þriðjudagur, október 31, 2006

Arrrrrrrggggggggg

Ég hata Chelsea svo heitt og innilega!

Carvalho, Terry, Essien, Ballack, Drogba, Robben, Assley Cole... þvílík samansafn af ruddum og aulum, dæverum og mongólítum.

Mér hefur oft verið illa við hin ýmsu lið, t.d. manutd og Leeds, en aldrei í lífinu hef ég hatað eitt lið jafn rosalega mikið.

100% hatur.

Spá:

Barcelona - Chelsea: 2-0
Liverpool- Borrdó: 2-0

mánudagur, október 30, 2006

Nýr driver... Nike Sumo

Kassalaga!
Þetta er spes.

fimmtudagur, október 26, 2006

Kvikmyndir...

1) Thank you for smoking: Frábær mynd. Frumleg, sniðug, fyndin. Vægi mikið.

2) Da Vinci Code: Sæmileg mynd. Langdregin, áhugaverð. Vægi meðal.

3) Crank: Hræðileg mynd. Heimskuleg, asnaleg. Vægi lítið.

4) Enron: The Smartest Guys in the Room: Heimildarmynd um Enron skandalinn. Virkilega góð mynd. Vægi mikið.

miðvikudagur, október 25, 2006

Íbúð fundin...

... Þessi líka fína 4 herbergja íbúð á Sólvallagötunni.

Klassík...

Mýrin...

... í gær fór ég á Mýrina ásamt Hörpu.

Það var uppselt.

Einkunn: 0 stjörnur.
Vægi: Lítið.

þriðjudagur, október 24, 2006

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins...

... er um helgina, og ég er að leggja lokadrög á mína uppstillingu. Hún er svohljóðandi eins og er:

1) Geir H. Haarde
2) Pétur Blöndal
3) Guðlaugur Þór Þórðarson
4) Guðfinna S. Bjarnadóttir
5) Sigurður Kári Kristjánsson
6) Illugi Gunnarsson
7) Sigríður Andersen
8) Björn Bjarnason
9) Birgir Ármannsson
10) Tobbi hamstur

Guðlaugur Þór var í öðru sætinu þangað til í gærkvöldi, en þá skaust Pétur uppfyrir hann.

Þetta gæti orðið spennandi!

sunnudagur, október 22, 2006

Æðisleg íþróttahelgi að baki...

... og mín lið að gera sérstaklega góða hluti.

Er ekki kominn tími til að Ronaldinho klippi sig og losi sig við þetta hárband, og fari að spila eins og maður?

föstudagur, október 20, 2006

Ísland - Danmörk

Ég er búinn að fara tvisvar í bíó á skömmum tíma. Annars vegar íslenska mynd, og hins vegar danska.

Börn:
Í gær sá ég Börn. Væntingarnar voru nokkuð miklar, og stóðst myndin ekki þær væntingar. Hún er engu að síður góð, en ekki stórkostleg. Góð videospóla.

Drömmen:
Þetta er dönsk mynd sem sýnd var á kvikmyndahátíðinni á dögunum. Myndin á að gerast árið 1969 og fjallar um ungan pilt sem býr á sveitabýli einhvers staðar í Danmörku, og samskipti hans og fjölskyldu hans við ofbeldisfullan skólastjóra. Spennandi?

Þetta var frábær mynd. Hreyfði mun meira við mér heldur en Börn. Skylduáhorf.

Þannig er það nú bara. Danir eru betri en Íslendingar í að búa til gott bíó.

fimmtudagur, október 19, 2006

Börsungar...

Þeir voru slakir í gær gegn Chelsea. Vægast sagt.

"Messi litli" var á vellinum og vildi meina að seinni hálfleikurinn hafi verið slakasti hálfleikur liðsins í langan tíma. Mikið til í því.

Annars er alltaf gaman af Drogba. Ég hreinlega elska að hata manninn. Jafnvel þegar hann er að reyna að gera e-ð gott. Mest hata ég hann þó þegar hann dettur með slíkum tilþrifum að halda mætti að Jack Bauer hafi skotið hann í hnéskelina með haglabyssu.

Hvenær ætli við fáum að sjá Didier aftur í rauða leðurjakkanum og þröngu snjóþvegnu gallabuxunum, sem hann var í eftir sigurinn á Barcelona í Meistaradeildinni fyrir 2 árum? Það var augnakonfekt!

miðvikudagur, október 18, 2006

Linkar...

Jæja, ég er enn einu sinni búinn að uppfæra linkana.

Þessir fá link:
a, b, c.

Einnig bætti ég inn linkum á þá sjónvarpsþætti sem ég fylgist með. Gott að halda því til haga.

Chelsea - Barcelona --> Spádómur

Aðalspá: 2-2
Varaspá: 1-2

Í anda 24?

Nei, það eina í Vanished sem er í anda 24 er annars vegar John Allen Nelson, a.k.a. Cummings, og hins vegar fyrirsjáanlegur fjöldi svikara.

Á sama hátt gæti Lost verið í anda 24.

Jú, þar leikur Agent Baker og fólk er drepið.

En engu að síður, Vanished fór vel af stað á Sirkus á sunnudaginn. Ég ætla að horfa næsta sunnudag, klukkan 21:00.

mánudagur, október 16, 2006

Kristín María 6 mánaða...

Litla sæt varð 6 mánaða á laugardaginn. Tíminn líður hratt.

Það er ekki nóg með að hún vakni alltaf brosandi, heldur er hún núna farin að sofna brosandi. Ég er ekki að ljúga þessu. Þessar myndir eru teknar ca. 5 mínútum áður en hún sofnaði í kvöld. Sæt?



 Posted by Picasa

Viðbjóður...

... fyrsta viðbjóðsveður haustsins er mætt.

Það er gott að vinna inni í dag.

þriðjudagur, október 10, 2006

Sjónvarpsgláp...

Ég er tarnamaður. Ég horfi á sjónvarp í törnum. Skammtíma-stöðugleiki.

Í dag og í gær horfði ég á 9 þætti af Office (US version). Það er sem sagt 1.serían + 3 þættir í 2.seríunni. Ég verð að viðurkenna að þetta eru ansi skemmtilegir þættir. Að vísu veit ég ekki alveg hvort þeir séu betri en breska útgáfan, en ég hef heyrt báðar sögurnar. Ég mun skoða bresku útgáfuna við tækifæri.

*******************

Núna áðan horfði ég svo á pilot-inn af Studio 60 on the Sunset Strip, en þetta er glænýr þáttur frá NBC. Matthew Perry leikur þar aðalhlutverk ásamt nokkrum semi-þekktum leikurum.

Þessi þáttur lofar mjög góðu. Hann fjallar um fólk sem er að stjórna þættir sem er eiginlega alveg eins og Saturday Night Live. Ég mun fylgjast með.

Holland...

... meira af ferðamálum.

Nýlega pantaði ég ferð til Hollands. Þangað munum við fara í smá fjölskylduferð í júní á næsta ári. Samtals 2. vikna ferð.

Við munum eyða mestum tímanum í garði sem heitir De Eemhof. Þetta er svipaður garður og Kempervennen, sem margir þekkja, og það er sama fyrirtækið sem á þessa garða, ásamt mörgum öðrum í Evrópu.

Garðurinn er í 30 mín fjarlægt frá Amsterdam, og steinsnar frá Rínardalnum og mörgum öðrum spennandi stöðum í Þýskalandi. Þetta ætti að vera helv. fínt.

***********

Lakers spila í Garden þriðjudaginn 30. janúar 2007. Full kalt þá held ég.

mánudagur, október 09, 2006

New York...

... ég á orðið nógu marga vildarpunkta til að skella mér til New York!

Verst að ég pantaði ferð til Köben um daginn....

föstudagur, október 06, 2006

Köben...

Jæja, Hagnaðurinn og Mæðgurnar ætla að skella sér til Köben fyrir jólin. Brottför laugardaginn 18.nóv kl 08:00. Heimkoma þriðjudaginn 21.nóv klukkan 22:10.

Gisting: Hildur og Troels.

...Það er gaman að fara til útlanda...

miðvikudagur, október 04, 2006

Freakonomics...

Í gærkvöldi kláraði ég að lesa bókina Freakonomics. Hún er skrifuð af hagfræðiprófessor við Chicago háskólann og blaðamanni New York Times. Bókin kostar 1.386 kr í Bóksölu Stúdenta.

Skemmtilegri bók hef ég ekki lesið langa langa lengi.

Kaflaskiptingin er eftirfarandi:

Chapter 1: What Do Schoolteachers and Sumo Wrestlers Have in Common?

Chapter 2: How Is the Ku Klux Klan Like a Group of Real-Estate Agents?

Chapter 3: Why Do Drug Dealers Still Live with Their Moms?

Chapter 4: Where Have All the Criminals Gone?

Chapter 5: What Makes a Perfect Parent?

Chapter 6: Would a Roshanda by Any Other Name Smell as Sweet?

... og það sem er skemmtilegast við þetta, er að þetta eru ekki bara einhver flott kaflaheiti, heldur fjalla kaflarnir virkilega um þessi málefni, og það á skemmtilegan hátt. Kaupið þessa bók strax í dag.

Uppáhaldskafli: Kafli 3.

Niðurstaða: 9,5.
Vægi: Mjög mikið.

þriðjudagur, október 03, 2006

Framundan...

6. okt: Vinnu/skemmtiferð í Selvík.
21 okt: Árshátíð í vinnunni.
17.nóv: Sufjan Stevens í Fríkirkjunni.

... og þá er það upptalið!

mánudagur, október 02, 2006

Gylfi Ægisson...


... hringdi í mig í dag!

Hann var að reyna að selja mér hljómdiska með honum sjálfum, bæði sungið efni og leikið...

"Nei, takk" var mitt svar. Frekar myndi ég kaupa disk með Barry Manilow, en það mun ég samt aldrei gera.

sunnudagur, október 01, 2006

Veitingaspjall...

Á síðustu dögum hef ég prófað 2 nýja veitingastaði. Þetta eru annars vegar Súpubarinn og hins vegar Vox.

Súpubarinn:
Ég fór þangað í hádeginu á þriðjudaginn. Áður hafði ég heyrt virkilega góða hluti um súpurnar þarna, og ákvað að prófa.

Fyrir það fyrsta var nokkuð löng röð sem gekk hægt, enda aðeins einn starfsmaður. Mínus. Ég pantaði mér Tex Mes súpu með nachos, osti og einhverju gúmmílaði, 2 brauðsneiðar og vatn. Verð = 670 kr. Þetta leit virkilega vel út og maginn ólgaði af spenningi. En vonbrigðin voru rosaleg. Ég er að tala um Lakers vs. Suns Game 7 vonbrigði.

Harpa fékk hins vegar góða súpu.
Niðurstaða: Undirvigt, en nýtt mat í vinnslu.

****************

Vox:
Í hádeginu í dag fór ég í brunch á Vox, veitingastað Hótel Nordica.

Úff. Þetta var heldur betur gott, og hverrar krónu virði. Kostar að vísu 2300 kr. per., en maður er að fá humar, kjöt, og bara allan andskotann. Algjör snilld.

Niðurstaða: Yfirvigt. Mæli eindregið með þessu.