fimmtudagur, ágúst 21, 2003

Sælir félagar...

Hva, bara kominn fimmtudagur. Lítið búið að blogga þessa vikuna. Brá mér í bíó á þriðjudag á Pirates. Svipað góð og í fyrra skiptið en samt ekki alveg... var sko að fara með Hörpu.

Í gær afrekaði ég það svo að sofna klukkan hálf níu, já 20:30. Var að lesa leiðinlega tölfræðibók uppí rúmi og endaði það í svefni. Kom svo sem ekki mikið á óvart þar sem tölfræði er ekkert svakalega skemmtileg.

Á morgun verður gaman. Veðurspáin er ofboðslega fín og því tilvalið að gera hvað? Jú, að sjálfsögðu verður farið í golf. Ég og Gráa Eldingin ætlum að fara uppá Skaga að spila. Þar hef ég ekki spilað áður og gæti þetta því orðið sérstaklega gaman.

... einnig verður þetta gaman því þetta er fyrsta greinin í fimmþraut okkar félaga. Ég skoraði sem sagt á hann/eða hann mig eftir að ég sagði að ég myndi vinna hann í hvaða íþrótt sem er. Slíka hluti hef ég sagt áður í hinum ýmsu útgáfum; t.d. að konur geta ekki unnið karla í neinni íþrótt.

Einnig verður spilað í körfu, keilu, pílu og pooli. Spenna framundan.

Svo er skólinn að fara að byrja fljótlega. ÆTLA að vera edrú um helgina og reyna að lesa eins og mother f. Það ætti að geta gengið, nema kannski hluta úr sunnudeginum þegar Liverpool er í beinni.

Þetta var helst.

Hagnaðurinn