laugardagur, maí 31, 2008

THE MACHINE

Lakers unnu SAS í leik 5 í úrslitum vesturdeildar NBA og komust þar með í úrslit, þar sem VIÐ mætum Boston.

Mér finnst Lakers ekki hafa spilað neitt sérstaklega í úrslitakeppninni hingað til, en menn vestanhafs eru margir hverjir að tapa sér í hrósi.

The way Kobe singlehandedly assassinated the Spurs in Games 1 and 5 was something we've only seen from a handful of players in NBA history. You can't say enough about it. He has become the player we always wanted him to be.

Það sem mér fannst skemmtilegast við leik 5 var þegar Sasha THE MACHINE negldi niður þristi þegar tíminn var að renna út. Lakers voru 5 stigum yfir, Spurs hættir, og menn dribbla vanalega bara tímann út. En ekki THE MACHINE. Hann er svo mikil vél að þegar hann fær opið skot þá tekur hann það, sama þótt leikurinn sé búinn. Þvílík VÉL.

Það er talið að þetta hafi kostað margan manninn dágóða summu.

Efnisorð:

föstudagur, maí 30, 2008

Vinnumál...

Nú er búið að bjóða Hagnaðinum starf; sem ég var/er mjög spenntur fyrir. Þetta er hjá fjármálafyrirtæki hér í bæ. Nú er ég mjög glaður maður!

Meira síðar.

Efnisorð:

þriðjudagur, maí 27, 2008

Gobbledigook

Loksins loksins.
Nýtt efni frá Sigurrós!


Hér er hægt að downloada laginu og horfa á myndbandið.

Efnisorð:

sunnudagur, maí 25, 2008

Spámaður!

Þetta skrifaði ég á föstudaginn:
"Eurovision. Við komumst áfram, þvert á mínar spár. Núna spái ég því að við lendum í 14. sæti."

Þetta fer í hóp minna bestu spádóma.

Reminder fyrir næstu ár: Fara í golf á eurovision-kvöldum. Þetta er bara of leiðinlegt.

Efnisorð: , ,

föstudagur, maí 23, 2008

Golf, Hauger´s back!

Já, Hauger Woods fann sveifluna sína í dag á nýjan leik. Hvað gerðist?

Leikið var hádegisgolf á Hlíðavelli í Mosfellsbæ við erfiðar aðstæður, kalt og stíf austanátt. Með í för var Grái Glæponinn.

Þetta er 9 holu völlur og því voru leiknir 2 hringir.

Fyrri 9 holurnar voru vægast sagt slæmar; eitt par, 2 skollar, 4 skrambar og 2 sprengjur. Alls gerði þetta 54 högg og 11 punkta. Ég var að slá eins og mongólíti lengst af og tók m.a. tvo L-teighögg með drævernum. Ég er slæsari og þau högg líta út eins og C (séð ofan frá, byrja á að fara til vinstri en enda svo hægra megin) en þetta var alveg nýtt. Þetta gerðist á 3. og 5. braut, uppí móti, á móti sterkum vindi. Mjög athyglisverð högg.

Seinni 9 voru mun betri; 3 pör, 5 skollar og ein sprengja. Alls 44 högg og 18 punktar, en það þýðir á mannamáli að ég var að spila á forgjöfinni minni. Þ.e.a.s. ég, Hauger Woods, er kominn aftur!

Menn mega fara að vara sig. Það er klárt.

Markmið sumarsins: Lækka forgjöfina í 13,0 úr 14,9. Spila á undir 85 höggum.

Efnisorð:

Punktablogg...

* Manutd urðu Evrópumeistarar á dögunum þegar þeir unnu ósanngjarnan sigur á Chelsea í úrslitum. Cristiano skoraði, klúðraði víti með stæl og kórónaði svo tímabilið með einni lokadýfu þegar hann grenjaði í grasinu eins og frekt ungabarn. Hinn konungur dýfanna lét hins vegar reka sig útaf með skömm fyrir heimskulegheit. Manchester-menn; til hamingju.

* Lakers unnu fyrsta leikinn gegn Spurs eftir að hafa verið 20 stigum undir um miðjan 3. leikhluta. Þá fór KB24 í gang. Þvílík frammistaða hjá honum. Ég spái því að þessi sigur hafi tryggt Lakers meistaratitilinn. Phil Jackson er 40-0 þegar hans lið vinnur game 1 í úrslitakeppni. Ég gef mér að það haldi, og ég get ekki séð að Pistons eða Boston séu nein fyrirstaða = Lakers = Meistarar.

* Eurovision. Við komumst áfram, þvert á mínar spár. Núna spái ég því að við lendum í 14. sæti.

* Vinnumál. Ekkert niðurneglt, en var í viðtali í fyrradag fyrir mjög spennandi starf hjá áhugaverðum vinnuveitanda. Svo eru nokkur mál í vinnslu, en þetta gengur hægt. Ég er samt þolinmóður.

mánudagur, maí 19, 2008

Von

Hversu gott er þetta lag?



Ég segi 9,3.

Efnisorð:

föstudagur, maí 16, 2008

Lakers og golf...

Game 6 hjá Lakers og Utah í kvöld (nótt)!

Ég er búinn að sjá alla leikina í seríunni, og sá flesta leikina gegn Denver, og ég er að fíla Lakers. Nokkrir punktar:

*Kobe hefur verið stjarnfræðilega góður, bæði í vörn og sókn, og er að bera liðið á meiddu baki sínu.
*Odom hefur hins vegar verið maðurinn. Hann á hvern stórleikinn á fætur öðrum.
*Gasol er ágætur sóknarlega en slakur varnarlega og alltof slakur frákastari miðað við hæð. Svo vælir hann soldið mikið sem er leiðinlegur ávani.
*Fisher hefur svo verið mjög solid þrátt fyrir villuvandræði.
* Aðrir hafa spilað langt undir getu; menn eins og Radman, Farmar sérstaklega, THE MACHINE, Turiaf og Luuuuke. Við eigum þá inni.

Utah er líklega eitt leiðinlegasta lið sem ég hef séð spila. Fyrirliði leiðindanna er klárlega Matt Harpring. Ef Óli Þórðar væri körfuboltamaður, þá væri hann Harpring.

... nema hvað. Á miðvikudaginn vakti ég til 05:30 að horfa á mína menn leggja Utah í game 5. Klukkan 10:00 var á svo mættur á teig á Korpunni, eftir 3 tíma svefn. Ég mæli ekki beint með því.

Ég var lélegur.

Spá fyrir kvöldið: Lakers sigra með 15 stigum, 113-98.

Efnisorð: ,

þriðjudagur, maí 13, 2008

Atvinna...

Það er merkilegt að heimsóknum á síðuna hefur fjölgað nokkuð eftir að ég missti vinnuna. Ég átta mig ekki alveg á af hverju það stafar. Kannski er fólk forvitið.

Ég skal svala þeirri forvitni.

a) Ég er búinn að fara í eitt viðtal hjá fyrirtæki hér í bæ, líst vel á starfið. Líklega framhaldsviðtal núna í vikunni. Ég vona að ég fái þetta starf.
b) Er kominn á skrá hjá Hagvangi og Capacent, og búinn að fara í viðtal til beggja. Það er víst nauðsynlegt þar sem aðeins ca. 30-40% starfa eru auglýst.
c) Er búinn að sækja um eitt og annað, bæði auglýst störf og svo sent á fyrirtæki og stofnanir hér og þar.
d) Ég var boðaður í viðtal í dag hjá einu af stærstu fjármálafyrirtækjum landsins. Ég kannaði málið betur og komst að því að þetta var engan veginn starf fyrir mig. Cancelaði því viðtalinu.
e) Svo er náttúrulega klíkuskapur - það er verið að skoða ýmislegt.

Þetta er ekki skemmtilegast í heimi, en svona er þetta.
Ég er ágætlega bjartsýnn og ég er svona að vona að ég verði búinn að landa einhverju fyrir lok mánaðar. Því fyrr, því betra. Óvissan um tekjur er alltaf slæm.

Sæl að sinni.

Efnisorð:

Jæja, bíó

Ég hef verið nokkuð duglegur við gláp núna í atvinnuleysinu/leitinni. Hvað er nú helst?

a) 21. Ég var búinn að hlakka nokkuð mikið til þessarar. Þetta er fínasta mynd og stóðst eiginlega væntingar.

b) Blood Simple. Fyrsta mynd Coen bræðra. Klassa mynd. Hæg, súr og ekkert kjaftæði. Skemmtilegt dökkt seigfljótandi blóð í þessari mynd. Meira svona.

c) Waitress. Þessi fer nú í flokk framúrstefnu-kellingamynd, og er bara býsna góð sem slík. Kom skemmtilegta á óvart þessi bíómynd. Mig langar í pie.

d) Over her dead body. Ömurleg mynd með fáránlegum söguþræði og viðbjóðslegum leikurum sem allir eru fastir í sama karakter og þeir leika alltaf. 95 mínútur sem ég fæ ekki aftur.

e) National treasure: book of secrets. Bjóst við lala mynd og fékk la-la-la mynd.

Efnisorð:

miðvikudagur, maí 07, 2008

Bauer time...

It´s Bauer time... Kim Bauer time.

Golfblogg... Bestu bloggin

Golfseasonið er hafið!

Fyrir helgi fór ég með fyrrverandi vinnufélaga á erfiðasta golfvöll í heimi, Þorlákinn. Þetta var fyrsti alvöru golfhringur ársins, þrátt fyrir að eingöngu voru spilaðar 9 holur.

Það var mikill stígandi í spilamennskunni. Byrjunin var erfið, mótvindur á fyrstu tveimur holunum, en þær eru eiginlega samfelld 650 metra sandglompa. Svo var sótt.

Síðustu 4 holurnar voru svo golfsýning. Par skolli par par. Slíkri syrpu hef ég aldrei áður náð á Þorláki. Þrátt fyrir þetta tapaði ég með einni holu í holukeppni.

Framundan er hugsanlega golfsumarið mikla. Það fer að vísu eftir því hvernig atvinnumál þróast. En ég stefni á golfhring á morgun, veðurspáin er ágæt, andvari, úrkomulaust og sæmilegur hiti. Fullkomið golfveður.

Efnisorð: