Golfíþróttin og kærumál...
Fór í golf áðan ásamt Gráu Eldingunni. Spiluðum á Leynis - velli uppá Skaga. Fínn völlur þar og til mikillar fyrirmyndar. En skrambi var hann erfiður. Þetta var hluti af íþróttamóti okkar félaga og ég get ekki sagt að ég hafi byrjað vel. Reyndar vorum við jafnir eftir 9 á 51 höggi, sem var alveg ásættanlegt...
.... en þá fékk ég mér túnfisksamloku í hálfleik og eftir það lá leiðin niðrá við. Var komin "7 undir" eftir fyrstu þrjár á seinni níu og þá var þetta tapað. Hann sem sagt vann á 96 höggum og ég var eitthvað rétt yfir hundraðið... varð lítið úr því að ég myndi spila á undir 90 í þetta skiptið!!! Til hamingju Elding, en ég mun vinna í keilu, pílu, pooli og auðvitað körfu. Gaman væri einnig að bæta tennis á listann.... EF ÞÚ ÞORIR!!!
Þá var einnig nýtt sett að koma í hús og mun það verða prófað í næstu golfferð. Kannski á sunnudag fyrir Liverpool leikinn.
Svo var ég að heyra fyrr í dag að það væri búið að kæra mig. Spennandi tímar greinilega framundan. Reyndar er þessi saga komin frá einhverjum sem talaði við einhvern sem heyrði útundan sér þegar hann var að skíta að maður hefði hitt mann sem var að tala um þetta. Kemur allt í fjós eins og fyrri daginn.
Þetta er helst.
Föstudagskvöld, Eva Cassidy, Harpan á jamminu og Hagnaðurinn að beita reglunni.
Jæja, góðar stundir ágætu lesendur.
Hagnaðurinn
Fór í golf áðan ásamt Gráu Eldingunni. Spiluðum á Leynis - velli uppá Skaga. Fínn völlur þar og til mikillar fyrirmyndar. En skrambi var hann erfiður. Þetta var hluti af íþróttamóti okkar félaga og ég get ekki sagt að ég hafi byrjað vel. Reyndar vorum við jafnir eftir 9 á 51 höggi, sem var alveg ásættanlegt...
.... en þá fékk ég mér túnfisksamloku í hálfleik og eftir það lá leiðin niðrá við. Var komin "7 undir" eftir fyrstu þrjár á seinni níu og þá var þetta tapað. Hann sem sagt vann á 96 höggum og ég var eitthvað rétt yfir hundraðið... varð lítið úr því að ég myndi spila á undir 90 í þetta skiptið!!! Til hamingju Elding, en ég mun vinna í keilu, pílu, pooli og auðvitað körfu. Gaman væri einnig að bæta tennis á listann.... EF ÞÚ ÞORIR!!!
Þá var einnig nýtt sett að koma í hús og mun það verða prófað í næstu golfferð. Kannski á sunnudag fyrir Liverpool leikinn.
Svo var ég að heyra fyrr í dag að það væri búið að kæra mig. Spennandi tímar greinilega framundan. Reyndar er þessi saga komin frá einhverjum sem talaði við einhvern sem heyrði útundan sér þegar hann var að skíta að maður hefði hitt mann sem var að tala um þetta. Kemur allt í fjós eins og fyrri daginn.
Þetta er helst.
Föstudagskvöld, Eva Cassidy, Harpan á jamminu og Hagnaðurinn að beita reglunni.
Jæja, góðar stundir ágætu lesendur.
Hagnaðurinn
<< Home