sunnudagur, ágúst 31, 2003

Könnun...

Ég var að vinna í dag.... og það á vegum Baugs. Ég væri alveg til í að vinna fyrir Baug, en þá helst að gera e-ð annað. Hagnaðurinn var sem sagt að gera könnun í Smáralindinni í dag. Ég veit varla hvort er verra; könnunin eða Smáralindin.

... "átt þú barn á skólaaldri" var fyrsta spurningin. Svo var eitthvað spurt um skólaföt og bara almenn leiðindi. Ég þurfti líka að spyrja fólk hvað það væri gamalt og hvaða menntun það hefði. Hefði ekki mátt bæta við: "Hvað ertu þung/ur?"

Þetta gekk upp og ofan. Ég var nefnilega ekki með neitt game plan; líkt og bankaræninginn ungi. En svo náði ég að þróa plan eftir smá stund.
Svona var planið:
1)Eingöngu reyna að tala við karlmenn. Kvenfólkið er vonlaust, þó svo að þær viti vissulega meira um fatainnkaup heldur en feðurnir. Þær eru svo miklar tæfur og svo dónalegar... alveg hreyta nei-inu í andlitið á manni.
2) Helst að ná mönnum með kerru. Þeir nenna ekki að vera að keyra þetta og finnst því tilvalið að stoppa.
3) Reyna að vera hress en samt ekki FM-hress. Meira bara svona 'þokkalegur'.
4) Koma upp að hliðinni á fólki. Ef maður labbar beint á móti því á það til að taka á sig stóran sveig... sem er neikvætt.
5) Segja fólki að þetta "taki enga stund".

Já, þetta var mitt game plan. Það gekk alveg ágætlega. En mikið var þetta leiðinlegt. En maður fær víst borgað fyrir þetta.

United töpuðu í dag. Ég er því glaður maður.

Hagnaðurinn

laugardagur, ágúst 30, 2003

Heimskur ræningi...

... eða eru þeir ekki allir frekar heimskir. Þessi var þó með þeim heimskari.

Þetta er gæinn sem rændi Íslandsbanka við Eiðistorg.
Í fyrsta lagi: Af hverju að ræna banka þegar þú ert greinilega ekki með neitt game plan. Hann var grímulaus, það eru myndavélar útum allt, hann er víst góðkunningi lögreglunnar, og hafði skitinn 100.000 kall uppúr krafsinu. Hvernig væri að hætta að ræna alltaf banka og sjoppur. Frekar væri til dæmis hægt að fara inní dýrar búðir sem hafa mikið af viðskiptum yfir daginn og hafa kannski engar hetjur að vinna þar.

Góð verslun til að ræna gæti til dæmis verið Sævar Karl. Þetta er dýr búð sem okrar á viðskiptavininum og á eiginlega bara skilið að vera rænd (reyndar bankarnir líka). Ég veit ekki með myndavélar, en finnst það ekkert ofboðslega líklegt. Flóttaleiðir eru margar. Einnig væri ekki úr vegi að ræna Sautján. Væri þá laugavegurinn betri en Kringlan, þó lögreglan sé þarna skammt frá.

Í öðru lagi var lögreglan á hæðinni fyrir ofan. Svona gera menn bara ekki. Jú, kannski einhverjar hetjur í bíómyndum, en ekki einhver heimskur Íslendingur.

Í þriðja lagi þá fór gæinn útá strætóstoppistöð. Hugsanlega hefur hann hugsað sem svo: "Hey, löggan fer ekkert að leita á einhverri stoppistöð"... og hefur þannig ætlað að leika á lögguna. En ekki ef þú ert góðkunningi og búinn að vera grímulaus.

Ekki koma með eitthvað svona: Hann var bara að biðja um hjálp. Það er kjaftæði. Ef hann vildi hjálp gæti hann bara labbað inná löggustöðina og múnað framan í þá.

Er annars núna aðallega að hlusta á Four Tet og James Taylor.

Liverpool unnu áðan. Það hressir. Voru bara að spila fínan bolta núna. Dudek og Owen voru okkar bestu menn.

Chelsea voru að jafna. Þeir eru skeinuhættir. Hva, eru þeir þá aftur farnir að nota bleiju?

Sjávarútvegsorð dagsins:
Bakborð
Vinstri hlið á skipi. Talað um að beygja á bakborða, þ.e. til vinstri.
Bobbingur
Járnkúla sem er notuð til að halda trolli niðri við botninn og eru þá margir bobbingar saman í einni lengju (bobbingalengja).
Botnfiskur
Fisktegundir sem lifa aðallega við hafsbotninn, svo sem þorskur, ýsa, ufsi, karfi o.fl. Safnast ekki saman í torfur eins og uppsjávarfiskar.
Barentshaf
Hafsvæði í norðanverðu Atlantshafi milli Noregs og Rússlands. Svæðið er að hluta til innan lögsögu Norðmanna og Rússa en einnig utan lögsagna. Þar gilda milliríkjasamningar um veiðar, einkum milli Norðmanna og Rússa. Íslendingar eru án samninga. Góð þorskveiði hefur verið þar undanfarin ár.

Vonandi notuð þið og lærðuð eitthvað um leið.

Hagnaðurinn
Kæru félagar...

... í dag gerðust góðir hlutir eins og alla aðra daga.

Þetta er helst:
1) Í dag var síðasti dagurinn í sumarvinnunni minni. Það er ánægjulegt. Ýmislegt var gert í tilefni dagsins. Til dæmis var farið á Pizza Hut í hádeginu. Ég hef verið hliðhollur þessum veitingastað hingað til. Oftast góðar pizzur. En í dag var önnur saga. Þegar maður fer á hlaðborð vill maður fá úrval og helst það sem maður er vanur að panta sér (pepp og svepp ætti ekki að vera flókið). En nei vinur minn, ekki í dag. Í boði voru 3 gerðir af pizzum; fyrst skal nefna með pepperoni, svo var með svepp/lauk/papriku og að lokum með nautahakki/lauk. Hvaða fokking úrval er þetta segi ég. Falleinkunn segi ég og ég sagði afgreiðslumanninum að ég var ekkert ofboðslega sáttur (hann spurði nú!). Þess má til gamans geta að þessi afgreiðslumaður heitir Skapti og er gamall skólafélagi úr Seljaskóla.
Ég veit ekki með viðskiptabann, þarf aðeins að melta það.

2) Ég keypti mér tölvu í dag.... á 5000 kall. Það er ekki mikill peningur. Þetta var 486 tölva með skjá, lyklaborði og mús. Mig vantaði skjáinn og minnið úr tölvunni. Hreinn Hagnaður mætti segja. Gamli 15 tommu skjárinn minn var bara að deyja.

3) Fór í golf eins og áður hefur komið fram. Spilað var á Selfossi ásamt Gráu Eldingunni og Simma Simm. Ágætis völlur en ekkert stórkostlegur. Veðrið þarna fyrir sunnan var reyndar dásamlegt. Skýjað og súld hér í Reykjavíkinni en um leið og við komum yfir heiðina var glampandi sólskin. No kidding Nicole Kidman. Það var alls talið 9 holur þrátt fyrir að spilaðar voru 17. Eldingin vann mig á 47 höggum á meðan ég var á 50. Sæmilegur árangur það. Ein sjöa og allt hitt fjarkar, fimmur og sexur. Þokkalega sáttur.

4) Spritney Bears og Madonna voru alveg að gera það ágætt í gærkveldi á MTV hátíðinni. Myndir og Video á batman.

Whale, sé þig á Fram leiknum.

Sjávarútvegsorð dagins:
Aflamark
Veiðiheimild sem er úthlutað til eins árs í senn, t.d. 100 tonn af þorski.
Aflamarkskerfi
Fiskveiðistjórnunarkerfi sem notað er hérlendis. Oft einfaldlega kallað kvótakerfið. Úthlutað er hlutdeildarkvótum í einstökum fisktegundum á skip útgerðaraðila til langs tíma, t.d. 0,1% af leyfilegum heildarafla í þorski. Síðan er úthlutað til eins árs í senn aflamarki, t.d. 100 tonnum af þorski. Útgerðarmenn veiða kvótann eða framselja hann til annarra útgerðarmanna innan ársins (kvótaleiga) eða selja hann varanlega (kvótasala).

Hagnaðurinn

föstudagur, ágúst 29, 2003

Farinn í golf á föstudegi....

víííííhaaaaaaaaaaaaa.

Sjáumst félagar.

Hagnaðurinn

fimmtudagur, ágúst 28, 2003

Jú, er það ekki....

... er þetta mál ekki soldið þreytt.

... ég skora á fólk að segja upp áskriftinni að Séð og Heyrt og lesa frekar bara bloggið hennar Hörpu. Shit hvað hún nennir að skrifa.

... ég skora á fólk að skora á Hörpu um að sækja um starf á Séð og Heyrt. Örugglega fínt aukastarf með skóla. Hún lifir hvort sem er og hrærist í þessu dóti, og því ekki að fá borgað fyrir það í leiðinni. Hreinn Hagnaður?

Fífl get ég verið. Var að downloada heilum helling af lögum á Kaaza og ætlaði að cancela einu lagi en cancelaði þeim öllum. Fokk. Er mér viðbjargandi?

Hvort á ég að fara að skalla vegg eða horfa á 70 mín?

Gott kaffi. Bragakaffi.

Hagnaðurinn
Jesúm Kristur frelsari vor og vinur...

... fékk svo sannarlega góða gjöf í dag. Hagnaðurinn ásamt Meistaranum og Stiftamtmanninum tóku sig til og settu upp gjörning Guði og Jesú Kristi til heiðurs; sem og öllum sannkristnum mönnum og konum.

Vorum við að slá gras sem oft áður, og í þetta skiptið við Árbæjarkirkju. Fannst okkur tilvalið að slá eins og einn kross við kirkjuna. Tókst það með eindæmum vel og skora ég á fólk að gera sér ferð þarna uppeftir og virða þetta fyrir sér. Einnig má líta inní kirkjuna, biðja fyrir einhverjum og játa syndir sínar fyrir guði, því ekki viljum við fara í hreinsunareldinn.

Árbærinn er ekki svo langt frá Reykjavík og því tilvalið að taka rúntinn þarna uppeftir. En varið ykkur á Fylksimönnunum... þeir tapa nefnilega í gríða og erg þessa dagana og eru pirraðir eftir því.

Fór líka í Nettó í dag. Það væri ekki í frásögur færandi nema hvað að þar inni er pósthús og bögglar margir..... En engir voru blórabögglarnir. Takk takk.

Er að skoða þessa síðu. Kannski maður djojni þennan félagsskap. Er það ekki félagi? Víííííhaaaaaaa. Það er allavega golfmót framundan...

Er ekki tími til kominn að Sigurrós fari að spila aftur á tónleikum hér á klakanum?

Fleira er ekki í fréttum að sinni. Binni.

Hagnaðurinn

miðvikudagur, ágúst 27, 2003

Við viljum að fólk í Meistaraprófnámi ljúki náminu...

.... sagði Ágúst Einarsson deildarforseti Viðskipta- og Hagfræðideildar Háskóla Íslands í dag á kynningafundi Meistaranema. Það sem hann átti við er að fjöldi fólks skráir sig í meistaranámið og notar það sem einhvers konar endurmenntun. Það er nefnilega miklu ódýrara fyrir fólk heldur en að fara í venjuleg endurmenntunarnámskeið. Ég hafði ekki hugsað út í þetta. En vissulega er þetta Hagnaður.

... annars var þetta hálf þunnur fundur og fátt sniðugt sem kom fram. Ég hitti svo my fellow Hagfræðinema í smá stund ásamt kennara. Þarna voru aðallega karlmenn, flestir eldri en ég og virtust sjóaðir í lífinu. En er ég það ekki líka?

Námið byrjar svo af fullum krafti á mánudagsmorgun. Ég hlakka mikið til. "Þættir í tölfræði" í fyrsta tíma.

Liverpool - Tottenham : 0-0.... COMMON Poolarar. Á bara að skíta á sig á þessari leiktíð. Verður þetta einhver fjandans niðurgangsleiktíð. Anskotinn, mér lýst ekki á blikuna. Hver er þessi blika?

Nákvæmlega.

Er Séð og Heyrt með slúðrið fyrstir manna? Nei, held ekki. Hér er það nýjasta.

Fleira er það ekki að sinni... Binni.

Hagnaðurinn

þriðjudagur, ágúst 26, 2003

Af hverju datt mér ekki í hug að gera svona.

Doktorinn klikkar ekki frekar en Gunni Gír.

Hagnaðurinn

mánudagur, ágúst 25, 2003

Helgin sem var.... var

Það var gert alveg heilan helling þessi helgina eins og svo oft áður. En reyndar var ekkert gert af því sem ég ætlaði að gera, eins og til dæmis að læra. En hvað var helst?

Laugardagur:
Vaknaði frekar snemma og fór heim í Kleifarselið. Þar var í imbanum United - United. Glápti á það með pabba og sá slakt lið Newcastle tapa fyrir Manchester. Það er alltaf jafn leiðinlegt helvíti. Maður leiksins: Dómari leiksins.

Síðan átti að fara að læra... en nei. Simmi Simmason Selfyssingur og Sjálfstæðismaður hringdi í mig og fékk mig og Hörpu til að vinna smá fyrir sig. Við vorum sem sagt að vinna í sjoppunni á Skjálfta 3 2003 sem fram fór í Digranesskóla. Fyrir þá sem ekki vita þá er þetta tölvunördamót dauðans. Var þarna frá 14-19 í góðum fíling og sá marga menn sem maður sér ekki oft. Þessir voru helstir: Helgi Svanur (gamall bekkjarbróðir úr Seljaskóla), Hörður Framari (sem kom úr Aftureldingu í 4. flokki), Bent nálgaðist og það var búið að berja hann... "en þið hefðuð átt að sjá hinn gæjann", og svo var Jón Þorgrímur Stefánsson FH-ingur einnig nörður.

Eftir dýrindis kjúkling í Kleifarselinu var glápt á Gísla Martein með kellingaþátt. Leiðindi. Ekki tók skárra við þegar The First Wives Club byrjaði. Simmi hringdi þá aftur og fór ég aðeins aftur að vinna. Það var ágætt og vann ég til ca. 2 um nóttina.

Sunnudagur:
Vaknaði aftur nokkuð snemma og aftur til að horfa á fótbolta. Nú var það Liverpool - Villa. Fór á Players ásamt Danna, Atla og Óla. Leikurinn var leiðinlegur og Liverpool geta ekki blautan skít og það á að reka þennan þjálfara sem fyrst. Er Biscan besti varamaðurinn okkar? Aaaaaaaaaaarrg...

Síðan var brugðið sér á opið hús í Sporthúsinu. Veit ekki. Þokkalegur staður svo sem. Árskort á 30.000 kall. Kostar samt full mikið aukalega í allar græjurnar þarna eins og golfið og körfuna og fótboltann. Þarf að melta þetta aðeins. En hvaða erindi á ég svo sem í svona líkamsrækt, alltaf í feikna formi.

Sunday Night Golf Ala Hagnaðurinn:
Já, krakkar. Fór ásamt Gráu Eldingunni uppá Korpu. "Jæja, eigum við að spila litla völlinn?" Jájá, borguðum okkur inná hann og spiluðum einhverjar 5 holur. Það þóttu of mikil leiðindi svo við byrjuðum bara að spila aðal-völlinn.

Spilið gekk einstaklega vel í þetta skiptið. Það var geysileg keppni allt fram á síðustu holu. Ég var á 46 fyrri 9 og hann 45. Svo skiptumst við á að hafa forskot á seinni 9 og úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu holu, sem er par 3, 150 metrar. Eldingin átti eitt högg fyrir síðustu holuna og skaut fyrst... slæmt högg. Þá kom Hagnaðurinn og setti ég kvikindið bara inná green. Þá chippaði Óli þetta líka fína chip alveg uppað pinna. Ég varð því að setja ca. 20 metra pútt til að jafna. Það gekk ekki eftir og Óli vann með einu höggi.

Það breytir því ekki að við spiluðum báðir seinni 9 á 49 höggum. Ég var samtals á 95 og hann 94. Í hnotskurn var þetta minn besti hringur all-time. Sáttur við það. Alltaf er maður að bæta sig. Einnig var ég að fá nýtt golfsett og var það að virka vel fyrir mig.

Sunday Night Alcohol Consumption
Síðan eftir golfið var farið ásamt Gráu og Camillu, og Simma og Sirrý á Vegamót. Bara svona að sýna sveitapakkinu höfuðstaðinn. Það var fengið sér nokkra og smá nachos og rætt um heimsins vandamál. Síðan var kvöldið klárað með Nonna rétt eftir eitt. Fínt kvöld í alla staði.

Sem sagt þá var þetta viðburðarík helgi. Þetta var væntanlega mitt lengsta blogg síðan ferðasagan góða.
Mig langar að þakka Alan Jackson sérstaklega en hann fylgdi mér í gegnum þetta blogg.

Ég þakka lesturinn og góðar stundir kæru vinir.

Hagnaðurinn

föstudagur, ágúst 22, 2003

Reunion eftir 20 ár???

Ég er búinn að vera í sömu sumarvinnunni í 7 sumur; jafn mörg á Bjarni Þór vinur minn og félagi. Já, það er gaman að slá... "slá, slá segi ég". Núna er svo komið að það er eiginlega enginn eftir að vinna; bara ég Bjarni, Daði og Óli Þóris. Við vorum því að ræða málin í dag...

Muniði eftir Fóstbræðraþættinum þar sem allir klæddu sig í indíánabúning því þeir höfðu ákveðið það einhvern tímann 'back in the days' og urðu að standa við það því það var skriflegur samningur?

Hugmyndir er sem sagt að eftir svona 20 ár munu: Haukur Hagfræðingur, Bjarni Þór Alþingismaður, Daði Prófessor, Ólafur Verkfræðingur hittast eitt sumarið og vera með svona sér gömlu-manna sláttuflokk. Bara mæta uppá bækistöð 4, mata Castro (hann verður jú 84 ára eða eitthvað) og slá svo af krafti. "Slá, slá slá segi ég. Og raka svo".

Fín hugmynd eða geðveiki. Það er stutt á milli.

Hagnaðurinn
Golfíþróttin og kærumál...

Fór í golf áðan ásamt Gráu Eldingunni. Spiluðum á Leynis - velli uppá Skaga. Fínn völlur þar og til mikillar fyrirmyndar. En skrambi var hann erfiður. Þetta var hluti af íþróttamóti okkar félaga og ég get ekki sagt að ég hafi byrjað vel. Reyndar vorum við jafnir eftir 9 á 51 höggi, sem var alveg ásættanlegt...

.... en þá fékk ég mér túnfisksamloku í hálfleik og eftir það lá leiðin niðrá við. Var komin "7 undir" eftir fyrstu þrjár á seinni níu og þá var þetta tapað. Hann sem sagt vann á 96 höggum og ég var eitthvað rétt yfir hundraðið... varð lítið úr því að ég myndi spila á undir 90 í þetta skiptið!!! Til hamingju Elding, en ég mun vinna í keilu, pílu, pooli og auðvitað körfu. Gaman væri einnig að bæta tennis á listann.... EF ÞÚ ÞORIR!!!

Þá var einnig nýtt sett að koma í hús og mun það verða prófað í næstu golfferð. Kannski á sunnudag fyrir Liverpool leikinn.

Svo var ég að heyra fyrr í dag að það væri búið að kæra mig. Spennandi tímar greinilega framundan. Reyndar er þessi saga komin frá einhverjum sem talaði við einhvern sem heyrði útundan sér þegar hann var að skíta að maður hefði hitt mann sem var að tala um þetta. Kemur allt í fjós eins og fyrri daginn.

Þetta er helst.
Föstudagskvöld, Eva Cassidy, Harpan á jamminu og Hagnaðurinn að beita reglunni.

Jæja, góðar stundir ágætu lesendur.

Hagnaðurinn

fimmtudagur, ágúst 21, 2003

Vinna Vinna Vinna...

Mig vantar hlutastarf fyrir veturinn. Væri gott að fá eitthvað starf þar sem ég þarf að gera sem minnst fyrir sem mestan pening; til dæmis að vera húsvörður. Þá get ég chillað og verið að læra á sama tíma. Einnig er gott að fá einhverja skúringavinnu; þá sérstaklega þar sem er vel borgað og tekur stuttan tíma.

Ef þið vitið um eitthvað, látið mig þá vita á haukurhauks@hotmail.com

Takk Takk
Sælir félagar...

Hva, bara kominn fimmtudagur. Lítið búið að blogga þessa vikuna. Brá mér í bíó á þriðjudag á Pirates. Svipað góð og í fyrra skiptið en samt ekki alveg... var sko að fara með Hörpu.

Í gær afrekaði ég það svo að sofna klukkan hálf níu, já 20:30. Var að lesa leiðinlega tölfræðibók uppí rúmi og endaði það í svefni. Kom svo sem ekki mikið á óvart þar sem tölfræði er ekkert svakalega skemmtileg.

Á morgun verður gaman. Veðurspáin er ofboðslega fín og því tilvalið að gera hvað? Jú, að sjálfsögðu verður farið í golf. Ég og Gráa Eldingin ætlum að fara uppá Skaga að spila. Þar hef ég ekki spilað áður og gæti þetta því orðið sérstaklega gaman.

... einnig verður þetta gaman því þetta er fyrsta greinin í fimmþraut okkar félaga. Ég skoraði sem sagt á hann/eða hann mig eftir að ég sagði að ég myndi vinna hann í hvaða íþrótt sem er. Slíka hluti hef ég sagt áður í hinum ýmsu útgáfum; t.d. að konur geta ekki unnið karla í neinni íþrótt.

Einnig verður spilað í körfu, keilu, pílu og pooli. Spenna framundan.

Svo er skólinn að fara að byrja fljótlega. ÆTLA að vera edrú um helgina og reyna að lesa eins og mother f. Það ætti að geta gengið, nema kannski hluta úr sunnudeginum þegar Liverpool er í beinni.

Þetta var helst.

Hagnaðurinn

mánudagur, ágúst 18, 2003

Pæling....

Drengur einn er með svona pælingahorn og ákvað ég því að koma með eina pælingu....

Selskælingar hafa lengi borið sig saman við það sem við köllum venjulega Ölduhælið (Ölduselsskóli). Gortum við okkur af því að vera stærri og betri og við höfum íþróttahús en ekki þeir. Þá segja þeir á móti: "En við höfum sundlaug."

... sundlaugin er ágæt sem slík, reyndar full grunn, en vandamálið er að hún er notuð of mikið. Hvers vegna þarf maður að fara í sundkennslu öll þessi ár í grunnskóla? Hvaða rugl er það? Eru það kannski einhverjir kommúnistar sem ráða þessu... kæmi mér allavega ekki á óvart.

Ef menn kunna að synda, þá kunna þeir að synda, svo einfalt er það. Þetta er eins og að kunna á hjól; þegar þú hefur lært það einu sinni kanntu að hjóla það sem eftir er lífsins. Af hverju þurfa menn að troða marvaða ár eftir ár eftir ár?

Minnkum sundkennslu um 90% og leyfum fólki að nota tímann sinn í eitthvað uppbyggilegt... eins og til dæmis tölvuleiki.

Það var nú samt alltaf mikið sport að kíkja inní kvennaklefann.
Hagnaðurinn

sunnudagur, ágúst 17, 2003

Spámaður í eigin föðurlandi...

Haukur Hagnaður (e. Profit... næstum því Prophet) kom með stórkostlegasta spádóm aldarinnar í dag. Nostradamus var ekkert merkilegri en ég...

Fyrir Liverpool - Chelsea var ég að ræða um að ég vildi fá eitthvað umdeilt atvik í leikinn. Ég spáði því að það yrði dæmt víti, sem Liverpool myndi klúðra, en dómarinn myndi láta endurtaka það vegna tækniatriðis, og þá myndu þeir skora. Hvað gerðist?

Ég spáði því að Owen myndi skjóta niðri vinstra megin í fyrra vítinu... sem og hann gerði.
Ég spáði því að hann myndi bomba á mitt markið í því síðara... sem og hann gerði.

Hins vegar spáði ég því að leikurinn myndi fara 2-2 ... sem hann gerði næstum þvi.

"Ég hélt að jörðin væri kúla..."

Hagnaðurinn
Hagnaður - Hreinn Hagnaður...

Ég brá mér í svona skyndiákvörðunargolf núna í kvöld með Gráu Eldingunni. Ætluðum við að spila litla völlinn á Korpúlfsstöðum, sem við og borguðum fyrir... síðan var svo rosaleg bið á 1. teig að við ákváðum bara að spila aðalvöllinn... stálumst sem sagt. Litli völlurinn kostar 1200 kall á meðan aðal kostar 4000 kall; sem sagt 2800 krónur í hreinan Hagnað.

Þetta var í fyrsta skipti sem ég spila völlinn. Spilið gekk ekki vel framan af og kláraði ég fyrri 9 á 55 höggum. Seinni 9 voru mun betri, og þá sérstaklega 7-tréð sem var að gera stórkostlega hluti, og ég kláraði seinni á 50 höggum, og enginn braut yfir 6. Vel gert hjá þér Hagnaður. Eldingin var að spila öllu betur og fór hann 18 á 94 höggum, sem er bara nokkuð vel gert.

Þetta var líklega besta golfferð sumarsins. Reyndar var þetta ekki besta skorið en gæðin voru þeim mun meiri því völlurinn er ekkert auðveldur viðureignar. Veðrið var dásamlegt; stillt og hlýtt.

Með okkur spilaði drengur að nafni Atli sem starfar fyrir Esso og var hann drengur hinn ágætasti. Hann var allavega með réttu græjurnar... til dæmis kostaði pútterinn hans 3svar sinnum meira en Wal-Mart settið mitt.

Þetta var golfblogg dagsins. Góðar stundir.

Hagnaðurinn

laugardagur, ágúst 16, 2003

Fram-ÍBV.... knattspyrnuumfjöllun...

Sælir félagar.

Ekki fengum við blóð í dag, en við fengum samt að sjá rautt, og er ég þá ekki að tala um hárlit Ingvars Ólasonar.

Hinn spyrnufasti Ágúst Gylfason spyrnti í gegnum vegg Eyjamanna undir lok fyrri hálfleiks og skoraði stórkostlegt mark... líklega eitt af mörkum sumarsins.

Hinn rauði Ingvar jafnaði síðan fyrir Eyjamenn um miðjan síðari hálfleik. Svo þegar um 10 mínútur voru eftir kom trúbatorinn skemmtilegi Andri Fannar Ottósson fram á sjónarsviðið og skallaði fast að marki; svo fast að Framarinn Birkir Kristinsson skaust inní mark Eyjamanna. Stórkostlegur skalli.

Framarar spiluðu sæmilega í þessum leik. Enginn fór neitt á kostum en enginn samt neitt arfaslakur.

Eyjamenn eru og hafa alltaf verið villimenn inná vellinum. Bjarnólfur Lárusson fer þar fremstur um þessar mundir. Hann fékk bara gult í leiknum. Þá var gaman að sjá hversu fyrrverandi bæjarstjórinn Ingi Sigurðssons spilaði vel... velkominn aftur Ingi.

"DJ háfleiksins var Haukur Hagnaður"

Já kæru vinir. Ég var svo heppinn að vera valinn úr stóru úrtaki til að velja lög hálfleiksins. Í samvinnu við góða nefnd voru þessi lög valin: Gente di Mare með Umberto Tozi & Raf, The good the bad and the ugly theme slysaðist inn (skrifast á Kristinn Jóhannsson Kristinsson vallarstjóra), Tiny Dancer með Elton John og að lokum smá af I Want it that way með Backstreet Boys.

Já, hvað getur maður sagt að lokum? Hva, menningarnótt.....

Hagnaðurinn
Ég skoraði 10 af 11...

Hvað fáið þið?

Hagnaðurinn
Kvikmynd kvöldsins...

... var að passa og eftir að hafa svæft drenginn var bíó. Sá eina gamla eðalræmu sem heitir svo mikið sem Leigubílstjóri. Bobby gamli De Niro fer þar á kostum og spyr hina álitlegu spurningu: "Ertu að tala við mig?" Það sem gerir þetta atriði skemmtilegt er einmitt að hann er að tala við sig. Rökrétt svar við spurningunni yrði því: "Já, ég er að tala við þig/mig."

Einnig er Harvey Keitel drulluflottur í þessari mynd í nettum wife-beater og með síða lokka. Ætla svo sem ekki að eyða fleiri orðum í þessa umræðu og skelli hér með 90 stjörnum á kvikindið.

Ef þið hafið ekki séð hana, drífið þá í því.

Er annars núna að horfa á The Beach. Lofar ekki góðu...

Hagnaðurinn

föstudagur, ágúst 15, 2003

Aftur til Framtíðar...

Já, þá er komin enn ein helgin, Helgi. Hvað á svo að gera? Jú, skoðum málið.

Föstudagur:
Búinn snemma í vinnunni, þ.e. núna. Ætla að slappa af, skipuleggja smá og fara svo að passa litla frænda, hann Dag Tjörva. Verða væntanlega að því í allt kvöld sem er bara ágætt.

Laugardagur:
Eitthvað hafði ég gefið út yfirlýsingar um að þetta ætti að verða róleg helgi... svo komst ég að því að það er Menningarnótt; sem á að vera eitthvað stórkostlegt. Því mun maður drattast til Danna um kvöldið með steik og öl og bara snemma í bæinn svo... koma svo...

Einnig ætla ég að reyna að komast í golf. Það verður að gerast. Einnig er enski boltinn að byrja... reyna að glápa á það... já, og svo er auðvitað PGA á Sýn...

Sunnudagur:
Ef plön laugardagsins ganga eftir þá verður sunnudagurinn ekki stórkostlegur. Ætla þó að glápa á Liverpool-Chelsea. Gæti verið góð skemmtun. Einnig væri fínt að fara í eins og einn þynnkubana og spila 18 holur.

Mickael J. Fox er minni en ég.
Hagnaðurinn

fimmtudagur, ágúst 14, 2003

Stundaskrá...

... Hagnaðurinn/Meistarinn? var rétt í þessu að sækja stundaskránna sína á netið. Mér finnst þessi síða enn vera hálfgert völundarhús en maður hlýtur að fara að læra á þetta.

... stundaskráin virtist bara vera hin fínasta; með þeim fyrirvara að ég hafi skilið hana rétt. Mér sýnist að ég sé í tímum frá klukkan 8:00 - 8:35 alla daga vikunnar. Samt eiginlega trúi ég því varla að tímasóknin skuli ekki vera meiri. Furðulegt mál já. Gæti samt verið til 10:45 miðað við nýjustu upplýsingar sem voru að koma í hús...

Annars er ég búinn að vera alger letingi í þeirri upprifjun sem ég ætlaði að fara í. Ég er reyndar búinn að lesa nokkur hundruð blaðsíður í hagfræði, og smá í stærðfræði en betur má ef duga skal. Tölfræðin hefur alveg setið á hakanum. Samt hef ég ekki svo miklar áhyggjur af henni; stærðfræðin er meiri höfuðverkur held ég.

Var að lesa hvernig einkunnirnar eru gefnar.... 7,25-8,99 er fyrsta einkunn.... 9,00-10,00 er ágætiseinkunn. Fínt að stefna á ágætiseinkunn og vona svo bara það besta. Gæti verið raunhæfur möguleiki en kannski ekki... kemur allt í ljós.

Ég er ekki hrifinn af því viðhorfi sem virðist ríkjandi hjá mörgun sem gangi í þennan skóla. Maður spyr kannski: "Hvernig gekk?"... og svarað sem maður fær er "... bara vel, féll bara í tveimur..." Fuss og svei segi ég.

Jæja, best að þruma því nýjasta frá Bill Gates inná tölvuna.

Góðar stundir.
Hagnaðurinn

miðvikudagur, ágúst 13, 2003

Er virkilega hægt að vera með línuívilnun og byggðarkvóta á sama tíma...

... spurði maðurinn mig um daginn. Vissulega tel ég að það sé mögulegt. Til að byrja með verðum við að líta á sóknardagana á landsvísu og deila þeim með aflamarkinu. Ef sú tala er yfir ca. 0,35 er mögulegt að miðstýra línuívilnuninni frá Hafrannsóknarstofnun svo að allir séu sáttir. En til að framlegð sjávarútvegsins verði sem best verður að samtvinna byggðarkvótann og byggðarstefnu landbúnarráðuneytisins.... en það er annað mál og flóknara.

Ekki má gleyma að möskvastærð og troll togaranna verða að vera innan ramma laganna svo að brottkast í Barentshafi verði ekki of mikið. En þegar allt kemur til alls er það alltaf fjöldi þorskígilda sem ræður því hversu gott við höfum það hér á Íslandi.

Það hlýtur hver maður og kona að sjá hvað þetta er einfalt. Það eru bara nokkur grundvallaratriði sem verður að taka til skoðunar og breyta og þá fer hagvöxturinn í landinu og blússandi svíng.

Elskum fiskinn. Drepum hvalina.

Hagnaðurinn
Kannist þið við einhvern sem er með þetta? Ég þekki eina...

Þriðjungur fólks þjáist af „stjörnudýrkunarheilkenni“, samkvæmt rannsókn sem birt er í nýjasta tölublaði tímaritsins New Scientist. Nefnt heilkenni lýsir sér í dýrkun á ríka og fræga fólkinu og verður sumum háskaleg fíkn, að sögn rannsakendanna Lynn McCutcheon og James Houran. Þau ræddu við rúmlega 600 manns um persónuleika viðkomandi og áhuga á frægu fólki. Fullyrðingar á borð við „Ég er haldin(n) þráhyggju um smáatriði í lífi eftirlætisstjörnunnar minnar.“, „Ég lít á eftirlætisstjörnuna mína sem sálufélaga minn.“ og „Ef hann/hún bæði mig um að gera eitthvað ólöglegt myndi ég líklega gera það.“ voru lagðar fyrir úrtakið og fólk beðið að leggja mat sitt á þær. Niðurstöðurnar ganga gegn hinu hefðbundna viðhorfi að skipta megi stjörnudýrkun í tvo flokka, sjúklegt eða ekki sjúklegt, með öðrum orðum græskulaust gaman eða þráhyggju. Fremur virðist vera um að ræða „rennikvarða“ (e. sliding scale) þar sem stjörnudýrkandinn verður æ uppteknari af lífi átrúnaðargoðsins.

Frétt þessi birtist á Mbl. og hérna má lesa hana alla.

Hagnaðurinn
Er ekki Chellingin bara komin á netið...
Saddam Hussein is being held captive in a house in his home town of Tikrit
by Iraqi freedom fighters. The American government have offered them $35
Million dollars for his capture.

Chelsea have offered $40 Million

þriðjudagur, ágúst 12, 2003

Langar einnig að benda á þetta...

... ráðgjafi minn í nördaheimum, Baldur Knútsson , sagði mér að þetta væri mjög mikilvægt. Þetta er einhver vírus sem getur gert mjög slæma hluti við tölvuna ykkar og ekki viljiði það, eða hvað?

Hagnaðurinn
Hjálpar liðinu
ASNI...

... Hagnaðurinn brá sér í körfuknattleik að loknum annasömum vinnudegi þar sem m.a. var slegið gras inní Árbæjarlaug. Það þótti vera skemmtileg tilbreyting.

Fór ásamt Óla Þóris, Bigga Sverris og manni að nafni Trausti/Óskar. Fínt að spila körfu í góðu veðri. Sérstaklega var þó gaman af því sem fram fór að loknum hefðbundnum leik.... þá var brugðið sér í fornfrægan leik sem reyndir virkilega á getu manna og kallast 'Asni'.

Það er skemmst frá því að segja að ég hafði gríðarlega yfirburði í þeim leik og vann með yfirburðum. Var bara með 'A´á meðan aðrir urðu úr leik. Ég lofaði að segja frá þessu og nú er þetta komið.

Takk fyrir lesturinn.

Hagnaðurinn

mánudagur, ágúst 11, 2003

Andskotinn sjálfur...

Joey og Dawson bara e-ð saman... Var að horfa á Dawson´s Creek; þáttur sem byrjaði ágætlega en endaði í ælu. Þarf allt sem gerist í Ameríku að enda í væmni og væli og viðbjóði?

Þetta var framhaldsþáttablogg dagsins.
Hagnaðurinn
Ég veit það ekki...

... er Jerry að gera það gott? Sumir hata kvikindið á meðan öðrum finnst hann ágætur. Mér fannst Pirates helvíti góð.

... ætli Bruce sé góð. Það var allavega einhver kelling með gagnrýni í Mogganum í morgun og ég sá ekki betur en hún hafi fengið slæma dóma; þ.e. myndin. En hvað vita kellingar svo sem?


Armageddon var slæm mynd.

Hagnaðurinn

sunnudagur, ágúst 10, 2003

Stefán Pálsson er mikill Framari og með skemmtilegt blogg... skrifar reyndar full mikið fyrir minn smekk... Harpa er bara eins og kjáni í samanburði. Sérstaklega er þarna skemmtilegur listi skrifaður 9. ágúst. Gaman að skoða þetta.
Ný hönnun... Það er komin könnun...
Þynnkubaninn...

Ég var ekki hress þegar ég vaknaði í morgun. Andlega var ég reyndar ofurhress en líkamlega var ég örmagna. Ástæðan var áfengisneysla kvöldið áður; og það ekki í fyrsta skipti. Ég fékk hér góða menn í heimsókn í gær og við drukkum, sungum, hlustuðum á vond lög og sömdum vísur. Allt afar skemmtilegt. Síðan var brunað niðrí bæ á Sólon og hrist aðeins á sér rassgatið. Lenti þar í smá skæting við mann sem gekk undir nafninu Ingi Róni. Ég veit ekki hvað manninum gekk til. Annars má lesa lengri útgáfu af þessu kvöldi hjá henni Hörpu. Hún skrifar skáldsögur á meðan ég skrifa smásögur.

... til að koma líkamanum í betra horf var brugðið sér í golf. Það er alger þynnkubani. Spilaði með Bjarka í Setbergi. Vorum ekki að spila neitt sérstaklega vel en ég vann hann örugglega í holukeppni 7-2... Ekki í fyrsta skipti.

... skúraði svo áðan eins og mother f. Djöfull er það leiðinlegt helvíti. En það þarf víst að gera þetta annað slagið. Annars skúra ég alltaf hérna á heimilinu og elda einnig alltaf. Kynhlutverkin ekki alveg á hreinu hérna.

Jæja, edrú út mánuðinn. Þetta er bara komið í rugl.

ÍA - Fram:
Framararnir töpuðu áðan fyrir skaganum 2-1. Ég fór því aðeins að reikna eins og maður gerir stundum og mér sýnist bara fall blasa við. Eða hvað? Vonum nú samt að þeir fari að geta eitthvað og vinni nokkra leiki.

Backstreet eða Take That?

Hagnaðurinn

laugardagur, ágúst 09, 2003

Línuívilnun...

Aflamark...

Staðgóður...

Annes...


Allt eru þetta skemmtileg orð?
Ófullkomnun...

Ó hve lífið getur stundum verið leiðinlegt. Af hverju gat sá sem skapaði allt ekki látið þynnku vera rosalega hressandi? Maður myndi drekka sér til heilsubótar og vakna drulluhress daginn eftir.

Ef Guð hefur verið all-good, all-knowing og all-powerful (eins og menn sjá hann fyrir sér) af hverju gat hann/hún ekki skapað betri þynnku? Ég held að þetta sanni bara að guð sé ekki til fyrir fullt og allt. Sumt er einfalt að (af)sanna...

Ætli Bruce Almighty reyni að breyta þessu? Það verður gaman að sjá. Kannski ég bregði mér í kvikmyndahús á morgun og tjekki á því...

En hversu heimskur er maður svo .... bara á leiðinni á annað skrall eftir ca. 3 tíma. Menn hafa bara negatíva greinarvísitölu og þar er ég engin undantekning.

Andskotinn hafi það.

Hagnaðurinn
Ætliði á þetta Gay Pride í rigningunni?

Pant ekki.
Frúin í Hamborg --- Olsen Olsen...

Brá ég mér sem sagt í þetta teiti í gærkveldi. Það var heima hjá Álfheiði. Fín stemning bara og trallað soldið. Ég hafði brennt 2 diska og búið til 8 laga söngbók sem féll vel í kramið... þó var það ekki kramið.

Samt hef ég aldrei (að mig minnir) bæði farið í Frúnna í Hamborg og Olsen Olsen í sama partýinu, eða bara í partýi yfirhöfuð. En ég gerði sem sagt hvort tveggja í gær... veðmál sjáðu!

Ýmsir voru mættir og má þar helst nefna Gumma silent og Vin Diesel og Guttorm. Einnig var þarna 'Letingi Ársins 2003', sjálfur Elvar Maggason. Aðrir létu einnig sjá sig og sumir fóru snemma án þess að kveðja.

Haldiði ekki að Johnny Cash hafi svo bara mætt með gítarinn...

Hagnaðurinn

föstudagur, ágúst 08, 2003

Fyrr í dag...

.... stefndi ekkert í áfengisneyslu þessa helgina. En tímarnir breytast og mennirnir með. Núna er ég sem sagt að fara á eitthvað vinnudjamm... gæti verið interesting. Væntanlega endar maður í góðum gír syngjandi Gente di Mare, Tiny Dancer, og fleiri góð lög.

Svo á morgun er einnig fyllerí hérna að Hagnaðarsetrinu geri ég ráð fyrir. Nóg að gera. Búinn að vera að brenna partýdiska, búa til söngbók og bara allt að gerast. Pallinn tekinn á þetta. Þeir skilja sem skilja. Aðrir skilja væntanlega ekki.

Annars er bara rigning hérna á klakanum og hitabylgja í evrópu. Hvort er betra/verra? Ég veit það ekki. Reyndar þola koparbrúnir menn eins og ég sólina einstaklega vel þannig að það væri örugglega betra fyrir mig að vera í París, já eða Róm, já eða London, já eða já eða...

Ég henti link inná þig Cas-Sandra. Þú varst búin að væla svo. Farðu nú að þegja og einbeita þér að því að blogga. Annars held ég að enginn sé jafn duglegur að blogga og hún Harpa þessa dagana. Djöfull skrifar hún; og það stundum bara um ekki neitt. Ég er hættur að komast að í tölvunni og er það ekki gott.

Jæja pæja.

Bið að heilsa John Wayne.

Hagnaðurinn

fimmtudagur, ágúst 07, 2003

Tekið að freyr.blogspot.com

Gott Sandra
Tá er gamla trukkalessan búinn ad hanna adra sídu og kominn á fullt í blogg ruglid. Hún gleymdi ad setja link á mig og Val strax í byrjun tar sem ad hún er alveg heltekin af nýju vinunum sínum teim Dada og Hauki, trúid mér hún hættir ad tala um tá eftir mánud...tetta var líka svona med Vidda í fyrra tad var ekki hægt ad vera nálægt henni hún var svo heltekin.
Allavega er gaman ad lesa ruglid í píunni sem ad set ad sjálfsøgdu inn á linka listan minn tar sem ad ég flokka hana sem gódvin og høfdingja mikinn.
Freyr [6:24 AM]


Það er skotið föstum skotum hér. Hver er þessi maður?

þriðjudagur, ágúst 05, 2003

Geisp...

... var að vakna núna um hálf tíu. Er búinn að vera meira og minna sofandi í allan dag... helvítis tóbaksleysið. Sofnaði með bók sem heitir 'Fundamentals Methods of Mathematical Economics' í hendinni. Hún er ekkert ofboðslega spennandi.

Hvað er svo í imbanum þegar ég vakna? Jú, helvítis Brúðkaupsþátturinn Já. Ég er búinn að segja h-orðið tvisvar og er enn í 3 línu. Skal aðeins passa mig. Allavega, þá var þarna einhver Scooter gæi að fara að giftast einhverju AT-i. (AT... Asian Teen). Veit svo sem lítið meira hvað var að gerast... en þau voru þó að gifta sig í kaþólskri kirkju... sem ætti að þykja eðal lumma.

Svo er barnaafmæli á morgun.
Back to the future.

Hagnaðurinn

mánudagur, ágúst 04, 2003

Bústaður og golf...

Fór uppí Biskupstungur (hvers konar orð er það?) í sumarbústað í gær, já og í dag. Var sko yfir nótt. Ég nenni ekki að skrifa eiginlega alveg eins og Harpa svo þið getið bara lesið hennar blogg. Hún fokkar svo sannarlega í liðinu...

... en í golf fór ég þegar ég kom heim í dag og er það gott. Fór ég ásamt Ómari nokkrum, tilvonandi mági mínum. Hann ætlaði að vinna mig í golfi, enda maðurinn fyrrverandi meistari í íþróttinni. Hva, hvernig fór? Jú, við spiluðum á æfingavellinum á Korpu. Þokkalegur völlur... fimm par 4 og fjórar par 3. Kostar 1200 kall að spila. Þetta varð aldrei spennandi keppni því...

.... yfirburðir mínir voru of miklir og leiddi ég alla leið. Paraði þrjár og var bara að spila nokkuð vel inn á milli. Hann fær samt annan séns greyið. Hann bar við æfingaleysi í sumar... Afsakanir. Ætli það sé ekki leiðinlegt að geta ekki unnið mig í neinu? Múha ha ha ha.

Annars er ég bara hress hnakki. Ætla að fara í klippingu 1. október 2003. Spurning um að taka ljónsmakkann á þetta aftur. Veit ekki.

Að lokum langar mig að senda skammarkveðju til Gráa Glæponsins, a.k.a. Grái Viðbjóðurinn, a.k.a. Natural Ómar Ragnarsoninn. Hann er siðblindur dóni sem verður rassskelltur. Meira um það síðar.

Góðar stundir.

Hagnaðurinn

sunnudagur, ágúst 03, 2003

Partý og artí-fartí martíní...

Við verðum að átta okkur á því að ég er ekki þykkur núna. Nú, hva... hva varstu að gera? Jú, minn kæri vin, það var soldið partý í gær. Já já Hemmi minn.

... brá ég mér til Daníels Trausta, einnig kallaður President, í gær í grillveislupartý. Mér finnst rosalega gaman í grillveislum. Þá vitiði það. Þetta var hefðbundið partý og stemningin ansi góð. Grillunin tókst með ágætum ef undanskilið er þegar Gráa Eldingin kveikti í grillpinnunum sínum. Harpa var fyrst ölvuð og byrjaði að tala um barneignir og brúðkaup... fátt nýtt þar... jú reyndar var eitt nýtt: 'Ég og Óli höfum haft kynferðismök í fjölda ára' sagði Harpa...

Ég byrjaði rólega að venju en vann allverulega á með kvöldinu og var orðinn subbulega ölvaður undir lokin. Fór samt heim um klukkan fimm... þá var einhver tími síðan Eiturbyrlarinn, og Gráa Eldingin höfðu farið. Saurmaðurinn fór seint heim minnir mig og hann er víst ælandi í vinnunni núna. Það var mikið dansað og sungið þessi helstu lög auk þess sem 'Ég lifi í Draumi' kom sterkt inn auk lags með Hemma Gunn.

Á maður að nenna því að taka annan pakka í kvöld? Er að spá í að bregða mér uppí sumarbústað hjá Gráu. Það þarf reyndar að taka þann siðlausa mann rækilega í gegn. Flengj´ann segi ég.

Back to the basics.

Hagnaðurinn
Esjuganga...

... ég brá mér í litla gönguferð í gær, laugardag, ásamt henni Hörpu. Fórum við í hina árlegu Verslunarmannahelgar-Esjugöngu. Lögðum við af stað um klukkan 14:00 í blíðskaparveðri. Tókum við "hægri" leiðina upp. Hægri leiðin er lengri en ekki jafn brött og sú "vinstri". Gangar var nokkuð erfið og kvartaði Harpa mikið, en upp komumst við að lokum og þar var útsýnið alveg fascinating... Ég fékk svona Leonardo DiCaprio moment úr Titanic... 'I´m the king of the world'.

Svo var bara skrifað sig í bókina góðu, tekið mynd af íslensku pari og hlustað á einhverja Ameríkana tala saman... aðallega um veðrið og vindátt. Manni leið soldið eins og maður væri í útlöndum. Einnig er soldið sérstök stemning á Esjunni... það heilsast nefnilega allir þarna: "Góðan daginn"... "já, góðan dag". Fínt til að byrja með en soldið þreytt þegar maður er bara farinn að heilsa og heilsa og heilsa.

Svo fórum við vinstri leiðina niður. Það var helvíti bratt. Við reyndum að jogga niður. Það hljómar kannski skringilega en mér finnst erfiðara að fara niður heldur en upp.... það tekur svo rosalega í framanverð lærin og hnén. Margt skrítið í þessari veröld... Þegar okkur er kalt vill okkur vera heitt, og þegar okkur er heitt viljum við kæla okkur niður. Já, það er erfitt að fullnægja mannskepnunni.

En allavega þá var þetta bara fín Esjuganga. Fer líklega aftur að ári. Kári.
Tók fullt af myndum... dúndra þeim kannski inn ef ég nenni. Benni.

Vill einhver koma með mér í golf núna?

Hagnaðurinn

laugardagur, ágúst 02, 2003

Úr gestabókinni...

Þorkell skrifaði þetta í gestabókina mína:
"Er FRAM-áhangandi. Datt inn á síðuna. Langar bara að vita af hverju þú fékkst ekki úthlutað föstu númeri fyrir leiktíðina ? Mig langaði að sjá þig spila í sumar. Þú hefur löngum verið nefnilega einn af mínum uppáhalds leikmönnum. Hvað er í gangi eiginlega?"

Já, þegar stórt er spurt. Síðasta haust ákvað ég að taka mér gott frí eftir leiktíðina af ýmsum ástæðum; áhugaleysi, vinnuleiðindi, etc. Fríið dróst á langinn en ég hafði alltaf hugsað mér að byrja aftur fyrr eða síðar. Svo á vormánuðum kom upp leiðindamál milli mín og stjórnar Fram sem varð til þess að ég mun ekki leika fyrir félagið á meðan þessir menn eru þarna við stjórn. Þetta var stutta útgáfan af sögunni...

Ég var eitthvað að velta því fyrir mér að ganga til liðs við Aftureldingu fyrir sumarið en mér þótti það ekkert ofboðslega spennandi svo það varð ekkert úr því. Ég er samningslaus eftir þessa leiktíð og þá er aldrei að vita hvað maður gerir... Ég ætla að sjá hversu strembið Meistaranámið í Hagfræði verður hjá mér. Hver veit nema maður verði að spila í Úrvalsdeildinni að ári, já eða utandeildinni.

Vonandi svarar þetta spurningunni.

Góðar stundir.

Hagnaðurinn

föstudagur, ágúst 01, 2003

Fréttir og veður...

Af mér er annars ósköp lítið að frétta. Ætla að halda mig í bænum þessa helgina... tel það vera ákaflega skynsamlegt. Tel þó líklegt að ég verði dreginn eitthvað ... svo sem í lagi á meðan það er ekki Smáralindin.

Ég er að vinna í markmiðalista fyrir lífið.... svona í ætt við það sem Brian Tracy predikar.

Svona lítur listinn minn út í dag:
1)Aldrei að dansa línudans edrú.
2)Ekki ganga með bleiju fyrir nírætt.
3)Aldrei fara á Þjóðhátíð.
4)Hætta að verða mér til skammar ofuölvi í karaókí.
5)Skíra son minn Knút.

Þetta er ekki í neinni sérstakri forgangsröð. Svo er bara að bæta reglulega inná listann.

Veðurspáin fyrir helgina er góð já. Býður uppá marga möguleika. Til dæmis að halda gott grillpartý hjá Danna, a.k.a. President á morgun.

... Svo er ég bara að hlusta á diskinn sem Ný Dönsk (Nýir Danskir hljómar illa) gáfu út fyrir síðustu jól. Gæðagripur.

Gott að sinni. Binni?

Hagnaðurinn
Hveragerðisgolf... og Setbergsgolf

Hagnaðurinn brá sér með Meistaranum í golf í dag í Hveragerði. Aðstæður voru frábærar; líklega þær bestu sem ég hef spilað við í sumar, ef frá er talin ferð mín til Myrtle Beach í vor. Það var sól meirihlutann, andvari og hiti um 16 gráður. Brilliant. Hafði ég lengi ætlað að draga Meistarann (hann er kallaður Meistarinn því hann vann eitthvað skitið golfmót í fyrra) með mér í golf og taka hann í bakaríið. Meistaramót 2003 mun svo fara fram fljótlega. Þar ætla ég að sigra og fá titilinn Meistarinn; áður en ég fæ Meistaragráðuna.

Svona fór í dag:

Braut........Par.............Hagnaðurinn..........Meistarinn
1..............4................ 6............................9
2..............5................ 7............................8
3..............4................ 7............................6
4..............4................ 5............................6
5..............4................ 5............................6
6..............4................ 7............................5
7..............3................ 4............................5
8..............5................ 5............................10
9..............3................ 4............................6
10............4................ 6............................7
11............5................ 6............................8
12............4................ 6............................7
13............4................ 8............................7
14............4................ 4............................8
15............4................ 5............................8
16............3................ 4............................6
17............5................ 5............................8
18............3................ 4............................6
...............72...............98...........................126

Hef ég lagt þetta saman og komist að þeirri niðurstöðu að ég vann með 28 höggum. Þokkalegur árangur það. Hagnaðurinn spilaði á 98 en Meistarinn á 126. Í holukeppni fór 15-3. Spilað var á gulum teigum.



Setbergsgolf...

Spilaði einnig 18 holur í Setbergi í Hafnarfirði á fimmtudagskvöldinu. Var þar ásamt Bjarka Stefánssyni, skólafélaga mínum úr Coastal og vini. Fórum við í holukeppni og var það nr. 1, en jafnframt var skráð niður skor. Holukeppnin var gríðar-spennandi framan af. Eftir 4 holur var staðan jöfn 2-2. Þá tókum við þær 4 næstu jafnar, og því voru 5 holur undir á 9 brautinn og jafnframt þeirri síðustu á vellinum (9 holu völlur). Bjarka tókst að vinna hana 6-7 eftir að ég neyddist til að taka víti eftir upphafshöggið sem fór útaf braut. Hann var því skyndilega kominn yfir 7-2 þrátt fyrir jafna keppni.

Ákveðið var að halda áfram þótt einungis hafi verið borgað fyrir 9 holur. Skemmst er frá því að segja að ég vann allar seinni 9 holurnar. Því fór 11-7 í heildina. Ákaflega gaman.

Skorið var ekkert stórkostlegt, en þó þokkalegt. Spilað var á gulum teigum og mig minnir að ég hafi klárað á 107 í heildina.

Mig grunar að enginn hafi nennt að lesa þetta og færri skilið en mig langaði bara að koma þessu á framfæri.

Takk.

Hagnaðurinn