mánudagur, ágúst 04, 2003

Bústaður og golf...

Fór uppí Biskupstungur (hvers konar orð er það?) í sumarbústað í gær, já og í dag. Var sko yfir nótt. Ég nenni ekki að skrifa eiginlega alveg eins og Harpa svo þið getið bara lesið hennar blogg. Hún fokkar svo sannarlega í liðinu...

... en í golf fór ég þegar ég kom heim í dag og er það gott. Fór ég ásamt Ómari nokkrum, tilvonandi mági mínum. Hann ætlaði að vinna mig í golfi, enda maðurinn fyrrverandi meistari í íþróttinni. Hva, hvernig fór? Jú, við spiluðum á æfingavellinum á Korpu. Þokkalegur völlur... fimm par 4 og fjórar par 3. Kostar 1200 kall að spila. Þetta varð aldrei spennandi keppni því...

.... yfirburðir mínir voru of miklir og leiddi ég alla leið. Paraði þrjár og var bara að spila nokkuð vel inn á milli. Hann fær samt annan séns greyið. Hann bar við æfingaleysi í sumar... Afsakanir. Ætli það sé ekki leiðinlegt að geta ekki unnið mig í neinu? Múha ha ha ha.

Annars er ég bara hress hnakki. Ætla að fara í klippingu 1. október 2003. Spurning um að taka ljónsmakkann á þetta aftur. Veit ekki.

Að lokum langar mig að senda skammarkveðju til Gráa Glæponsins, a.k.a. Grái Viðbjóðurinn, a.k.a. Natural Ómar Ragnarsoninn. Hann er siðblindur dóni sem verður rassskelltur. Meira um það síðar.

Góðar stundir.

Hagnaðurinn