mánudagur, október 27, 2003

*** Íþróttamót ***

Á laugardaginn fórum við Glæponinn á Players. Þar áttu að fara fram grein 2 og 3 í íþróttaeinvígi okkar. Byrjuðum við á pílukast. Vann ég fyrsta leikinn nokkuð örugglega. Hann jafnaði með naumindum í leik tvö, og spennan því mikil fyrir lokaleikinn. Þetta var sko best of three. Það fór svo að með mikilli heppni og vott af samsæri að hann vann þennan síðasta leik. Hann var því kominn í 2-0, þar sem hann vann fyrstu greinina, golf.

... Næst var það Pool. Þar taldi ég mig öruggan með sigur þar sem pool gengur ekki jafn mikið útá heppni og pílan. Auk þess er ég frambærilegur pool spilari. Núna var það best of five. Ég hleypti engri óþarfa spennu í þetta og vann örugglega 3-1. Staðan í íþróttaeinvíginu er því 2-1 fyrir Gráa Glæponinn. Tvær greinar eru eftir, keila og körfuknattleikur. Ég tel að ég muni bera sigurorð í báðum greinunum. Af hverju segi ég það?

Jú, ég er með Skrekkinn.


*** Spilakvöld ***

Hingað mættu á laugardaginn Krissi Saurmaður og Óli Glæpon í Popppunkt og spilakvöld. Allt var þetta sett upp til að hafa fína ástæðu til að drekka bjór. Gott hjá okkur President?

Popppunktur var fínn að vanda. Svo var spilað Leonardo og Co. og Gettu Betur. Leonardo gengur mest útá að vera góður á teningnum á meðan Gettu Betur reynir meira á gáfurnar. Það er skemmst frá því að segja að Hagnaðurinn bar sigur úr býtum, og það nokkuð örugglega.

*** Intolerable Cruelty ***

Brá mér á þessa fínu mynd í gær eins og áður hefur komið fram. Frábær mynd og líklega sú þriðja besta sem ég sá um helgina:
1) Almost Famous
2) Matrix Reloaded
3) Intolerable
4) Crossroads

Já, ég sá smá af Crossroads með henni Spritney Bears á laugardaginn. Skilst þó á President að ég hafi misst af nærbuxnaatriðinu sem átti sér stað ‘eftir 37 mínútur´, svo ég vitni bara beint í hann.

En Intolerable var ansi skemmtileg. Sérstaklega var Billy Bob kómískur í hlutverki rauðhálsins. Lék bara sjálfan sig sem sagt. Og hvað er með Zetu Djóns? Feit einn daginn og svo bara beib daginn eftir. Undraheimar kvikmyndanna eru magnaðir!!!

*** Kennsla og Dawson ***
Síðan er bara 6 tíma kennsla í dag. Nýr hópur og gamall hópur. Ætti að verða hressandi.

Dawson í kvöld. Spurning hvort Joey Potter fari eitthvað að flippa?

Boomtown Rats - I Don´t Like Mondays.... kemur þér í stuð...


Þetta var mitt framlag,
Hagnaðurinn