Stundaskrá...
... Hagnaðurinn/Meistarinn? var rétt í þessu að sækja stundaskránna sína á netið. Mér finnst þessi síða enn vera hálfgert völundarhús en maður hlýtur að fara að læra á þetta.
... stundaskráin virtist bara vera hin fínasta; með þeim fyrirvara að ég hafi skilið hana rétt. Mér sýnist að ég sé í tímum frá klukkan 8:00 - 8:35 alla daga vikunnar. Samt eiginlega trúi ég því varla að tímasóknin skuli ekki vera meiri. Furðulegt mál já. Gæti samt verið til 10:45 miðað við nýjustu upplýsingar sem voru að koma í hús...
Annars er ég búinn að vera alger letingi í þeirri upprifjun sem ég ætlaði að fara í. Ég er reyndar búinn að lesa nokkur hundruð blaðsíður í hagfræði, og smá í stærðfræði en betur má ef duga skal. Tölfræðin hefur alveg setið á hakanum. Samt hef ég ekki svo miklar áhyggjur af henni; stærðfræðin er meiri höfuðverkur held ég.
Var að lesa hvernig einkunnirnar eru gefnar.... 7,25-8,99 er fyrsta einkunn.... 9,00-10,00 er ágætiseinkunn. Fínt að stefna á ágætiseinkunn og vona svo bara það besta. Gæti verið raunhæfur möguleiki en kannski ekki... kemur allt í ljós.
Ég er ekki hrifinn af því viðhorfi sem virðist ríkjandi hjá mörgun sem gangi í þennan skóla. Maður spyr kannski: "Hvernig gekk?"... og svarað sem maður fær er "... bara vel, féll bara í tveimur..." Fuss og svei segi ég.
Jæja, best að þruma því nýjasta frá Bill Gates inná tölvuna.
Góðar stundir.
Hagnaðurinn
... Hagnaðurinn/Meistarinn? var rétt í þessu að sækja stundaskránna sína á netið. Mér finnst þessi síða enn vera hálfgert völundarhús en maður hlýtur að fara að læra á þetta.
... stundaskráin virtist bara vera hin fínasta; með þeim fyrirvara að ég hafi skilið hana rétt. Mér sýnist að ég sé í tímum frá klukkan 8:00 - 8:35 alla daga vikunnar. Samt eiginlega trúi ég því varla að tímasóknin skuli ekki vera meiri. Furðulegt mál já. Gæti samt verið til 10:45 miðað við nýjustu upplýsingar sem voru að koma í hús...
Annars er ég búinn að vera alger letingi í þeirri upprifjun sem ég ætlaði að fara í. Ég er reyndar búinn að lesa nokkur hundruð blaðsíður í hagfræði, og smá í stærðfræði en betur má ef duga skal. Tölfræðin hefur alveg setið á hakanum. Samt hef ég ekki svo miklar áhyggjur af henni; stærðfræðin er meiri höfuðverkur held ég.
Var að lesa hvernig einkunnirnar eru gefnar.... 7,25-8,99 er fyrsta einkunn.... 9,00-10,00 er ágætiseinkunn. Fínt að stefna á ágætiseinkunn og vona svo bara það besta. Gæti verið raunhæfur möguleiki en kannski ekki... kemur allt í ljós.
Ég er ekki hrifinn af því viðhorfi sem virðist ríkjandi hjá mörgun sem gangi í þennan skóla. Maður spyr kannski: "Hvernig gekk?"... og svarað sem maður fær er "... bara vel, féll bara í tveimur..." Fuss og svei segi ég.
Jæja, best að þruma því nýjasta frá Bill Gates inná tölvuna.
Góðar stundir.
Hagnaðurinn
<< Home