laugardagur, ágúst 16, 2003

Fram-ÍBV.... knattspyrnuumfjöllun...

Sælir félagar.

Ekki fengum við blóð í dag, en við fengum samt að sjá rautt, og er ég þá ekki að tala um hárlit Ingvars Ólasonar.

Hinn spyrnufasti Ágúst Gylfason spyrnti í gegnum vegg Eyjamanna undir lok fyrri hálfleiks og skoraði stórkostlegt mark... líklega eitt af mörkum sumarsins.

Hinn rauði Ingvar jafnaði síðan fyrir Eyjamenn um miðjan síðari hálfleik. Svo þegar um 10 mínútur voru eftir kom trúbatorinn skemmtilegi Andri Fannar Ottósson fram á sjónarsviðið og skallaði fast að marki; svo fast að Framarinn Birkir Kristinsson skaust inní mark Eyjamanna. Stórkostlegur skalli.

Framarar spiluðu sæmilega í þessum leik. Enginn fór neitt á kostum en enginn samt neitt arfaslakur.

Eyjamenn eru og hafa alltaf verið villimenn inná vellinum. Bjarnólfur Lárusson fer þar fremstur um þessar mundir. Hann fékk bara gult í leiknum. Þá var gaman að sjá hversu fyrrverandi bæjarstjórinn Ingi Sigurðssons spilaði vel... velkominn aftur Ingi.

"DJ háfleiksins var Haukur Hagnaður"

Já kæru vinir. Ég var svo heppinn að vera valinn úr stóru úrtaki til að velja lög hálfleiksins. Í samvinnu við góða nefnd voru þessi lög valin: Gente di Mare með Umberto Tozi & Raf, The good the bad and the ugly theme slysaðist inn (skrifast á Kristinn Jóhannsson Kristinsson vallarstjóra), Tiny Dancer með Elton John og að lokum smá af I Want it that way með Backstreet Boys.

Já, hvað getur maður sagt að lokum? Hva, menningarnótt.....

Hagnaðurinn