föstudagur, ágúst 15, 2003

Aftur til Framtíðar...

Já, þá er komin enn ein helgin, Helgi. Hvað á svo að gera? Jú, skoðum málið.

Föstudagur:
Búinn snemma í vinnunni, þ.e. núna. Ætla að slappa af, skipuleggja smá og fara svo að passa litla frænda, hann Dag Tjörva. Verða væntanlega að því í allt kvöld sem er bara ágætt.

Laugardagur:
Eitthvað hafði ég gefið út yfirlýsingar um að þetta ætti að verða róleg helgi... svo komst ég að því að það er Menningarnótt; sem á að vera eitthvað stórkostlegt. Því mun maður drattast til Danna um kvöldið með steik og öl og bara snemma í bæinn svo... koma svo...

Einnig ætla ég að reyna að komast í golf. Það verður að gerast. Einnig er enski boltinn að byrja... reyna að glápa á það... já, og svo er auðvitað PGA á Sýn...

Sunnudagur:
Ef plön laugardagsins ganga eftir þá verður sunnudagurinn ekki stórkostlegur. Ætla þó að glápa á Liverpool-Chelsea. Gæti verið góð skemmtun. Einnig væri fínt að fara í eins og einn þynnkubana og spila 18 holur.

Mickael J. Fox er minni en ég.
Hagnaðurinn