miðvikudagur, september 29, 2004

Besta orðatiltækið?

... kæru lesendur? Hagnaðurinn var að spá hvert væri besta orðatiltækið.

"They fish who ró" ... kannski ?

Hagnaðurinn myndi gjarnan vilja fá ykkar innlegg.
One at a time Stiftari. One at a time.

"Ask for health",
Hagnaðurinn
Du-du-du-ru...

... já, CTU Los Angeles hringi-tóninn er orðinn að goðsögn.

Nú var Hagnaðurinn að fatta að hann er með nákvæmlega eins síma hérna í vinnunni og Tony Almeida og allir hinir nota. Þetta er sími af gerðinni Cisco IP Phone, 7940 series.

Sjá hér:
http://www.cisco.com/en/US/products/hw/phones/ps379/products_data_sheet09186a008008884a.html

Og núna er ég kominn með hringinguna. Djöfull er þetta rosalegt. Gerir vinnudaginn mun skemmtilegri.

Yðar einlægur,
Carlos Bernard
Fréttatilkynning:

Hagnaðurinn mun birta 9 mánaða uppgjör sitt í viku 46, þ.e. 7.- 14. nóvember 2004.
Virðingarfyllst,
Hagnaðurinn

þriðjudagur, september 28, 2004

Hér er eitt blogg...

... sem ég er búinn að vera fastagestur á undanfarnar vikur:

http://www.eoe.is/

Þetta er einhver gæi sem ég þekki ekki neitt. En ég veit að hann heitir Einar. Held ég hafi fyrst rekist á þessa síðu í gegnum www.eoe.is/liverpool, sem er mín uppáhalds Liverpool síða (kannski fyrir utan nýju síðuna með öllum mörkunum).

Ég hef oft verið að skjóta á Michelle fyrir að vera að lesa síður hjá fólki sem hún þekkir ekki neitt. Núna er ég farinn að gera það sama. En ástæða þess að ég byjaði að lesa þessa síðu er sú að þessi Einar fór í svona hálfgert road-trip yfir þver og endilöng Bandaríkin.

Mig hefur langað í svona ferð ansi lengi og hver veit nema maður láti verða af því einn daginn. En ef þið hafið áhuga á að lesa skemmtilegar sögur manns sem ég þekki ekki neitt, þá mæli ég hiklaust með þessari síðu. Hún er með þeim betri, ef ekki sú besta.

Kv. Hagnaðurinn

mánudagur, september 27, 2004

Eftir nákvæmlega 5 vikur...

.... verður Hagnaðurinn að öllum líkindum í flugvél u.þ.b. 30.000 fetum fyrir ofan Suður-Karólíonu.

Með í för verða Harpa, President og Sherry Palmer.

Áfangastaður er Orlando, Florida.

Á þessum suðlægu sólríku slóðum mun áætlunin vera að hafa gaman. "Flýja undan fellistormum", gætu einhverjir kumpánar sagt.

"Nei, vinur minn", segi ég. ´Hurricane season" mun verða búið þegar Hagnaðurinn mætir á svæðið. Þetta er allt skipulagt.

Þess í stað gera áætlanir mínar (þær eru ítarlegar) ráð fyrir meðalhita uppá 22 gráður á celcíus í Orlando, og 24 gráður í Miami. Búist er við sól 85% af tímanum (á meðan sól er á lofti).

Dagskráin er þéttskipuð, enda bjóða þessar borgir báðar uppá marga möguleika í skemmtanahaldi.
---það má til dæmis fara í alls konar garða.
---borða á Dennys og IHOP á morgnana.
---fara á betri staði á kvöldin.
---ekki má gleyma Outback Steakhouse, sem er líklegast minn uppáhaldsstaður ... slef.
---versla golfvörur.
---láta öllum illum látum.
---fara á íþróttaviðburði, s.s. körfuknattleik og ruðning.
---kíkja á skemmtistaði.
---nú, slappa af.

Hér er einungis stiklað á stóru í þéttskipaðri dagskrá.

Það eru enn 5 vikur til stefnu, og einmitt núna á laugardaginn er umræðufundur/matarboð/fyllerí á heimili forsetans.

Látum þetta gott heita,
Hagnaðurinn
Hér má nálgast Liverpool mörk....

... http://www.frank2002.myby.co.uk/

... set þetta líka inn sem nýjan link uppá framtíðina að gera.

Hagnaðurinn

sunnudagur, september 26, 2004

Smá tiltekt.

Var að losa mig við nokkra aumingjabloggara.

A) Meistarinn - búinn að miss það. Þarft að standa þig betur ef þú vilt vera með.
B) Tony Alemida - það er búið að loka hans síðu vegna aumingjaskapar.
C) Camilla - það er ekki nóg að skrifa 4 sinnum á ári!
D) Bylgja- hætt að blogga
E) Eggert - óstabíll
F) Heiða - síðan hennar er í rusli
G) Myndir - tók út allar myndirnar.

Bætti við:
a) Toggipop - með skemmtilegri og fróðlegri bloggum
b) Jói Jökull - ansi hreint fyndinn bloggari. Tjekk him át.
c) Tilveran - leyfum henni að hanga inni. Samt eiginlega á mörkunum.
d) Draslið - Ný linkasíða sem er að koma sterk inn.

I will do everything to protect my homepage.
Dennis Haysbert.
Sunnudagsmorgunn...

... og Hagnaðurinn brá undir sig betri fætinum og fór í tennis í Sporthúsinu í bæjarfélaginu Kópavogur.

Í vetur mun Hagnaðurinn sem sagt alltaf mæta klukkan 9:30 stundvíslega og spila tvíliðaleik gegn Þórði (Dodda) og Guðjóni (Gauja). Glæponinn er með mér í liði.

.... nema hvað að í morgun mættu andstæðingar okkar ekki til leiks. Því fáum við dæmdan 3-0 sigur, skv. alþjóðlegum tennis-reglum.

Við Glæponinn spiluðum því einliðaleik. Þetta fór hægt af stað. Við spiluðum með lánsspaða, og maður þarf smá tíma til að venjast þeim. En til að gera langa sögu stutta, þá endaði þetta með jafntefli.

Þess má til gamans geta að við Glæponinn höfum spilað á annað hundrað tennisleiki og hann hefur aldrei farið með sigur af hólmi.

Yðar hátign,
Björn Borg
Kvikmynd-Collateral:

... Hagnaðurinn brá sér í kvikmyndahús í gær á nýjustu mynd Crúsarans og Mannsins. Var nokkuð bjartsýnn og átti von á góðri ræmu.

Myndin fjallar og Vincent (Tom Cruise) sem er leigumorðingi og hefur fengið það verkefni að drepa nokkur kvikindi. Hann fær til liðs við sig Max (Jamie Foxx (af hverju 2 x?)) sem er leigubílstjóri, og hann er sem sagt í því að keyra Vincent á milli staða.

Þetta myndi væntanlega flokkast sem spennumynd, nema hvað að hún er ekkert rosalega spennandi. Hún er samt nokkuð svöl og mér fannst Crúsarinn vera ansi góður sem gráhært illmenni. Ég myndi allavega ekki messa við hann.

Þetta fer samt ekki í gæðaflokk með myndum á borð við Girl Next Door og City of Gods.

Í hnotskurn.
Þegar upp er staðið og öllu er á botninn hvolft er Collateral ágætis afþreyingarmynd. Spennan er ekki mikil, en töffaragangurinn og leiftursnögg morð eru til fyrirmyndar.

70/100*
Hagnaðurinn

laugardagur, september 25, 2004

Jííííhaaaaaaaaa.....

... já, Hagnaðurinn alltaf að prófa nýja hluti.

Í gær var óvissuferð í vinnunni ---- með kúrekaþema. Hagnaðurinn var kominn í gallann. Köflótt skyrta, ljósar gallabuxur, stór sylgja, hattur, klútur, stígvél. Þótti nokkuð kúrekalegur.

Það var brunað uppí Íshesta í Hafnarfirði.
--- Þar var byrjað á því að fara á hestbak. Það hafði ég aldrei gert áður. Ég verð að segja að hestamennska heillar ekki. Ég og Bessi náðum reyndar vel saman, sérstaklega þegar ég sagði hott hott og sparkaði í síðuna á honum. Þá tók kvikindið á stökk og ég meiddi mig í rassinum.

--- Síðan var eitthvað skeifu-kast-keppni. Ég veit það ekki. Þetta er væntanlega eitthvað ´thing´meðal hestamanna.

--- Svo kom að línudansinum. Ég hef gefið út þá yfirlýsingu að ég muni aldrei í mínu lífi dansa línudans. Ég stóð við þau stóru orð. Back off.

--- Svo var matur. Þokkalegur matur alveg og allt flæðandi í rauðvíni, og bara langflestir komnir á skallann.

--- Því næst var brunað í bæinn. Þar var fámennt. Náði samt að þruma mér inná Hverfisbarinn og Vegamót. Hitti meðal annarra Stiftarann og Ívar Tjörva og annan tvíburann. Held Hans frekar en Jens. Hann var að reyna að fá mig í Gróttuna. Sjáum til.

Látum þetta gott heita.
Hagnaðurinn


föstudagur, september 24, 2004

Nasa 23/9/2004 - Damien Rice:

... ég sagði það fyrir tónleikana að þetta myndu verða tónleikar ársins. Ég varð ekki svikinn. Þvílík ofboðsleg snilld.

Upphitun: Stúlka að nafni Lára sá um upphitun. Spilaði hún 6 lög, sem öll hljómuðu eins. Ég hafði ekki gaman af henni, en það skipti svo sem ekki máli enda ég ekki kominn þangað til að hlusta á hana .... frekar en aðrir í salnum.

Fyrri tónleikar þessa meistara í mars síðastliðnum var með því allra besta sem ég hef heyrt. Í gær var það toppað og vel það. Damien og Lisa (félagi hans) spiluðu í alls 2 1/2 klst

Hann (þau) spilaði hvert einasta lag af plötu sinni, O. Auk þess flutti hann heilan helling af cover-lögum, m.a. Hallelujah með Jeff heitnum Buckley, lag með Portishead og Led Zeppelin auk fjölda annarra. Einnig voru flutt ansi mörg b-hliða lög.

*****

Það hefur verið sagt um Sigurrós að það sé aðeins eitt sem þeir geri betur en allar aðra hljómsveitir --- þeir semja betri lög.

Það er eitt sem Damien gerir betur en allir aðrir artistar --- hann er betri á sviði og syngur af meiri innlifun.

Þessir tónleikar fara í flokk með Sigurrós í Háskólabíó í desember 2002 og Oasis í Köben í september 1997.

Stjörnugjöf 99/100*


*****
Celeb Watch: Julia Stiles var á svæðinu. Hún er fræg. Jafnvel frægari en Páll Banine.

Kv. Hagnaðurinn

miðvikudagur, september 22, 2004

...

... jæja, þá er þetta blogg að fara að lifna við aftur. Stiftarinn mættur til leiks. OX aldrei verið reiðari. Sammarinn með einhverja Binna complexa.

Svona á þetta að vera. Nú er bara kominn tími til að ég standi mig.

President átti afmæli á mánudag. Hann er orðinn 25 ára gamall. Óskar Hagnaðurinn honum til hamingju með daginn, já og ekki bara daginn, heldur fortíð og framtíð og Lakers.

Damien Rice á morgun. Það verður rosalegt. Rosalegt.

Farinn aftur að vinna.
Hagnaðurinn

laugardagur, september 18, 2004

Drepa Billa, Vol. 2...

... er alveg stórkostleg mynd. Var að horfa á þetta kvikindi hérna í makindum og smá votti af timburmönnum.... helvítis rússinn...

Anyways, ef þið eruð ekki búin að sjá Kill Bill (ekkert fyrri og seinni kjaftæði þar sem þetta er ein mynd (sumir segja að Kill Bill 2 sé betri en Kill Bill 1 - það er bull)) þá er bara um að gera að drífa sig útá leigu hið fyrsta.

Já, og kaupa sér Stone Roses - Stone Roses. Þá ertu sett.

--- Ég veð úr einu í annað ---
Síðasta umferðin í Landsbankadeildinni er á morgun og mæta Framarar þar Keflvíkingum. Fallslagur, en 8 sætið er þeirra. Áskrifendur. Ég er að spá í að mæta. Sjáum til.

Svo minni ég á nýtt símanúmer hjá mér. Nýtt nr. er 820-6521.

Segjum þetta gott.
Kv. Hagnaðurinn
Þið getið slakað á - Hagnaðurinn fékk miða á Damien Rice; þrátt fyrir að selst hafi upp á 20 mínútum.

fimmtudagur, september 16, 2004

Það er allt að verða vitlaust ....

... eins og vera ber.

Vikan er búin að vera ágæt og líða mjög hratt. Skólinn er kominn á fullt swing og gengur bara ágætlega. Hvergi verður slakað á í skemmtanalífinu, og mun verða lokað hóf hér að Hagnaðarsetrinu á morgun, föstudag.

Að viku liðinni er svo nóg að gera einnig. Damien Rice á fimmtudeginum, óvissuferð í vinnunnni á föstudegi og afmæli hjá President á laugardegi... svo ætti þetta að fara að róast.

En talandi um Damien Rice!!!
--- er einhver sem ætlar að fara á þessa tónleika. Ef svo er má hinn sami endilega hafa samband við mig í dag (morgun) föstudag. Síminn er 699-2517. Hvergi hika. Það er einkar skemmtilegt að tala við mig í síma.

... svo eru bara tveir símafundir í vinnunni á morgun. Einhvern tímann er allt fyrst. Þetta verður fróðlegt.

--- Munið: Damien Rice ---
Hagnaðurinn

þriðjudagur, september 14, 2004

Smá fyrir okkur nörrana:

Actavis lokaði á genginu 50 í dag.
KB Banki lokaði á 500.
Íslandsbanki lokaði á 10.

Af því tilefni hefur komið fram ný kenning. Hún er svohljóðandi:

"The Palmason Whole Number Theory.
The Palmason Whole Number Theory (PWNT) states that stock prices converge into whole numbers. The Strong version of PWNT states that prices converge to a positive integer-multiple of 10 and the weaker version - Weak PWNT - that prices converge to a positive integer-multiple of 5.
The theory, which is based on new, cutting edge econometrics, has proven a valuable source in modern socio-economics. It captures the essence of market participants behavior and proves that theories like The Efficient Market Hypothesis and the Random-Walk Theory have no practical value what so ever."


Þetta er helvíti hressandi,
Hagnaðurinn

mánudagur, september 13, 2004

Úr commentunum!!!

"Fólk sem veit að það byrjaði saman fyrir 5 og hálfu ári síðan, getur annað hvort ekki beðið eftir því að hætta saman eða á sér ömurlegt líf saman."

Ég sé ekki alveg lógíkina í þessu. En þið?

Þetta er sérstakt.
Hagnaðurinn

föstudagur, september 10, 2004

Þetta helsta:

Brúðkaup á morgun!
Hagnaðinum er boðið í brúðkaup á morgun, laugardaginn 11.sept. Þessi dagur er að sjálfsögðu í minnum hafður fyrir margt.

Þetta er helst:
1) Árásin á tvíburaturnana í NY.
2) Ævintýri Hagnaðarins 11. sept 2001.
3) Brúðkaup Hildar og Ómars.
4) Afmæli Ólafs, pabba Hörpu.
5) Fráfall Johnny Cash.

Daginn í dag var það helsta að:
A) Hagnaðurinn skrifar undir samning við Landsbankann.
B) Hagnaðurinn fjárfestir í sparifatnaði í versluninni Debenhams... í fyrsta sinn.
C) Hagnaðurinn lætur klippa á sér hárið á 12 mínútum.
D) Hagnaðurinn fer á uppistand í Háskólabíói.

Þvílík gleði og þvílík hamingja.
Hagnaðurinn

fimmtudagur, september 09, 2004

“Hér vantar alla umræðu um Brynjar Jóhannesson” – sagði Sammarinn inn, í commenta-draslinu.

... reynum að bæta úr því... hér er ein skemmtileg saga frá því fyrir stuttu.

Ég var að vinna á golfmóti fyrir skömmu síðan og þar var fyrrnefndur maður að spila í mótinu. Ég var að vinna í tjaldi við að veita veigar.

Snemma leiks skaut hann svo af teig blindu skoti, og það vildi svo til að skotið lenti u.þ.b. 5 metrum frá mér... Eitthvað sem mátti alveg búast við miðað við staðsetninguna á tjaldinu.

Fyrrnefndur lauk svo leik þar sem tjaldið okkar var staðsett og við fórum að spjalla ásamt þriðja aðila (en sá vinnur með mér).

Skotið fyrrnefnda kom svo uppí umræðuna og hvar það hafði lent og sagði þá félagi minn við fyrrnefndan aðila: “Það mætti halda að þér væri eitthvað illa við Hauk (Hagnaðinn)”.

Fyrrnefndur svaraði að bragði: “Það eru nú fleiri sem halda það”.

Þetta þótti mér afar skemmtilegt, sérstaklega í ljósi þess að félagi minn var ekki sögulega fróður.

Binni er ágætis náungi. Hins vegar veit ég ekki hvort hann sé rétti maðurinn í að vera framkvæmdarstjóri Fótboltafélagsins Fram. Það er hins vegar önnur saga og ekki mitt að ákveða.

Framarar: Reynið svo að vinna FH í firðinum. Það væri töff að redda sér 6. árið í röð.

Kv. Hagnaðurinn
Gleði og reiði... en samt aðallega stóísk ró....

... einkennir líf mitt í dag sem aðra daga.

Gleði:

Damien Rice er á leiðinni til landsins á nýjan leik. Mun hann spila á tónleikum á Nasa þann 23. september næstkomandi. Þann dag munu verða 5 ½ ár frá því að við Harpa hófum að vera saman.

Lesendur þessarar síðu ættu að vita hversu vel Hagnaðurinn kann við Damien. Ég fór á síðustu tónleika hans í mars síðastliðnum (nánar má lesa um þá hérna þann 20. mars: http://haukurhauks.blogspot.com/2004_03_01_haukurhauks_archive.html#107978364617624555)

Ég mun ekki láta mig vanta á þessa næstu tónleika hans. Síðast var hann einn á sviðinu, en núna mun hann mæta með kellingunni sem syngur með honum á disknum.

Þetta verður rosalegt. Ég lofa því. Betra en allt hitt ruslið; Metallica, Scooter, Rammstein, hvað þetta allt heitir.

Miðinn kostar 2.900 kall og fer fljótlega í sölu hjá Skífunni.

Reiði:

Ég er ekki mesti Robbie Williams aðdáandi sem þið finnið. Ég myndi til dæmis ekki fara með honum í slag gegn Oasis. Í fyrsta lagi er Oasis betri artistar, auk þess eru þeir fleiri og ofbeldishneigðari.

Hins vegar myndi ég ekki segja nei ef hann bæði mig um að koma í stríð gegn Jessicu Simpson. Hún er enginn Hómer Simpson. Meira bara gargandi hóra.

Áðan datt ég inná hins misjöfnu sjónvarpsstöð Popptíví og sá þar og heyrði hræðilegan flutning Jessicu á laginu Angel, sem Robbie samdi til móður sinnar.

Jessica tók lagið hins vegar og nauðgaði því í þurra görnina. Þetta reitir mig til reiði.

Skamm Jessica, Skamm.

Stóísk ró:

Ég er officially hættur að skúra gólf... það veitir innri ró.

Ég raka garðinn minn... það er róandi.

Ég hlusta á hljóð náttúrunnar... slakandi.

Ég fæ mér stundum einn bjór og nachos ... hressandi en um leið róandi.

Yðar einlægur,
Tony Almeida

miðvikudagur, september 08, 2004

Sjitturinn Titturinn...

... Hagnaðurinn bara heima veikur. Kominn með einhvern fjanda

... Beinverkir, kuldaköst og magaverkur herjar á mig. Þetta fer vonandi að lagast. Ég geri varla annað en að sofa. Lítill Hagnaður í því.

... stefni á það að snúa aftur til vinnu og skóla á morgun, fimmtudag.

Yðar einlægur,
Carlos Bernard.
Sjitturinn Titturinn...

... Hagnaðurinn bara heima veikur.

Kominn með einhvern fjanda... Beinverkir, kuldaköst og magaverkur herjar á mig. Þetta fer vonandi að lagast. Ég geri varla annað en að sofa. Lítill Hagnaður í því.

... stefni á það að snúa aftur til vinnu og skóla á morgun, fimmtudag.

Yðar einlægur,
Carlos Bernard.

mánudagur, september 06, 2004

Brúðkaup á laugardag...

... var ansi hressandi. Nánar má lesa um smáatriðin á hinni skeleggu síðu Hörpunnar.

Mig langar til að biðjast afsökunar. Ég hafði lofað að syngja aldrei framar í karaókí. Því miður þá sveik ég það loforð á laugardag. Tók þá dúett ásamt Gráa Glæponinum. Við sungum Wonderwall með Oasis genginu. Hefðum betur tekið Yellow með Coldplay hópnum, enda með mikla reynslu í því lagi.

Svo var skóli í dag. Alltaf í skólanum á mánudögum og fimmtudögum. Fátt skemmtilegra en að fá stærðfræðilega útskýringu á OLS metlinum.

Einnig hef ég hafið störf á nýjum stað. Ennþá hjá , en bara kominn á nýjan stað. Læt vita betur seinna. Þetta er allt að koma í ljós.

Slater gaters,
Hagnaðurinn

fimmtudagur, september 02, 2004

Gleðilegt nýtt ár...

... og takk fyrir það gamla.

Í garð er gengið nýtt fiskveiðiár og því fer vitaskuld að fagna.

Síðastliðið ár hefur ekki verið nægjanlega gott. Þorskígildum hefur fækkað, kvótinn færst á færri hendur, og byggðakvótinn skertur verulega.

Þetta ber að bæta á nýja árinu, og ef það gerist á aflamarkið eftir að verða hærra, kvótabrask mun heyra sögunni til, kaupmáttur mun aukast, hagvöxtur mun ná sögulegu hámarki, og allar blokkir í Reykjavík verða eyðilagður og í staðinn byggð stærðarinnar einbýlishús.

... Það sem fiskurinn gerir ekki fyrir okkur !!!

Stolt siglir fleygið mitt....
Hagnaðurinn
Helvítis hóran ....

....http://www.mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1100960

Henda þessu stelpu-kvikindi í fangelsi.

miðvikudagur, september 01, 2004

Thai Matstofa

... einu sinni var ég fastagestur á Thai matstofunni í faxafeni. Ég fékk mér eiginlega alltaf það sama; steiktar núðlur með kjúklingi og grænmet. Einnig fékk ég mér oft djúpsteiktar rækjur, og ýmislegt annað.

... í eitt skiptið voru núðlurnar eitthvað skrítnar á bragðið. Skömmu síðar var ég kominn með heiftarlegan magaverk. Daginn eftir leið mér enn illa. Ég fór því upp á spítala.

... þar var ég kannaður í bak og fyrir, og þurfti að lokum að gefa saursýni. Ég pissaði í eitthvað fat með rassgatinu. Ég var þá löngu búinn að ákveða að setja ævilangt viðskiptabann á þennan ógeðslega stað, en þessi tilfinning sannfærði mig enn frekar.

Nokkrum dögum síðar kom niðurstaðan úr þessari rannsókn. Ég var sem betur fer ekki með salmonellu, en einhver andskotinn var það.

Gunnar Jarl, Steinar Arason og aðrir gestir: Viljið þið vera næstir?