laugardagur, ágúst 09, 2003

Ófullkomnun...

Ó hve lífið getur stundum verið leiðinlegt. Af hverju gat sá sem skapaði allt ekki látið þynnku vera rosalega hressandi? Maður myndi drekka sér til heilsubótar og vakna drulluhress daginn eftir.

Ef Guð hefur verið all-good, all-knowing og all-powerful (eins og menn sjá hann fyrir sér) af hverju gat hann/hún ekki skapað betri þynnku? Ég held að þetta sanni bara að guð sé ekki til fyrir fullt og allt. Sumt er einfalt að (af)sanna...

Ætli Bruce Almighty reyni að breyta þessu? Það verður gaman að sjá. Kannski ég bregði mér í kvikmyndahús á morgun og tjekki á því...

En hversu heimskur er maður svo .... bara á leiðinni á annað skrall eftir ca. 3 tíma. Menn hafa bara negatíva greinarvísitölu og þar er ég engin undantekning.

Andskotinn hafi það.

Hagnaðurinn