sunnudagur, ágúst 31, 2003

Könnun...

Ég var að vinna í dag.... og það á vegum Baugs. Ég væri alveg til í að vinna fyrir Baug, en þá helst að gera e-ð annað. Hagnaðurinn var sem sagt að gera könnun í Smáralindinni í dag. Ég veit varla hvort er verra; könnunin eða Smáralindin.

... "átt þú barn á skólaaldri" var fyrsta spurningin. Svo var eitthvað spurt um skólaföt og bara almenn leiðindi. Ég þurfti líka að spyrja fólk hvað það væri gamalt og hvaða menntun það hefði. Hefði ekki mátt bæta við: "Hvað ertu þung/ur?"

Þetta gekk upp og ofan. Ég var nefnilega ekki með neitt game plan; líkt og bankaræninginn ungi. En svo náði ég að þróa plan eftir smá stund.
Svona var planið:
1)Eingöngu reyna að tala við karlmenn. Kvenfólkið er vonlaust, þó svo að þær viti vissulega meira um fatainnkaup heldur en feðurnir. Þær eru svo miklar tæfur og svo dónalegar... alveg hreyta nei-inu í andlitið á manni.
2) Helst að ná mönnum með kerru. Þeir nenna ekki að vera að keyra þetta og finnst því tilvalið að stoppa.
3) Reyna að vera hress en samt ekki FM-hress. Meira bara svona 'þokkalegur'.
4) Koma upp að hliðinni á fólki. Ef maður labbar beint á móti því á það til að taka á sig stóran sveig... sem er neikvætt.
5) Segja fólki að þetta "taki enga stund".

Já, þetta var mitt game plan. Það gekk alveg ágætlega. En mikið var þetta leiðinlegt. En maður fær víst borgað fyrir þetta.

United töpuðu í dag. Ég er því glaður maður.

Hagnaðurinn