klukkustunda rölt/hlaup um dalinn fór svo að allir enduðu sem sigurvegarar og fengu páskaegg, Incredibles sokka og litabók í verðlaun. Vakti það mikla lukku.

Kær kveðja,
Dina Araz

fimmtudagur, mars 24, 2005

Tapas-barinn .... umfjöllun

... brá mér sem sagt á Tapas í gær. Hafði heyrt margar sögur um þennan stað. Meðal annars þetta:
a) "Fór einu sinni á þennan Tapas bar og var frekar ósáttur.....góður matur en litlir skammtar" - Kiddi Jó (rauðhærður)
b) "En þetta getur verið fjandi gott ef vel er valið" - Atli Eiturbyrlari

Ég fór allavega svangur af stað. Svona þokkalega svangur. Ekkert hungurmorða.

Ég nýtti mér World For 2 kort sem ég á. Ég nota það kort mikið. Margborgar sig og getur skilað góðum hagnaði. Einnig er ég meðlimur í Einkaklúbbnum. Það kort nota ég öllu minna.

Ég fékk mér eitthvað sem kallast "Óvissuferð" en það eru 7-9 tegundir valdar af eldhúsi hverju sinni
Harpa fékk sér hins vegar "Tapas nautabanans" sem inniheldur nautalundir, lambalundir, kjúklingalundir,grísahnakka og humarhala.
Þessu var svo skolað niður með rauðvínsglasi og vatni.

Ég fékk alveg ofboðslega mikið af mat. Kjúklingur á priki var mjög góður sem og hörpuskelin. Saltfiskurinn var hins vegar vondur. Hann var reyndar það síðasta sem ég borðaði, svo það er kannski ekki alveg marktækt.

Í heildina var þetta bara mjög gott og líklegt að maður fari þangað aftur. Örugglega gaman að fara þarna í góðum hópi.

Stjörnugjöf:
80/100*

Hagnaðurinn
Bull og vitleysa...

... hér er grein um Bobby Fisher (Æskan: Róbert Fiskimaður) á vefsíðu BBC.

Í greininni segir m.a. (vitnað í Gunnar Snorr Gunnarsson, permanent secretary in Iceland's foreign affairs ministry)
He said public reaction in Iceland to the offer of residency for Mr Fischer had been "overwhelmingly positive".

Ég veit ekki með ykkur hin, en ég veit ekki um EINN mann sem er jákvæður að þessi geðsjúklingur sé að koma hingað. Ekki einn.

Þvílík risasteypa.
Hagnaðurinn

miðvikudagur, mars 23, 2005

Alveg blússandi...

... föstudagsfílíngur, þrátt fyrir að í dag sé miðvikudagur.

Kærkomið 5 daga frí framundan.

Stefnan er tekin á að:
a) spila sem mest golf
b) læra sem allra mest
c) horfa á fjöldan allan af 24 þáttum
d) horfa á slatta af bíómyndum sem ég hef verið að ná í
e) og náttúrulega Lost þættirnir, sem nú eru aftur að vinna á. Jack góður!!!

Hlakka mikið til að horfa á þessa mynd með þessum gæja í aðalhlutverki. Hann er einnig hérna að blogga. Fyndinn náungi.

Annars eigum við Harpa í dag 6 ára samvistarafmæli. Af því tilefni ætlum við að bregða okkur á Tapas-barinn í kvöld. Heimildir herma að þetta sé mjög góður staður.

Annars skilst mér að hún Þórey Hildur, 3 daga gömul frænka mín, hafi það mjög gott.
Ætla að tjekka á henni fljótlega.

Kveðja,
Hagnaðurinn

þriðjudagur, mars 22, 2005

Hass vs. Kókaín...

... eins og lesendur mínir vita er ég mikill áhugamaður um sjónvarpsþættina 24. Mikill áhugamaður er líklegast understatement. Tel ég einnig að þeir sem fylgjast með þessum þáttum séu almennt gáfaðari en annað fólk.

Nýlega fór ég að hafa spurnir af "nýjum" þáttum sem væru alveg frábærir. Jafnvel semi-harðir 24 aðdáendur hafa verið að segja að þetta sé alvöru stöff. Þetta var svona nokkuð sterkur orðrómur.

Þessir þættir heita Lost og eru sýndir á ABC.

Í stórum dráttum fjalla þessir þættir um fólk sem lendir í flugslysi og endar á eyðieyju og þar að útkljá ýmis mál. Segi ekki meira. En það er nokkuð góð undirliggjandi spenna til staðar.

Það er mikið af áhugaverðum karakterum. Reyndar heitir aðal-dúddinn Jack, en eins og við vitum öll er bara einn alvöru Jack. Agent Baker er þarna, Sayid (Syed Ali?), Matrix gæi, Merry úr LOTR, auk margra annarra.

Núna er ég búin að horfa á 4 þætti af þeim 17 sem ég downloadaði um helgina.
Þetta byrjaði alveg rosalega en hefur síðan aðeins dalað, en ég ætla svo sannarlega að horfa áfram. Þetta er nefnilega alvöru stöff; annað en eiginlega allt sem er í sjónvarpinu þessa dagana.

Tjekk it out,
Hagnaðurinn

mánudagur, mars 21, 2005

Núna í nótt...

... varð ég móðurbróðir í annað sinn.

Stúlka var það... þvert á spár markaðsaðila.

Kær kveðja,
Hagnaðurinn

laugardagur, mars 19, 2005

Pæling...

... ef hann er saklaus, er hún þá sek?
Lakers...

... horfði á Lakers tapa fyrir hinum 39 ára gamla Reggie Miller í nótt. Hann skoraði aldurinn sinn.

Ég hef ekki séð Lakers vinna síðan í öðrum leik úrslitanna í fyrra.

ÞAÐ ER ORÐIÐ ANSI LANGT SÍÐAN..........

Meira um Lakers síðar,
Hagnaðurinn

föstudagur, mars 18, 2005

From a strictly mathematical viewpoint it goes like this:


What Makes 100%? What does it mean to give MORE than 100%? Ever wonder about those people who say they are giving more than 100%? We have all been to those meetings where someone wants you to give over 100%. How about achieving 103%? What makes up 100% in life?


Here's a little mathematical formula that might help you answer these questions:
If:
A B C D E F G H I J K L M N O P Q R S T U V W X Y Z is represented as:
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26.

Then:
H-A-R-D-W-O-R-K
8+1+18+4+23+15+18+11 = 98%


and

K-N-O-W-L-E-D-G-E
11+14+15+23+12+5+4+7+5 = 96%

But,
A-T-T-I-T-U-D-E
1+20+20+9+20+21+4+5 = 100%

And,
B-U-L-L-S-H-I-T
2+21+12+12+19+8+9+20 = 103%

AND, look how far ass kissing will take you
A-S-S-K-I-S-S-I-N-G
1+19+19+11+9+19+19+9+14+7 = 118%

So, one can conclude with mathematical certainty that While Hard work and Knowledge will get you close, and Attitude will get you there, it's the Bullshit and Ass kissing that will put you over the top.

fimmtudagur, mars 17, 2005

Verðstríðið...

... fór í Bónus eftir vinnu í dag. Mér leiðist að fara í búðir. En í dag var smá öðruvísi.

Það var nefnilega allt svo helvíti ódýrt.

Dæmi:
- Piparpúkar (2 pakkar) á 112 kr. Sambærilegir púkar kostar 79 kr. pakkinn í 10-11 Austurstræti. Reyndar er verðstríðið ennþá á leiðinni í bæinn.
- Laukur á 1. kr. Endalaus haukur laukur sparibaukur.
- Gos á einhverja tíkalla.
- Skyr á svona 30 kr. Ísskápurinn er fullur af skyri. Fullur af því.

Þetta er náttúrulega ekki komið til að vera, frekar en hátt gengi krónunnar, en um að gera að detta aðeins í það í neyslunni.

Ég held það sé langt í annað eins neyslufyllerí.

Og verðbólgan bara á uppleið.

Efnahagskreppa?
Brotlending?
Blóðbað?
Lægð?
Tony
Yeah
Miami - Lakers ....

... í beinni í kvöld.

Hér er áhugaverð grein tengd leiknum.

Áfram Lakers,
Kobe.

miðvikudagur, mars 16, 2005

Gott blogg...

... hjá honum Árna Inga. Virkilega gott og skemmtilegt.



*************************************

Tyra Banks er hins vegar hvorki góð né skemmtileg.



Mikið ofboðslega er þessi þáttur með henni leiðinlegur. Núna er ég til dæmis að horfa (með Mars Volta í eyrunum) og ég SÉ hvað hún er leiðinleg. Hún er búin að græta einhverja blökkukonu svo mikið að það þarf texta til að skilja það sem hún segir. Spurning hvaða tungumál hún er að tala.



*************************************

Kasabian er hljómsveit sem ég þarf að fara að skoða af alvöru. Þegar það er farið að líkja hljómsveitum við Stone Roses, Primal Scream, Oasis og fleiri, þá opnar Hagnaðurinn eyrum.



Yeeeehhhhhhh,
Hagnaðurinn

þriðjudagur, mars 15, 2005

Rambo, He-Man og Jack Bauer...

... var að klára Rambo III og ég held að það sé slakasta myndin í þessari annars frábæru trílógíu.

Þrátt fyrir það sýnir Rambo sína bestu takta, sérstaklega þegar hann ræðst einn gegn rússneskri hersveit, sem og þegar hann tekur spýtu úr löppinni á sér (þá hetjudáð hefur Jack Bauer reyndar einnig sýnt). Báðir eiga það einnig sameiginlega að vera farnir að hlaupa ca. 15 mínútum seinna. Naglar maður.

Talandi um nagla.
Menn hafa undanfarið verið að velta fyrir sér Rambo vs. Jack vs. He-man
Hver er sterkastur?
Hver myndi vinna einvígi?



*** Þetta er rosalega flókin spurning og erfið ***

- Rambo er náttúrulega með Rambo-hnífinn og bogann, auk vélbyssunnar. Einnig er hann ónæmur fyrir sársauka. Einnig er Rambo með allskonar trikk til að drepa menn sem flottast. Helsti ókostur Rambo er hversu óskynsamur hann er.

- Jack er gáfaðastur. Hann er professional og hugsar gífurlega hratt og ekkert smáatriði fer framhjá honum. Hann er ofboðslega sterkur í borgarumhverfi, og þá sérstaklega inní byggingum. Einstaklega úrræðagóður og þolir mikinn sársauka.

- He-Man er soldið óskrifað blað. Hann er náttúrulega ofboðslega sterkur, auk þess að hafa sverð og skjöld. En hann er soldið old-school. Erfitt að sjá t.d. hvernig hann myndi eiga við sprengjuodda Rambo.

En hvað segið þið?
Hver skarar framúr?

Tony A.
[Rambo and Colonel Trautman stand alone facing an enemy army.]
Colonel Trautman: What do we do?
Rambo: Well, surrounding them's out.

mánudagur, mars 14, 2005

Sá margar bíómyndir um helgina....

My Boss's Daughter
Ógeðsleg mynd. Tara Reid og Ashton fara ekki á kostum. Gafst upp þegar myndin var u.þ.b. hálfnuð.

Mercury Rising
Bruce Willis leikur einhverja pirraða löggu sem þarf að passa uppá einhverfan dreng sem er í hættu staddur. Rosalega spennandi. Right....

Top Gun
80´s mynd sem margir halda uppá. Sæmileg mynd bara, ekkert meira en það. Eldist ekkert sérlega vel. Krúsarinn reyndar flottur; sérstaklega þegar hann er olíuborinn í blaki.

Rambo, First Blood
John Rambo lendir uppá kant við löggur í smábæ einhvers staðar í USA. Fáránlegur söguþráður, svo ekki sé meira sagt. Hins vegar er ofbeldið skemmtilegt og Rambó-hnífurinn klassískur. Og stökkið fram af bjarginu.... shiiiiiiiittt.

Rambo, First Blood, Part 2
Rambo er sendur til Asíu til að taka ljósmyndir. Einmitt já.
Hann endar hins vegar á því að drepa marga (vonandi er ég ekki að kjafta frá söguþráði myndarinnar).
Rambo er hins vegar svikinn af eigin yfirmönnum og neyðist til að skjóta allar tölvurnar þeirra.

Rambo: "Back there I could fly a gunship, I could drive a tank, I was in charge of million dollar equipment, back here I can't even hold a job PARKING CARS!"

Já, það eru breyttir tímar fyrir Rambo.

Kær kveðja,
Richard Crenna

laugardagur, mars 12, 2005

idol - stjörnuleit...

Chelsea sigraði Barcelona í idol-stjörnuleit seint í gærkvöldi.

Barcelona var betri aðilinn í leiknum, var miklu meira með boltann (possession 70-30), átti fleiri markskot, og voru hættulegri allan leikinn.

Þrátt fyrir þetta skoruðu Chelsea eina mark leiksins úr vafasamri vítaspyrnu sem hliðhollur dómari leiksins hreinlega gaf. Chelsea slapp því naumlega með Skrekkinn.

Talið er að Chelsea hafi keypt Skrekkinn af gömlum farandsala í Chelsea-hverfinu á Manhattan fyrir skömmu. Skrekkurinn sá var upphaflega framleiddur af öldruðum langafa Hagnaðarins.

Meira verður ekki ritað um idol-stjörnuleit á þessari síðu um aldir alda.

Where is Mamud Faheen???
Jack

föstudagur, mars 11, 2005

Mín versta matröð hefur verið staðfest.

Kannski ekki versta... en slæmt er það.

Yeeehhhhh,
Tony.

fimmtudagur, mars 10, 2005

A - B - C - D

A) Liverpool komnir áfram í meistaradeildinni. Það er nokkuð ánægjulegt. Lögðu arfaslakt lið Kusen í gær mjög sannfærandi. Ég vil mæta Lyon eða Chelsea í næstu umferð. I do.

B) Er að kynna mér nýjan disk Mars Volta. Sá að Biggi í Maus gaf honum fullt hús í fréttablaðinu. Arnar Eggert gaf honum hins vegar 2 stjörnur í mogganum. Ég hallast frekar að því að þetta sé bullandi snilld. I do.

C) Slysaðist til að fylgjast aðeins með Svaninum í sjónvarpinu. I´m wasting my time. I am.

D) Lokaþátturinn í þessu langdregna og over-hæpaða idoli á morgun. Mér er hreinlega orðið drullusama hver vinnur þetta. Hef hingað til haldið með Heiðu. Hún er svona næst því að vera normal af þessu liði. Ef ég ætti að leggja undir peninga, þá myndi ég setja svona 90% á Hildi. I would.

Að lokum þetta:
Þrátt fyrir bullandi hagnað bankanna, og bara allra fyrirtækja landsins að því er virðist, þá er nú Hagnaðurinn enn á toppnum.

"Where is the man in the brown jacket?"
Jack
Tennis Tennis Tennis....

... langt síðan ég hef verið með tennis-blogg.

Lítið hefur breyst; ég er enn ósigraður síðastliðin 5 ár.

Í gær var einvígi á milli mín og Gráa Glæponsins. Hann hefur aldrei unnið mig. Hlýtur að vera einstaklega pirrandi að tapa alltaf, og það sérstaklega fyrir mér af öllum mönnum. Hann vinnur það reyndar upp á golfvellinum á sumrin.

Anyway.
Ég tók fyrsta settið í gær 6-3. Nokkuð sannfærandi. Hélt serve.
Í öðru settinu var Grái líklegur til afreka. Staðan 1-1 í game-um talið.
Þá sagði ég: "Ég held hreinlega að þú getir veitt mér smá keppni hér í dag".

Það reyndust vera stór mistök.
Svo fór að ég vann næstu 11 game!!!! Ellefu.
Hann hefur ekki unnið eitt sett á árinu.
En ég gef honum credit, hann mætir alltaf og tekur tapinu karlmannlega. Annað en Mourinho.

Lokastaðan:
6-3
6-1
6-0

Keppni í ásum:
5-2

Segjum þetta gott,
Peter Crouch

þriðjudagur, mars 08, 2005

Þetta helst...

... ég er mikill aðdáandi gamla einkunnar-kerfisins sem var notað þegar maður var í grunnskóla. Á undanförnum 24 klst. hefur þetta gerst:

Lélegt:
Chelsea sigraði Barcelona 4-2 og komst áfram í meistaradeildinni. Alveg hræðileg úrslit. Ekki bara að maður haldi svakalega með Barca, heldur gjörsamlega þoli ég ekki Chelsea og allt þetta helvítis snobb og viðbjóð og hroka sem er í kringum liðið. Faaaakkkkkkkk

Sæmilegt:
Bakþankar Kristínar Helgu Gunnarsdóttur. Djöfulsins andskotans væl alltaf hreint. Vantar miklu meiri jákvæðni. Einnig póstur Valgerðar. Já, bara allur framsóknarflokkurinn. Sorglegt pakk.

Gott:
manchester united eru dottnir út í meistaradeildinni. Það eru mjög ánægjuleg tíðindi. Hefði samt trade-að sigri Barcelona fyrir sigur manchester. I do.

Frábært:
Spurningakeppni trúfélaganna á Omega er eitthvað mesta snilldarsjónvarpsefni sem sést hefur. Datt inná þetta fyrir algera slysni um helgina og var bara kominn í dúndrandi Jósef og Maríu og Jesú fíling.
"Hvað voru margir lærisveinar í öðrum draum Jósefs" o.s.frv.

Já, svo er Damien Rice frábær.

Góðar stundir,
Hagnaðurinn

Auka þarf hlut kvenna í stjórnum

"Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur skrifað kurteislegt bréf og óskað eftir því að forráðamenn stórfyrirtækja íhugi að auka hlut kvenna í stjórnum. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Sf, taldi ólíklegt að kurteisin myndi skila konum þeim hlut í stjórnum fyrirtækja sem þær ættu að hafa."

Hvaða fokking grín er þetta?

Er Valgerður endanlega búin að missa það?

Sjitturrrrinnn titttturinn

Stand by Me fór í tækið á laugardag...

Highlight:
Gordie: Mickey is a mouse, Donald is a duck, Pluto is a dog. What's Goofy...?
Teddy: He's a dog, he's definitely a dog...
Chris: He can't be a dog, he wears a hat and drives a car...
Vern: Yeah, that is weird. What the hell is Goofy?

Corey Feldman stóð sig vel, en Kiefer stal senunni sem vandræðaunglingurinn Ace.

"I'll see ya.
Not if I see you first."
River Phoenix

mánudagur, mars 07, 2005

sunnudagur, mars 06, 2005

Sparnaður...

... Harpa keypti Bónus-hveiti í gær á einhverri voða útsölu.

Hvaða bakari með sjálfvirðingu notar Bónus-hveiti?

Ekki ég.
Kyle Singer.

laugardagur, mars 05, 2005

Lakers vinna...

... og allt í gúddí fíling.

En þá tapa Liverpool sannfærandi.
- Solid tap.
- Aldrei í hættu.
- Hurðin skall hvergi nærri hælum.

Þetta tap náði samt að fara hringinn. Ég varð eiginlega ekkert fúll. Það er nefnilega þannig að það er allt í lagi að tapa fyrir betra liði. Newcastle voru betri í dag.

En come on... nú þarf að fara að bretta upp ermarnar Tony Almeida Style og spýta í lófana Jack Bauer style og fara að gera eitthvað af viti.

"That's the problem with people like you, George. You want results, but you never want to get your hands dirty. I'd start rolling up your sleeves. "

Hell yeah,
George Mason
Clublakers !

... er að mínu mati besta Lakers síðan. Fyrir leikinn í nótt skrifuðu þeir eftirfarandi:

— Brandon’s Analysis —
.. I’m going to be honest: I’m getting to the point where I feel as if I should just completely stop discussing Laker basketball. We all know the problems, but what good will that do us as fans? Absolutely nothing…but let’s talk about the Mavs.

.. The Mavericks, led by Disco Dirk and his new haircut, will pick apart the defense-less Lakers…and it won’t be pretty. Looking at the frontcourt, I can predict the “German Jordan” to score 30+ in this game, whether he’s matched up with Mihm, Odom, or Grant. I really would like to avoid talking about Howard’s performances as of late; I’ll just let Caron see for himself. I don’t know what Kobe will have to do in this game, but I’m guessing he’ll be guarding three guys at once, and if he doesn’t drop 40+ points with 10+ assists, the Lakers will not win. Translation? The Lakers will not win.

— Brandon’s Prediction —The Lakers are done…stick a fork in them. It wouldn’t hurt to drown them in steak sauce while they are on the grill, as the Mavs will light them up all night and have this game handed to them on a silver platter, 110-93.

Niðurstaða:
Kobe Bryant scored 10 of his 40 points in the final 2:15, Caron Butler had 20 points and the Los Angeles Lakers snapped a four-game losing streak with a 108-103 victory over the Dallas Mavericks on Friday night.

Brandon Brandon Brandon !!!

föstudagur, mars 04, 2005

Ætli Atli Skemmtanalögga hafi farið í lögregluskólann?
Ofmetnar hljómsveitir...

a) System of a Down - Argasti saur.
b) U2 - hafa ekki komið með quality lag í langan tíma. Eru bara "rated"
c) Stuðmenn - Er ekki kominn tími á að hætta bara

"I have killed two people since midnight. I haven't slept in over 24 hours. So maybe you should be a little more afraid of me than you are now. "
Jack Bauer

fimmtudagur, mars 03, 2005

Ok, verslingar og vesalingar og einhverjar stelpur.

En Addi???

Come on!!!

miðvikudagur, mars 02, 2005

þriðjudagur, mars 01, 2005

Fundamental vika...

* Brá mér áðan á Vorfund Íslandsbanka-Eignastýringar *

Þar var Dr. Burton G. Malkiel aðal-ræðumaður kvöldsins. Hann er einmitt höfundur bókarinnar "A Random Walk Down Wall Street". Fínasta bók sem ég keypti mér einmitt skammt frá Wall Street í maí síðastliðnum, nánar tiltekið í Barnes & Noble á 5.tröð.

Í ræðu sinni lagði Dr. Malkiel mikla áherslu á fjárfestingar í vísitölusjóðum og kom með mjög sannfærandi rök fyrir því hvers vegna það væri skynsamlegasta fjárfestingin til lengri tíma litið. Nokkuð áhugavert, en lítið nýtt svo sem.

Dr. Malkiel er maður sem borðar eitt epli á dag, alla daga vikunnar.

*****************************************************
Sigurður B. Stefánsson framkvæmdarstjóri Eignastýringar Íslandsbanka flutti síðan erindi.

Sæmilega áhugavert framan af, en ekkert spes.

Sigurður átti hins vegar frábæran endasprett, þar sem hann sýndi fram á hvernig "nýjar leiðir" Íslandsbanka skiluðu 180% ársávöxtun! fyrir eitthvað safn sem hann og hans menn höfðu valið (á einhvern hátt sem var ekki útskýrt). Mátti jafnvel túlka orð Sigurðar eins og hann hefði fundið upp nýja peningavél. Það verður spennandi að sjá hvort hann muni ekki bara hætta í bankanum og græða óstjórnlega á braski með hlutabréf.

Ég gæti trúað því að Sigurður borði 7 epli á sunnudögum.

Annnars hrósa ég Íslandsbanka fyrir mjög vel heppnað kvöld. Mætingin var frábær, og fullur salur á Nordica. Einnig eru bækur Íslandsbanka, Hlutabréf og Eignastýring og Verðmætasta Eignin mjög gott innlegg í fjármála umræðuna hér á landi.

*****************************************************

Brian Tracy að koma til landsins.

Menn segja: "Þetta er drulludýrt"

Ég segi: "Ekki spurja hvað kostar að fara... spurðu frekar hvað kostar að fara ekki"

An apple a day keeps the doctor away,
Rónarinn
Hann á afmæli í dag
Hann á afmæli í dag
Hann á afmæli, hann bjórinn
Hann á afmæli í dag

- 16 ára í sambúð! -
Brian Tracy...

... að koma til landsins og Hagnaðurinn bara að fara að kíkja á kallinn.

Við höfum ákveðið að hittast á föstudaginn í svona 2 tíma.
Ætlum aðeins að ræða málin og fara yfir þessi helstu fundamentals í lífinu.
Við ættum að geta lært sitthvað af hvorum öðrum.

Hámarksárangur,
Jim Rohn