mánudagur, október 28, 2002

Nýtt Nýtt

Ég var að prófa að setja inn nokkrar myndir. Þetta er aðallega af Degi Tjörva, litla frænda mínum, en það mun koma meira inn síðar. Þá er ég ekki að tala um viku... kannski bara á morgun ef ég hef tíma.

Svo má geta þess að það er afar skemmtileg umræða inná Fram spjallið. Þar eigast við Hagnaðurinn og Ox. Þetta er afar hressandi umræða sem mun engan endi taka. Mér sýnist hann vera orðinn pirraður á "glæstu glensi" mínu, en það gerir þetta bara enn skemmtilegra.

Gerum lífið skemmtilegra,
Hagnaðurinn

sunnudagur, október 27, 2002

Sorry... hef verið latur...

.... eða eiginlega ekki beint latur. Meira svona busy. Eins og ég sagði frá hér um daginn þá hef ég lokið störfum á Laugardalsvelli og flutti mig yfir til Íslenskra Aðalverktaka. Þar erum við (ég) að byggja 60 íbúða blokk, þar sem gamli Goði var til húsa.... hinum megin við Íslandsbanka á Kirkjusandi... og á móti þar sem Hrafn Gunnlaugsson býr.... vonandi eruði búin að ná staðsetningunni því það er afar mikilvægt, sem og einkar hressandi. Þegar hressleiki og mikilvægi kemur saman þá er gaman.

... Hvað er ég eiginlega að gera? spyrja menn. Jú, ég er svona að gera allt og ekkert. Þetta er rosalega mikil vinna því e-ð eru menn komnir eftir á. Þurfum við því að vinna afar mikið hvern dag, sem og laugardaga... (þetta var asnalega orðað, ég veit) Við svona tækifæri er einmitt gott að hafa mann eins og Hagnaðinn sem er sérfræðingur í skipulagi og tímastjórnun.... sem og öðru.

... Það er annars voða lítið að gerast. Maður er að sækja um svona stundum ef eitthvað spennandi kemur upp, en ég verð bara að segja að ég er þokkalega sáttur að vera kominn með vinnnu sem mun endast þangað til ég fæ eitthvað betra. Svo er líka mikið um yfirvinnu, og ég er skattlaus maður, þannig að ég ætti að fá vel borgað, sem er mikilvægt...

... vegna þess að maður þarf að fara að kaupa alls konar húsgögn. Núna eru rétt um 2 vikur þar til við Harpa flytjum inn í kjallara hennar, og er kominn talsverður spenningur í menn. Svo er ég alltaf að skoða einhverja bíla, en ekkert er komið á hreint í þeim málum.

Fyrir þá sem búa erlendis, þá er orðið soldið kalt hér á Klakanum. Hiti hefur verið um og yfir frostmarki. En það er ennþá snjólaust, sem er mikilvægt.

Haukurhauks .... síða sem vitnað er í.
Ýmislegt er að gerast í músík...

Alveg finnst mér Internetið frábært. Reglulega fæ ég köst og fer inná Kazaa og hrúga niður diskum og lögum. Hérna er það helsta sem ég hef verið að ná mér í:

1) Eva Cassidy - Imagine. Nýverið náði ég mér í annan disk með henni Evu, sem heitir Songbird. Hef ég hlustað soldið á hann og finnst hann bara góður. Er hann í rólegri kantinum og má nota við ýmis tilefni. Ég hef ekki mikið hlustað á þennan nýja disk, en það sem ég hef heyrt er nokkuð gott... á svipuðum nótum og hinn diskurinn. Titillagið er náttúrulega gamal John Lennon perlan Imagine. Ferst henni það lag ágætlega úr hendi. En John heitinn var nú betri... oftast er nú originallinn betri.

2) Godspeed You Black Emperor - f#a#[infinity]. Þessi hljómsveit er ansi mögnuð, svo ekki verður meira sagt. Á þessum diski eru 3 lög ! Síðasta lagið er tæpar 30 mínútur á lengd. Þessir gæjar spiluðu á Klakanum á vormánuðum og var það víst alveg geðveikt.

Hér er smá umfjöllun frá Bjarna Þór Péturssyni Framara, sem einmitt var staddur á þessum tónleikum:
Minn kæri Che!!!
Þá er ég vaknaður upp úr dái, sæludái síðan 13.mars þegar Godspeed komu hingað sennilega besta tónleikaband í heiminum þvílíkur kraftur og trommuleikararnir skiptust á að taka sóló og spila saman þannig að útkoman var einhver 8-9 popsong, mjög fyndið reyndar að þegar þeir skiptu og þurftu ekki að spila saman þá fór hinn alltaf bakvið að fá sér að drekka og eitthvað en í eitt skiptið þá kom trmmuleikarinn upp á aðra hæð í íslensku óperunni og hallaði sér að handriðinu og hver sat hinumegin við handriðið heldur en undirritaður og þarna horfði hann á sína hljómsveit í svona 7-8 mín en fór síðan og tók trommusóló. Þetta var náttúrulega geðveikt og eftir tónleikana hætti fólk ekki að klappa fyrr en þeir komu aftur upp á svið, ég stóð örugglega í 10 mín og klappaði alveg þangað til hljómsveitin tók eitt lokalag sem var örugglega 15-25 mín að lengd, og ég held að þeir hafi neyðst til þess að spila en ekki verið með einhverja stjörnustæla því að fólkið hefði ekki farið nema fá lokalag og hefðu eflaust gist í óperunni þar sem hljómsveitin spilaði líka þá.


Ég átti áður að ég held nýjasta diskinn þeirra sem er tvöfaldur, og var hann mikil snilld... keypti ég hann eftir að hafa lesið dóm í Undirtónum. Þessi diskur er svipaður og sá diskur finnst mér. Ég get eiginlega ekki lýst því hvernig tónlist þetta er. Þeim hefur verið líkt við Sigurrós og öfugt. Harpa kann ekki að meta þessa tónlist ef það segir eitthvað.... hugsanlega vegna þess að það tekur soldinn tíma að melta þetta. Hehehehehe

3) Sigurros- ( ). Þá er biðin á enda. En samt ekki. Ég var búinn að heyra flest þessi lög á tónleikum. Svo átti ég þau öll á tölvutæku formi. Þannig að það er eiginlega ekkert sem kemur á óvart hér. En ég ætla samt að kaupa mér gripinn. Veit í rauninni ekki af hverju. Kannski bara til að styrkja misskilda listamenn, grænmetisætur, sjónskerta og samkynhneigða.

Aðrir diskar sem ég hef náð í en ekki haft tíma til að hlusta á eru eftirtaldir:
--- Queens of the Stone Age – Songs for the Deaf
--- Bob Dylan – Love and Theft
--- Janis Joplin – Pearl
--- Tenacious D – Tenacious D
--- The Flaming Lips – A Soft Bulletin

Það mun koma umfjöllun um þessa diska við gott tækifæri. Höldum hressleikanum uppi. Styðjum tónlistarmenn.

Hagnaðurinn


mánudagur, október 21, 2002

Hæhæ...

Byrjum á þessu.... Þetta er drullufyndið. Hafið bara þolinmæði í að lesa þetta í gegn. Jájá, þetta er afar hressandi.

... Í dag var síðasti dagurinn minn í vinnunni hjá Knattspyrnusambandinu. Þetta var mjög rólegur dagur, eins og svo margir í haust. Þakka ég þeim fyrir samstarfið.

... Nú er stefnan tekin á önnur og meiri afrek í að bera þunga hluti. Hef ég ráðið mig í tímabundið starf hjá Íslenskum Aðalverktökum. Mun ég hefja störf klukkan 7:30 í fyrramálið.... það er ansi snemmt, ég veit.

.... Ég fór í viðtal í dag hjá Landsbankanum. Það var fyrir starf þjónustufulltrúa í Vesturbæjarútibúi. Mér leist bara mjög vel á þetta allt saman og vona að ég verði ráðinn... Annars er bankinn að missa af miklum Hagnaði !!!

... Svo er það er gerast að nú styttist í að ég og Harpa flytjum í kjallarann heima hjá henni. Erum við búin að vera að skoða einhver húsgögn uppá síðkastið; m.a. sófa, kommóðu, STELL-SKÁP, og fleira. Farið verður í það að kaupa allt þetta fljótlega.

... Annað merkilegt er eiginlega ekki að gerast. Ég kvíði bara fyrir að vakna fyrir klukkan 7 á morgun ... það gæti orðið ansi erfitt.

Kveð að sinni,
Hagnaðurinn

fimmtudagur, október 17, 2002

Ýmislegt verður á döfinni á morgun...

Til að byrja með ætla ég að fá mér staðgóðann morgunverð. Hvað er það það eiginlega? Menn hafa verið að velta því fyrir sér um aldir alda. Svo verður unnið í frosti við að bera þunga hluti. Um kvöldið er planað að nokkrir góðir menn muni koma saman. Það eru þeir Ég (Hagnaðurinn), Raggi (a.k.a. Ragtoin), Jón Ingi (a.k.a. Jontoin), Daði Hall (a.k.a. Prins Lostans), og hugsanlega Aðalsteinn (a.k.a. Addi !!! ). Munum við líklega fara í Pool einhvers staðar og sötra nokkra kalda með.... ef ég vinn þá verð ég afar hress og tala um það hér í dagbók minni, en ef ég vinn ekki þá mun hér verða fagleg umfjöllun um hvað miður fór.

Ég samdi nýtt orðatiltæki í gær ... það hreinlega rann fram úr munni mér eins og bráðið smjér. Það hljómar svo: Þegar margir hressir koma saman, þá er gaman. Þetta á vissulega vel við á morgun. Minnið mig líka á að hafa samband við Einkaleyfisstofu.

Hagnaðurinn
Ég held bara....

... að lagið Hallelujah með Jeff Buckley sé með betri lögum sem ég hefi heyrt. Eg veit nú ekki mikið um hann, en eitt veit ég, og það er það að hann er dauður kallinn, og því er ekki von á því að hann semji aðra eins perlu í bráð.

... að ég sé að fara að missa vinnuna. Nú er öllum landsleikjum lokið og því ekkert að gera á vellinum góða. Störfum mínum hjá Knattspyrnusambandinu lýkur því nú um helgina... ég tel mig hafa unnið gott starf og borið marga þunga hluti, sem og séð um ýmiss konar ræstingar og annað tilfallandi.

... að Hagnaðurinn fari að fá vinnu við sitt hæfi fljótlega. Núna er ýmislegt í ganga, og hver veit nema í næstu viku verði ég sölumaður, þjónustustjóri, eða verslunarstjóri, svo við tölum ekki um sérfræðing einhvers staðar... Mig langar að vera sérfræðingur. Ég er sérfræðingur.

... að ég hafi keypt miða á myndina Porn Star með Ron Jeremy í aðalhlutverki áðan. Myndin verður sýnd á fimmtudaginn næstkomandi, og mun maðurinn svo verða spurður spjörunum út eftir myndina. Ég hef engan áhuga á slíku, minn Kæri Herra BK.

... að Harpa sé komin aftur heim úr ferð til Ameríku. Hún keypti ekkert svo mikið, það kom á óvart. En hún kom með meira en hún fór með, það kom ekki á óvart.

... að það sé komið nýtt Visa tímabil. Það skiptir svo sem engu máli, það þarf hvort sem er að borga þetta allt saman að lokum.

... að ég hafi sent Katrínu á katrin.is email. Ég bað hana að fá setja link inná mig, sem svokallaðan Homie. Ég er sannkallaður Homie. Sumir vilja meina að ég sé blökkumaður... ég segi þeim að láta hárlitinn ekki blekka.

Ég held bara að þetta sé komið gott.

þriðjudagur, október 15, 2002

Það er allt að gerast þessa dagana....

...byrjum á atvinnumálum:Ég var boðaður í viðtal hjá Mjólkursamsölunni í gær, mánudag. Þetta var sölumannsjobb sem hljómaði bara nokkuð vel. Starfið felst í því að sjá um allt frá A-Ö fyrir verslanir Bónus og 10-11, og innifelur A-Ö ansi margt. Kem nánar inná það síðar ef ég fæ djobbið. Svo fékk ég óvænt símtal frá Landsbankanum í dag. Þeir vilja fá mig í viðtal í vikunni fyrir starf þjónustufulltrúa í Vesturbæjarútibúi.... þarna hjá Háskólabíói. Veit í rauninni ekkert meira um það mál. Kemur því einnig í ljós síðar.

... Svo er það Sigurrós: good news for icelanders, sigur rós are now planning on playing two concerts in háskólabíó in reykjavík, on the 12th and 13th of december. Ég held að þetta útskýri sig sjálft. Kannski ég fari bara beint úr vinnunni, eh !!!

... Það er líka landsleikur á morgun: Þar verð ég væntanlega í eldlínunni á börunum. Vonandi mun liðið geta sent einfaldar sendingar á samherja, og er ég þá ekki að tala um sendingar fyrir aftan menn. Lárus Orri mun verða uppí stúku með Carlsberg í vinstri og pizzu í hægri.

Þetta var update dagsins.

Góðar stundir.


laugardagur, október 12, 2002

Ég mæli ekki með...

... því að fara í strætó. Ég fór í stætó í morgun; tók fyrst leið 111 niður í mjódd og fór eiginlega beint úr honum upp í leið 12. Þaðan lá leiðin niður á Suðurlandsbraut þar sem við tók göngutúr niður á völl. Alls tók þetta ferðalag um 25 mínútur. Það er svo sem ekki alslæmt tímalega séð. Vanalega er ég í svona 15 mínútur að keyra þetta á morgnana.

... En hvað er svona slæmt? Sko, ég er í “slæmri” stöðu. Ég á ekki bíl en ég á hjól. Í morgun gat ég ekki fengið fjölskyldubílinn að láni, og það var of vætusamt til að hjóla, svo í rauninni hafði ég engan annan möguleika... nema bara að mæta ekki til vinnu; en það gerir Hagnaðurinn ekki... nema tilneyddur sé.

... ég er búinn að skipta um skoðun!!! Það getur verið ágætt að fara í strætó af og til... kannski með svona mánaðar millibili. Maður sér allskonar fólk, flest gamalt eða asískt, og margir eru ansi sjúskaðir. Við það að sjá þetta “pakk” þá kannski lærir maður að meta hversu gott maður hefur það. En ekki fara í “mánaðarferðina” þegar kalt er í veðri því fátt er leiðinlegra en að bíða eftir strætó. Líka, ef þú ætlar að fara að setjast við hliðina á einhverjum sem lítur út fyrir að lykta illa... þá bara sleppa því því hann/hún lyktar illa... það er öruggt mál. Frekar mæli ég með því að standa aftast (eins og maður gerði þegar maður var minni) og halda í stöngina og sveifla sér í beygjunum. Það er ákaflega hressandi og maður fær svona fiðring í magann.... samt ekki svona rólu/rússíbana fiðring... öðruvísi fiðring; ekki jafn góðan, en ágætan samt.

Ragnar Reykás fór í strætó í dag.

miðvikudagur, október 09, 2002

Nýtt...

Verslunarstjóri óskast í Select við Vesturlandsveg. Ég sótti um.

Hagnaðurinn

þriðjudagur, október 08, 2002

Var að sækja um þrjár stöður...

Sölustarf.

Þjónustufulltrúi.

Lagermaður.

Ætla að sækja um meira á kvöld ... störf sem voru auglýst í Mogganum á sunnudaginn.

Hagnaðurinn
Ég mæli með...

... franskri pylsu í pylsusölunni við Laugardalslaugina. Þær eru afar hressandi og renna ljúflega niður með ískaldri kók frá Vífilfelli... já, ég er á prósentum. Þetta eru grillaðar pylsur í svona kornbrauði (ekki venjulegu brauði sko) en það sem gerir hana svo gómsæta er sósan, sem er ómótstæðileg. Af hverju ekki að gleyma megruninni og biðja um mikla sósu... það hressir, bætir, kætir, og fitar. Ég fékk mér tvær svona áðan og ég er vel mettur, og hver veit nema ég muni hafa dúnmjúkar hægðir á eftir.

Hagnaðurinn

mánudagur, október 07, 2002

SUCCESS:
At age 4 success is . . . not peeing in your pants.
At age 12 success is . . . having friends.
At age 16 success is . . . having a drivers license.
At age 20 success is . . . having sex.
At age 35 success is . . . having money.
At age 50 success is . . . having money.
At age 60 success is . . . having sex.
At age 70 success is . . . having a drivers license.
At age 75 success is . . . having friends.
At age 80 success is . . . not peeing in your pants.


sunnudagur, október 06, 2002

Ýmis störf sem eru til skoðunar úr sunnudagsblaði Morgunblaðsins

Lagervinna og útkeyrsla.
Sérfræðingur á atvinnurekstrarskrifstofu.
Sérfræðingur eftirlitsskrifstofu.
Afgreiðslumaður óskast.
Miðlari óskast.

Langaði bara að setja þetta hérna inn, þar sem þetta er eins konar dagbók. Ég er búinn að sækja um svo mörg störf síðan ég kom heim að það hálfa væri nóg. Þannig að það er gott að hafa þetta hérna ef ég skildi gleyma einhverju.

Hagnaðurinn



laugardagur, október 05, 2002

Þá er það orðið ljóst...

... ég ætla ekki að fara á KSÍ hófið. Það er í kvöld og kostar 5000 kall inn, með mat. Í staðinn ætla ég að vera allsgáður, horfa á Popppunkta... hér vitna ég í heimasíðu Dr. Gunna:
Ég mæli með að allir lími sig við skjáinn kl. 9 í kvöld þegar Ham og Írafár mætast í Popppunkti. Þetta er að öllum líkindum sá mest spennandi spurningaþáttur sem sést hefur í íslensku sjónvarpi frá upphafi. Mjög góða skemmtun!

... svo er ég að fara að spila golf klukkan átta (8) í fyrramálið. Það ætti að vera enn meiri skemmtun. Mun ég mæta Bjarka nokkrum Stefánssyni að Setbergi í Hafnarfirði. Mun ég að öllum líkindum sigra hann nokkuð örugglega.

Hagnaðurinn

ps. Hvernig væri að fá sér eins og einn jarðaberjasjeik?
Hæ hó...

Var að sækja um þetta starf. Eins og kannski sést hefur metnaðurinn minnkað aðeins og ég ætla hér með að sækja bara um öll störf, eða svona flest allavega, sem mér líst eitthvað á. Svo má bara hætta ef eitthvað betra býðst.

Fleira var það ekki að sinni.
Hagnaðurinn
Almennur hressleiki og umdeildur hárlitur minn...

Ég er bestur
Ég er mestur
Ég er Íslands eina von
Ég er Haukur Snær Hauksson

Höfundur óþekktur

...Já, þetta er afar hressandi vísa. Það er einmitt mjög mikilvægt að vera hress á þessum síðustu og verstu tímum. Ég og vinnufélagi minn vorum að tala um dreng einn sem var eitt sinn íþróttagarpur, en í dag er hann forfallinn eiturlyfjaneitandi. Hefur hann meðal annars sett foreldra sína á hausinn, og hafa þau alls borgað 13 milljónir í skuldir til handrukkara fyrir hann... og já, þau misstu víst húsið. En félagi minn vildi samt meina að eiturlyfjaneytandinn væri hress og heilsaði mönnum úti á götu og spjallaði um daginn og veginn. Þetta fannst félaga mínum mikilvægt, þ.e.a.s. að tala við fólk. Það vantar hjá mörgu fólki að vera hresst. Ég reyni stundum að vera hress og tala við fólk. Ég held ég sé ágætis gaur. Það verður ekki um það deilt að það er mikilvægt að vera hress, hins vegar er hárlitur minn afar umdeildur og sitt sýnist hverjum.

... Sjálfur segi ég að hárlitur minn sé koparbrúnn, en aðrir (litblindur? heimskir?) vilja meina að ég sé hugsanlega rauðhærður, sem er fráleitt. Þeir sem segja það eru bara fífl og sjá illa, eða neyta að horfast í augu við staðreyndir. Ég hreinlega veit ekki hvað er á seyði í kollinum á þessu liði.
... Svo er líka gaman að segja frá því að ég var á Hótel Örk síðastliðinn föstudag (daginn fyrir bikarúrslitaleikinn) Þar var farið í smá leik með þjónustufólkinu: Þar var spurt “Hvernig er hárið á honum (mér) á litinn?” Alls komu þrjú svör. Það fyrsta var skollitað, annað var rollulitað, og hið þriðja líka skollitað. Allt eru þetta afar heimskuleg svör og lýsir þetta vel því ástandi sem ríkjandi er í sveitum landsins. En eitt er merkilegt þó, og það er það að allir eru þessir litir víðsfjarri rauða litnum, og það er mikilvægt.
... Öll þessi umræða er í rauninni orðin þreytt og þarf ekki að ræða nánar. Hagnaðurinn er kopar-brúnhærður, og það er lokaniðurstaðan. Fólk verður bara að horfast í augu við staðreyndir. Það vita til dæmis allir að West Ham eru ömurlegir í knattspyrnu, samt eru margir ruglukollar sem halda öðru fram. Reynum að lifa í sama heimi... Heimi Hagnaðarins... heimi sannleikans.

Hættum að blekkja, förum að þekkja.

föstudagur, október 04, 2002

Var að finna myndir úr bikarúrslitaleiknum sem var síðasta laugardag...

Þær má finna hérna.

Hagnaðurinn

fimmtudagur, október 03, 2002

Af hverju?...

... finnst mér lagið “Laid” með James svona gott. Ég er bara algjörlega með það á heilanum, og get spilað það aftur og aftur án þess að fá leið á því. Það gæti verið því það er svo hressandi... ég er hress gaur sko. Stundum er ég samt ekki hress, svokallað óhress.

Ég er eiginlega að verða óhress með blessað bloggið mitt. Það hefur lítið dregið til tíðinda að undanförnu. Ég ætlaði að vera svona bloggari sem skrifaði bara um það sem er í gangi hjá sjálfum mér... jú, einhvers konar dagbók.... en málið er það að eiginlega ekkert er að gerast. Ég nenni samt ekki að falla í þá gryfju að fara að tala um málefni og gagnrýna hina og þessa, og bara láta öllum illum látum... það geri ég á spjallinu hans Baldurs.... þangað til hann tekur það út (kallast víst "að renna út" á nördamáli).

... það gæti reyndar verið hugmynd að setja upp svona spjall... jafnvel alveg eins og Baldur (og Svala), og þá getur verið svona alþjóðleg umræða um málefni, einhvers konar skoðanaskipti (ekkert ritskoðað... kannski sumt, t.d. illt umtal um Lakers, Liverpool, Napolí, Barcelona, já og Baseball, sérstaklega Yankees). Kannski ég fari í þetta mál á eftir.

... Annars er það að frétta að ég keyrði Hörpu út á flugvöll áðan (Mummi í Noregi; vinsamlegast ekki túlka þetta eins og henni hafi liðið illa hér á landi), því hún er að fara til borgar Pitts í í Bandaríkjunum Norður Ameríku. Hún ætlar þar að verða drukkin (verklengd ca. 5 mín, eða eitt glas af Gumma Torfa (GT)), sem og versla (verklengd ca. óendanlega, eða þar til hún fær synjun á kortið). Þá mun hún líklega fara á fótboltaleik (e. American Football) með liði Steelers. Ég öfunda hana soldið, en segi það ekki nokkrum manni. Vá hvað ég er hress gaur... næstum FM-hnakki.

Það er reyndar eitt málefni. Er þetta ekki skemmtilegt orð... “málefni” ? Það er bíla-málefnið. Mig langar í bíl, en á ekki fyrir honum. Því er ekki úr vegi að spyrja: á ég að kaupa mér eign, eða á ég að kaupa skuld? Er ég ríki pabbi, eða er ég fátæki pabbi? Ég veit það ekki enn, en vona að ég komist að því fljótlega.

Þetta er Hagnaðurinn sem kveður frá Kleifarseli 31, annari hæð.

þriðjudagur, október 01, 2002

Hagnðurinn biður engan afsökunar...

... á að hafa uppfært lítið, en ég geri það nú samt. Þetta hljómaði afar furðulega!!! Það er nú ekki mikið fjör núna þessa dagana.

Mér heyrist núna að fyrsta haustlægðin sé að koma, og er það miður. Lítið við því að gera.

Vinnumál eru í slæmri stöðu, og er það miður. Eitthvað við því að gera. Til dæmis reka alla hálvitana sem eru með vinnu.

Fótboltatímabili er lokið, og er það með ágætum. Ekkert við því að gera... nema bara að stofna hljómsveit.

Bílaleitin gengur svona lala, og er það bara lala. Verðhugmyndir hækka með degi hverjum. Ekkert við því að gera nema að hækka lánið !!!

Eitt afar hressandi. Katrín bloggari var framan á fókus í dag. Ég fór einu sinni með henni á date-ball í MS. En hvað með það, hér er heldur skemmtilegri mynd af henni.

Annað er í ágætum farvegi. Ætla að fara að leigja mér spólu. Ég held að "Panic Room" verði fyrir valinu. Kannski dómur á morgun.

Þar til síðar,
Hagnaðurinn
Þetta er nokkuð sniðugt...

tjekkið á þessu.
Úrslit eru komin ...

... í NBA kosningunni. Lið Los Angeles vann með alls 48% atkvæða. Skrítið að þau hafi ekki verið fleiri. Hér með hverfur þessi kosning og ný mun koma inn fljótlega.

Þá er ég búinn að bæta inn link á heimasíður Baldur Knútssonar og Svölu í USA. Þetta er síða hin ágætasta... myndir og svona kjaftæði. Ég er samt ekki ánægður með spjallið hjá honum, þar sem það þarf að skrá sig.

Meira síðar,
Hagnaðurinn